Tíminn - 09.01.1991, Síða 3

Tíminn - 09.01.1991, Síða 3
Notaö & nýtt / TÍMIN N NOTAÐ & NYTT Smáauglýsingablaðið Notað og nýtt hóf göngu sína þann 7. febrúar síðastliðinn og hefur komið út einu sinni í viku frá þeim tíma. Hugmyndin sem blaðið byggir á er sú að einstak- lingar geta fengið birtar smá- auglýsingar í blaðinu án endur- gjalds en það er síðan selt í lausasölu og áskrift til að standa undir kostnaði við út- gáfuna.Hugmyndin eða réttara sagt framkvæmd hennar er þegar orðin nokkura ára gömul alla veganna í því formi sem Notað og nýtt byggir á. Fyrsta blaðið sem vitað er um að hafi byggt afkomu sína eingöngu á ókeypis smáauglýsingum er blaðið Buy / Sell sem gefið er út í Vancouver í Kanada. Blaðið hóf göngu sína árið 1971 og verður því tvítugt á þessu ári. Buy / Sell stækkaði hratt og hugmyndin fór á flakk. Sams- konar blöð spruttu upp víðar í Kanada og í Bandaríkjunum en það liðu meir en 10 ár þangað til Evrópubúar tóku við sér. Frændur okkar Danir riðu á vaðið og stofnuðu Den Blaa Av- is árið 1980. Mikill fjöldi íslend- inga þekkir blaðið af eigin raun og vita að það er orðið að veiga- miklum þætti í lífi almennings í Danaveldi. Den Blaa Avis er oftast 90 til 100 síður að stærð og selst í meira en 100.000 þús- und eintökum í viku hverri. Á síöustu tíu árum hafa síðan Síðustu forvöð til að skila inn auglýsingu Sunnudagskvöld kl.12 á miðnætti bæst við mörg smáauglýsinga- blöð á ári hverju út um alla Evrópu og hafa þau áunniö sér miklar vinsældir vegna góðrar þjónustu við lesendur sína. Það var varla komin glufa í Berlín- armúrinn þegar fyrstu smáaug- lýsingablöðin skutu upp kollin- um í handan Járntjaldsins. í Austur-Þýskalandi náðu Berlín- arblaðið Zweite Hand (Second hand) og Such und find (leitið og finnið) sem gefið er út í Norður-Þýskalandi fljótlega undirtökum á markaðnum. { Póllandi blómstrar smáauglýs- ingablaðið Kontakt og hjálpar til við að koma fótum undir bágborið efnahagsástand þjóð- arinnar. Fyrir tæpum fimm ár- um tóku nokkur smáauglýs- ingablaðanna sig til og bundust samtökum um að gefa lesend- um sínum kost á að auglýsa ókeypis í blöðum hvers annars óháð landamærum og vega- lengdum. Þetta hefur mælst vel fyrir og í dag berast tugir þús- unda af smáauglýsingum landa í millum í viku hverri. Skiptir þá ekki máli hvort sendandinn er í Sao Páló og lesandinn Gdansk eða öfugt, skilaboðin komast jafn auðveldlega leiðar sinnar og milli Keflavíkur og Kjalarnes. Að sjálfsögðu byggj- ast gæði þjónustunnar upp á því að blaðið seljist vel og komi fyrir augu sem flestra. Grund- völlur rekstursins verður að vera vel tryggður ef að þessi frá- bæra þjónusta á að vera mögu- leg. Til að tryggja örugga út- komu og betri dreifingu hefur verið gripið til þess ráðs að sameina útgáfu Notaðs og nýs dagblaðinu Tímanum og vænta allir aðilar sér mikils af samein- ingunni. Það kann að þykja fá- ránlegt að selja blað með ein- tómum augiýsingum en reynsl- an sýnir að fólk metur hagnað- inn af því að geta auglýst ókeyp- is hærra en kostnaðinn við að fjárfesta í eintaki af blaðinu. Sú staðreynd að fólk kaupir blað eins og Notað og nýtt til að lesa auglýsingarnar ætti að vera hvatning fyrir fyrirtæki til að auglýsa í blaðinu. Virknin er ótrúlega góð eins og dæmin sanna. Fyrir þá sem eru áskrif- endur að Tímanum er samein- ing blaðanna mikill hvalreki því að þeir fá blaðið sér að kostnað- arlausu borið út með miðviku- dagsblaði Tímans. Með því er öll þjónusta okkar, viðkomandi að kostnaðarlausu. Við getum með góðri samvisku skrifað ókeypis með stórum stöfum þegar við kynnum starfsemi okkar og þjónustu. Starfsfólk og útgefendur Notaðs og nýs og Tímans vænta ánægjuiegra samskipta við lesendur sína á nýju ári.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.