Tíminn - 08.02.1991, Page 7

Tíminn - 08.02.1991, Page 7
Föstudagur 8. febrúar 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Evrópskt efnahagssvæði: Ótti á misskilningi byggður Kæri Hjörleifur. Ég þakka bréf þitt, sem birtist í því ágæta blaði Tímanum 1. febrúar sl. Þótt ég geri lítið af því að svara slík- um bréfum og greinum, geri ég undantekningu nú. Bæði er málið mjög mikilvægt og bréf þitt skýrt og málefnalegt, eins og vænta mátti afþinni hálfu. Strax vil ég taka fram að ég tel að ótti þinn við samning um evrópskt efhahagssvæði sé á misskilningi byggður. Rétt er að fyrirvarar okkar voru ekki margir, en nokkrir voru stórir og þeirra er vandlega gætt. Eins og þú bendir á komu þeir vel fram í ræðu minni í Ósló fyrir um það bil tveimur árum. Við skulum líta á það lið fyrir lið. Yfirþjóðlegar stofnanir Eins og fram kemur í grein þinni sagði ég í ræðu minni í Osló: „Við getum aldrei gefið okkur á vald yfirþjóðlegum stofnunum. Við getum aldrei afsalað okkur fullveld- inu eða rétti okkar til að taka eigin nauðsynlegar ákvarðanir til að tryggja afkomu okkar og sjálf- stæði." í samningunum er aðeins gert ráð fyrir einni „yfirþjóðlegri stofnun". Það yrði dómstóll, eins konar hæstiréttur, sem yrði lokadómstig þegar ágreiningur rís um fram- kvæmd samningsins. Við höfum í ýmsum tilfellum fallist á slíka dóm- stóla, t.d. mannréttindadómstólinn í Strassburg, og í ýmsum tilfellum á gerðardóma, svo eitthvað sé nefrit. Ég er þeirrar skoðunar að slíkur dómstóll geti verið eins mikilvægur fyrir okkur, ef ágreiningur rís, og fyrir aðrar þjóðir innan EES. Við megum ekki ala með okkur þá minnimáttarkennd að okkar hlutur hljóti að vera fyrir borð borinn í slíkum dómstóli. Við mundum eiga þar dómara og höfum menn sem geta flutt okkar mál, ekki síður en aðrir. Þorsteinn Pálsson leitast við að staðhæfa að sameiginleg eftirlits- stofnun verði yfirþjóðleg. Það er rangt. Gert er ráð fyrir sameigin- legu eftirliti í hverju Iandi og það er mjög mikilvægt, ekki síður fyrir okkur íslendinga en aðra. Grunur minn er að víða sé pottur meira brotinn, hvað samkeppnisreglum viðvíkur, en hér á landi. Með því þurfum við að geta haft eftirlit. Nið- urstöðum slíks eftirlits má svo að sjálfsögðu ætíð vísa til dómstóla. Aðalatriðið er að ráðherranefnd EFTA í Genf, eða framkvæmda- stjórnin þar, verður ekki yfirþjóð- leg. Þar verða allar ákvarðanir tekn- ar sameiginlega og sérhver þjóð mun hafa neitunarvald. Þetta getur skapað erfiðleika við ákvarðanatöku en er öryggisventill sem við, og reyndar fleiri EFTA- lönd, leggjum höfuðáherslu á. Við íslendingar munum því ekki gangast undir vald yfirþjóðlegrar stjómar. Þessa fyrirvara er því vel gætt Náttúruauðlindimar Eins og fram kom í grein þinni sagði ég í minni ræðu: „Við verðum ætíð að hafa stjórn á náttúruauðlindum íslands, sem eru grundvöllur tilveru okkar. Við telj- um ekki að fjarlægt vald muni nokkru sinni hafa þá stjóm á við- kvæmum náttúruauðlindum að okkar hagsmuna sé gætt.“ í frumvarpi um erlenda fjárfest- ingu, sem nú liggur fyrir Alþingi, er þessa sérstaklega gætt. Þar er leit- ast við að tryggja miklu betur en nú er, að erlendir aðilar eignist ekki fyrirtæki í sjávarútvegi og frum- vinnslu fiskjar, í virkjun vatnsafls og jarðvarma, eða eignist Iand um- fram það sem nauðsynlegt er í at- vinnurekstri. Mér sýnist jafnframt Ijóst að þessir fyrirvarar muni standast vel, m.a. vegna þess að sjávarútvegur og landbúnaður eru utan hins evrópska efnahagssvæðis. Um eignarhald á landi gilda í dag almennar reglur sem veita sveitar- félögum forkaupsrétt. Allt slíkt er gert ráð fyrir að herða. Eignarhald erlendra aðila á landi, sem ekki er nauðsynlegt vegna atvinnurekst- urs, verður ekki leyft. Reyndar er ekki gert ráð fyrir landbúnaði í samningum um evrópskt efnahags- svæði. Fyrirvaranum um eigin stjóm á náttúruauðlindum er þannig fylgt eftir fullkomlega og reyndar stefnt að því að tryggja slíkt betur en nú er. Fjármagnshreyfingar Enn tek ég upp úr ræðu minni í Ósló: „Hins vegar verðum við að hafa fyrirvara hvað varðar frelsi á sviði fjármagnshreyfinga“ og síðar í málsgreininni: „aðlögun verður að gerast smám saman og byggja á vandlegu mati á áhrifum slíks á ís- lenskt fullveldi." Þetta tvennt verður að sjálfsögðu að lesa saman. Ég hef enga trú á því að við lokum til langframa íslenskan fjármagns- markað innan múra. Hann er reyndar þegar opinn og lfidega hriplekur. Ég tel reyndar mikilvægt að íslenskur fjármagnsmarkaður komist í góða snertingu við stærri markaði. Hér á landi eru vextir t.d. langtum hærri en í Iöndum Evr- ópubandalagsins og ég óttast að hér á landi viðgangist ýmsar óeðlilegar fjármagnstilfærslur. Ég vona að slíkt lagist ef markaðurinn opnast. Um hitt má svo að sjálfsögðu deila, hvort aðlögunin, sem gert er ráð fyrir í reglugerð viðskiptaráðherra, er nægilega löng. Ég vek þó athygli á því að í frumvarpi því sem ég flyt, og áður er nefnt, um erlenda fjár- festingu hér á landi, er ekki gert ráð fyrir að erlendir aðilar geti átt nema 25 af hundraði í innlendum hluta- félagsbanka. Þjónusta Þjónusta er víðtækt hugtak. Þjón- ustu bankanna hef ég þegar nefnt. Útibú erlendra banka mundu skapa aðhald að innlendum bönkum, bæði í vöxtum og ýmsu öðru. Á ýmsum öðrum sviðum fjár- magnsþjónustu munu erlend um- svif fara vaxandi hér á landi, með eða án evrópsks efnahagssvæðis, og satt að segja held ég að það geti reynst okkur hollt ef aðlögunartím- inn er rétt notaður. Þetta mun ger- ast smám saman, eins og ég lagði áherslu á í ræðu minni í Osló. Fólksflutningar Við íslendingar höfum lagt til að gagnvart fólksflutningum gildi sami fyrirvari og við höfum gagn- vart slíkum flutningum frá Norður- löndunum. Það er ekki frágengið mál. Um þetta hefur verið haft náið samráð við verkalýðshreyfinguna, sem virðist ekki vera eins hrædd við nokkra opnun þar og mér virðist koma fram í þínu bréfi. Ég er þeirrar skoðunar að á fólks- flutningum þurfi að vera takmark- anir og geri fastlega ráð fyrir að svo verði. Með þessi þrjú atriði, fjármagns- hreyfingar, þjónustu og fólksflutn- inga, er því farið í samræmi við fyr- irvara minn í Ósló. Opið bréf til Hjörleifs Guttormssonar alþingismanns. Ferðamálin Þú nefnir sérstaklega ferðamál. Rétt er að gagnvart erlendum ferða- skrifstofum eru þau í dag í ólestri. Ferðalög til íslands eru rekin nú, að því er virðist, í stórum stíl erlendis frá. Til að koma í veg fyrir slíkt, á að mínu mati ekki að banna erlendum ferðaskrifstofum að starfa hér á landi. Aftur á móti á að setja strang- ari reglur, sem gilda fyrir alla, er- lenda og innlenda aðila, t.d. um umferð á hálendinu, bifreiðastjóra, kunnáttu leiðsögumanna á sögu lands og náttúru og um innflutning matvæla, svo eitthvað sé nefnt. Við slíkar aðstæður treysti ég inn- lendum ferðaskrifstofum ágætlega til að keppa við erlenda aðila. Það hlýtur þú að gera einnig, Hjörleifur, ekki trúi ég öðru. Aðrir fyrirvarar Aðrir fyrirvarar af okkar hálfu voru fáir. Þeir vörðuðu helst þýðingar- skyldu á öllu erlendu efni í sjón- varpi, lyfsölu og einkaleyfi Pósts og síma. Engir þeirra eru að mínu mati mjög mikilvægir. Þýðingarskyldan er nánast úr sög- unni hvort eð er, lyfsalan er í endur- skoðun og kæmi vel til greina að gefa hana frjálsa, einkaleyfi Pósts og síma hygg ég að megi tryggja eftir almennum leiðum. Lög Þú sérð sem skiljanlegt er ofsjón- um yfir „ellefú þúsund blaðsíðum", sem myndu bætast við íslenskt lagasafn. Að vísu er þetta ekki alveg rétt, því fjölmargar eru breytingar á gildandi íslenskum lögum. Einnig, ef þú skoðar þessar blaðsíður, munt þú sjá að mikið af því er hjóm eitt, og sumt er reyndar til bóta á okkar lögum, óháð EES. Við skulum við- urkenna, Hjörleifur, að við erum víða á eftir með lög og reglur. Hitt veist þú einnig mætavel, að við tugi alþjóðasamninga, sem við höfum gert, hefur orðið að breyta íslensk- um lögum, svo sem á mannrétt- indasviðinu, sviði vinnulöggjafar o.s.frv. Rétt er að allt slíkt takmarkar sjálfsákvörðunarrétt okkar. (Ég kem að fullveldinu síðar.) En þetta höfum við gert vegna þess að við höfum talið okkur það rétt eða skylt. Við höfum t.d. talið okkur standa framarlega í mannréttind- um. Við viljum vera með á alþjóð- legum vettvangi á slíku sviði og er- um reiðubúnir til að takmarka sjálfsákvörðunarrétt okkar í því skyni. Úm ný lög, sem kunna að verða sett, er enn deilt. Þau geta ekki orð- ið ráðandi í ríkjum EFTA nema þau verði samþykkt á þjóðþingum þar. Fullveldið Ég geri mikinn mun á fullveldi og sjálfsákvörðunarrétti. Eins og fyrr segir takmörkum við iðulega sjálfsákvörðunarrétt okkar með alþjóðlegum samningum. í flestum tilfellum getum við hins vegar dregið okkur út úr slíkum samningum, efviðviljum, ogþann- ig endurheimt sjálfsákvörðunarrétt okkar. Sjálfsákvörðunarrétturinn takmarkast einnig af alþjóðlegu umhverfi og ástandi eða viðtekinni venju. Éf úr evrópsku efnahagssvæði verður, takmarkar það sjálfsákvörð- unarrétt okkar á sviði viðskipta og efnahagsmála. Hins vegar er ekkert sem bannar að við drögum okkur út úr slíkum samningum og förum okkar eigin leiðir. Ég sé ekki að neinu sé fórnað þannig að slíkt yrði ekki framkvæmanlegt. Hins vegar, ef við gerumst fullir aðilar að Evrópubandalaginu og missum tök á t.d. sjávarútveginum, orkulindunum eða landinu, værum við ekki lengur fullvalda þjóð. Að nafninu til gætum við að vísu dreg- ið okkur út úr, en hefðum í raun glatað því sem gerir okkur efna- hagslega sjálfstæða og því fúllvalda. Á þessu er gífurlegur munur að mínu mati. Og reyndar svo mikill að því verður vart með orðum lýst. Aðild að Evrópu- bandalaginu Aðild að Evrópubandalaginu kemur ekki til greina. Um það veit ég að við erum hjartanlega sam- mála. Þótt jafnvel „lærðir“ menn haldi því fram að enginn eðlis- munur sé á evrópsku efnahags- svæöi og aðild að Evrópubanda- laginu, fullyrði ég að í þeim efnum er munurinn svo mikill að skilur á milli „lífs og dauða“. Ég vek at- hygli á ágætri grein Jakobs Jak- obssonar, forstjóra Hafrannsókna- stofnunar, í Morgunblaðinu ný- lega. Eins og þar kemur fram er það grundvallaratriði í sjávarút- vegsmálum Evrópubandalagsins, að sú auðlind á að vera allra eign og nýting hennar að stjórnast frá Brussel. Þótt nú sé farið eftir sér- stökum reglum á aðlögunartíma mun meginreglan fljótlega verða ráðandi. Risafyrirtækin mundi muna lítið um að gleypa íslenskan sjávarútveg í einum bita. Sama má segja um aðrar auðlindir. Sem þátttakendur í evrópsku efnahagssvæði höfum við tögl og hagldir áfram í okkar málum. Sem aðilar að Evrópubandalaginu yrðu þau völd í Brussel. Það er stóri munurinn. Auk þess er vert að hafa í huga að Evrópubandalagið stefnir að nán- ari samruna, t.d. með einn gjald- miðil, sameiginlega utanríkis- stefnu, varnarstefnu, félagsmála- stefnu, já, í raun að pólitískum samruna. Úr þeim viðjum yrði erf- itt fyrir okkur íslendinga að brjót- ast. Gegn þessu veit ég að við, og reyndar flestir íslendingar, stönd- um saman. Kærar þakkir Ég þakka þér bréf þitt. Það hefur gefið mér ástæðu til að fjalla um þetta mikilvæga mál, samningana við Evrópubandalagið, og leiðrétta alls konar misskilning sem virðist vera ríkjandi á blaði, jafnvel hjá þér og hinum ágætu ritstjórum Tímans. Þetta er að vísu skiljan- legt, eins og málið hefur verið kynnt í fjölmiðlum. Ég vona að þessi yfirferð mín sýni að málið er langt frá því að vera illa á vegi statt. Ég vona að mér hafi tekist að sýna að við mikil- væga fyrirvara okkar er fullkom- lega staðið. Svo mun verða áfram nema uppgjafarmenn þeir, sem í raun vilja fulla aðild að EB, nái völdum. Ég mun aldrei taka þátt í því að afsala okkur fullveldinu, því mátt þú treysta. Kær kveðja, Steingrímur Hermannsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.