Tíminn - 05.02.1991, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.02.1991, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 5. febrúar 1991 Þriðjudagur 5. febrúar 1991 Tíminn 9 Gífurlegt eignatjón varð í ofsaveöri sem gekk yfir allt landið á sunnudaginn. Ljóst er að stór hluti þeirra sem urðu fyrir tjóni fær það líklega ekki bætt: Eftir Stefán Eiríksson Ofsaveðrið sem gekk yfir landið á sunnudag- inn er það mesta hér á landi í manna minnum. Meðalvindhraði á tíu mínútna tímabili eftir hádegi á sunnudag mældist 110 hnútar, (rúm- iega 200 kílómetrar á klukkustund) á Stór- höfða í Vestmannaeyjum, og hefur meðalvind- hraði aldrei mælst meiri. „Veðrinu olli djúp og kröpp iægð sem kom sunnan úr hafi og fór hér yfir vestanvert landið," sagði Bragi Jóns- son, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hann sagði að lægðin hefði verið mjög djúp, ein sú dýpsta sem hingað hefði komið, í kringum 926 millibör. Almannavarnir báðu fólk um að halda sig innan dyra og sums staðar var fólk flutt úr húsum sínum. Útihús tókust á loft og þeyttust út í buskann, þök fuku af húsum, bflar flugu marga metra, járnplötur þeyttust eins og rak- vélablöð í flestum þorpum og bæjum landsins og tré rifnuðu upp með rótum. Rúður brotn- uðu á fjölmörgum stöðum. TVyggingamar ekki í lagi hjá mörgum Tjón af völdum ofsaveðursins er gífurlega mikið og skiptir mörgum milljónum króna. Almannavarnanefndir og sveitarfélög víðs vegar um landið voru í gær að reyna meta tjónið í hverju byggðarlagi og óvíst er hvenær nákvæmar tölur um tjón verða tilbúnar. Þórð- ur Þórðarson, deildarstjóri hjá Vátryggingafé- lagi íslands, sagði að tryggingarnar kæmu til með að bæta tjón hjá þeim sem hefðu heimil- is- og húseigendatryggingu í lagi. „Húseig- enda- og heimilistryggingar taka nánast allt það tjón sem verður af völdum veðursins. Fólk verður að vera með báðar þessar tryggingar, ef það á bæði innbú og húseign sem er í tjóni, til þess að fá það bætt,“ sagði Þórður. Aðspurður hve mikill hluti af þeim sem orðið hafa fyrir tjóni væru ekki með tryggingarnar í lagi, sagði Þórður að það væri Ijóst að allt of marg- ir væru ekki með þær í lagi. „Við höfum nú verið að skjóta á að það sé að minnsta kosti þriðjungur fólks sem vantar aðra hvora trygg- inguna og kemur þá til með að þurfa bera eitt- hvað af tjóninu sjálft," sagði Þórður. Hann sagði að það hallaði frekar á húseigendatrygg- inguna í þessu sambandi, heimilistryggingin væri mun algengari, enda búin að vera mun lengur í gangi. Húseigendatryggingin nær til alls tjóns sem verður á fasteigninni sjálfri, s.s. þegar rúður brotna og þakplötur fjúka en heimilistryggingin dekkar innbúið. Aðspurður hvernig væri með fjárhús, hlöður, bfla og báta sem fokið hefðu og eyðilagst, sagði Þórður að þeir bændur sem væru með húseigendatryggingu á öllum húsum fengju tjónið borgað en algengara væri að menn væru með sérstaka óveðurstryggingu á úti- húsum. Hann sagði það mjög mismunandi eftir sveitarfélögum hvort bændur væru með þessar tryggingar. Sveitarfélög sem lentu oft í slæmum veðrum væru betur tryggð en önnur. Þórður sagði að þó svo að margir bændur væru ekki tryggðir væru það þó fleiri sem hefðu tryggingarnar í lagi. Varðandi bfla og báta sagði Þórður að það væru aðeins kaskó- tryggingar sem bættu tjón á þeim. Aðspurður hvað það fólk gæti gert sem væri ótryggt en hefði lent í tjóni, sagði Þórður að það gæti ósköp lítið gert því það hefði engan rétt til að sækja bætur. „Menn hafa gjarnan haldið að viðlagatryggingin bætti þetta tjón en hún bætir ekki foktjón heldur einungis tjón af völdum sjávar- og snjóflóða, jarð- skjálfta og eldgosa. Það er í sjáífu sér ekkert hægt að leita með þetta, fólk verður í raun og veru að bera þetta sjálft," sagði Þórður. Höfuðborgarsvæðið Mest tjón í Reykjavík af völdum óveðursins er talið vera í Breiðholti, í Fella- og Seljahverfi, og einnig í Hraunbæ. Hús í gamla miðbænum og nýbyggingar í Grafarvogi urðu fyrir mikl- um skemmdum. Byggingakranar fuku um koll og langbylgjumastur Ríkisútvarpsins fauk til jarðar. Töluvert tjón varð í Austurveri. Gróðurhús úr plasti fuku hjá Gróðrarstöðinni Mörk. Skemmdir urðu á flugvélum á Reykja- víkurflugvelli. Stór tré rifnuðu upp með rót- um. Þakplötur fuku af kvennadeild Landspít- alans og brutu rúður annars staðar í spítalan- um svo flytja varð sjúklinga fram á gang og á aðrar deildir. í Hafnarfirði fuku þakplötur af Hrafnistu og skemmdust nokkrir bflar af þeirra völdum. Grunnskólinn í Setbergshverfi varð fyrir skemmdum. í Mosfellsbæ fór byggingakrani á hliðina auk þess sem þakplötur fuku og rúður brotnuðu. í Kópavogi brotnuðu rúður í Fögrubrekku þegar járnplötur fuku inn um glugga. Á Seltjarnarnesi slösuðust tveir menn í veðrinu. Annar skarst á glerbrotum þegar þakplata fauk inn um glugga en hinn nef- brotnaði þegar þak fauk af nýbyggingu. í Garöabæ varð tjónið minna en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Hluti af þaki fauk af Garðaskóla. Reykjanes íbúar í Baugholti í Keflavík voru fluttir úr íbúðum sínum óveðursdaginn þar sem ekki var talið óhætt fyrir þá að dveljast þar. Járn- plötur af bæjarskemmunni í Keflavík fuku yfir Baugholt og þótti Almannavarnarnefndinni á staðnum ráðlegast að flytja fólkið burt úr hús- unum. Járn fauk af Sparisjóðshúsinu og skemmdir urðu á bátum í höfninni. í Sand- gerði varð íbúðarhús illa úti sem og sfldar- verksmiðjan. í Grindavík fauk helmingurinn af þaki Lagmetisgerðarinnar. Fimm hundruð kinda fjárhús við ísólfsskála og á fjárhús á bænum Hrauni fuku út í buskann. Þá fuku skúrar ásamt öðru lauslegu. Vesturland Þak fauk í heilu lagi af viðbyggingu Heima- skaga hf. á Akranesi og lenti á bensínstöðvar- plani og kurlaðist í sundur. Þakplötur fuku af mörgum húsum og þeyttust um bæinn. Braggar frá stríðsárunum fuku í Innri- Akra- neshreppi. Talsverðar skemmdir urðu á bæj- um í Skilmannahreppi. Járn fauk af þaki brauðgerðar Kaupfélags Borgfirðinga í Borg- arnesi. Á Krossi í Lundarreykjadal fuku þak- plötur af fjárhúsum. Á Snæfellsnesi varð mikið tjón. Þak fauk af húsi slippstöðvarinnar Skipavíkur í Stykkis- hólmi og hluti af golfskála fauk. í Hallkels- staðahlíð fauk braggi sem í voru kindur en enga skepnu sakaði. Tjón varð á bæjunum Miklaholti, Straumfjarðartungu, Spóanesi, Dal, Hofsstöðum, Hjarðarholti og Fáskrúðar- bakka. Á Grundarfirði ultu nokkrar trillur sem voru niðri í fjöru og fiskitrönur ultu á hliðina. í Ólafsvík lagðist skemma hraðfrysti- hússins saman. Vestfirðir Tálsvert tjón varð á Vestfjörðum en einna mest var það á Flateyri. Þak fauk af beina- mjölsverksmiðju og þakplötur af fiskverkun- arhúsum Hjálms hf. Þak fauk af einbýlishúsi við Hafnarstræti og plötur fuku af þaki kirkj- unnar. Fiskikassar og annað Iauslegt fauk um þorpið en lítil meiðsli urðu á fólki. Mesta tjónið á ísafírði var þegar fólksbfla- stöðin fauk á hliðina. Þak fauk af fjárhúsi í Fagrahvammi við ísafjörð. Á Hrauni í Hnífsdal fauk þak af fjárhúsi og gömlu íbúðarhúsi og olli tjóni á nýju íbúðarhúsi sem stendur þar rétt hiá. Járnplötur fuku af rækjuverksmiðj- unni Isveri og mörgum öðrum stöðum. Verk- færaskemma fauk út í buskann í Mjóafirði. Þak fór af einbýlishúsi á Suðureyri. Tjón varð á verkstæðishúsi á Hafrafelli. Tveir bflar tók- ust á loft og fuku út af vegum. Þriggja tonna amerískur dreki tókst á loft og lyftist af Hnífs- dalsveginum við Leiti, fór yfir vegrið og end- aði niðri í fjöru. Ökumaðurinn kastaðist út úr bflnum og slasaðist ekki mikið. Annar bfll tókst á loft í Dagverðardal og þeyttist út af veginum. Ökumaðurinn var fluttur á sjúkra- húsið á ísafirði. Norðurland Miklar skemmdir urðu í Skagafirði af völdum óveðursins og einnig á Blönduósi. Þar lagðist flugskýli saman með þeim afleiðingum aö fjórar flugvélar sem þar voru inni, skemmdust mikið. Þakplötur fuku af barnaskólanum og slökkvistöðinni. Á Sauðárkróki urðu miklar skemmdir þegar þakplötur fuku um bæinn. Þak af einbýlishúsi fauk í heilu lagi. Á Hofsósi fauk 17 tonna bátur upp á bryggjuna og er tal- inn ónýtur. Á Narfastöðum fauk kanínuhús nánast í heilu lagi. Á Akureyri flæddi sjór inn í hús við Strandgötu og einnig gekk sjór yfir Drottningarbrautina. I Hlíðarfjalli brotnuðu rúður í skíðahótelinu. Vír í stólalyftunni fauk út af sporinu og skemmdust nokkrir stólar við það. Lítið tjón varð á Ólafsfirði en þó fuku þak- plötur og ein trilla tókst á loft. Austurland ÁAusturlandi varð mun minna tjón en annars staðar á landinu. Þó fuku þar nokkur þök af útihúsum og einstaka hús tókust á loft. Þak- plötur fuku víða og skemmdu bfla og brutu rúður. Vegaskemmdir urðu í Breiðdal og Fljótsdal. Suðurland Tjón varð á nánast öllum bæjum í Rangár- vallasýslu og svipaða sögu er að segja úr Ár- nessýslu. Þök af fjárhúsum og hlöðum fuku víða sem og þakplötur og annað lauslegt. í Hveragerði varð gífurlegt tjón á gróðurhús- um. Turninn af tívolíinu fauk að hluta. Stór hluti af þakinu á veitingasalnum Eden fauk. Á Selfossi fuku járnplötur af húsum og rúður brotnuðu. Á Eyrarbakka varð talsvert tjón. Ruslagámur tókst á loft en olli engum skemmdum, járnplötur losnuðu af húsum og ollu skemmdum. Á Stokkseyri fuku hesthús og fjárhús. f Þorlákshöfn fauk þak af byggingu Meitilsins og hluti af þaki íbúðarhúss. Á Hellu og Hvolsvelli fuku plötur af húsþökum eins og annars staðar. Á Flúðum skemmdist þak á skólahúsi, fjárhús og hlaða eyðilögðust. í Vestmannaeyjum varð tjónið gífurlegt. Mest tjón varð þegar einbýlishús eyðilagðist. Þök fúku af byggingum og járnplötur dreifðust um bæinn. Suðurhliðin á flugstöðinni er nánast horfin sem og tveir bflskúrar. Landið allt meira og minna rafmagnslaust Rafmagn fór af stórum hluta landsins á sunnudaginn þegar staurar brotnuðu, línur slitnuðu og slógust saman. Sá gífurlegi fjöldi af fjárhúsum, hlöðum og öðrum útihúsum sem fuku Ijandans til, lenti stundum á raf- magnslínum með fyrrgreindum afleiðingum. Guðmundur Helgason, rekstrarstjóri hjá Landsvirkjun, sagði að viðgerð á öllu því sem skemmdist gengi hægt, en búast mætti við að viðgerð yrði lokið á flestum stöðum í dag. Við- gerð á Búrfellsiínunum tveimur sem orsök- uðu rafmagnsleysið á höfuðborgarsvæðinu lýkur væntanlega fyrir hádegi í dag. Hrauneyj- arfosslínan, sem liggur að Brennimel í Hval- firði og í Geitháls, sá höfuðborgarsvæðinu að mestu fyrir rafmagni í gær en hún var óvirk á sunnudaginn vegna veðursins. Guðmundur sagði að ástandið hefði verið verst á höfuð- borgarsvæðinu en einnig hefði Vestfjarðalínan dottið út á sunnudaginn. Hann sagðist vonast til að allt kæmist sem fyrst í samt lag aftur. 1]ón var gríðarlegt í veðurhamnum á sunnudag. Fjöldi manna vann að björgunarstörfum vlð mjög er ðar aðstæður. Hér er maður að reyna að hemja og festa þakplötur meðan óður stormurinn Ólmast Timamynd; Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.