Tíminn - 19.12.1989, Page 10

Tíminn - 19.12.1989, Page 10
10 Tíminn DAGBÓK Afmæli Vilhjálmur Sveinsson, frá Góustöðum, Bröttukinn 15, Hafnarfirði, varð sjötugur sunnudaginn 17. desember. Eiginkona Vilhjálms er Ásdís Pétursdóttir. Geta átti afmælis Vilhjálms í Dagbók Tímans laugard. 16. desember, en vegna mistaka fórst það fyrir. Blaðið biður afsökunar á þessum leiðu mistökum. KMqukórasamband Austmiands Snælandskórínn heldur tónleika í Langholtskirkju miðvikudagskvöldið 20. desember kl. 20:30. Ljóðaupplestur og tónlist í Hveragerðiskirkju Þriðjudaginn 19. desember munu skáldin Birgitta Jónsdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Steinunn Ásmundsdóttir lesa úr eigin verkum. Karl Sighvatsson leikur á orgel. Tóna- og ljóðaleikurinn hefst kl. 20.30. Laug fyrir yngsta fólkið í Breiðholti 1 vegur verður gerð tilraun með að hafa inni kennslulaugina I Breiðholtslaug opna fyrir fólk með smábörn á sunnudögum. Laugin verður heitari en venja er með okkar sundlaugar, þannig að yngsta fólkið á að geta unað sér vel í lauginni og vanist sundlaugarferðum. Fyrir yngri kynslóðina hafa verið settar upp rennibrautir í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug og í Sundhöll eru flotleik- föng til afnota. Sundstaðir Reykjavíkur um hátíðamar 23. des. Þorláksmessa: Opið frá kl. 07:20- 17:30 (sölu hætt) 24. des. Aðfangadagur: Opið frá kl. 08:00-11:30 (sölu hætt) 25. des. Jóladagur - Lokað 26. des. Annar í jólum - Lokað 27.,28. og 29. des.: Opið frá kl. 07:00- 20:30 (sölu hætt) 30. des.: Opiðfrá 07:20-17:30 (söluhætt) 31. des. Gamlársdagur: Opið frá kl. 08:00-11:30 (sölu hætt) 1. jan. 1990 Nýársdagur: Lokað. Skíðaárskort á öllum skíðasvæðum Bláfjallanefnd og Skíðadeildir KR, Víkings og ÍR hafa gert með sér sam- komulag um að skíðaárskort gildi á öllum skíðasvæðum þessara aðila skíðavertíð- ina 1989-1990. Skíðafólk með árskort getur því skíðað í Bláfjöllum, Skálafclli eða í Hamragili eftir eigin ósk og aðstæðum á hverjum stað án aukaútgjalda. Verð árskorta er kr. 7.800 fyrir full- orðna og kr. 3.900 fyrir börn, eða sem svarar verði á 11 dagkortum fullorðinna og 13 dagkortum barna. Árskort eru seld á eftirtöldum stöðum: Sportvali - Hlemmi og í Kringlunni, Byko í Hafnarfirði og Brciddinni, Skíða- leigunni við Hringbraut, Fálkanum við Suðurlandsbraut, Bikarnum, Skóla- vörðustíg, Markinu Ármúla, Sport- markaðnum í Skipholti 50E, Rakarastof- unni Vesturgötu 48, Bókab. Ásfell, Þver- holti, Mosfellsbæ, Sínu Þórðard. Birkit.2, Mosfellsbæ, Sjúkraliðaskólanum, Kríst- björg Þórðardóttir (s.84476), Víkingur sicíðaskáli, 98-34666,, Útilífi í Glæsibæ, Sportlífi, Eiðstorgi 13, Seltj. Níels Ingólfss. Heiðvangi 22 Hafnarfirði, Jóni Sævar, HLíðabyggð 6, Garðabæ, Skál- felli, Raftækjaversl. Heklu, KR-heimil- inu, Bláfjallanefnd, Fríkirkjuv. 11, Blá- fjallaskáli, Skíðamiðstöð Bláfjöllum. . - Bifhjólamenn Áfij i.v hafa enga heímild StSrt? ,il að aka hraðar en aftrir! Púkablístran og fleiri sögur af Sæmundi fróða Hjá bókaútgáfunni Iðunni er komin út fyrsta bókin í nýjum flokki barnabóka sem nefnist Sagnasjóður íslenskra barna og á að gegna því mikilvæga hlutverki að flytja börnum sígilt og vandað lestrarefni við þeirra hæfi. Þessi fyrsta bók nefnist Púkablístran og fleiri sögur af Sæmundi fróða og það er Njörður P. Njarðvík sem hefur endursagt sögurnar af galdrameistaranum Sæmundi og viðskiptum hans við púka og illþýði. Gunnar Karlsson myndhstarmaður hefur teiknað frábærar myndir með hverri sögu. Hér segir frá Sæmundi, vist hans í Svartaskóla, heimferðinni til íslands, púkabUstrunni, vatnsburði Kölska og öðrum viðskiptum þeirra Sæmundar. Þetta eru sögur sem skemmt hafa íslenskum börnum um aldir og þær mega ekki faUa í gleymsku, því að íslenskar þjóðsögur eru ómetanlegur fjársjóður sem hvert barn ætti að eiga aðgang að. Hermann Frjálst framtak hf. hefur gefið út skáldsöguna Hermann eftir Ammund Backman. Er þetta jafnframt fyrsta bók höfundar sem er kunnur lögfræðingur í Reykjavík. Hermann er samtímasaga og sögusviðið er fjölbýUshús í Reykjavík. Aðalsöcruhetjan er Hermann Karlsson sem á við sömu vandamál að strfða og fjölmargir íslendingar um þessar mundir. Hann er fómarlamb neyslusamfólagsins og tekur þátt í lífsgæðakapphlaupinu af lífi og sál í von um að aUt bjargist í framtíðinni. Samt sem áður er söguhetjan að missa tökin á málum sínum og framundan er glórulaust basl. En Hermann viU vera sjálfstæður og harður í horn að taka og því heldur hann hiklaust áfram. Hann slær hvergi af vegna þess að hann er í sama stuði og flestir aðrir íslendingar hvað varðar vinnu, hraða og eyðslu. Sagan gerist í desembermánuði. Jólin nálgast og Hermann er með aUt á síðustu stundu eins og venjulega. Margar persónur koma tU sögunnar, ekki síst íbúar stigahússins og höfundur dregur fram af nærfærni örlög þeirra, lífsbaráttu og þankagang. Munu margir kannast við einstakar persónur sögunnar af eigin raun. Þrátt fyrir alvarlegan undirtón slær höfundur á létta strengi og er sagan oft í meira lagi brosleg -þá stundum grátbrosleg. Hermann er 224 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda en Ernst Backman gerði kápu bókarinnar. NANNA ROGNVALDARDÓTTIR ÆVIMIN OG _ __ . __ SAGAN SEM mi.tti nrn EKKI 1 ENDURMIMNINGAR MaTTISEGJ rt BJÖRNS SV. Hbjörnssonar w. Sagan sem ekki mátti segja Hjá Iðunni er komin út bókin Ævi min og sagan sem ekki mátti segja, endurminningar Sveins Sv. Björnssonar, eftir Nönnu Rögnvaldardóttur. Þetta er ævisaga elsta sonar fyrsta forseta íslands, Sveins Björnssonar, sem gegndi herþjónustu í Waffen-SS í síðari heimsstyrjöldinni og var m.a. fréttaritari á austurvígstöðvunum. í kynningu forlagsins á bókinni segir m.a.: „Er Sveinn Sv. Björnsson kom heim til íslands árið 1946 eftir að hafa setið í fangelsi í Danmörku sakaður um stríðsglæpi beið faðir hans, forseti íslands, komu hans áBessastöðum. HanntókafBirni loforð um að segja sögu sína aldrei. Síðan var ferill hans á stríðsárunum þoku hulinn. Um hann og verk hans spunnust ótal sögusagnir manna á meðal og ekki var minna skrafað um lausn hans úr fangelsi. Voru sögurnar sannar? Um það fengust engin svör, því að Bjöm hélt loforðið er hann gaf foreldrum sínum um að ræða aldrei þetta tímabil ævi sinnar og hafa ekkert samband við fyrri félaga. Ferill hans var litríkur og ævintýralegur og spor hans hafa víða legið, en jafnan hefur þó hvílt skuggi yfir hluta af ævi hans og mörgum spurningum hefur verið ósvarað. Eftir meira en fjömtíu ára þögn segir hann sögu sína sjálfur í fyrsta sinn — söguna sem ekki mátti segja. Sprengingin okkar Hjá Iðunni er komin út ný spennandi unglingasaga eftir norska rithöfundinn Jon Michelet og nefnist hún Sprengingin okkar. 1 sögunni er gamni og alvöru fléttað saman á óvenjulegu sögusviði því að hér segir frá hvítri fjölskyldu búsettri í Afríku sem verðurreynslunniríkariástuttum • tíma í framandi umhverfi. í kynningu forlagsins á bókinni segir svo: „Það var eitthvað dularfullt á seyði hjá nágrannanum. Hver var eiginlega maðurinn með Þriöjudagur 19. desember 1989 VERA-Des. 1989 Tímarit um konur og kvenfrelsi 1 þessu blaði er m.a. frásögn myndlist- arkonunnar Guðrúnar Tryggvadóttur, sem segir frá lífi sínu og starfi. Frásögnin nefnist Heimkoman, Guðrún Ólafsdóttir skrifar grein sem hún nefnir Trú - Trúar- brögð - Efi og fjallar um manneskjuna andspænis almættinu. Faðirinn, sonurinn og heilög önd, er fyrirsögn á grein séra Hönnu Maríu Pétursdóttur, sem veitirinnsýn í kvennag- uðfræðina. Viðtal er í blaðinu við Luciu Chiavola Birnbaum um leit kaþólskra kvenna að eigin trúartúlkun: Við erum kirkjan. „Eg hef ýmislegt að segja guði,“ nefnist frásögn Faridu, en hún er Kúrdi. Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur segir frá nýstárlegum kenningum kvenna um forsöguna, nýja bók sína og fleira. Frásögnin nefnist: Gen kvenna þurfa að jafna sig. „Við ferðumst öll með töskur," segir Kristín Ómarsdóttir rithöfundur í spjalli. Þá eru frásögn af landsfundi Kvennalistans og rætt við Önnu Ólafs- dóttur Björnsson, þingkonu og ýmislegt fleira er í þessu desemberhefti Veru. Forsíðumyndin er af séra Hönnu Maríu Pétursdóttur, en ljósm. Rut Hallgríms- dóttir. Minningarkort Félags nýmasjúkra Minningarkort félagsins eru til sölu á eftirtöldum stöðum: I Kirkjuhúsinu, hjá Hönnu í síma 672289 og hjá Salóme í síma 681865. Abeka í Ghana óskar eftir pennavini á íslandi 19 ára stúlka, Abeka Comfort, óskar eftir pennavinum á íslandi. Hún segist hafa áhuga á að fá að vita eitthvað meira um land og þjóð. Utanáskrift til hennar er: Abeka Comfort P.O. Box 1023, Tema, Ghana, W-Africa fílabeinsstafinn? Og hvers vegna hafði hann lífvörð? Hlutimir urðu stöðugt flóknari og óskiljanlegri. Það var heldur ekki á hverjum degi sem við urðum vitni að átakamiklum atburðum — og það í næsta nágrenni við okkur. Svo dró til tíðinda - með háum hvelli. Og hvers skyldum við þá hafa orðið vísari?“ Kristján Jóhann Jónsson þýddi bókina. MIIWA MTI7IS Minna mittis- mál án fyrirhafnar Út er komin hjá Erni og Örlygi matreiðslubók fyrir þá sem vilja grennast án þess að fara í megmn. Bókin nefnist Minna mittismál án fyrirhafnar. Höfundurinn er Kristín Gestsdóttir en hún er einnig höfundur 220 ljúffengir lambakjötsréttir, 220 gómsætir sjávarréttir og 220 ávaxta- og berjaréttir. Eiginmaður Kristínar hefur myndskreytt bókina. t inngangsorðum bókarinnar segir dr. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur m.a.: „Góður matur þarf ekki að vera fitandi, uppskriftirnar í þessari bók bera því vitni. Mestu máli . skiptir að borða reglulega á matmálstímum, skipuleggja matarinnkaupin og njóta matarins, því það er ekki syndsamlegt að borða góðan mat, heldur ekki í megrun." i Kristín segir í formála sínum m.a.: „Það er ekki út í bláinn að bók þessi heitir „Minna mittismál". Flestireða minna mittismál - án fyrirhafnar. Það skemmtilega er að minna mittismál og gómsætur matur eiga samleið." í bókinni er tillaga að þriggja vikna megrunarfæði og er það síðasti kafli hennar. Aðrir kaflar eru: Ýmislegt sem gott er að vita, Um krydd, Grænmeti - sögulegt, Brauð, reglur við gerbakstur, Fiskur, Grænmeti, Kjöt, Kjúklingar, Pasta, Þurrkaðar baunir, Salat, Sósur og ídýfur, Ábætisréttir, Kökur og sætabrauð, Drykkir. Bókin Minna mittismál án fyrirhafnar er 328 blaðsíður og mun vera ein allra yfirgripsmesta matreiðslubók sem gefin hefur verið út hér á landi. Minna mittismál er sett og umbrotin hjá Matthíasi Ægissyni. Filmuvinna og prentun var unnin hjá Prentstofu G. Benediktssonar. Bókband annaðist Arnarfell hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson. Hvernig viðrar? Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir Markús Á. Einarsson veðurfræðing og nefnist hún Hvernig viðrar? Þetta er alþýðleg fræðibók um veður og veðurfar, einkum á íslandi og í kringum landið. Bókina prýðir mikill fjöldi ljósmynda, korta og skýringarteikninga í ht. í kynningu útgefanda á bókinni segir meðal annars: „Veðrið er algengasta umræðuefni íslendinga og fátt setur meiri svip á umhverfi okkar og daglegt líf. Hvemig viðrar? er bók um veður og veðurfar, þar sem sagt er frá þeim öflum sem ráða veðri og vindum. Framsetning efnisins er skýr og einföld og ætti að ljúka upp leyndardómum veðurfars og veðurspádóma fyrir hverjum og einum. Mest áhersla er lögð á ísland og íslenskt veðurfar. Lýst er helstu flokkum veðurlags sem einkenna islenska veðráttu og raktar eru veðurfarsbreytingar á íslandÍT-Bókin er hentug og handhæg til að fletta upp í og fræðast um veður og vinda, storma og stillur, hæðir og lægðir 06 ótal önnur atriði. “ - y \)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.