Tíminn - 19.12.1989, Síða 7

Tíminn - 19.12.1989, Síða 7
Þriðjudagur 19. desember 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Unnur Stefánsdóttir: Hvað hef ur forgang ? í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar segir m.a. í kaflanum um byggðamál að sérstakt átak skuli gert til að auka fjölbreytni í atvinnu kvenna á landsbyggðinni. Til þess að ýta á eftir þessu máli flutti undirrituð ásamt fimm öðrum þingmönnum Framsóknarflokks- ins tillögu um þetta efni á Alþingi s.l. haust. Tillagan var samþykkt og ríkisstjórnin fól félagsmála-, iðnaðar- og landbúnaðarráðuneyt- unum að láta gera úttekt á stöðu þessara mála. í framhaldi af samþykkt þings- ályktunarinnar og raunar tveggja annarra um svipað efni, réðu fyrr- nefnd ráðuneyti Mörtu Ó. Jens- dóttur verkefnisstjóra til að gera skýrslu um ástandið í atvinnumál- um kvenna á landsbyggðinni. í skýrslu Mörtu kemur í ljós að atvinna fyrir konur í dreifbýli er víða mjög lítil og mun ástandið fara versnandi eftir því sem líður á veturinn. Tillögur um aðgerðir í skýrslu Mörtu Jensdóttur er bent á leiðir sem hægt væri að fara til þess að ná árangri í þessu mikilvæga atvinnu- og byggðamáli. Helstu tillögur hennar eru þessar: 1. Að stjórn verði skipuð til að sjá um framkvæmd verkefnisins, þar sem helstu hagsmunaaðilar eigi fulltrúa. 2. Kvennahópar sem þegar eru byrjaðir að starfa, fái aðstoð s.s. með ráðgjöf um vöruþróun og markaðsmál. 3. Að veitt verði aðstoð við stofn- un smáfyrirtækja m.a. fram- leiðslu- og þjónustufyrirtækja. 4. Komið verði af stað námskeið- um fyrir atvinnulausa og verði byrjað á þeim svæðum þar sem langvarandi atvinnuleysi hefur ríkt. Mín skoðun er sú að þetta séu athyglisverðar tillögur og brýnt að þær komist í framkvæmd sem fyrst. Námskeið fyrir atvinnulausa er e.t.v. það sem er brýnast, en aðstoð við kvennahópa gæti skipt miklu máli, einkum fyrir konur sem búa langt frá þéttbýliskjörnum. Það sem kvennahópar hafa einkum lagt áherslu á er ýmiskonar smáiðn- aður s.s. gerð minjagripa, prjóna- skapur og sérhæfð matvælafram- leiðsla. Miklir möguleikar eru í stofnun lítilla framleiðslu- og þjónustufyr- irtækja. Virðist slíkur rekstur, sem gefur möguleika á að hafa vinnu- tíma í samræmi við heimilisaðstæð- ur henta konum sérstaklega vel. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins Á miðstjórnarfundi Framsókn- arflokksins í síðasta mánuði var mikið talað um atvinnu- og byggða- mál. Þar var m.a. ályktað um að efla byggðakjarna á landsbyggðinni, til að veita höfuðborgarsvæðinu mót- vægi, hvað varðar fjölbreytni í atvinnu-, félags- og menningarmál- um. Síðan segir í ályktun fundarins að mikilvægt sé að auka fjölbreytni í störfum fyrir konur á landsbyggð- inni. „í því sambandi minnir fund- urinn á þá undirbúningsvinnu, sem þegar er hafin af hálfu ríkisstjórn- arinnar og leggur áherslu á að áfram verði unnið að því verkefni af fullum þunga.“ Hér er um að ræða verkefni það er Marta hefur unnið að og skilað skýrslu um. Þessi ályktun miðstjórnar fram- sóknarmanna sýnir ótvírætt að flokkurinn ætlar að vinna þessu máli framgang. Hér eins og oft áður er spurning um hvaða verk- efni hafa forgang, hvað skiptir máli í okkar byggðapólitík. Svíar tóku á málinu? Mikið atvinnuleysi hefur verið á • landsbyggðinni í Svíþjóð undan- farin ár, einkum meðal kvenna. Ýmislegt hefur verið gert til þess að bæta atvinnuástandið þar. í héraði einu í Svíþjóð þar sem um 15 þúsund manns búa hefur verið gert sérstakt átak í atvinnumálum, en þar var orðið lítið um atvinnu. Ríki og sveitarfélög veittu 6 millj- ónum sænskra króna (um 60 millj- ónir ísl.kr.) á ári í þrjú ár. Nú, þegar tvö ár eru liðin, hafa þegar verið stofnuð 49 ný fyrirtæki, sem ganga mjög vel. Kvenfélögin hafa mikil áhrif Umfangsmikið starf er unnið hér á landi á vegum kvenfélaganna. Bæði er um að ræða félags- og líknarstarf og einnig hafa kvenfél- agskonur verið ötular við að standa fyrir fjölþættum námskeiðum sem hafa komið sér vel. Pegar harðnar á dalnum og at- vinna minnkar eins og nú, hefi ég tröllatrú á áhrifamætti kvenfélag- anna, vinnu og samstöðu þeirra, sem ævinlega hefur skilað miklu. í því verkefni sem verið er að vinna á vegum ráðuneytanna þriggja og hugsað er sem skref í að byggja upp atvinnu fyrir konur í dreifbýli, hygg ég að hugmyndir frá konum í hinum ýmsu kvenfé- lögum gætu hjálpað mikið. Ég hvet þvf forsvarsmenn kvenfélaganna til að fylgjast með þessu verkefni og að leggja því lið, eftir því sem kostur er. Fjármagn þarf I verkefnið Mikið er talað um aflasamdrátt og minnkandi þjóðartekjur þessa dagana og það er sannarlega ástæða til að hafa áhyggjur af þjóðarbúskapnum á komandi ári. Það er hins vegar mín skoðun að óvarlega hafi verið fjárfest á ýms- um sviðum atvinnulífsins og vextir hafa verið of háir undanfarin ár, fjármálastjórnunin hafi mistekist. Það verkefni sem hér er talað um er ekki fjárfesting upp á hundr- uð milljóna, heldur fyrst og fremst aðstoð og hvatning við fólk með góðar hugmyndir til þess að það geti framleitt vöru og komið henni á markað. Verkefnið er komið af stað, það er e.t.v. spurning um hvað hefur forgang í okkar landsbyggðar- pólitík. Ef tekst að halda þessu verki áfram á þeim forsendum sem Marta leggur til í skýrslu sinni, leggja til fjármuni og ráða verkefn- isstjóra, þá veit ég að árangur mun nást. Unnur Stefánsdóttir formaður Landssambands framsóknarkvenna. BÓKMENNTIR A Saga Tímarit Sögufélags XX VI1-1989 Ritstjórar Sigurður Ragnarsson og Sölvi Sveinsson Þessi árgangur Sögur er áþekkur að yfirliti þeim næstu á undan. Hér skrifar Jón Guðnason um munnlegar heimildir, nánast tilsögn um hvers skuli gæta við upptöku og varðveislu munnlegra heimilda. Guðmundur J. Guðmundsson rit- ar um stjórnmálaátök og kristniboð við Norðursjó. Telur hann að Noreg- ur hafi orðið fyrir kristnum áhrifum frá Danmörku og Bretlandseyjum og kristni hafi alltaf verið nokkurs megandi á íslandi frá upphafi. Anna Agnarsdóttir ritar um eftirmál byltingarinnar 1809 og hversu bresk yfirvöld tóku á málum Jörundar hundadagakonungs og fé- laga hans. Koma þar fram nokkrar upplýsingar sem ekki hafa verið kunnar fyrri. Gísli Jónsson skrifar um nafngjaf- ir Eyfirðinga og Rangæinga 1703- 1845. Stefán Aðalsteinsson ritar um uppruna íslendinga. Mönnum hefur sýnst að skipting okkar í blóðflokka benti til meiri skyldleika við fra en sögur og fornmenjar benda til. Stef- án hefur þá lausn á þessu að í afskekktum löndum, þar sem bólu- sótt varð ekki landlæg en gekk sem drepsótt á nokkurra áratuga fresti hafi það skekkt hlutföllin svo að O flokkur sé nú orðinn miklu meiri en upphaflega var. íhaldssemi og framfarahugmyndir fyrr á tímum heitir ritgerð í Sögu. „Grein þessi er þannig til komin að höfundar sóttu sl. vetur sagnfræði- námskeið í Háskóla íslands (kennari Þór Whitehead) þar sem lesnar voru ýmsar frumheimildir frá 17., 18. og 19. öld. - Ein spurningin, sem þátt- takendur veltu fyrir sér, var þessi: Stóð hugsunarháttur á fyrri tíð í vegi fyrir breytingum á samfélagsháttum og atvinnulífi? Kveikjan að þeirri spumingu var að nokkru leyti bók Gísla Gunnarssonar Upp er boðið ísaland.“ Er skemmst frá að segja að þessir sagnfræðinemar koma til liðs við Gísla en hafna athugasemdum Bjöms Stefánssonar við kenningar hans. Það liggur ljóst fyrir að t.d. Ólafur Stephensen hafði ekki trú á því að hefti Sögu Nýtt stofna til sjóþorpa á sinni tíð. Þau risu upp eftir að fslendingar komu skútunum fyrir sig. Þar með er ekki sagt að þau hefðu orðið bjargráð á fyrri öldum. Páll Vídalín vildi stofna útgerðar- bæ um fjögur þilskip. Hann hefur væntanlega gert sér ljóst að stærri skip gerðu aðrar kröfur og uppfylltu önnur skilyrði en árabátarnir. Ólafur Stephensen og samtíma- menn hans höfðu nokkra reynslu af búlausum mönnum sem treystu á sjávarafla. Árið 1801 voru í Ingjalds- sókn á Snæfellsnesi 90 húsmenn sem engar landnytjar höfðu. Það gæti verið góður stofn í sjóþorp. Og þurrabúðarfólkið var víðar í ver- stöðvum. Ef menn líta í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns má víða sjá að jarðir voru leigðar fyrir minna eftir bóluna en verið hafði. Eins má finna dæmi þess að byggðin hafði grisjast vegna bólunnar. Eftir móðuharðindin vantaði fólk til að nytja jarðir. Ég held að raunsæir menn hafi haft ærna ástæðu til að efast um að vandi þjóðarinnar yrði leystur á 18. öldinni með því að stofna sjávar- þorp. Þilskipaútgerðin, sem reynd var samhliða Innréttingunum, gafst ekki svo vel sem vonir stóðu til. Hvað olli því? Sennilega að íslendingar hafi ekki tileinkað sér þau vinnubrögð og verklag sem hentaði. Samt varð það þilskipaútgerðin sem markaði tíma- mót um afkomu og efnahag þjóðar- innar. Sagnfræðinemar halda að lút- herskur rétttrúnaður hafi tafið fram- för þjóðarinnar með því að svipta menn löngun til að efnast. „Ég vænti, að svo hafi flestir auðgast, að þeir eða þeirra forfeður hafi tekið nokkuð ranglega frá öðrum,“ sagði Jón Vídalín. Víst kenndi Lúther að ekki væri rétt að nota sér neyð annarra til að kúga af þeim fé. Ég lærði fyrir fermingu „fræði Lúthers hin minni" þar sem hann skýrir boðorðin, Faðir vor, trúarjátningu og skírn og kvöld- máltíð. Þar fjallar hann um daglegt brauð sem við biðjum um. Það nær yfir allt sem við þurfum, fæði og klæði, hús og heimili, fjölskyldu, góða nágranna og góða veðráttu o. fl. Þeim er einskis áfátt sem fær það daglegt brauð sem Lúther talaði um. Ég held að menn ofmeti Lúther og kenningar hans ef þeir halda að hann háfi svipt íslendinga gleðinni af að eiga. Væri nú ekki rétt að athuga efnahag einstakra kirkju- höfðingja í lútherskum sið? Hvað er með Guðbrand Þorláksson, Brynjólf Sveinsson eða sjálfan Jón Vídalín? Og hvernig stendur á þessari stöku? Hvar vill annars eignum ná, um einskilding og dalinn menn eru að þræta og ýtast á uns þeir falla í valinn. Hvernig gat Páli Ólafssyni dottið þetta í hug þar sem lútherskur rétttrúnaður hafði sigrað ágirndina? Sagnfræðinemarnir minnast á marköngla og þeir hafi verið dæmdir af. Fyrst þeir minnast á Lúðvík Kristjánsson í því sambandi hefðu þeir mátt geta þess að hann hyggur að þeir dómar hafi lítt verið haldnir. Auðvitað voru markönglarnir hlutarbót fyrir þann sem átti. Þess má geta að vinnumenn áttu ekki sinn hlut sjálfir heldur húsbóndi þeirra. Því er skiljanlegt að þeim sem átti vinnumann í skiprúmi hjá öðrum þætti gengið á snið við gerða samn- inga ef formaður færi að borga honum beint. En eins og þeir sögðu sem héldu markönglunum fram var hverjum manni frjálst að ráða fé sínu. En engu verður miðlað án þess að það sé einhvers staðar tekið. Stjórn fiskveiða hefur lengi verið deilumál hér á landi. Því var trúað að með því að leggja net eða lóðir í sjó væru fiskigöngur hindraðar. Því vildu menn banna að leggja hrogn- kelsanet á ystu bæjum við fjörð ef krækja mátti hrognkelsin upp við fjarðarbotninn. Á seinni hluta 19. aldar gilti við ísafjarðardjúp fisk- veiðireglugerð sem bannaði mönn- um að yfirgefa lóðir í sjó utan til í Djúpinu. Einhvern tíma sá ég bréf sem hásetar Vilhjálms afabróður míns skrifuðu. Vilhjálmur reri frá Hnífsdal og var sakaður um að hafa farið í land frá lóðum sínum. Háset- ar hans vottuðu að þeir gætu alls ekki legið upp yfir lóðunum frammi á Djúpi og var helsta orsök til þess sú hve örðugt var að fá feitmeti. Ekki veit ég hversu það fór en Páll, afi Steins Steinarrs og systkina hans, sem var formaður á Snæfjallaströnd, sagði um þessa reglugerð: „Við brut- um hana allir.“ Það er kannske erfitt fyrir börn allsnægtanna sem telja „daglegt brauð“ sjálfsagðan hlut að átta sig á því hversu fyrri kynslóðir voru upp- teknar af að afla sér matar. Þá var nauðsyn að nýta bæði land og sjó. Sjósókn á árabátum var háð veður- fari og fiskigöngum á grunnmið. Það var komið að síðustu aldamótum þegar Einar Ben. kvað: Þú býr við logarbrand, bjargarlaus við frægu fiskisviðin, fangasmár, þótt komist verði á miðin, en gefur eigi á góðum degi, gjálpi sær við land. Vissirðu hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er ofsmá, sá guli er utar. Hve skal lengi dorga drengir, dáðlaus upp við sand? Það varð að gera hlutina í réttri röð. Myndun þorpa og kaupstaða við sjóinn krafðist vissra skilyrða. Voru þau skilyrði fyrir hendi á 17. eða 18. öld? Ritfregnir taka talsvert rúm í þess- ari Sögu eins og áður. Nokkuð er það tilviljanakennt hverjar bækur eru teknar til meðferðar en í heild má segja að þarna sé umræða um þætti úr þjóðarsögunni. H.Kr. LESENDUR SKRIFA Hvað eru lág laun? Nýlega var í dálkum Tímans ábending frá Óskari vegna lágra launa ræstingakonu í háskólanum. Endurmenntunarstjóri hafði yfirlýst landflótta hennar vegna lágra launa. Spuming er hvað eru lág laun, en konan var með tvö böm á framfæri og einhleyp. Hugsanlega hafa þau verið 4-500 þús. kr. á ári og ekki er nokkur leið að segja að það séu há laun. Samt er þetta afstætt. Ríkis- sjóður skaffar bamabætur, sennilega um kr. 70.000 á þessu ári, bamabóta- auka kr. 110.000 á þessu ári, mæðra- laun kr. 90.000 og gulltryggir með- lagið kr. 150.000 ef barnsfaðirinn ræður ekki við að borga. Með þetta í huga emm við farin að nálgast kr. 1.000.000 í ráðstöfunarfé og skal enn áréttað að Iaunin em ekki há, en þar með er ekki öll sagan sögð og auðvitað flytur fólk eins og það vill. Mér virðist samt að neikvætt tal um hinn vonda ríkissjóð komu stundum úr hörðustu átt og megi hann njóta sannmælis, ekki síst frá fólki sem fær þaðan 4-500 þúsund kr. á ári og hvar er skilningur endurmenntunarstjór- ans og þakklæti fyrir skólagöngu sína, ókeypis kennslu, ókeypis skólahúsnæði, námslán á óskavöxt- um og ókeypis ræstingu og umsjón með öllum húseignum háskólans fyrir utan mjög góða starfsaðstöðu þar nú? Með bestu óskum, Kári.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.