Tíminn - 26.01.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.01.1991, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 26. janúar 1991 Pála Jónína Pálsdóttir Fædd 17. janúar 1906 Dáin 20. janúar 1991 í dag er til moldar borin tengdamóðir mín Pála J. Pálsdóttir. Hún var af þeirri kynslóð sem man og lifði tímana tvenna, þar sem dugnaður og nægju- semi voru númer eitt. Þessi kynslóð er nú óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Pála var sátt við lífíð, þrátt fyrir Iítil veraldleg umsvif á langri ævi. Hennar líf snerist um heimilið og umhyggjuna fyrir eiginmanni, bömum og bama- bömum. Hún var ákaflega dul kona og flíkaði ekki sínum tilfinningum. Sjálf kvartaði hún aldrei, hafði frekar áhyggjur af öðrum. Pála var heilsu- hraust, en síðastliðna 6 mánuði átti hún við mikla vanheilsu að stríða, en hún kvartaði aldrei. Pála fæddist í Prestbakkakoti á Síðu 17. janúar 1906. Þegar hún fæddist lá Jón Pálsson frændi hennar á líkbömm og 5 dögum seinna deyr faðir hennar, Páll Þorláksson. Þess vegna hlaut hún nafnið Pála Jónína, og var skírð yfir kistu föður síns. Um vorið hafði móðursystir hennar Amdís útvegað þeim mæðgum Pálu og Guðrúnu Halldórsdóttur vist hjá Þorláki Jónssyni og seinni konu hans Sigríði Eyjólfsdóttur í Austurhúsum á Hofi. Þorlákur hafði misst fyrri konu sína og tvö böm. Pála var síðan tekin þar í fóstur og kallaði þau ætíð mömmu og pabba. Þau tóku einnig í fóstur Magnús Þorsteinsson, sem auk þess að vera fósturbróðir hennar varð seinna mágur hennar. Systkinum Pálu, en þau vom Sólveig, Ingibjörg, Halla Þuríður og Jón, var öllum komið fyrir á góðum heimilum hér í sveitinni. Þau em öll látin nema Sólveig sem býr í Svínafelli í hárri elli. Móðir þeirra var í vinnumennsku og lést síðan hjá dóttur sinni, Sólveigu í Svínafelli. Afkomendur þeirra em nú orðnir æði margir hér í sveit. Einn vetur réð Pála sig í vist hjá Ein- ari Erlendssyni og Þorgerði Jónsdótt- ur, og líkaði ágætlega. Annars hefur hún ekkert farið í burtu; vildi helst vera hér og fara hvergi. Pála giftist eftirlifandi eiginmanni sínum Guðmundi Bergi Þorsteinssyni 9. júní 1930. Fyrsta búskaparárið vom þau í vinnumennsku í Skaftafelli, en bjuggu æ síðan á Hofi. Lengi bjuggu þau saman með stóran bamahóp Magnús, fósturbróðir Pálu og bróðir Bergs, og Þuríður dóttir Amdísar móðursystur Pálu, alla tíð í góðri sam- vinnu, svo aldrei bar skugga á. Þau byggðu sér síðan nýtt hús og fluttu í það 1950. Pála og Bergur eignuðust 13 böm. 4 böm fæddust andvana, 3 stúlk- ur og 1 drengur, þar af vom þríburar. 9 böm komust á legg og em öll á lífi. Þau em: Sigrún f. 1930, gift Þórði Stefánssyni, Hnappavöllum. Páll f. 1932, giftur Þorgerði Dag- bjartsdóttur, Selfossi. Guðrún f. 1934, var gift Ingimundi Gíslasyni Hnappavöllum, en hann lést eftir stutt en eríið veikindi 13. sept. síðastliðinn. Jómnn Þorgerður f. 1935, gift Bjama Jónassyni, Vestmannaeyjum. Steinunn f. 1937, gift Gísla Odd- steinssyni, Kópavogi. Guðjón f. 1939, ógiftur, hefur haldið heimili með foreldmm sínum á Hofi. Sigþrúður f. 1943, gift Braga Ólafs- syni, Kópavogi. Helga f. 1945, gift Rúnari Garðars- syni, Hofi. Þorlákur Öm f. 1952, giftur Brynju Kristjánsdóttur, Hofi. Bamabömin em 25 sem em á lífi. Bamabamabömin em orðin 8. Síðast liðið sumar áttu Pála og Berg- ur 60 ára brúðkaupsafmæli. Upp úr því fer heilsu hennar að hraka, en að heiman vildi hún helst ekki fara. Hún hafði alla tíð haldið heimili með eigin- manni og bömum, síðast var Guðjón einn eftir. Öll hafa þau aðstoðað eftir mætti að gera þeim það mögulegt að vera sem lengst heima. Rétt fyrir ára- mótin er hún flutt suður, og síðan á Selfossspítala. Hún naut frábærrar umönnunar Helgu dóttur sinnar í veikindum sínum, eins og svo oft áður. Nú er hún horfin okkur, en minning- in um góða konu lifir. Þótt líkið liggi í moldu ei lífíð dáið fær, því andirm áfram lifír, já eins í dag og í gær. Nú þér við þakkir færum, viðþökkum liðna tíð, við þökkum ástúð alla afalhug, fyrr og síð. Við leggjum blóm á leiðið sem lítinn þakkarkrans. Og horfum upp til hæða hins hulda friðarlands. (Óþekktur höf.) Brynja Kristjánsdóttir, Hofi Anna Sigríður Einarsdóttir Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Rcykjavík 18.-24. janúar er I Háaleitisapótekl og Vesturhæjarapóteki. Það apótek sem fyrrer nofnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og iyfja- þjónustu eru gefnar i sima18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Sím- svari 681041. Hafnarfjörðun Hafnarfjarðar apótek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til sklptis annan hvern laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar i slmsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Kettavfkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna fri- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op- ið er á laugardogum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuverndarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingarog timapantan- ir i slma 21230. Borgarspriallnn vaktfrá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðirog læknaþjónustu erugefnar I símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér í Dal Fædd 30. júlí 1911 Dáin 17. janúar 1991 Arrna Sigríður var fædd í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Sigríður Rósa Kristjánsdóttir og Einar Sigurðsson verkamaður, en þau voru bæði sunn- lenskrar ættar. Anna missti móður sína farra ára gömul, en faðir hennar kvæntist á ný nokkru síðar Ástu Haraldsdóttur, eignaðist með henni tvo syni, Lúðvík, sem látinn er fyrir allmörgumárum, og Þorgeir, sem enn er á lífi. Móðir Önnu, Sigríður Rósa, átti son áður en hún giftist Einari. Hann hét Kristján Bjamason og dvaldist síðari hluta ævi sinnar á Bakkafirði og þar í grennd og stundaði sjó. Um fermingaraldur urðu þau um- skipti í lífi Önnu Sigríðar að hún fór að Ytra-Skógamesi á Snæfellsnesi til hjónanna Sigríðar Gísladóttur og Kristjáns Ágústs Kristjánssonar, bónda þar. Hjá þeim í Skógamesi var Anna nær óslitið þar til hún giftist 30. júlí 1931, Halldóri Erlendssyni frá Hjarðarfelli í sömu sveit Anna hafði margs að minnst frá þeim ámm er hún var í Skógamesi og talaði alltaf með hlýhug og virðingu um þau hjón Sigríði og Kristján Ágúst, sem reynd- ust henni vel. Halldór Erlendsson var fæddur og uppalinn að Hjarðarfelli, einn af þeim stóra hópi kraftmikils fólks sem þar óx úr grasi á þeim ámm. Hann var lífs- glaður, verklaginn og áræðinn. Þau Anna ákváðu að kaupa jörðina Dal í Miklaholtshreppi á bökkum Straum- fjarðarár, en land Hjarðarfells og Dals liggja saman, og hófu þau þar búskap í byrjun heimskreppu. Húsakostur að Dal var fábrotinn á þessum ámm, en jörðin landkostagóð, laxveiðiréttindi mikil og sauðljárhagi hvergi betri og ertoaðfé óvíða vænna en í Dal. Anna of rMlldór vom sérstak- lega samhent þ^ík væm um margt. Anna reyndis £:ó búkona, létt í Iund og þrátt fyri’ /Cr hún væri ekki alltaf heilsuhraust bar hún það með slíkri reisn að aðrir urðu þess ekki varir. Hún ávann sér trausta vináttu sam- ferðafólksins og var afar vinsæl í hér- aði. Þau eignuðust tvo syni, Erlend, bónda í Dal, hann er kvæntur Þorgerði Sveinbjömsdóttur ftá Norðurfirði í Ár- neshreppi, og Einar bifvélavirkja, hann byggði iðnaðarbýlið „Holt“ við Vegamót og er kvæntur Brynju Gests- dóttur úr Stykkishólmi. Erlendur og Einar tóku strax til hendi er þeir uxu úr grasi við búskapinn í Dal og fljótlega tókst fjölskyldunni að vinna bug á erfiðleikum og gera Dal að myndarlegu býli með reisulegum byggingum og miklum ræktunar- framkvæmdum. Síðari ár tók Erlend- ur við jörðinni að fullu og bjuggu Anna og Halldór í mörg góð og heilla- rík ár í skjóli Erlendar og Þorgerðar og bamabömum og með Einari og fjöl- skyldu hans í næsta nágrenni. Árið 1986 fluttust þau á Dvalarheim- ili aldraðra í Borgarnesi, enda heilsan farin að dvína eftir langan vinnudag. Halldór lést á Sjúkrahúsi Akraness fyr- ir réttu ári, eða 8. janúar 1990. Ég og fjölskylda mín áttum því láni að fagna að vera ávallt velkomin að Dal og eiga þar trausta vini, vorum umvafin af hlýhug þeirra beggja, Önnu og Hall- dórs. Þau voru sannir vinir, höfðu ánægju af því að rifja upp minningar og atvik liðins tíma og taka þátt í fram- tíðaráformum. Þau trúðu á framtíð ís- lensks landbúnaðar og töldu þjóðinni fyrir bestu að vera sjálfri sér nóg og umfram allt að nýta vel gæði lands og sjávar, fara vel með hlutina, ganga vel um hús og land og fara vel með búfé. Halldór í Dal hefur ávallt verið í mín- um huga lýsandi tákn þeirra frum- herja á íslandi sem ruddu brautin, höfðu kjark, kraft, verklagni, seiglu og óbilandi trú á landið, til að vinna sig upp úr fátækt til bjargálna með fá- dæma afköstum á mestu krepputím- um í landi okkar. Ég var sendur til Halldórs og Önnu í Dal sumarið 1933. Það varð mér 11 ára óhörðnuðum strák úr sjávarþorpi eft- irminnilegur skóli. Heimilisfólkið var hjónin með tvo drengi á fyrsta og öðru ári, roskinn vinnumaður og gömul kona. Þetta sumar var ég þátttakandi og vitni að því að sjá slík vinnuafköst hjá Halldóri í Dal sem ég gleymi aldr- ei. Hann hóf störf fyrir sólarupprás og oftast um háheyskapartímann var ekki hætt fyrr en undir miðnætti. Allt var unnið með handafli einu saman. Að sjá þennan smávaxna mann standa við slátt, binda bagga, hvort sem var á túni eða engjum, og lyfta á klakk með slík- um krafti að virtist yfimáttúrulegu, var undrunarefni sem ekki gleymist. Hlutverk Önnu húsfreyju var stórt. Hún var kjölfestan, rósemi hennar, hlýlegt bros hennar og mildi lýsti upp híbýlin í Dal. Þar var gott að dveljast. Það væri hægt að skrifa langt mál um líf og störf Önnu og Halldórs í Dal. Það er saga um harða lífsbaráttu fólks sem með þrautseigju og samstilltum kröft- um sigraði erfiðleika og hafði jákvætt viðhorf til samverkafólks og samfé- lagsins í heild og trúði á farsæla fram- tíð lands og þjóðar. Anna í Dal bjó yfir miklu trúnaðar- traustu og taldi sér vísa góða heim- komu. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 17. janúar sl. Ég þakka henni hlýja vin- áttu, umhyggju og holl ráð. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum ástvinum hennar dýpstu samúðarkveðjur. Minn- ingin um Önnu Sigríði og Halldór í Dal mun lifa. Alexander Stefánsson Anna Sigríður Einarsdóttir Fædd 30. júlí 1911 Dáin 17. janúar 1990 Halldór Erlendsson Fæddur 25. október 1897 Dáinn 8. janúar 1990 Við systkinin í Dal áttum auðuga æsku. Æskuauðurinn var ekki hvað síst fólginn í sambýlinu við afa og ömmu sem áttu heima „uppi á lofti“. Afi eyddi flestum stundum við bústörf- in og dyttaði að ýmsu sem lagfæringar þurfti við. Hann var fámáll en spaug- samur og þoldi okkur krökkunum illa slæma umgengni og hávaða nálægt dýrunum. Hann var alltaf tilbúinn til að tálga „ýsubeinafugla" handa okkur. Óbeðinn reisti hann rólur og kofa á leiksvæðinu okkar og fræddi okkur um ýmsa siði og vinnuhætti sem tíðk- ast höfðu á hans uppvaxtarárum. Tæknina, sem þróaðist svo hratt á öld- inni, tók hann ekki nema að litlu í sína þjónustu. Hann hlustaði mikið á út- varp en sinnti aldrei sjónvarpi. Aldrei stýrði hann vélknúnum ökutækjum né verkfærum. Afi og amma voru miklir félagar. Þau spiluðu á spil á kvöldin og spjölluðu saman og merkilegur þótti okkur systkinunum sá fallegi siður þeirra að bjóða hvoru öðru góðan dag með kossi. Amma tók meiri þátt í uppeldi okkar og á loftinu fannst okkur vera heill ævintýraheimur. Þar var gamalt orgel sem við máttum spila á, myndir af látnum forfeðrum og formæðrum og fleiri gamlir munir sem okkur þóttu mikil undur. Amma sagði okkur sögur og kvæði sem hún hafði lært sem bam, sagði okkur frá sinni eigin æsku í Reykjavík fyrir 1920 og við sveitabömin fengum um margt að hugsa, svo fjarlægir voru þessir tímar okkar áhyggjulausa lífi. Afi og amma vom einlægir stuðn- ingsmenn afkomenda sinna alla tíð og ekki síst eftir að við fluttumst að heim- an til náms og vinnu en amma kunni svo sannarlega að meta gildi þeirrar menntunar sem henni hafði aldrei boðist sjálfri. Eftir að bamabamaböm- in komu til sögunnar var gömlu hjón- unum mikið ánægjuefni að fylgjast með vexti þeirra og þroska og lang- amma sá þeim fyrir hlýjum sokkum og vettlingum fram á síðustu ár. Við þökkum þeim af öllu hjarta velvild þeirra og ást og biðjum þeim guðs blessunar eins og þau óskuðu okkur svo einlæglega. Gíslína, Halldór, Rósa og Egill Erlendsböm únæmissklrteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Slmi 612070. Garöabæn Heilsugæslustööin Garöaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogur Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavflc Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Simi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræöistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Simi 687075. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feöur kl. 19.30-20.30. Bamaspitali Hríngslns: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunaríækningadeild Landspftalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Boig- arspitallnn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. HafharÞúöir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandió, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Gronsásdoild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstoöin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 17. Kópa- vogshæljö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaöaspitali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspítali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavt’kuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúslð: Heim- sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsiö: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartimi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavfk: Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Kópavogun Lögreglan slmi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Hafnarfiörðun Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrablll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsiö slmi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið simi 22222. Isafjöröur: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi 3300. hp'p-v-1--1 ] sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.