Tíminn - 05.02.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.02.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 5. febrúar 1991 Ríkisstjórnin: Styrkir upptökur Sinfón- íunnar Ríkisstjómin hefur samþykkt til- lögu menntamálaráðherra um að tryggja Sinfóníuhljómsveit íslands fjármagn til að tryggja að hljómsveit- in geti staðið við samninga við breskt hljómplötufyrirtæki um upptökur og útgáfur með verkum hljómsveitar- innar. Upphæðin, sem ríkisstjómin ætlar að veita til þessa, eru þrjár mi- ljónir á ári til næstu þriggja ára. í samningunum við breska útgáfu- fyrirtækið, Chandos, er gert ráð fyrir að gefa út þrjár plötur á ári á samn- ingstímanum, það er alls níu plötur á samningstímanum. Gert er ráð fyrir að fyrsta upptakan fari fram í byrjun febrúar og í byrjun mars. Meðal ann- ars verða tekin upp tvö verk eftir Rachmaninoff, píanókonsert og óperan Monna Vanna. Þau verk hafa aldrei áður verið gefin út á hljóm- plötu og gerir þetta útgáfuna að heimsviðburði. -sbs. Sendiherra í Kanada Þann 24. janúar síðastliðinn af- henti Tómas Á. Tómasson landstjóra Kanada, Ramon John Hnastyshyn, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra ís- Iands í Kanada, segir í frétt frá utan- ríkisráðuneytinu. Græningjaljölskyldumar átta stilltu sér upp til myndatöku, áður en þær hófu verkefnið: Að breyta háttum sínum - umhverfinu í vil. Tfmamynd: Ámi Bjama Átta grænar fjölskyldur Á dögunum boðaði Umhverfís- og vinabæjarnefnd Kópavogs til fundar með svokölluðum Grænum fjölskyldum. Hér er um að ræða sam-norrænt verkefni þar sem fengnar eru fjölskyldur til að kanna líf sitt með umhverfísvernd til hliðsjónar og breyta því, um fjögurra mánaða skeið, umhverfinu í hag. Að sögn Bjöms G. Jónssonar, verk- efnisstjóra Norræna umhverfisársins hér á landi, er þetta verkefni upp- mnnið í Danmörku, en hefur verið reynt víðsvegar um Norðurlöndin í gegnum vinabæjartengsl ýmissa byggðarlaga. í Danmörku voru valdir úr fimm bæir og vinabæir þeirra hér á landi fengnir til að taka þátt í þessu verkefni hér á landi. Þessi sveitarfélög eru auk Kópavogs: Grindavík, Akra- nes, Neskaupstaður og Eyrarbakki. Á öllum þessum stöðum var ein fjöl- skylda fengin til að taka þátt í verkefn- inu, en í Kópavogi reyndist áhuginn mestur og þar vom alls átta fjölskyld- ur, sem lýstu sig reiðubúnar til að verða grænar, og var ákveðið að heimila þeim öllum þátttöku. „Þetta er Kópavogsbúum til sóma,“ sagði Bjöm. Verkefni grænna fjölskyldna em margþætt. Þeim er meðal annars uppálagt að draga úr bílnotkun og hætta ónauðsynlegum og stuttum ökuferðum, þar sem aðrir ferðamátar, svo sem almenningssamgöngur, geti gengið. Þá skuli versla inn til heimil- isins með umhverfisvænleika vör- unnar að leiðarljósi og sorp skuli flokkað og hættulegur úrgangur skil- inn frá lífrænum. Þá eiga fjölskyld- umar að skrá magn hinna ýmsu stærða í heimilisrekstrinum og halda dagbók um reynslu sína og upplifanir af því að breyta lífi sínu umhverfinu í vil. Þær upplýsingar, sem af þessu fást, verða síðan yfirfamar og helstu niðurstöður úr þeim birtar. „Og það er einmitt tilgangurinn með þessu verkefni að finna út hvar skórinn kreppi að og hvað hindri að fólk breyti þessum daglegu venjum sínum um- hverfinu í vil,“ sagði Bjöm. -sbs. Fimmta Nesco til gjaldþrotaskipta Nýlega var fyrirtækið Nesco- Int- ernational tekið til gjaldþrota- skipta og er það fimmta Nesco-fyr- irtækið sem lýst er gjaldþrota frá því árið 1988. Skiptafundur hefur verið aug- Steintak gjaldþrota Byggingafyrirtækið Steintak var tekið til gjaldþrotaskipta hjá Borg- arfógeta sl. föstudag. Bústjórar þrotabúsins voru skipaðir Elfar Örn Unnsteinsson hdl. og Magnús Hauk- ur Magnússon hdl. Steintak vann m.a. að byggingu ráðhússins í Reykjavík og íbúðabyggingu við Skúlagötu. Tvö ný fyrirtæki hafa tekið við þeim framkvæmdum. —SE lýstur vegna Nesco-International í lok apríl og kröfur verið innkall- aðar. Engar kröfur höfðu þó enn borist í búið fyrir helgi, að sögn Ingveldar Einarsdóttur, fulltrúa hjá skiptaráðanda. Fjögur önnur Nesco-félög eru í gjaldþrotaskiptum og voru þau, auk Nesco-International, að mestu í eigu sömu hluthafanna. Kröfur í bú þeirra hafa verið inn- kallaðar, en ekki hefur tekist að ganga frá gjaldþrotaskiptum vegna málaferla, að sögn Ragnars Hall skiptaráðanda. „Þetta byrjaði með því að fyrirtæki, sem heitir Nesco- framleiðslufélag h.f., var tekið til gjaldþrotaskipta í janúar 1988. Nesco-framleiðslufélag stofnaði nokkur dótturfyrirtæki á árunum 1985-86 og eru þau öll nú komin til gjaldþrotaskipta,“ sagði Ragnar. —GEÓ Þjóðminjasafn íslands: Gefinn útskorinn skápur f rá 1653 Þjóðminjasafn ísiands hefur sýnt að þar hafi sami útskurðar- nýlega eignast fslenskan útskor- meistari verið að verki. inn skáp frá 1653, sem hefurver- Daniel Bruun skrifaði bók um ið í Danmörku í nær öld. Daníel rannsóknir sínar hér á landi og Bruun höfuðsmaður eignaðist kom hún út í ísienskri útgáfu ár- skápinn, þegar hann var við rann- ið 1987 undir nafninu fslenskt sóknir á menningu og lifnaöar- þjóðlíf í 1000 ár. Af því tilefni háttum íslendinga í kringum síö- efndi Þjóðminjasafnið til sýning- ustu aidamót og hefur hann verið ar á myndum og handritum Dani- í eigu ættingja hans síðan. eis Bruun. Tengdadóttir Bruuns, í frétt frá Þjóðminjasafninu seg- frú Inge Bruun, gaf skápinn í við- ir að skápurinn sé mikil gersemi urkenningarskyni við hina ís- og sé með fangamarki og ártalinu lensku útgáfu á riti hans og kom 1653. Honum svipar mjög til skápurinn til landsins í byrjun annars skáps í eigu safnsins, sem ársins. er frá Tjöm á Vatnsnesi, og þykir -sbs. Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki: Útlit fyrir helmings aukn- ingu á Bretlandsmarkaði Allt bendir til að á þessu ári muni Steinullarverksmiðjan á Sauðár- króki auka sölu á steinull til Bretlands um helming. Á síðasta ári voru flutt þangað út 1.000 lestir, en að óbreyttu verða þær 2.000 tonn í ár. Þetta samsvarar því að 53% framleiðslunnar verði flutt út á þessu ári í stað 45% í fyrra og fer því innanlandsmarkaður minnk- andi. Frá þessu er sagt í Á döfínni, fréttablaði Félags íslenskra iðn- rekenda. Að sögn Einars Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Steinullarverksmiðj- unnar, hefur allt frá árinu 1987 ver- ið unnið að markaðsuppbyggingu í Bretlandi í samvinnu við skoska að- ila. „Þetta hefur gengið hægt og bít- andi og nú bendir ekkert til annars en að við munum flytja þangað út 2.000 tonn á þessu ári.“ Hann sagði að vissulega hækkaði flutnings- kostnaður steinullina nokkuð í verði, en engu að síður væri mark- aðurinn vaxandi og arðvænlegur. Lítil verksmiðja eins og á Sauðár- króki gæti verið sveigjanlegri en ris- arnir á markaðnum og eins hefði skagfirska steinullin kosti fram yfir aðra. Hún er framleidd við raforku, sem er mjög fátítt, og það gerir hana jafnari og hreinni en ull úr svoköll- uðum koksofnum. Á síðasta ári seldi verksmiðjan 6.150 lestir af steinull fyrir 380 mi- ljónir, en árið áður nam salan 300 miljónum. Og eins og fyrr sagði er útlit fyrir minnkandi innanlands- markað hjá Steinullarverksmiðj- unni í ár, eins og tvö þau fýrri. „Það eru ekki mjög ígrundaðar markað- asrannsóknir, sem liggja að baki því áliti, en það sést í fjölmiðlum að mikið sé óselt af íbúðum á Reykja- víkursvæðinu og eftirspurn eftir lóðum sé miklu minni í ár en á sama tíma í fyrra. Þannig að það eru ýmis teikn á lofti um að innanlandsmark- aðurinn muni dragast saman. En þá kemur vaxandi sala til Bretlands í staðinn," sagði Einar Einarsson. -sbs. Bændasamtökin: Frú Inge Bruun viö skápinn frá 1653. Amaldur raöinn atvinnumálafulltrúi Arnaldur Mar Bjarnason hefur ver- ið ráðinn atvinnumálafulltrúi Fram- leiðnisjóðs Landbúnaðarráðuneytis- ins og Stéttarsambands bænda. Helstu störf atvinnumálafulltrúans verða að vinna að eflingu fjölbreyttr- ar atvinnu í sveitum, einkum kvenna, og hjálpa fólki í sveitum að hrinda í framkvæmd hugmyndum um nýja atvinnustarfsemi með fræðslu- og kynningarstarfsemi. Arnaldur er fæddur 1942. Hann hefur starfað mikið innan hreyfing- ar ungmennafélaganna og meðal annars setið í stjórn UMFÍ. Hann var sveitarstjóri í Mývatnssveit frá 1980- 1986 og bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um frá 1986 fram á síðasta ár. Hann hefur nú þegar tekið við hinu nýja starfi. -sbs. Amaldur Mar Bjamason, atvinnu- málafulltrúi bændasamtakanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.