Tíminn - 08.02.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.02.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstu'dágúr 8. februar 1991 WffEI MINNING Sigurbjörg Pálsdóttir Fædd 9. febrúar 1928 Dáin 28. janúar 1991 Hún Dilla er dáin. Þannig bárust okkur á Suðurgötu 5 tíðindin um lát Sigurbjargar Pálsdóttur. Svona er lífið. Þrátt fyrir góðar óskir og bæn- ir okkar sem stóðum Dillu næst þá fór hún frá okkur þann 28. janúar síðastliðinn. Farin til Guðs, eins og Helga, þriggja ára dótturdóttir hennar, komst að orði. Lát Sigur- bjargar bar brátt að. Þótt hún hafi átt við langvarandi veikindi að stríða gaf aðgerð, sem hún gekkst undir fyrir fimm árum, okkur góðar vonir um varanlegan bata henni til handa. En enginn má sköpum renna. Sigurbjörg Pálsdóttir fæddist í Keflavík 9. febrúar 1928, dóttir hjónanna Ingileifar Ingimundar- dóttur húsmóður, fædd 9. septem- ber 1901, dáin 24. september 1962, og Jóns Páls Friðmundssonar mál- arameistara, fæddur 17. október 1903, dáinn 16. janúar 1986. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, systir Sigurbjargar er Þorbjörg Hólmfríður, fædd 1. júní 1934. Sig- urbjörg var borin og barnfædd að LEKUR BLOKKIN? Suðurgötu 5 í Keflavík, en þar héldu foreldrar hennar heimili alla tíð. Sigurbjörg mótaðist af þeim góða anda sem ríkti ætíð á heimili þeirra hjóna. Skyldurækni og heiðarleiki voru meðal þeirra eiginleika sem þar voru í hávegum hafðir en þó var glettni og góðlátlegt grín haft uppi á góðum stundum. Lífsbaráttan var hörð og vinnudagurinn langur, en þó gafst tími til andlegra iðkana, s.s. söngs og bókalesturs. Að loknu barnaskólanámi í Kefla- vík gekk Sigurbjörg til náms í Versl- unarskóla fslands og lauk þaðan prófi 1947. Leiðin á menntabraut- inni var ekki jafngreiðfær þá og nú á tímum námslána og endurgjalds- lausrar menntunar. Það var því mik- ið átak að setja fólk til mennta, eins og það var kallað. Hugur Sigur- bjargar stóð til frekara náms en efni og aðstæður leyfðu það ekki. Þáttaskil verða í lífi Sigurbjargar þegar hún stígur það gæfuspor að ganga að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Þorberg Friðriksson málara- meistara og forstjóra, þann 16. maí 1948. Þorbergur nam iðn sína hjá SPRUNGIÐ? föður Sigurbjargar, Jóni Páli. Bú- skap sinn hófu þau á Túngötu 17 í Keflavík hjá foreldrum Þorbergs, en I reistu sér síðan hús að Sunnubraut 18 sem varð þeirra framtíðarheimili. Jafnræði var með þeim hjónum, samvinna þeirra og samheldni var einstök, þannig að saman fóru þau má segja allt, hvort sem um var að ræða ferðalag umhverfis jörðina eða innkaupaferð út í næstu búð. í erfið- um veikindum Sigurbjargar sýndi Þorbergur sérstaka umhyggju og æðruleysi. Staðfesti það enn hversu náið og traust samband þeirra hjóna var. Börn þeirra Þorbergs og Sigur- bjargar eru: Jón Páll, flugvirki, fæddur 1948, kona hans er Sigur- björg Lárusdóttir sjúkraliði. Jón Páll á son, Guðmund Liljar, móðir hans er Ragnheiður Sigurðardóttir. Jón Páll gekk fimm bömum Sigurbjarg- ar í föðurstað, þau em: Láms, Vil- hjálmur, Kristján, Emelía og Jósep Vilhjálmsbörn. Jón Páll og Sigur- björg ala upp Magnús Pál sem er sonur Emelíu Vilhjálmsdóttur. Frið- rik, málarameistari, fæddur 1949, kona hans er Hrafnhildur Hrafn- kelsdóttir verslunarmaður. Synir Friðriks em: Þorbergur, móðir hans er Hrönn Hauksdóttir, og Benjamín Valgeir, móðir hans er Sigríður Kristmundsdóttir. Friðrik gekk syni Hrafnhildar, Daða Júlíusi Agnars- syni, í föðurstað. Þómnn María, póstafgreiðslumaður, fædd 1959, hennar maður er Jón Halldórsson skipasmiður og eiga þau hjónin tvær dætur, Sigurbjörgu og Helgu. Sigurbjörg og Þorbergur hafa alið upp Þorberg sonarson sinn sem sinn eigin son. Eftirsóknarvert var að vera í návist- um við Dillu, af henni geislaði glað- lyndi og lífsgleði sem smitaði út frá sér. f minningunni em margar skemmtilegar og áhugaverðar sam- . verustundir. Hún var viðræðugóð og vel heima í dægurmálum sem og bókmenntum og listum. Er málefni kvenna bar á góma hélt Dilla ákveð- ið fram málstað þeirra og talaði þá tæpitungulaust. Félagsmál lét hún mjög til sín taka. Sigurbjörg var virkur félagi í Kvenfélagi Keflavíkur og ritari þess félags í fjöldamörg ár. Hún var einn af stofnendum Lion- essuklúbbs Keflavíkur og um skeið formaður hans. í félagsstarfi Sigur- bjargar kom það henni vel hversu auðvelt hún átti með að flytja mál sitt með þeim skörungsskap að eftir var tekið. Fjölskyldan á Sunnubraut 18 var samhent og Sigurbjörg var mið- punktur hennar. Við á Suðurgöt- unni töldum okkur til fjölskyldunn- ar og systurnar Þorbjörg og Sigur- björg voru óvenju samrýmdar. Þær hittust nánast daglega og stundum oft á dag. Missir Þorbjargar er því mikill þegar hún sér nú á bak ekki aðeins systur sinni, heldur og sínum besta vini. Mikil eftirsjá er að Sigurbjörgu. Sorgin er þung hjá börnum, barna- börnum, vinum og kunningjum hennar. En mest þó hjá Þorbergi sem misst hefur eiginkonu sína og vin. Við vonum að Guð gefi þeim huggun og styrki þau í sorg þeirra. Við hjónin þökkum samfylgdina. Vertu sæl, elsku systir og mágkona. Þorbjörg Pálsdóttir og Eyjólfur Eysteinsson Að kvöldi hins 28. janúar síðastlið- ins yfirgaf Sigurbjörg Pálsdóttir þennan heim. Eftir baráttu við erf- ið veikindi fékk ástkær frænka okk- ar hvfid. Sorgin er mikil við fráfall hennar en við bræðurnir erum vissir um að frænku okkar hafi á sinni ævi tekist það sem hlýtur að vera eitt af hlutverkum lífs okkar mannanna, að auðsýna og útbreiða kærleika og manngæsku. í Dillu frænku áttu systursynir hennar svo sannarlega hauk í horni. Frá fyrstu árunum og fram á fullorðinsaldur var það Dilla frænka sem sá um litlu ungana í hvert skipti sem systir hennar þurfti að bregða sér af bæ. Hvort sem um var að ræða lengri eða styttri ferðir dvöldumst við bræð- urnir í góðu yfirlæti á Sunnubraut 18 undir handleiðslu Dillu frænku. Fylgdist frænka okkar með vegferð okkar í gegnum lífið og skóla- göngu sem værum við hennar eig- in synir. Var það jafnvel á þann veg að foreldrar okkar töluðu stundum í gríni um að Dilla ofdekraði frændur sína. Þessi umhyggja fyrir ungu fólki var þó ekki bundin skyldmennum einum saman, því börnin á Sunnubrautinni voru au- fúsugestir hjá þeim Þorbergi og Dillu. Dilla frænka var gjafmild kona hvort sem um var að ræða veraldleg gæði eða manngæsku. Þótt Dilla sé farin þá mun hún lifa í minningu allra þeirra sem hana þekktu og elskuðu. Minningarbrot þau sem Dilla kallar fram í hugann, hvort sem um er að ræða minning- ar um skemmtilegt ferðalag til út- landa saman eða hversdagslega heimsókn á Suðurgötu 5, einkenn- ast af lífsgleði og léttlyndi. Það er því með þungan trega í hjarta sem við bræðurnir kveðjum frænku okkar hinstu kveðju. Við vottum þeim sem henni stóðu næst, systur hennar, börnum, barnabörnum og Þorbergi, einlæg- ar og djúpar samúðarkveðjur. Eysteinn og Jón Páll Eyjólfssynir Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar geröir bifreiöa. Viöhald og viögeröir á iönaöarvélum — járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin—Sími 84110 ER HEDDIÐ Borgnesingar— Nærsveitir Félagsvist Spiluð verður félagsvist I Félagsbae föstudaginn 8. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Guðmundur Valgerður Jóhannes Geir Hörgárdalur Dalvík — Nærsveitir Almennir stjórnmálafundir verða haldnir sem hér segir: Melum, Hörgárdal laugardaginn 9. febrúar kl. 14. Sæluhúsinu, Dalvlk sunnudaginn 10. febrúarkl. 15. Allir velkomnir. Framsóknarfíokkurínn. Reykjanes Skrtfstofa kjördaemasambandslns að Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Slmi 43222. K.F.R. Norðurlandskjördæmi eystra Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna I Noröuriandskjör- dæmi eystra verður opin alla virka daga frá 11. febrúar nk„ kl. 16-18, að Hafnarstræti 90, Akureyri, slmi 21180. Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriöjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Slminn er 22547. Félagar eru hvattir til að llta inn. K.S.F.S. Kópavogur Skrifstofa Framsóknarfélaganna I Kópavogi er opin á mánudags- og mið- vikudagsmorgnum kl. 9-12. Slmi 41590. Stjóm fulttrúaráðs Kópavogur Opiö hús að Hamraborg 5 alla laugardaga kl. 10-12. Heitt á könnunni. FuUtmaréðU Framkvæmdastjóm SUF Fundur verður haldinn I framkvæmdastjóm SUF þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20.00 að Hafnarstræti 20, Reykjavlk. Jón Helgason GuðniÁgústsson Unnur Stefánsdóttir Flóamenn Áriegir stjómmálafundir og viðtalstlmar verða haldnir á: Þingborg. Þriðjudaginn 12. feb. kl. 21. Þjórsárver. Miðvikudaginn 13. feb. kl. 21. Félagslundur. Fimmtudaginn i14. feb. kl. 21. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna að Hafnargötu 62 er opið alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaöur framsóknarfélaganna, Guöbjörg, veröur á staðnum. Slml 92-11070. Framsóknarfélögin. Borgnesingar- Bæjarmálefni I vetur verður opið hús á mánudagskvöldum frá kl. 20.30-22.30 á skrifstofu Framsóknarflokksins aö Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins I Borgamesl verða á staðnum og heittá könn- unni. Allir sem vilja fýlgjast með og hafa áhrif á málefni Borgarnes-bæjar eru velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. HaBdór Ásgrimsson Jón Kristjánsson Almennir stjómmálafundir -Austfirðir Halldór Ásgrlmsson, Jón Kristjánsson og Karen Erta Eriingsdóttir mæta á almennum stjómmálafundum um helgina sem hér segir: I Valhöll á Fáskrúðsfirðl föstudaginn 8. febr. kl. 20.30. I bamaskólanum á Stöðvarfirði, laugardaginn 9. febrúar kl. 16.00. Á Hótel Bláfelli, Brelðdalsvfk, sunnudaginn 10. febrúar kl. 16.00. I félagsmiöstöðinni, Djúpavogi, sunnudaginn 10. febrúar kl. 20.30. Fundimir eru öllum opnir. Fundarboðendur. Norðurland vestra Skrifstofa Einherja, kjördæmisblaös framsóknarmanna, hefur verið flutt frá Sauöárkróki á heimili ritstjóra að Ökrum i Fljótum. Hægt er að ná I ritstjóra alla daga I slma 96-71060 og 96-71054. KF.N.V. Siv. Nú blótum viö þorrann I Norðurijósasal Þórskaffis laugardaginn 9. febrúar. Velslustjóri verður Sfv Friðleifsdóttir og hátiðarræðu ftytur Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttír. Minni karta og kvenna verður að sjálfsögðu á slnum stað ásamt ýmsum óvæntum uppákomum. Verð kr. 3500 og húsið opnar kl. 19.30. Miöapantanir og nánari upplýsingar fást I slma 624480 hjá Þórunni eða Önnu. Þorra- blót- Reykja- vík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.