Tíminn - 08.02.1991, Síða 6

Tíminn - 08.02.1991, Síða 6
\ 6 Tíminn Föstudagur 8. febrúar 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson \i Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrtfstofiirLyngháls 9,110 Reykjavik. Sfmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð f lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Norðlenskt framtak Flugfélag Norðurlands h/f hóf áætlunarflug milli Húsavíkur og Reykjavíkur á laugardag í fyrri viku. Þetta merkir ekki að Flugleiðir hafi þar með hætt flugi sínu á þessari leið. Það mun halda áffam, svo að farþegar og aðrir sem háðir eru flugsamgöng- um eiga val um það við hveija þeir skipta. Hér er þó um að ræða eins konar kurteislega mið- stýrða samkeppni, því að Flugfélag Norðurlands hefur rétt til að nýta sér 20% af sætaframboði á leiðinni og virðist ætla að framkvæma þenna möguleika til aukinna umsvifa af sinni hálfu með því að stinga sér inn á daga og dagstundir sem Flugleiðir eru ekki með áætlunarferðir. Fljótt á lit- ið sýnist því að samkeppni Flugfélags Norður- lands gegn Flugleiðum sé í mildara lagi þar sem norðlenska félagið ræðst í drengilega sjálfsáhættu fremur en að ógna mótstöðumanninum í sam- keppninni eins og verið sé að berjast upp á líf og dauða, enda síður en svo æskilegt að stofha til samkeppni á þröngum viðskiptamarkaði með slíku hugarfari. Undir hyggilegri stjóm Sigurðar Aðalsteinssonar, flugmanns og ffamkvæmdastjóra Flugfélags Norðurlands h/f um langa hríð, hefur rekstur þess þróast og dafnað. Hann og aðrir forráðamenn fé- lagsins hafa sýnt mikla ffamtakssemi en jaíhan haldið ffamkvæmdum og starfsemi fyrirtækisins innan skynsamlegra marka. Vonandi reynist það svo, að sú viðbót við umsvif Flugfélags Norður- lands, sem felst í áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur, gefí góða raun. Það yrði staðfesting á því að ffamtak heimamanna á hinum margvíslegu sviðum athafnalífsins er ekki aðeins nafnið tómt eða einbert fyrirhyggjuleysi, heldur lífrænt afl í framfömm landsbyggðarinnar. Þótt með öðmm hætti sé gerist það einnig þessa sömu daga að norðlenskt framtak má sín mikils í því að sameina flugrekstur tveggja flugfélaga, Amarflugs innanlands h/f og Flugtaks h/f á Akur- eyri, í nýju fyrirtæki sem nefnist íslandsflug h/f. Allt riljar þetta upp stofnsögu fýrsta innlenda flug- félagsins sem eitthvað varð úr, Flugfélags Islands, sem reyndar byrjaði sem Flugfélag Akureyrar fyr- ir meira en hálfri öld á erfiðum krepputímum og hefði aldrei komið í gagnið nema fyrir fmmkvæði norðlenskra athafnamanna innan samvinnuhreyf- ingar og meðal einkarekstrarmanna, sem ekki að- eins virtu framtak hvers annars, heldur unnu sam- an að framkvæmdum og athöfnum sem þeir vissu að vom til almenningsheilla. Þau umsvif norðlenskra athafnamanna sem hér hafa verið nefnd skera auðvitað ekki úr um vöxt og viðgang norðlensks athafnalífs og annarra framfara. En framtakssemi þeirra er gleðileg vís- bending um að heimámenn þora að takast á við verkefni sem e.t.v. em áhættusöm, en em eigi að síður með lífsmarki. lenskra samvlnnufélaga hafa a6 sundur. Fyrsta stlgþeirrar uimbylt- Ingar hefur farift fram. Hi6 stóra stofnun kaupfélaga á síðustu öld og síðan stofnun Sambandsins, hefur géngið sér þannig tíi húðar, að nú þykir engin leið fær nema gera hinar ýmsu deildir að hiutafé- lögum, en Sambandið sjálft að valdalítilli yflrstofnun með for- mann stjómar þess f forstjórastól. hefur ætíð búið vlð andúð pólitískra andstæð- 'j hafe Jltið svo á að kaup- hvers konar væri fyrir n á hominu. Þessum and- stæðingum félagsverslunar hefur orðið vel ágcngt á síðustu áratug- um, og hafa þar bjálpað tíl langvar* andi erfiðleikar f rekstri, sem ekkJ befur allfaf verið reynt að stýra framhjá af fyrithyggju, Fjöltnargir aðilar bera ábyrgð á því aö efcki hef- ur betur tekist tíl Þeir hafa leynt og Ijóst unnið að því að sundra Sambandinu í hiutafélög, eins og mikið lægi við að breiða yfír vangá almenningur innan samvinnu- hreyfíngarinnar skilur ekki alveg það bjargræði sem feist í hiutafé- i á hendur núverandi forsijóra $ÍS. Hann hefúr fra því halm tók við starfí forstjóra átt harða andstæðinga í stjóm SÍS og þessir andstaeðingar hans eru enn að störfum. Eim sótt að forstjóranum „eitffðarmálum“ SÍS í gær undlr fyrirsögninni: „Viija sparka Guð- jóni“. Þar er skýrt frá fimm manna nefnd, sem stjóm SfS fól að gera tillögur um nýö skipulag. Formað- ur þessarar nefndar var Gunnar Sveinsson, fyrrverandi kaupfeiags- sijóri í Keflavík, en hann og Þor- Steinn bróðir hans, fyrrverandi kaupféiagsstjóri, hafa vcrið taidir helstu andstæðingar forstjórans í sfjóm SfS. f þessari nefnd kont fram ákveðin tillaga um að leggja forsijóraembættlð niður. Það sem sagt bráðlá á því að gera samþykkt um þetta efni. Um mildlsverða Ul- lögugerð nefndarinnar að öðm leytí er ekki getið I skrifum Press- unnar. Samhliða þessu skýrir Pressan frá orðrómi um að for- stjórinn sé talinn skulda SÍS og dótturfyrirtækjum þess einhveija landi, en hús /orsfjórans í Banda- rikjunum er enn óselt, þótt því væri heitið við ráðningu hans að þeirri soíu. Auðséð er að ósannur orðrómur um einhverja hæpna skuldastöðu er eidd runninn und- inga samvinnuhrcyfingarinnar. Nú vinna þetr þar að, sem sæmra væri að iáta aðra um óhróðurinn. Komið að lokuðum hvers svona hatursherferðir leiða. Þar ríkir þögnin ein á meðan graf- ið er Hnnulaust undan mannorði forsijórans. Það eina sem heyrst hefur um þessi mál eru skrif Pressunnar ? gær. Séu þau rétt í aðalatriðum, sem ástæðulaust er að efest um, er alveg Ijóst, að þetr sem eða húsveridn, geta ekki vænst þess að njóta trúnaðar samvinnumanna víðsvegar um land tíl Jangframa. Vitað var að forstjórinn tók við illa komnu búi. Strax eftir að bann hafði verið raðínn samkvæmt ákvörðun stjórnar hófst aðförin að honum, sem samvinnumenn hafe skilið þeim mun minna í sem iengra hefur liðið. Nú staðhæfir Pressan að forstjór- anum hafl verið neitað um for- mennsku í! um. starf hjá Esso „sé út úr mynd- inni“, Fleiri störf eru eldd nefnd, nema hvað talið er möguiegt að forstjórinn taki við skrifstofu Sam- bandsins f Bretlandi. BÍaðið segtr að taUð sé að forstjórinn sitji ekki lengur en fram að aðalfundi félags- ins í bytjun júnt' „og háværar radd- h eru uppi um að hann hættí störf- nm fyrr." Engar sönnur eru i þessar hávænt raddir eru. Varia hefur blaðið rnikið samband við Sannleikurinn er sá, að bin lang- varandí og óvægna aðfor að for- stjóra SÍS kostar samvinnuhreyf- inguna meira en samaniagður óhróður póHtiskra andstæðinga samvinnumanna t áratugi. Engir stjómarmanna SÍS hefur svo vitað sé rekfð upp bofs öl að benda á tíl Því þrengist hringurínn um þessar háværu raddtr og efiaust mun koma í ljós hveijar þær eru f fyll- ingu tímans. En samvinnumönn- um þykh hart ef þeir þurfa ekki éinungls að rnæta andstæðingum hennar iíka. IIÍiÍi Illll VÍTT OG BREITT Illlllll Rauöu Ijósin dofna Fyrir margt löngu skildu leiðir með kommúnistum og Alþýðu- flokksmönnum og réð afstaða til Sovétríkjanna því hvorum megin hryggjar menn lentu. Kommún- istaflokkur fslands hafði byltingu á stefnuskrá sinni og ætlaði að ná völdum með ofbeldi, eins og kommar hafa hvarvetna gert. Upp úr þeirri hreingerningu átti Sovét- ísland að rísa og lýstu skáldin því framtíðarlandi fjálglega. Að sjálf- sögðu átti að koma á alræði að sov- éskri fyrirmynd og eftir það átti friðurinn, mannkærleikurinn og ekki síst menningin að ríkja til ei- lífðarnóns. Kratar aftur á móti töldu að sósí- alismanum væri betur borgið í þingræðisrfki og að virða bæri leikreglur lýðræöisins bæði hvað varðar valdatökuna og síðar stjórn ríkisins. Verkamenn og menningarmenn áttu að spila stóru rullurnar í öll- um áformunum og margir hinna síðarnefndu hófu byltinguna með blóðrauð stflvopn fyrir fylkingun- um. Sumir þeirra eru enn í gamla bardagahamnum og hafa ekkert lært og engu gleymt og enn síður vita þeir eða viðurkenna hve hrika- lega rangt þeir hafa alla tíð haft fyrir sér og halda að enn sé fínt að vera kommi. Venri en auðvaldið Byltingarkommarnir fyrirlitu aldrei nokkur kvikindi eins inni- lega og kratana og töldu þá jafnvel enn verri en auðvaldið og enn veikari fyrir að gefa upp þjóðfrels- ið, en það er fyrirbæri sem komm- ar hafa fyrr og síðar átt einkarétt á, eins og menningunni. Tvisvar léku kommarnir þann leik að breiða yfir nafn og númer, Ossur Þröstur skipta um heiti á flokki sínum og fá forstandskrata til liðs við sig. Þannig gekk Héðinn í Sameining- arflokk alþýðu — sósíalistaflokk- inn og var fljótur úr honum aftur þegar hann kynntist liðinu og hug- sjónum þess nánar og sfðar bjó Hannibal Alþýðubandalagið til og hafði þar nokkurn stans þar til hann stofnaði enn annan flokk, og eftir sátu kommarnir og gaufuðu við sinn marx-lenínisma þar til ÓI- af Ragnar rak á fjörurnar og stýrir hann liðinu með myndarbrag og minnist aldrei einu orði á verka- lýð, þjóðfrelsi, sósíalisma eða framsækna menningu, og þykir kommum illt við að búa. í hina áttina Miklar blóðtökur voru á Alþýðu- flokknum þegar stórkratar híupu yfir í kommaflokkinn og hvergi fannst dæmi um jafnvesælan krataflokk í Norðurálfu, en kommaflokkurinn fitnaði eins og púkinn á fjósbitanum við hverja angistarstunu íslensku sósíal- demókratanna. En nú hafa veður skipast heldur betur í lofti. í fyrra kusu kratarnir flokksbundinn komma í borgar- stjórnina og í prófkjörinu, sem fram fór fyrir skemmstu, slógust Alþýðubandalagsmenn um að komast sem næst toppkrötunum á framboðslistann. Enn er komið upp rennirí milli sósíalistaflokkanna, en sá er mun- urinn nú og fyrrum, að nú hlaupa byltingarkommarnir yfir í Alþýðu- flokkinn og er tekið þar með kost- um og kynjum, eins og afvega- leiddum krötum áður þegar þeir uppdöguðu fiffið í kommasama- kundunni. Ekki færri en tveir eðalbornir allaballar kepptu um að komast hið næsta Jóni Baldvin og Jó- hönnu á kratalistanum í Reykja- vík. Þröstur, sem er afdankaður kaupfélagsstjóri og fyrrverandi for- maður Alþýðubandalagsins í höf- uðborginni, og Össur, fyrrum borgarfulltrúi og Þjóðviljaritstjóri til skamms tíma. Kratar gleyptu við Össuri en höfnuðu kaupfélagsstjóranum, enda litlir samvinnumenn og telja verslun með búvöru nánast land- ráð. Össur er glaðbeittur og hrað- mælskur, eins og kratar vilja hafa sitt fólk, og ekki spillir fyrir að hann fjárfestir í útlöndum og boð- ar frjálshyggju með mannlegu ívafi og er því eins og skraddara- sniðinn inn f Alþýðuflokkinn. Þröstur aftur á móti segir að Al- þýðuflokkurinn hafi svikið verka- lýðinn með því að hafna sér og velta menn nú mjög vöngum yfir hvernig það kemur heim og sam- an. Hvað sem því líður er greinilegt að straumurinn liggur frá allaböll- um til krata. Þ.e.a.s. straumur frambjóðenda. Á hvaða refilstigum kjörfylgið er og hvar það lendir er önnur saga. Eitt er þó víst, að enginn geysist neitt á rauðu ljósi nú til dags. OÓ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.