Tíminn - 26.01.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.01.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. janúar 1991 Tíminn 5 Líkur aukast á að framkvæmdir við álver á Keilisnesi tefjist um eitt ár: Ekki álver aö sinni Horfur eru á að framkvæmdir við byggingu álvers á Keilisnesi tefjist um eitt ár. Stefnt hefur verið að því að ljúka samningum um byggingu álvers- ins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Alþýðublaðið hefur eftir Jóni Sigurðs- syni iðnaðarráðherra í gær „að ekki verði gengið frá endanlegum álvers- samningum að sinni“. Það eru ekki átök íslenskra stjómmálamanna sem valda þessu, heldur stríðsátök við Persaflóa. Alþjóðlegir lánamarkaðir eru í uppnámi um þessar mundir og óvíst hvenær þar kemst ró á að nýju. „Menn ganga einfaldlega ekki frá neinum raunhæfum samningum meðan svona óvissa er framundan. Menn halda að sér höndum við þessar aðstæður," sagði Jóhannes Nordal, stjómarformaður Landsvirkjunar og formaður ál- viðræðunefndar, í samtali við Tímann. Það eru ekki átök íslenskra stjórn- málamanna sem valda þessu, heldur stríðsátök við Persaflóa. Alþjóðlegir lánamarkaðir eru í uppnámi um þessar mundir og óvíst hvenær þar kemst ró á að nýju. „Menn ganga einfaldlega ekki frá neinum raunhæfum samningum meðan svona óvissa er framundan. Menn halda að sér höndum við þess- ar aðstæður," sagði Jóhannes Nor- dal, stjórnarformaður Landsvirkj- unar og formaður álviðræðunefnd- ar, í samtali við Tímann. f síðustu viku var mikilvægum fundi aðalforstjóra álfyrirtækjanna þriggja frestað um ótiltekinn tíma. Forstjórar evrópsku álfyrirtækjanna er meinað að ferðast vegna ótta við hryðjuverk. Það er ástandið á lána- mörkuðunum sem veldur því að ekki verður hægt að ljúka samn- ingsgerðinni í byrjun næsta mánað- ar, eins og flest benti til að hægt yrði að gera. Ekki náðist í iðnaðarráð- herra í gær, en hann segir í Alþýðu- blaðinu að hann vilji að veitt verði heimild til að ganga frá samningum og á þar væntanlega við að Alþingi afgreiði frumvarp um heimild til að byggja álver á Keilisnesi. Jóhannes sagðist ekki geta svarað því hvort þessar tafir og þetta óvissuástand hafi þau áhrif að fram- kvæmdir við byggingu álversins tefjist um lengri eða skemmri tíma. Hann sagði það fara eftir því hvernig mál þróast við Persaflóann og hvaða áhrif átökin hafa á efnahag Vestur- landa. Jóhannes sagði að haldið væri áfram að vinna að samningum á ýmsum stigum. Jóhannes tók fram að forráðamenn Atlantsáls-fyrirtækjanna hefðu ekki óskað eftir því að samningaviðræð- um yrði frestað. Fundur um raf- orkusamninginn verður haldinn í New York 5.-6. febrúar. Samninga- menn Landsvirkjunar ræða þar við forystumenn Alumax, en ekki er gert ráð fýrir að samningamenn Hoogovens og Gránges mæti, en þeir eru í farbanni. Jóhannes Nor- dal, Davíð Oddsson, Birgir ísleifur Gunnarsson og Páll Pétursson fljúga hins vegar óhræddir. -EÓ Hlutafélag um gerð jarðganga undir Hvalflörð: Í gær vjur stofnað á Akranesi hlutafélag um gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Félagið hlaut nafnið Spölur hf. Eftir stofnun fé- lagsins undirritaði sfjórn félags- ins, sem kjörin var í gær, samning við samgönguráðherra um heim- ild til þess að gera göng undlr flörðinn. Hlutafé hins nýja félags er 70 miiyónir króna og að því standa 10 aðilan Akraneskaupstaður, fs- lenska jámbiendiféiagið, Sementsverksmiðj a ríkisins, Krafttak, ístak, Borgamesbær, Vegagcrð ríkisins, Grundartanga- höfn, Skilmannahreppur og Kjal- ameshreppur. Stærstu hhtthafar eru Sementsveiksmlðja ríkfaíns sem leggur td 15,1 mifljón, Grundartangahöfh sem leggur til 13,2 miljjónir, íslenska járo- blendifélagið sem leggur til 12,6 mfljjónlr, Vegagerð rfldslns sem leggurtil 10 mifljónir og Akranes- kaupstaður og Skilmannahreppur sem ieggja tfl 7,5 mllijónir hvon Búlð er að greiða um 17 mlfljónir afhhitafénu. í stjóra Spalar eiga sæti Gylfl Þórðarson sem valhui var for- maður, Stefán R. Kristinsson varafonnaður, Gísli Gíslason rit- arí, Páfl Ólafsson og Óli Jón Gunnarsson meðstjómendur. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráöherra sagði á fundinum að greinilegt værí að hann hcfði ekki áttað slg á einu atriði og því gleymt að setja skilyrði fyrir und- irskriftinni er varðaði nafn félags- ins. Það hefði átt að heita Grímur eða jafnvel Skallagrímur, sagðl Stcingrímur, en þar sem það gleymdist að setja skflyrðið, verði félagið skráð undir heitinu Spölur í hlutafélagaskrá, strax nk. mánu- dag. bg/se Svíþjóð hýsir þriðjung allra Islendinga sem búa erlendis, um 5.300 manns: Um 3/4 aílra útflytjenda til Svíþjóðar 1989-1990 Um 3/4 þeirra íslendinga, sem flutt hafa af landi brott síðustu tvö árín, hafa sest að í Svíþjóð, sem nú er orðið það land sem hýsir langflesta landa utan íslands. Fæddum á íslandi en búsettum í Sví- þjóð fjölgaði um 680 manns á nýliðnu árí, og 880 áríð áður, þann- ig að talsvert virðist hafa dregið úr brottflutningi í fyrra. Alls fjölg- aði brottfluttum íslendingum (umfram aðflutta) um 940 á síðasta árí og 1.160 manns árið áður. Hafa því bæði árin 3 af hverjum 4 út- flytjendum héðan flust til Svíþjóðar, sem nú virðist hið eina Norðurland- anna sem freistar íslendinga til bú- setu. í Færeyjum hefur fslendingum fækkað um nokkra tugi og á hinum Norðurlöndunum hefur fjöldinn staðið nokkumveginn í stað í nokkur ár. Búferlaflutningur til Svíþjóðar hefur gengið í talsverðum öldum. Um 4.530 manns fæddir á íslandi bjuggu þar um síðustu áramót. Á árunum 1965 til 1970 fimmfaldaðist fjöldi íslend- inga í Svíþjóð (úr 220 í 1.180). Fjöld- inn stóð síðan í stað næstu fimm árin, en á næsta fimm ára tímabili var um þreföldun að ræða (í 3.140). Nokkur fækkun varð síðan til ársins til 1987, en ný bylgja hófst síðan með árinu 1988, sem áður segir. íslenskir ríkisborgarar eru í flestum löndum nokkru fleiri en útflytjendur fæddir hér á landi, sem skýrist m.a. af því að böm íslenskra ríkisborgara fá jafrian íslenskt ríkisfang, þó þau fæð- ist erlendis. í Svíþjóð fæddust t.d. um 1.090 íslenskir ríkisborgarar á ámn- um 1974-1988. Þar í landi teljast nú búsettir 5.240 íslenskir ríkisborgarar, eða um þriðjungur allra íslendinga sem eiga lögheimili sitt utan íslands. Sá fjórðungur brottfluttra íslend- inga, sem ekki fór til Svíþjóðar, hefúr dreifst á milli fjölda landa í flestum heimsálfum, en ekkert eitt land um- fram önnur. Bandaríkin hýstu um langt árabil flesta brottflutta íslendinga og fram yfir 1980. Tæplega þrjú þúsund fædd- ir íslendingar voru búsettir þar á 9. áratugnum. Danmörk komst í sæti stærstu íslendinganýlendunnar á miðjum 9. áratugnum, en þeim hefur síðan heldur fækkað þar í landi og em nú tæplega þrjú þúsund, miðað við þá sem fæddir eru hérlendis. í Noregi hafa fslendingar fæddir hér á landi verið tæplega tvö þúsund nokkur undanfarin ár. í þessum fjórum löndum — Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Bandaríkjun- um — er að finna um 83% allra ís- lendinga, sem búsettir eru á erlendri grund, hvort sem miðað er við fjölda þeirra sem fæddir eru hér á landi (alls um 14.980) ellegar íslenska ríkis- borgara, sem alls teljast um 16.540 búsettir erlendis. Rétt er að geta þess að Norðurlöndin hafa þá sérstöðu að íslenskir námsmenn í þeim löndum (alls um 1.100, þar af um 620 í Dan- mörku) flytja jafiian lögmeimili sitt. En aðrir námsmenn halda sínu lög- heimili yfirleitt hér á Iandi. í aðeins sex löndum öðrum finnast búsettir fleiri en hundrað íslenskir útflytjendur: Bretlandi (440), Kanada (380), Þýskalandi (330), Ástralíu (310), Lúxemborg (220) og Færeyj- um (200). Þess má geta að íslenskir ríkisborgarar í Lúxemborg eru um 40% fleiri en íslendingar fæddir hér á landi. Bendir það til að mörg böm hafi fæðst í íslendinganýlendunni þar á undanfömum árum. Þótt líklega megi í finna íslendinga búsetta í flestum löndum heims, eru þeir hvergi fleiri en nokkrir tugir, ut- an þeirra tíu landa sem áður em talin. Áf fæddum hér á landi telja skrár Hagstofunnar t.d. 37 búsetta í Afríku- ríkjum, 35 í löndum Suður- /Mið-Am- eríku og 23 í Asíulöndum. í löndum Asíu hafa þó meira en tvöfalt fleiri ís- lenskt ríkisfang, eða alls 56 manns. - HEI Nakinn maður í verslunarleiðangri: Berstrípaöur úti í roki og regni „Okkur brá nú talsvert," sagði starfsmaður Fella-íss í Breiðholti síð- degis í gær, þegar hann var inntur eft- ir því hvemig þeim hefði orðið við þegar allsnakinn karimaður kom inn í búðina og verslaðL „Hann kom til aö kaupa sígarettur og við afgreiddum hann snariega til að losna við hann út úr búðinni," sagði starfsmaðurinn. Aðspurður hvar hann hefði geymt peningana sagði starfsmaðurinn að hann hefði verið með veski með sér. Maðurinn var að sögn hinn eðlilegasti, burtséð frá klæðaburðinum. Maður- inn hvarf síðan út úr búðinni og hafði starfsfólkið þegar samband við lögregl- una, sem tók manninn skömmu síðar fyrir utan búðina. Hann var fremur léttklæddur miðað við árstíma, því veðrið í Breiðholti í gær, rok og rign- ing, bauð ekki upp á að menn spókuðu sig þetta fáklæddir. Talið er að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. —SE Ökumaöur missti stjóm á bifreið sinni á Miklubrautinni í gærmorgun, ók á tvo kyrrstæöa bfla og hatríaðl loks háltur inni í garði. Tlmamynd: PJetur Missti stjóm á bifreið sinni: ÓK Á TVO KYRRSTÆDA BÍLA OG INN í GARÐ Ökumaður missti stjóm á bifreið sinnl á Miklubrautinni í gærmorg- un með þeim afleiðingum að hann ók á tvo kyrrstæða bfla, upp á gangstétt, á steingrindverk og endaði hálfur Ínni í húsagarði. ökumaður bifreiðarinnar skall með hðfuðið í framrúðu bifreiðar- innar, skarst á höfði og vankaðlst talsvert. Hann var fluttur á slysa- delld, en fékk að fara heim eftír að hann hafðl jafnað sig og gert hafði verið að meiðslum hans. Ekid er hægt að segja tíl um hver tildrög siyssins voru, því ökumaðurinn míssti minnið við höfuðhöggið og man ekkert hvað gerðist. Bílarair þrír skemmdust aliir mikið og þurftí að draga þá á brott með kranabíl. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.