Tíminn - 21.10.1989, Qupperneq 10

Tíminn - 21.10.1989, Qupperneq 10
20 HELGIN Laugardagur 21. október 1989 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁ Sonur auðkýf ingsins vildi fá arfinn strax 1 Ungi maðurinn, sem skjögraði inn á Lambrecht-lögreglustöðina, þriðjudagsmorguninn 24. febrúar 1987, var fölur og skjálfandi og greinilega í miklu uppnámi. -Þau eru dáin, sagði hann og saup hveljur. -Fjölskylda mín er öll dáin. Varðstjórinn þurfti ekki að spyrja við hvað hann átti. Metzmannfjöl- skyldan var sú auðugasta í þessu litla 5.000 manna samfélagi og hinn 19 ára Kai var eini sonurinn. -Hvar? spurði varðstjórinn og seildist eftir hljóðnemanum sem var tengiliður hans við tvo eftirlitsbíla. Hann taldi næstum víst að um um- ferðarslys væri að ræða. -Heima, kveinaði pilturinn og nefndi heimilisfangið sem var hreinn óþarfi því allir þekktu Metzmann- giæsihýsið í hæðum Palatineskógar- ins með útsýni yfir Speyerdalinn. Þetta kom varðstjóranum á óvart en hann bað samt báða bílana að fara á staðinn. Síðan fór hann með Kai Metzmann inn í bakherbergi, gaf honum vænt koníaksstaup og lét hann leggja sig á bekk. Andartaki síðar var kallað frá öðrum bílnum og maðurinn var æstur. -Þau eru öll dáin, hrópaði hann í tækið. -Öll fjölskyldan hefur verið myrt. Varðstjórinn trúði varla sínum eigin eyrum en flýtti sér þó að gera yfirmanni lögreglunnar viðvart, báð- um rannsóknarlögreglumönnum staðarins og hringdi í neyðarsíma lögreglunnar í Neustadt, nokkru norðar. Þar eru íbúar um 50 þúsund og lögreglan þar annast neyðarþjón- ustu í Lambrecht. ' Reinert lögreglustjóri kom á stað- inn og sá þegar að fólkið var alls ekki nýlátið og lögreglan í Neustadt var svo dolfallin að kalla þurfti til aðstoð frá borginni Ludwigshafen í 50 km fjarlægð. Þar búa 200 þúsund manns og glæpir eru þar daglegt brauð svo lögreglan er þrautþjálfuð. Það var komið nær hádegi þegar 40 manna lið kom þaðan, enda frost, þoka og mikil (sing á vegum. Fyrir rannsóknarliðinu fór Werner Kreiss- auer sem ásamt lækni fór fyrstur inn í glæsihýsið. Peter Falken, aðstoðarmaður hans, varð eftir úti til að taka skýrslu af varðstjóranum um tildrög þess að líkin fundust. Öll Metzmannfjölskyldan, að syn- inum undanskildum, lá í blóði sínu inni í húsinu. Húsmóðirin, Renate, 47 ára, lá í hjónarúminu, maður hennar, Willi, 49 ára, lá á svefnher- bergisgólfinu, rétt innan við dyrnar og Silke, 25 ára dóttir þeirra, var í skrifstofu föður síns. Öll voru þau í náttfötum. Læknirinn byrjaði á að athuga lík húsbóndans en gat ekki alveg strax sagt fyrir um dánarorsökina. -Hann hefur verið skotinn að minnsta kosti fjórum sinnum í bringuna og kviðinn með stórri byssu, sagði hann. -Það gæti verið banvænt en höfuðkúpan er líka brotin og að auki eru margar djúpar hnífsstungur. Ég verð að kryfja líkið áður en ég veit hvað af þessu banaði honum. Renate hafði verið skotin í ennið og margstungin með stórum hnífi. Ekki sáust nein merki um kynferðis- legt ofbeldi. Dyrnar að skrifstofunni höfðu ver- ið brotnar í spön og Silke lá þar á gólfinu við skrifborð föður síns með náttkjólinn uppi undir höndum og bókstaflega allur líkaminn var þak- inn sárum. Hún hafði einnig bæði verið stungin og skotin. Læknirinn var á þeirri skoðun að öll hefðu þau látist á svipuðum tíma, líklega milli miðnættis kvöldið áður og tvö um nóttina. Krufning gæti leitt í ljós nákvæmari tíma. Kreissauer bað um að fá fyrst skýrslu um Silke, þar sem hún gæti hugsanlega verið ástæða þessa alls. Nú var mikil vinna framundan fyrir alla. Kreissauer fór út til Falkens sem búinn var að afla sér mikilla upplýsinga um fjölskylduna. Willi Metzmann var mikils metinn á staðnum. Hann átti fyrirtæki sem annaðist rafsuðuþjónustu og versl- aði með rafsuðutæki og var auk þess í byggðarstjórn. Hann hafði brotist áfram af sjálfsdáðum frá því að vera venjulegur vélvirki. Þau hjón áttu helgarbústað í skóginum, marga reiðhesta og álíka marga dýra bíla. Þau höfðu verið gift í 26 ár og Renate ávallt starfað við hlið manns síns í fyrirtækinu. Silkeog Kai höfðu einnig starfað við fyrirtæki föður síns, hún í bókhaldinu og hann sem rafsuðunemi. Þau voru bæði ólofuð og bjuggu heima. -Þau voru vellauðug og einhver ákvað að myrða þau, sagði Kreiss- auer. -Er vitað hvort þau höfðu háar fjárupphæðir heima? Það var ekki vitað en skipti engu því tæknimenn sáu þess engin merki að nokkru hefði verið rænt. -Það eru meira en 40 þúsund mörk í reiðufé í öryggisskáp og minni upp- hæðir hér og þar í húsinu, sagði tæknimaður. -Skápurinn var ekki almennilega læstur og auk þess voru skartgripir mæðgnanna öllum að- gengilegir. Af þessu mátti ráða að ástæða morðanna var að minnsta kosti ekki rán og sitthvað fleira, sem í ljós kom, var álíka mikil ráðgáta. Morðvopnin voru augljóslega úr húsinu sjálfu. Tvo veiðiriffla vantaði í byssuskáp í anddyrinu, stóran eld- húshníf vantaði í grind sína og tvö riddaraliðssverð höfðu hangið kross- lögð til skrauts á stofuveggnum en annað var horfið. Að því er best varð ráðið höfðu tveir menn farið inn í húsið aðfara- nótt þriðjudagsins. Annað hvort höfðu þeir haft lykil, stungið upp læsingu á hurð eða farið inn um opinn glugga. Þá voru Willi og Renate sofandi í hjónarúminu og Silke í herbergi sínu framar við ganginn. Mennirnir fóru beint inn í hjónaherbergið og skutu Renate í ennið svo hún lést samstundis. Willi, sem vaknaði við skotið, stökk fram úr og flaug á mennina en var þá skotinn sjálfur. Síðan réðust mennirnir á líkin og misþyrmdu þeim með hnífnum, sverðinu og byssuskeftunum. Silke mun hafa vaknað við hávað- ann og leitað skjóls í skrifstofu föður síns og læst sig inni. Hún hefur að líkindum reynt að kalla lögregluna til því símtólið lá á skrifborðinu en mennirnir brutu niður hurðina og myrtu Silke áður en hún náði sam- bandi. Síðan fóru þeir og tóku með sér morðvopnin en ekkert annað. -Hvað um soninn? vildi Kreiss- auer vita. -Það bendir ekkert til að hann Kai Metzmann nennti ekki að vinna og vildi fá arf sinn sem allra fyrst. Hann fær hann bráðlega. hafi verið heima, svaraði yfirmaður tækniliðsins. Kai Metzmann var enn ekki kom- inn heim því Reinert lögreglustjóri hafði sent hann heim til konu sinnar þegar pilturinn neitaði eindregið að fara til síns heima. Hann sagðist seinna hafa verið í samkvæmi í Neustadt alla nóttina og ekki komið heim fyrr en undir morgun og þá fundið foreldra sína og systur myrt. Falken bað um nöfn þeirra sem voru í samkvæminu og fékk staðfest að Kai og vinur hans, Juergen Lischer, 18 ára, hefðu verið í veislu all? nóttina og ekki farið fyrr en klukkan níu um morguninn. -Þetta hefur greinilega verið mikil veisla, sagði Falken við Kreissauer. -Krakkarnir eru allir af auðugu foreldri og klæða sig og mála eins og afglapar til að vekja á sér athygli. -Er nokkurt þeirra líklegt til að fremja þrjú morð? spurði Kreiss- auer. -Nei, svaraði Falken. -Eitthvað af þeim gæti vissulega verið kynferð- islega brenglað og sjálfsagt andlega líka. Það er algengt um unglinga sem eiga allt of ríka foreldra. í krufningsskýrslu kom fram að kúla í ennið af mjög stuttu færi varð Renate að bana. Síðan voru 11 stungur á líkinu, átta eftir hnífinn og þrjár eftir sverðið. Höfuðkúpan var sprungin á fjórum stöðum eftir mikil högg með riffilsskeftinu að því talið var. Ekki hafði hún verið áreitt kynferðislega og líklega dáið í svefni, þar sem adrenalínmagn í blóðinu var eðlilegt. í blóði Willis var hins vegar óeðli- lega mikið adrenalínmagn sem benti til mikillar skelfingar á dauðastund- inni. Sverðinu hafði verið marg- stungið í gegnum hann og höfuðkúp- an moluð af mörgum, þungum höggum. Silke hafði verið skotin tvisvar í - Það er ranglátt að gamla fólkið eigi peningana, sagði 19 ára pönkarinn. - Unga fólkið kann betur að njóta þeirra . vÁr*" í Hjónin Willi og Renate Metzmann voru bæði innan við fimmtugt og höfðu unnið hörðum höndum fyrir eignum sínum. bringuna og á líkama hennar fundust alls 44 stungur og stórir skurðir, bæði eftir sverðið og hnífinn. Kyn- færi hennar voru þannig leikin að útilokað var fyrir lækninn að segja um hvort henni hefði verið nauðgað en engin merki sæðis fundust í eða á líkinu. Öll þrjú virtust hafa látist milli hálfeitt og fjórðungi fyrir eitt, að- faranótt þriðjudagsins 24. febrúar 1987. -Ég er að reyna að skilja tilgang- inn með þessu, sagði Kreissauer. -Fólkið var ekki myrt til að ræna húsið og ekkert kynferðislegt virðist hafa átt sér stað. Ástæðan hlýtur að vera hatur eða hefnd en hvað í ósköpunum gætu þau hafa gert til að kalla yfir sig slíka óvini? Þetta er líkara aftöku en nokkru öðru. -Hvað um hryðjuverk? spurði Falken. -Slíkir menn virðast ekki myrða fólk af neinum sérstökum ástæðum. Kannski þetta séu leifarn- ar af Baader-Meinhofsamtökunum. -Það efast ég stórlega um, svaraði Kreissauer. -Metzmann var ekki svo óskaplega ríkur og hryðjuverka- menn taka venjulega með sér vopn á staðinn. Þeir ætlast ekki til að fórnarlömbin leggi þau til. Falken yppti öxlum. -Hvað um keppinaut á atvinnusviðinu? -Ég get ekki ímyndað mér að samkeppnin á rafsuðumarkaðnum sé svona hörð, svaraði Kreissauer. -Samt verður að athuga alla mögu- leika. Ekki dettur mér neitt skárra í hug. Falken hafði heldur ekki betri hugmynd og þótt hann væri næstum viss um að þessi uppástunga hans væri út í hött, tók hann að kanna fjárreiður Metzmann-fyrirtækisins. Hann komst bráðlega að því að fjölskyldan átti sér bitran fjandmann sem var þó ekki lengur keppinautur þar sem hann hafði verið þvingaður til gjaldþrots árið áður.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.