Tíminn - 08.02.1991, Qupperneq 8

Tíminn - 08.02.1991, Qupperneq 8
8 Tíminn Föstudagur 8. febrúar 1991 Föstudagur 8. febrúar 1991 Tíminn 9 Textar þeirra 10 laga sem keppa til úrslita í söngvakeppni Sjónvarpsins Eurovision að þessu sinni: Annað kvöld, laugardagskvöld, verður í sjóvarpinu lokakepnnin hér heima til hinnar árlegu Eurovision söngva- keppni. Þar mun það ráðast hvaða lag verður framlag okkar til aðalkeppninn- ar sem að þessu sinni verður haldin á Ítalíu. Alls bárust Sjónvarpinu 117 lög að þessu sinni. Dómnefnd skipuð 5 ein- staklingum, öllum úr innsta hring ís- lenskrar dægurtónlistar, valdi síðan 10 lög sem nú keppa til úrslita. Það verður síðan hlutverk dómnefnda, sem sitja í öllum kjördæmum landsins, að velja eitt lag til að keppa fyrir okkar hönd ytra. Við sjónvarpsútsendinguna annað kvöld munu fulltrúar ‘91 á stöðinni leggja málinu lið. Dagskráin verður send út samtímis á Rás 2. Sérstök hljómsveit sér um flutning laganna sem Vilhjálmur Guðjónsson stjórnar. Hljómsveitina skipar John Kjell Selje- seth, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ás- mundsson, Þórður Árnason, Kristinn Svavarssorí, Einar B. Bragason og Ás- geir H. Steingrímsson. Bakraddir syngja Erna Þórarinsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir, Kristján Gíslason og Ragnar Davíðsson. Nöfnum laga- og textahöfunda verður haldið leyndum allt þar til útslit verða ljós. Tíminn birtir hér alla textana í keppninni, en Sjónvarpið lét blaðinu þá íté. í dag Það er leikur einn að láta sig dreyma og vilja lifa og sjá allt sem hugur í heimi girnist og er ekki hægt að fá. Sumir fortíðina dýrka, aðrir fórna sinni sál, því framtíðin er orðin þeirra hjartans mál. Söngva getum við sungið og í sömu andrá er allur heimur falur fyrir litla borgun, Leitaðu ekki lengra því lífið bíður hér í dag, í dag, ekki á morgun. Nú er tími til að breyta og bæta, og við bregðum á leik. Sumir fara villu vegar eða vaða reyk. Kannski gefst þér tækifæri til að gera öllu skil og í góðu tóm ’að njóta þess að vera til. Söngva getum við sungið og við segjum þér: Leitaðu ekki lengra lífið bíður hér! Söngva getum við sungið og í sömu andrá er allur heimur falur fyrir litla borgun. Leitaðu ekki lengra, því lífið bíður hér í dag, í dag, ekki á morgun í dag, í dag í dag bíður lífið þín hér - ekki á morg- un. Lagið í dag syngja Helga Möller, Erna Þórarinsdóttir, Arnar Freyr Gunnars- son og Kristján Gíslason. Helga Möller er gamalreynd sem söngkona og ef til minnist fólk hennar í ICY flokknum sem söng Gleðibankann, fyrsta framlag íslands til Eurovision keppninnar árið 1986. Á undan hafði hún meðal annars sungið með dúettinum Þú og ég. Erna Þóarinsdóttir hefur ekki verið áberandi í íslenskri dægurtónlist hin síðari ár en fyrr á árum söng hún með Brunaliðinu og eins þríeykinu Erna, Eva, Erna. Arn- ar Freyr Gunnarsson hefur starfað með nokkrum hljómsveitum en nafn hans varð fyrst þekkt þegar hann sigraði svo- nefnda Látúnsbarkakeppni Stuðmanna árið 1989. Kristján Gíslason er Skag- firðingur og hefur starfað með hljóm- sveitinni Styrmingu, en höfuðpaur hennar er Hörður G. Ólafsson, sá er samdi Eitt lag enn er var framlag okkar til aðalkepnninnar sem haldin var í Júgóslavíu í fyrra Draumur um Nínu Núna ertu hjá mér, Nína Strýkur mér um vangann, Nína Ó haltu í hendina á mér, Nína því þú veist að ég mun aldrei aftur Ég mun aldrei aldrei aftur Aldrei aftur eiga stund með þér. Það er sárt að sakna, einhvers Lífið heldur áfram, til hvers Ég vil ekki vakna, frá þér Því ég veit að þú munt aldrei aftur Þú munt aldrei aftur aftur Aldrei aftur strjúka vanga minn. Þegar þú í draumnum mínum birtist allt er Ijúft og gott Og ég vildi ég gæti sofið heila öld Því nóttin veitir aðeins skamma stund með þér Er ég vakna. Nína þú ert ekki lengur hér Opna augun. Enginn stýkur blítt um vanga mér. Dagurinn er eilífð, án þín Kvöldið kalt og tómlegt, án þín Er nóttin kemur fer ég, til þín Því ég veit að þú munt vera hjá mér, halda fast í hendina á mér, Nína þú munt strjúka vanga minn Þegarþú í draumum mínum birtist allt er Ijúftog gott og ég vildi geta sofið heila öld Því nóttin veitir aðeins skamma stund með þér Er ég vakna. Nína þú ert ekki lengur hér opna augun Enginn strýkur blítt um vanga mér Lagið Draumur um Nínu flytja þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Krist- jánsson. Þeir hafa áður tekið þátt í þess- ari keppni. Er þess skemmst að minnast að árið 1988 fór Stefán til írlands og söng lag Sverris Stormskers, Þú og þeir, framlag íslands það árið. Eyjólfur Kristjánsson hefur oft komið við sögu í söngvakeppni Sjónvarpsins og einnig í Landslagskeppninni á Stöð 2 þar sem hann söng sigurlagið í fyrra, Álfheiði Björk. Stjama Ég lít upp til himins sé þar stjörnu skína skært í leit að friði, í leit að mannsins náð. í stríðandi heimi getur myrkrið hulið sál sem hrein af illsku er vondum dýrmæt bráð. Stjarna lýsir mönnum veginn framhjá stríði, dauða og sorg stjaman kallar, ég mun fegin fylgja henni, í leit að borg, friðarborg. Ég horfi á barnið sofa vöggu sinni í ég bíð og vona, það hamingju fá. Hann stækkar og þroskast, hann mun ganga grýtta braut. í hörðum heimi, hann mun þar margt illt sjá Hatur, græðgi, illar raddir læsast um það miskunarlaust kom þú stjarna sem mig gladdir gefþú barni framtíðarlausn, framtíðarlausn. í lífsins ölduróti, þar barnið af lífi og sál mun loks að landi komast, að landi friðar og kærleik á jörð. Ég lít upp til himins, ég sé stjörnu- bjart an heim. Jóhanna Linnet sem syngur lagið Stjarna hefur áður tekið þátt í söngva- keppni Sjónvarpsins. Þó hefur hún ein- beitt sér að klassískum söng og getið sér gott orð á þeim vettvangi. í leit að þér Koma tímar koma ráða kennir máltækið. í aðra ást ég hef ei spáð þú ert ástin fyrir mig. Ég vil gefa þér þá ást sem býr í hjarta mér skrýtna kennd ég finn hún gagntekur mig í hvert sinn er ég hugsa um þig. Ég vil gefa þér þá ást sem... Það er Rut Reginalds sem syngur lagið í leit að þér. Hún byrjaði að syngja barn að aldri en dró sig síðar í hlé. Hún kom aftur fram á sjónvarsviðið fyrir all- nokkru og tekur nú fyrsta sinn þátt í söngvakeppni Sjónvarpsins. Mér þykir rétt að þú fáir að vita það Ég get ekki að því gert er geng ég framhjá þér, Það er svo undravert, ég alveg hjá mér fer og ef þú bara tækir eftir mér og vissir allt um ást mína á þér já aðeins þér Ég veit ei hvort þú veist hve vel ég kann við þig þín Ijúfu augu leyst úr læðing’ hafa mig, en ef þú bara tækir nú eftir mér og vissir allt um ást mína á þér Mér þykir rétt að þú fáir að vita það að ég ég-þrái þig með undarlegri unaðskennd og hita þú æsir mig. Ekkert í því ég skil, engan annan ég vil efþú litir bar’ á mig örlítið andartak yrði allt svo gott. Það varla er þó von þú viljir lít’á mig sem ligg hér lon og don og læt mig dreym ’ um þig þú bara tæk ir nú eftir mér og vissir allt um ást mína á þér Mér þykir rétt að þú fáir að vita það að ég þrái þig með undarlegri unaðskennd og hita þú æsir mig. Og ef þú bara tækir lítið andarta eftir mér, ég vildi gjaman vita hvort ég á dálitla von hjá þér. Ekkert í því ég skil engan annan ég vil, ef þú litir bar’ á mig örlítið andartak yrði allt svo gott Ójá, þá yrði allt svo gott, þá yrði allt svo gott, svo gott. Jóhanna Linnet, sem hefúr aðallega getið sér orð fýrir kiassískan söng, syngur lagið Stjama. Sigrún Eva Áimannsdóttir og Jóhannes Eiðsson dreymin á svip í laginu Lengi lifi lífið. Á fullri ferð Það hefur flest hundrað sinnum gerst og heimurinn er yíirleitt á þá lund Við fetum því gömul fótspor í, förum langt á skammri stund. Við sjáum enn sömu myndirnar og syngjum dátt, ef við heyrum lög og Ijóð, sem áður fyrr alla heilluðu Eru þau þá gild og góð. Víða liggja vegamót Veröldin er gerð út á hraða og hér er allt á fullri ferð Við lítum á Ijósu hliðamar og leggjum til að allt fái annan brag, svo okkar leið áfram verði greið. Allir sjá að nú er lag. Sigríður Guðnadóttir er ekki gamal- ma U ja ó{ reynd í songnum, en ferill hennar hófst Veröidi„er aerð þegar hún sigraði í söngkeppni í sjón- útá ðraða L ðér er varpsþætti Hemma Gunn á síðasta ári. aUt ^ fuuri ferð Það er gaman að gleyma sér alveg og gefa sig draumum á vald Víða liggja vegamót Veröldin er gerð út á hraða og hér er allt á fullri ferð Láttu engan letja þig lífið sem þú sérð er og verður oftast nær allt á fullri ferð Víða liggja vegamót Veröldin er gerð út á hraða og hér er allt á fullri ferð. Lagið syngja þær Sigríður Guðnadótt- ur og Áslaug Fjóla Magnúsdóttir. Sig- ríður er kynnt hér að ofan en Áslaug hóf sinn söngferil með sigri í söngkeppni í sjónvarpsþætti Hemma Gunn. Það var árið 1989. í einlægni Hvert, hvert sem ég fer um heim hvar sem ég fer þú finnur mig Hvað, hvað sem ég legg mig fram hvað sem ér geri snertir þig. Hugur minn getur ekki hætt að hugsa um þig í hjarta mér leita ég stöðugt að leið- inni til þín Ég fór þér frá þráði heiminn að sjá stærstu mistök mín og nú get ég ekki lifað hér án þín íbamslegri einlægni ég óska þess eins af þér að þú fyrirgefir mér. Hlustaðu á minn söng sem hljómar frá hjarta þér ég vil vera nærri þér. Hví, hví fór ég svo að hvers vegna fór ég burt frá þér? Hugur minn getur ekki hætt að hugsa um þig íhjarta mér leita ég stöðugt að leið inni til þín Ég fór þér frá þráði heiminn að sjá stærstu mistök mín og nú get ég ekki lifað hér án þín í bamslegri einlægni ég óska þess eins af þér að þú fyrirgefir mér Hlustaðu á minn söng sem hljómar frá hjarta mér ég vil vera nærri þér í bamslegri einlægni ég óska þess eins af þér að þú fyrirgefir mér. Því nú get ég ekki lifað hér án þín fvar Jóhann Halldórsson syngur Iagið í einlægni. Honum skaut fyrst upp á stjörnuhimin dægurtónlistarinnar þeg- ar hann tók þátt í Landslagskeppninni. Að öðru leyti er hann næsta óskrifað blað á þessum vettvangi. í fyrsta sinn Hann: Þú fórst í fiýti burt ég fann þig ekki lengur hér Hún: Ég vildi vera frjáls og vita hvemig lífþað er Hann: Mig rak í rogastans en reyndi samt að skilja það Hún: Ég man þá myrku nótt og morgunsár á nýjum stað Hann: Samt sem áður var ég vinur þinn Bæði: og vorið kemur nú í fyrsta sinn með undrun, þrá og eftirsjá Hér endurtekur sagan sig Hann: Eitt lítið leyndarmál sem lifir meðan annað deyr Hún: Við eigum ennþá draum sem á að rætast síðar meir Hann: Ég mun alltaf verða vinur þinn Bæði: og vorið kemur enn í fyrsta sinn með undrun, þrá og eftirsjá Hér endurtekur sagan sig Hún:Án þín er lífmitt ekki til neins. Hvers vegna? Hann: Dagur og nótt virðast mér eins Hvers vegna? Hún: Vertu hjá mér, láttu mig sjá að ég er ætluð þér! Hann: Ég mun alltafverða vinur þinn Bæði: og vorið kemur enn áný í fyrsta sinn. með undrun, þrá og eftirsjá. Hér endurtekur sagan sig -Ég elska þig Rut Reginalds og Ingvar Grétarsson syngja þetta lag. Ingvar er Akureyringur og hefur starfað með hljómsveitum nyrðra, hann hefur ekki tekið þátt í söngvakeppni Sjónvarpsins áður. Rut er kynnt hér að ofan. Stefnumót / langþráð ferðalag ég fór einn dag til að finna mark og mið. Mér von í brjósti bjó, ei vissi ég þó hvað í vændum var, skráð í stjöm- umar. En fögur fyrirheit - það ég nú veit- mér fylgdu á langri leið Ég vildi heiminn allan sjá, hamingjuna fá sem hlaut að bíða mín. Því kynleg ævintýraþrá kallaði mig á að koma beint til sín. Um löndin víð og breið lá mín leið í leit að kyrrð og ró. Sá margan fagran stað, en svo fann ég að straumur fór um mig er ég hitti þig. Sem lítil eilífð var, án merkingar okkar eina stefnumót. Við áttum saman stað og stund, stuttan ástarfund sem brátt að garði bar. Við áttum saman stað og stund, heitan ástarfund sem helgur okkur var. Við áttum saman stað og stund tuttan ástarfund sem brátt að garði bar. Við áttum saman stað og stund, heitan ástarfund sem helgur okkur var. Kristján Gíslason syngur þetta lag og er hann kynntur hér að ofan. Lengi lifi lífið Lítill neisti varð að báli með lifnaði allt að nýju þú gafst allt, það sem skipti máli þína ást, bros þitt og hlýju því vil ég segja þér. Þín ást, hún er mér allt og hana vil ég efa til baka þúsundfalt já lengi lifi lífið þín ást, hún er mér allt í vöku og draumi er vindar blása kalt já, lengi lifi lífið Þegar ég er burtu frá þér er sérhvert nótt sem eilífð án þín í brjósti bifast von, ég gef hana ekki frá mér og ég bið að þú komir aftur til mín því mátt vita að. Þín ást, hún er mér allt og hana vil ég gefa til baka þúsundfalt já, lengi lifi lífið þín ást, hún er mér allt í vöku og í draumi er vindar blása kalt já, lengi lifi lífið Þín ást hún er mér allt og hana vil ég gefa til baka þúsundfalt já, lengi lifi lífið. Sigrún Eva Ármannsdóttir og Jóhann- es Eiðsson syngja lagið Lengi lifi lífið. Þau teljast bæði til nýjustu stjarnanna í íslenskri dægurtónlist. Þau tóku bæði þátt í Landslagskeppni Stöðvar 2 í fyrra. Sigrún syngur nú með hljómsveitinni Upplyftingu og Jóhannes með íslensk- um aðli. -sbs.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.