Tíminn - 19.12.1989, Síða 9

Tíminn - 19.12.1989, Síða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 19. desember 1989 Þriðjudagur 19. desember 1989 Tíminn 9 ■ Eftir Sigrúnu S. Hafstein Landsins forni fjandi, hafísinn, hefur lokað siglingaleiðinni fyrir Horn síðan á laugardag. Tuttugu ár eru síðan siglinga- leiðin lokaðist vegna íss á þessum tíma árs og er ekki dæmi um jafn mikinn ís á þessum árstíma síðan Frostaveturinn mikla. Síðdegis í gær voru siglingaleiðir á Húnaflóa einnig lokaðar, bæði djúpt og grunnt. Stakir jakar voru út af Vestfjörð- um á siglingaleiðinni frá Deild að Barða. ísinn lá 35 sjómílur norðvestur af Kol- beinsey, þaðan lá meginjaðar í aust- norð-austur og hinsvegar í suð-suð-vest- ur og alla leið að landi þar sem hann var landfastur við Munaðarnes á Ströndum og vestur fyrir Hornbjarg að ísafjarðar- djúpi. Þá voru stakir jakar, hættulegir skipum, á Steingrímsfirði. Vegna veðurs gat vél Landhelgisgæsl- unnar einungis kannað ísinn út frá vestanverðu Norðurlandi og norðan- verðum Vestfjörðum. Fyrir vestan Horn var þéttleiki íssins 9/10, sem þýðir í raun samfellda ísbreiðu, en 6/10 austanmegin. Austan við meginísinn var mikið um þéttar ísrastir og staka jaka sem náðu austur fyrir Kolbeinsey en vegna veðurs voru austurmörk íssins óljós. Líkist helst frostavetri Þór Jakobsson deildarstjóri Hafís- deildar Veðurstofunnar sagði í samtali við Tímann að það væru að minnsta kosti tuttugu ár síðan hafís hafi lokað siglingaleiðinni fyrir Horn í desember- mánuði. „Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1917 til að finna meiri ís sem hefur lokað siglingaleiðum svona snemma. En maður er nú kannski ekki að spá frostavetri þrátt fyrir það,“ bætti Þór við. Hann sagði jafnframt að vetur- inn 1967 hefði verið mikill ís úti fyrir öllu Norðurlandi og jafnvel austar en núna en hann hefði ekki lokað siglingaleiðum. Aðspurður sagði Þór að mjög erfitt væri að spá um veður út frá hafís. „Ef ísinn stendur stutt við er ekki víst að hann hafi nein veruleg áhrif á vorið. Það er fullsnemmt að spá nokkru um það. Sjávaryfirborðið er kalt þar sem ísinn bráðnar en hann er tiltölulega hlýr neðar samkvæmt mælingum." Ekki eru líkur á ísinn hopi að ráði á næstu dögum þar sem spáð er áframhald- andi norð-austan áttum sem er mjög óhagstætt hvað varðar ísinn í Húnaflóa. Þessi vindátt er þó í rauninni mjög hentug, ef svo má segja, hvað varðar ísinn milli íslands og Grænlands. í slíkri átt ýtist ísinn vestur á bóginn frá íslandi. ísinn aftur á móti sem á annað borð er núna að reka að landi lendir í straumum og því verður bara að bíða eftir að hann bráðni. Ekki er víst að það verði enda- laust ísrek inn í Húnaflóa, þar sem ísmagnið er takmarkað þó það sé mikið. ísinn fer því ekki til baka en hressileg suðaustanátt myndi hjálpa til við að halda ísnum frá landi. ís við ísland er óeðlilegt ástand Þór var spurður að því hvort það væri rétt að hafís hafi á undanförnum áratug- um komið oftar að landinu og verið lengur en áður gerðist og sagði hann að sú væri raunin. „Frá því um 1920 til 1965 var hafís tiltölulega sjaldgæfur miðað við það sem hafði áður verið á öldinni á undan og fyrstu áratugum þessarar aldar en frá 1965 hefur hafísinn komið oftar að landinu." Sagði Þór ástæður þessara breytinga á tíðni hafíss hér við land vera stórtækar veðurfarslegar breytingar sem hafa átt sér stað á norðurhveli jarðar en menn hafi ekki fundið út af hverju þessar breytingar hafa orðið. „Til dæmis er hæð yfir Grænlandi yfirleitt ákaflega öflug og það er hún sem veldur þá norð-austan áttum í Grænlandsundi og heldur ísnum að landi. En við höfum tekið eftir því að það lítur út fyrir að þessi hæð sé að veikjast mikið sem þá hefur áhrif á hafísinn.“ Þór sagði að þrír þættir hefðu áhrif á hvaða líkur væru á hafís við ísland. í fyrsta lagi væru líkurnar meiri ef mikill hafís væri við Grænland og hann rynni suður með austur-Grænlandsstraumn- um. í öðru lagi hafi hitastig og selta sjávarins, þ.e. lagskipting hans, áhrif á ísinn og sum skilyrði væru hagstæðari en önnur. í þriðja lagi virtust vindáttirnar gera útslag varðandi hafísinn hér við land. Sem þýði í raun að afbrigðilegt ástand er hvað varðar gang hæða og lægða. Enn hefur ekki verið hægt að spá fyrir um hafís þar sem gangur hæða og lægða hefur það mikil áhrif og um slíkt er ekki hægt að spá. Einungis er hægt að tala um líkur, til dæmis ef mikill hafís er við Jan Mayen snemma vetrar. Áhrif á fiskveiðar? Varðandi áhrif á fiskveiðarnar sagði Þór Jakobsson að áþreifanlegustu áhrifin væru þau þegar ís lægi yfir mikilvægum fiskimiðum eins og á Dhornbanka og jafnvel á Kolbeinseyjasvæðinu. Einnig væri oft erfitt fyrir skipin að athafna sig við ísjaðarinn. Þór sagði að það hefði ekki verið kannað hvernig vistfræðin tengist hagfræðinni en það væri mjög forvitnilegt verkefni. Jakob Jakobsson fiskifræðingur sagði í samtali við Tímann að það væri í rauninni erfitt að draga ályktanir af áhrifum hafíss sem er svona snemma vetrar við landið. „Fiskimið lokast tíma- bundið, en hugsanlegt er að hægt verði að ná þeim fiski síðar. Þetta fer auðvitað eftir því hvað ísinn verður lengi og hversu útbreiddur hann verður. Al- mennt má segja að ísinn hafi frekar neikvæð áhrif á lífið í sjónum." Aðspurður sagði Jakob að langvarandi ís hefði slæm áhrif á átuna í sjónum og þar með á alla fæðukeðjuna og slíkt myndi gerast ef hafísinn sem nú er við landið verður eitthvað fram á vorið. En áhrif hafíss um hávetur sem stendur stutt við væru tiltölulega Iítil. Hólmadrangur fluttur suður Togaranum Hólmadrangi frá Hólma- vík hefur nú verið siglt suður til Hafnar- fjarðar til að tryggja að hann lokist ekki inni í ísnum. Stefán Gíslason sveitar- stjóri sagði í samtali við Tímann að menn vildu hafa vaðið fyrir neðan sig og þó togarinn væri búinn með kvóta þessa árs þá þyrfti hann að komast á veiðar strax eftir áramótin og menn teldu ekki rétt að hætta á að togarinn festist inni vegna hafíssins. Stefán sagði ástandið enn ekki vera slæmt en ísinn væri kominn inn á Húna- flóann og inn á Norðurfjörð fyrir helg- Hafís fyrir Vestfjörðum. ina. „Þannig að það er ástæða til að óttast að ísinn komi hingað og ef að það verður þá er það náttúrulega mjög slæmt. Ef ísinn kemur inn á flóann þá leggst öll útgerð niður meðan það ástand varir og það er auðvitað slæmt en verður að hafa sinn gang. Þetta er bara dæmi um hve maður má sín lítils gegn náttúr- unni.“ Stefán sagði að það væri óvenjulegt að þurfa að hafa áhyggjur af hafís á þessum árstíma. Það kæmi endrum og sinnum einhver hafís inn á flóann en það væri yfirleitt seinnipart vetrar eða undir vor. Grímseyingar rólegir Sigurður Þorláksson oddviti í Grímsey sagði að menn væru ekki farnir að hugsa um ráðstafanir vegna hafíssins. „Það kemur auðvitað að því ef ísinn fer að fara mikið framhjá eynni, þá þurfum við að strengja vír fyrir höfnina eins og stundum áður.“ Sigurður sagði að skyggnið væri slæmt, norðaustan stinn- ingskaldi, allhvass með éljum, þannig að menn sæju ekki ísrek, einnig væri ólík- legt að ísinn væri kominn svo nálægt landi þetta austarlega. Skip á íssvæðinu Hjá Tilkynningaskyldu íslenskra skipa fengust þær upplýsingar að um tuttugu skip væru að veiðum á svæðunum við ísinn. Góð veiði hefur verið við ísrönd- ina, til dæmis á Kögurgrunni, en skipin hafa þó átt erfitt með að athafna sig vegna íssins sem er á mikilli hreyfingu. Á laugardagsmorgni munaði minnstu að togarinn Björgúlfur EA frá Dalvík lokaðist inni í ísnum. Togarinn var á leið til heimahafnar af Vestfjarðamiðum en varð að snúa við er komið var að Horni vegna þess að ísinn var orðinn landfast- ur. Á bakaleiðinni hafði ísinn borist með miklum hraða nær landi og varð togarinn að krækja fyrir ísspöng sem lá inn á Hælavík. Var togarinn aðeins um 300 faðma frá landi innst í víkinni og munaði því litlu að illa færi. Björgúlfur sigldi heim suður og austur fyrir landið og hafa fleiri skip þurft að fara lengri leiðina heim. 1111: ■ '

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.