Tíminn - 21.10.1989, Blaðsíða 8
tíma. Sú kynslóð bænda sem nú
hokrar á eftir að líða undir lok. Við
tekur fámenn kynslóð bænda sem
býr á stórum og velreknum búum.
Þessi þróun er þegar byrjuð. Hefð-
bundnum búum fækkar því að
enginn vill taka við búskap þar sem
framleiðsluréttur er lítill og byggð
er einangruð. Menn þurfa bara að
bíða eftir að þessi þróun gangi yfir.
Eins og ég sagði í upphafi er ég
orðinn leiður á að ræða þessi mál
við menn. Mér finnst að menn ræði
þessi mál af allt of mikilli vanþekk-
ingu. Þéttbýlisbúar vita ósköp lítið
hvernig búskapur á íslandi er rek-
inn í dag. Þetta er í sjálfu sér
eðlilegt. Flestir hafa ekki haft önn-
ur kynni af landbúnaði en þau að
kaupa kjöt og mjólk úti í búð. Mér
finnst að menn ættu að reyna að
skoða málin í dálítið stærra sam-
hengi en þeir hafa gert til þessa.
Landbúnaðarmálin verða ekki
leyst á einum degi. Að svo mæltu
neita ég að ræða frekar um land-
búnað fram yfir næstu mánaðamót. —
Það var Litlanesfoss í
Hengifossgili í Fljótsdal
sem var á myndinnl í
síðustu viku.
Nú er spurt um jarð-
göng. Jarðgöng á íslandi
eru ekki mörg og því ætti
ekki að vera erfitt fyrir
fólk að þekkja þessi
göng.
r r - í
O’ •ó7 j£ > r tr> F
F Ö7 <. öv F □
— LT Ti O
c. & 3> X F
■ r F F Ö* F ■ ■ !r?L
F 70 <f co I 1 Z. s Q B sa —
:z. aD >0 —3 70 7: R
T’. C \T F cT 3> F — 7> a tn Jfl'A F
Z 2. c F □ 73 > F a cn i 73
o □ 70 ■ c\ 3? 3> -d B B S D 5S F m F
3> o 7Ö H z F S □ ES B EJ ■ Co ■ F a ■ B B □B BB 1 B □ □
F oJj| T> F - a 3 75
F) - 7\ cn F 3>' 3 ■ r* r
z. [c o F 3> 70 a m c F
> z e £ C o> > 2 70 F \y> 2 2 1> X 121 r—■ s m rn £
KROSSGÁTA
18 fjp HELGIN
Laugardagur 21. október 1989
TIMANS RAS
Af
EGILL
ÓLAFSSON:
umræðu um landbúnaðarmál
Landbúnaðarmál hafa verið
mjög í brennidepli upp á síðkastið
og hafa reyndar verið það um langt
skeið. Sífellt fleiri taka undir gagn-
rýni sem í mörg undanfarin ár
hefur verið sett fram á síðum DV.
Ég er fyrir löngu orðinn hundleiður
á því að ræða þessi mál. Ég reyni
því oftast að láta fara lítið fyrir mér
þegar menn fara ræða um landbún-
að í fjölskylduboðum og sam-
kvæmum af ýmsu tagi. Það getur
þó verið erfitt að sitja á sér þegar
fólk ræðir um þessi mál af full-
komnu ábyrgðarleysi og vanþekk-
ingu. Ég er oft þvingaður til að
taka þátt í umræðunni vegna þess
að menn vilja gjarnan fá álit sveita-
mannsins.
Menn segja oft að landbúnaðar-
kerfið sé alveg kolómögulegt og að
því þurfi að breyta til betri vegar.
Því er svo gjarnan bætt við að
Sambandið píni bændur og steli af
þeim aurum og að stjórnmála-
mennimir sem stjórni landbúnað-
armálunum séu vitlausir. Það er
auðvitað mjög erfitt fyrir mig að
ræða þessi mál á þessum nótum og
því reyni ég oft að skipta um
umræðuefni.
Alltaf þegar ég neyðist til að
ræða um þessa hluti fer ég í
varnarstöðu. Maður verður nátt-
úrulega að verja þetta kerfi þrátt
fyrir að ég viðurkenni fyrstur
manna að margt mætti betur fara í
landbúnaðarmálunum. Ég beiti
yfirleitt þeirri tækni að spyrja við-
mælanda minn hvernig hann vilji
haga þessum málum. Margir reyna
að skjóta sér undan spurningunni
með því halda áfram að skammast
út í Sambandið og Jón Helgason.
Þeir sem reyna að svara spurning-
unni segja að næst á eftir því að
leggja niður Sambandið eigi að
leggja niður búskap þar sem sé
óarðbært að stunda hann. Stunda
eigi kúabúskap á Suðurlandi, í
Borgarfirði og í Eyjafirði. Fjárbú
eigi að vera stór og aðeins þar sem
graslendi sé nóg og enginn hætta sé
á ofbeit. Aðalatriði sé að hafa búin
stór, hagkvæm og vel í sveit sett.
Ég get auðvitað ekki annað en
samþykkt að svona sé best að hafa
það. En þá bendi ég á að það sé
ekki einfalt mál að koma þessu í
kring. Eigum við að flytja fólk þar
sem það býr á sínum útkjálkum og
setja það niður einhvers annars
staðar? Hver ætlar að taka að sér
að ákveða hvaða bú eigi að ieggja
niður og hvaða bú eigi að lifa?
Hvað á að gera við öll húsin og
allar fjárfestingarnar á jörðunum
sem lagðar verða í eyði? Við
þessum spurningum yppta menn
öxlum og segja bara að þetta verði
að gerast. Ég minni menn þá á að
á sínum tíma reyndi Stalín gamli
að koma almennilegu skipulagi á
landbúnaðinn í Sovét og skipaði
mönnum að yfirgefa jarðir sínar og
vinna á samyrkjubúum. Menn eru
almennt nokkuð sammála um að
það hafi verið nokkuð harkaleg
aðgerð að rífa menn upp með
rótum með þessum hætti.
Þegar búið er að ræða málin á
þessum nótum um hríð segja menn
gjarnan að það sé nauðsynleg að
auka frjálsræði í landbúnaðarmál-
unum því þetta ofskipulag sé eng-
um til góðs. Þá brosi ég því að ég
veit að það er eitthvað bogið við
röksemdafærslu hjá fólki sem bæði
vill aukna stjómun og aukið skipu-
tag
Ég viðurkenni þó að það þurfi
að reyna að auka frjálsræði í land-
búnaðarmálunum þó að ég viti satt
að segja ekki hvernig eigi að fara
að bví.
Ég held þó að þessi mál eigi eftir
að leysast að sjálfu sér með tíð og
GETTU NÚ