Tíminn - 08.02.1991, Síða 5

Tíminn - 08.02.1991, Síða 5
Tapaðir vinnudagar vegna verkfalla hafa aðeins einu sinni verið færri en í fyrra a.m.k. síðustu þijá áratugina. Verkfall 77 bflstjóra í Sleipni, sem stóð í 3 daga, var eina vinnustöðvunin sem tilkynnt var um tii sáttasemjara á árinu. Aðeins 231 vinnudagar töpuðust því vegna verkfalla á þessu þjóðarsáttarári. í skýrslum sem ná 30 ár aft- ur í tímann fínnst aðeins eitt ár annað með færri en tíu þúsund tap- aða vinnudaga, árið 1983, með 14 manns í verkfalli í einn dag. Flest önnur ár hafa verkfallsdagar þrjátíu ára töpuðum við meira en hins vegar verið taldir í tugum eða 100.000 vinnudögum á ári vegna hundruðum þúsunda. Tíu þessara verkfalla. Þar af voru þrjú ár, 1970, 1976 og 1984 sem tapaðir vinnudag- ar voru frá 301-310 þúsund. Þetta svarar til þess að hvert þessara ára hafi glatast um 850 ársverk, eða að 850 manns hafi verið stöðugt í verk- falli allt heila árið um kring. Benda má á til samanburðar að skráðir atvinnuleysisdagar urðu að- eins þrisvar á síðasta áratug (1984, 1989 og 1990) fleiri heldur en verk- fallsdagarnir voru 1976. Mesta verkfallsárið á þessu tímabili má þó líklega teljast 1977 þótt tap- aðir vinnudagar væru færri en árið áður. Samtals 292 vinnustöðvanir voru tilkynntar á árinu og um 40.850 manns lögðu niður vinnu í samtals 189.600 daga. Þessi tvö ár (1976/1977) tapaðist því samtals hálf milljón vinnudaga vegna verk- falla. Framreiknað til núverandi meðal- tekna ASÍ-félaga lætur nærri að vinnulaun sem launþegar hafa tapað af vegna þessara 500 þús. verkfalls- daga séu um 1.590 milljónir króna á núvirði. Ár með færri en tíu þúsund tapaðra verkfallsdaga eru fremur fá síðustu þrjátíu árin: 1966 og 1986, auk hinna einstöku „vinnufriðarára" 1983 og 1990 sem áður er lýst. - HEI Grétar J. Guðmundsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra: FÓLK MEÐ LÁGAR OG MEÐALTEKJUR FÆR MESTAN HLUTA VAXTABÓTANNA Athugasemd við blaðagrein í dagblaðinu Tímanum, miðvikudaginn 6. febrúar 1991 í dagblaðinu Tímanum miðvikudaginn 6. febrúar síðastliðinn birt- ist blaðagrein, þar sem því er skellt upp í fyrirsögn að þeir lægst launuðu fengju lægstu vaxtabæturaar. Tilefnið var svar fjármála- ráðherra við fyrirspum um skiptingu vaxtabóta á árinu 1990 eftir tekjum fólks. í greininni var haft eftir þingmanni Kvennalistans að það sé „erfiðast að sætta sig við það að vaxtabæturnar skuli ekki koma þeim betur sem lægstu launin hafa“. Þingmaðurinn dregur þá ályktun af svari fjármála- ráðherra að niðurstaðan sé sú að vaxtabætur fari hækkandi með hækkandi tekjum. Að mati þing- mannsins á þetta að vera þveröfugt, „þannig að kúfurinn af vaxtabótun- um fari til þeirra sem eru með lágar eða meðaltekjur, en aðrir fengju minn og jafnvel ekkert ef tekjurnar verða háar“. Blaðamaður Tímans nefnir það í greininni að svar fjármálaráðherra staðfesti það sem Tíminn hefði bent á þegar vaxtabótakerfið var ákveðið 1989, að fólk fær þeim mun hærri upphæð greidda í vaxtabætur sem það hefur hærri tekjur. í ummælum þeim sem höfð eru eftir þingmanni Kvennalistans, svo og í innskoti blaðamanns Tímans, eru staðreyndir þessa máls túlkaðar á mjög svo frjálslegan hátt og því nauðsynlegt að gera athugasemdir við umrædda blaðagrein. Fjármála- ráðherra er að sjálfsögðu fullfær um að svara þeirri gagnrýni sem fram kemur í greininni á vaxtabótakerfið. Þar sem vaxtabótakerfið er nátengt húsbréfakerfinu er hins vegar nauð- synlegt að félagsmálaráðuneytið leiðrétti túlkanir þingmannsins og blaðamannsins. Kúfur vaxtabótanna fer til þeirra sem eru með lágar og meðaltekjur í svari fjármálaráðherra kom fram að greiðslur vaxtabóta eru hlutfalls- lega meiri hjá lágtekjuhópum en þeim sem hærri tekjur hafa. Aðilar með skattskyldar tekjur undir 100 þúsund krónum á mánuði árið 1989 fengu um og yfir 40% af frádráttar- bærum vaxtagjöldum endurgreidd í formi vaxtabóta. Hlutfall þetta var um 25% hjá þeim sem höfðu tekjur hærri en 200 þúsund krónur á mán- uði. Þetta er það sem máli skiptir og er í samræmi við tilgang vaxtabóta- kerfisins, þ.e. að lágtekjufólk fær hærra hlutfall af vaxtagjöldum end- urgreitt með vaxtabótum heldur en þeir tekjumeiri. Villandi að horfa á krónutölur í þessu sambandi er villandi að horfa á krónutölurnar eins og gert er í blaðagreininni í Tímanum. Vaxtabætur ráðast af vaxtagjöldum, tekjum og eignum. Þeir sem hafa háar tekjur geta skuldað meira en hinir tekjulægri. Vaxtagjöld þeirra geta því orðið hærri en hinna tekju- lægri og við því er að búast að vaxta- bætur til þeirra geti einnig orðið hærri í einhvern tíma. Þegar vaxta- bætur til hátekjufólks eru bornar saman við vaxtabætur til hinna tekjulægri verður hins vegar að taka tillit til tímaþáttarins. Að öllu jöfnu munu hinir tekjulægri fá vaxtabæt- ur í lengri tíma en hinir. Þetta stafar m.a. af því að eignamyndun þeirra sem hafa háar tekjur er alla jafna hraðari en hinna tekjulægri. Vaxta- bætur þeirra skerðast því fyrr. Vaxtabætur fyrir lágtekju- og meðaltekjufólk Um 16.000 aðilar fengu vaxtabætur á árinu 1990, samtals að fjárhæð um 1.420 milljónir króna, miðað við frumálagningartölur. Um 4.700 þeirra höfðu tekjur lægri en 100.000 krónur á mánuði árið 1989, eða um 30% allra þeirra sem fengu vaxta- bætur. Um 4.000 höfðu tekjur á bil- inu 100-150 þúsund krónur á mán- uði. Um 12.000, eða um 3/4 allra þeirra sem fengu vaxtabætur, höfðu tekjur undir 200 þúsund krónum á mánuði. Heildarvaxtabætur þeirra voru um 1 milljarður króna eða um 71% af greiddum vaxtabótum. Af þessum tölum sést að kúfurinn af vaxtabótum á árinu 1990 fór til þeirra sem voru með lágar eða með- altekjur á árinu 1989, sem er í sam- ræmi við tilgang vaxtabótakerfisins. Áhrif vaxtahækkunar á vaxtabætur Einhverra hlutaíer þess ekki getið í Tímanum að fjármálaráðherra svar- aði fyrirspurn um hvernig vaxtabæt- ur mundu skiptast eftir tekjum, ef vextir af lánum Húsnæðisstofnunar yrðu hækkaðir úr 3,5% í 5,0%. í svari ráðherrans kom fram að ef gengið er út frá ákveðnum forsend- um mundu einungis lágtekjufjöl- skyldur fá vaxtabætur til að vega upp á móti vaxtahækkuninni, eins og stefnt var að með vaxtabótakerf- inu. Það er ekki nýtt að fjallað sé um ýmislegt er varðar húsnæðismál í dagblaðinu Tímanum. Það er hins vegar nánast jafnalgengt að sú um- fjöllun sé þess eðlis að leiðréttinga sé þörf eftir á. í svari fjármálaráð- herra við fyrirspurn um skiptingu vaxtabóta eftir tekjum kom fram að vaxtabætur á árinu 1990 fóru í mestum mæli til lágtekju- og með- altekjufólks. í áðurnefndri blaða- grein í Tímanum eru þessar niður- stöður hins vegar túlkaðar á þann veg að hinir tekjuhærri í þjóðfélag- inu njóti vaxtabótanna í meiri mæli en hinir tekjulægri, sem er vitaskuld kolrangt. Lágtekjufólk fær samt lægstu vaxtabætumar Það er á algjörum misskilningi hjá félagsmálaráðu- göngu fjallað um skiptingu vaxtabóta milli mismun- neytinu að umfjöllun Tfmans um vaxtabætumar andi tekjuhópa og m.a. bent á að 27% allra bótanna sem fjármálaráðuneytið grciddi fólki árið 1990 hafí á fóru til heimila með yfír 2,4 milljóna kr. tekjur árið nokkura hátt tengst húsbréfakerfínu — einfaldlega 1989. Engin ástæða er til að ætla að sá hópur eigi vegna þess, að engar vaxtabætur hafa ennþá verið eftir að minnka með árunum — mlklu fremur þvert greiddar vegna vaxta af húsbréfum. Vaxtabætur árið ámóti. 1990 voru aðeins vegna greiddra vaxta árið 1989. Þar sem afar fáum hafðl þá ennþá gefist tækifæri til Fyrstu húsbréfin voru gefin út f nóvember 1989 og að „gera út á“ vaxtabæturaar þetta fyrsta „vaxta- engir vextir af þeim á gjalddaga á því ári. Helsta for- bótaár“, þ.e. reikna út hagstæðustu skulda- og senda fclagsmálaráðuneytisins fyrir „lciðréttingum eignastöðu með tilliti til vaxtabóta og tekna var þetta á fijálslegum túlkunum blaðamannsins" er því ekki nefnilega „normal" ár, þ.e. miðað við skuldastöðu fyrir hendi. fólks á undanföraum árum. En ætli það sé stór Að greiddar vaxtabætur hafí verið hlutfailslega spuraing að mönnum og þá sérstaklega hátekju- hærri til lágtekjuhópa en hátekjuhópa er einnig mönnum á eftir að fara fram í þessari reikningslist? óþörf „Ieiðrétting". I umræddum skrifum Tímans Vegna athugasemda um „tímaþáttinn“ heíði aftur á var greinilega skýrt frá því. Að lágtekjufólk fær samt móti verið fróðlegt ef félagsmálaráðherra hefði upp- sem áður miklu lægri upphæð í vaxtabætur en hæsti lýst hve margir stórskuldugir urðu af vaxtabótum tckjuhópurinn treystir félagsmálaráðuncytið sérekki eingöngu vegna of mikilla eigna? Fjármálaráðherra til að reyna að ,deiðrétta“. hefur t.d. upplýst að ,4iðeins“ 23.800 hjón og ein- Um þetta gildir nefnilega það sama og launahækk- hleypingar greiddu einhvera eignaskatt 1990, eða anir. Launahækkun upp á 4.000 þús. kr. er nefnilega sem t.d. svarar um 1/4 af íbúðareigendum í landinu hlutfallslega jafmnikil fyrir marga verkakonuna eins (og þeir að stóram hluta ekkjur og annað aldrað fólk og 35.000 kr. fyrir miðlungs bæjarstjóra, svo dæmi ef trúa má almannarómnum). sé nefnt. Um það sem „einhverra hluta er ekki getið f Tíman- Þær útskýringar félagsmáiaráðuneytisins að hinir um“ vísast til miktila fyrirvara í svari íjármálaráðu- tekjulægri muni að öllu jÖfnu fá vaxtabætur í lengri neytisins. Og a.m.k. er ljóst að túlkun (einfoldun) tíma en hinir tekju/eignamiklu eru „úr kú“ sem leið- félagsmálaráðuneytisins í því efni þætti nokkuð rétting á einhveiju í skrifum Tímans. í þeim var ein- „fijálsleg" á síðum Tímans. - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.