Tíminn - 02.12.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.12.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. desember 1989 Tíminn 23 BÆKUR VALGEIR SIGURDSSON 12 viótals- þættir Við manninn mælt 12 viðtalsþættir Höfundur: Valgeir Sigurðsson Mannlíf þessarar bókar er óvenju auðugt. Lesandinn kynnist fyrst þrem afbragðsskáldum þjóðarinnar, þeim Heiðreki Guðmundssyni, Ólafi Jóhanni Sigurðssyni og Þorsteini Valdimarssyni. Allir eru þeir látnir, en þeim mun meiri fengrnr er að hverri nýrri vitneskju um ævi þeirra og störf og það sem mótaði þá í æsku. Þá koma vísindamennimir dr. Símon Jóhann Ágústsson, Bjöm Magnússon prófessor og dr. Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi berklayfirlæknir og landlæknir. Tal þeirra er þó ekki þurr fræðimennska, heldur þvert á móti lifandi og skemmtilegt. Guðrún E. Jónsdóttir frá Reykjahlíð og Jóhanna Bjömsdóttir í Kópavogi flytja stórmerkan sögulegan fróðleik. Eiríkur Guðmundsson frá Dröngum og Jóhann Pétursson, fyrrverandi vitavörður, fara á kostum í sagnaskemmtun og frásagnargleði. Þjóðfélagsmál ber einnig á góma. Þar tala þeir Skjöldur Eiriksson, fyrrverandi skólastjóri, og Þórir Daníelsson, fynrum ritstjóri, sem sat í tukthúsi fyrir blaðaskrif „sem vom svo sem hvorki betri né verri en ótal aðrar blaðagreinar bæði fyrr og síðar. “ Unaður kyn- lífs og ásta Höfundur: Dr. Andrew Stanway Þýðandi: Gissur Ó. Erlingsson Útgefandi: Skjaldborg hf. Dr. Stanway ræðir kynferðismálin í samhengi við ást og rómantík ekki síður en á tæknisviðinu - og er það sannarlega ánægjulegt viðhorf á þessum tímum kynferðislegra áhyggjuefna. Víðtæk reynsla dr. Stanways sem læknis og ráðgjafa í málum sem varða hjónaband og kynferðismál hefur leitt í ljós að mörg ef ekki flest hjón eða sambýlisfólk nú á dögum hefur aldrei átt neitt raunvemlegt tilhugaííf. Hann telur að tími sé kominn til að hverfa aftur til hinna „úreltu" unaðssemda biðlunar, innileika og ástleitni, nauðsynlegt sé að bæta næmleika okkar gagnvéirt ástarhótum og atlotum ef við eigum að geta stofnað til ástúðlegrar og kynferðislega fullnægjandi ævilangrar sambúðar. í unaði kynlífs og ásta opinberar dr. Stanway tæpitungulaust hvemig við getum endurveikið kynferðislega örvun og eftirvæntingu í sambúð okkar. Einn kafli bókarinnar er helgaður túlkun á kynlikama okkar og ráðleggingum um ástarhót bæði með og án samræðis og i svefnherberginu og utan þess. Rætt er um gildi kynferðislegra hjálpartækja og fjallað er ítarlega um getnaðarvamir. Hinn opinskái og fræðandi texti dr. Stanwaýs er nánar skýrður með frábæmm og opinskáum litmyndum. Formála að bókinni ritar Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur. Frægar barnabækur Bókaútgáfan hefur sent frá sér fjórar harðspjaldabækur fyrir yngstu kynslóðina eftir hinn heimskunna listamann Dick Bmna. Þær em Bátur, hús og bíll, Húsið mitt, í sveitinni, Leikföngin mín. Barnabækur hans hafa farið sigurför um heiminn. í bókunum em stórar og skýrar myndir í fallegum litum sem auðvelda bömum að þekkja hvem hlut og nefna hann réttu nafni. Smámyndir í hverju homi em til leiðbeiningar. Þannig auka bömin andlegan þroska sinn og bæta við orðaforðann í skemmtilegum leik. Einstakar bækur fyrir yngstu bömin. ALÖ ÁMOKSTURSTÆKI HJÁLPARHENDUR ÚR SÆNSKU GÆÐASTÁLI FYRIRLIGGJANDIÁ YFIR 20 GERDIR DRÁTTARVÉLA Smyrjanlegar fóðringar í öllum liðamótum. Jafnvægisarmar og tveir skóflutjakkar. Fyllsta öryggi og jafnvægi við allar aðstæður. Hægt er að losa skófluna og smella á ýmsum aukabúnaði á augabragði, svo sem baggagreip, ýtublaði eða jafnvel rúllupökkunarvél. Tveir skóflutjakkar þýða aukinn kraft til allrar vinnu. Við hjá Globus hf. hrósum happi yfir því að geta boðið upp á ámokst- urstækin frá Alö í Svíþjóð. í þeim fara saman sænsk þekking og reynsla og þau eru framleidd úr alkunnu gæðastáli. Alö-ámoksturstækin eru þau mest seldu í Evrópu, en fyrirtækið hefur verið leiðandi á þessum markaði í yfir tuttugu löndum. Kosiirnir eru ótvíræðir: v US festingarkerfi v Öll tækin eru búinjafnvægisörmum, sem tryggja stóraukið vinnuöryggi. v Stóraukin lyftigeta v Tveir skóflutjakkar v Rammgerðar festingar og stuðrammi framan á dráttarvélina v Þriggja spólu ventill og vökvalagnir fram ígálgaenda v Henta öllum stærðum og tegundum dráttarvéla v Fullkomin aukahlutaþjónusta v Fullkomið þjónustukerfi um landallt Fyrirliggjandi á eftirtaldar gerðir dráttarvéla: FORD 5610 FORD 6610 FORD 7610 MF-365 MF-375 MF-390 MF-398 CASE 585X11 CASE 685X11 CASE 785X11 CASE 885X11 FIAT 60-90 FIAT 70-90 FIAT 80-90 ZETOR 6211 ZETOR 6245 ZETOR 7011 ZETOR 7045 ZETOR 7211 ZETOR 7245 ZETOR 7711 ZETOR 7745 Beróu saman verö og gæói og nióurstaóan mun koma þér þægilega á óvart! G/obus( Lágmúla 5, s:681555

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.