Tíminn - 08.02.1991, Síða 16

Tíminn - 08.02.1991, Síða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 NISSANi Réttur bíll á réttum stað Ingvar Helgason hf. Sævartiöfða 2 Slmi 91-674000 9 I í niiim FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1991 Hitaveitan virðist enn ætla að þrjóskast við að hefja framkvæmdir við Suðuræð: Hitaveitan hætt við Suðuræðina Svo virðist sem Hitaveita Reykjavíkur ætli enn að þverskallast við að hefja framkvæmdir við svokallaða Suðuræð, en hún er nauðsynleg m.a. til að koma í veg fyrir útfellingar sem koma til vegna blöndunar Nesjavallavatns og jarðhitavatns. 18 janúar sl. var iögð fram breytt framkvæmdaáætlun á fundi stjórnar veitu- stofnana, samhljóða því sem Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, hefur lagt áherslu á, þar sem áætlað var að setja 500 milljónir í framkvæmdir við Suðuræð. Nú hef- ur hins vegar verið hætt við það og í nýjum drögum að fram- kvæmdaáætlun er áætlað að veija 32 milljónum í verkið. f bókun sem Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, lagði fram á borgarstjómar- fundi í gær, spyr hún hvers vegna enn sé þrjóskast við að fara með full- um þunga í þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd. Sigrún lagði fram fyrirspum á fundi stjómar veitustofnana 18. janúar sl. og spurði hvar og hvenær sú ákvörðun hefði verið tekin að óhætt væri að blanda saman Nesja- vallavatni og jarðhitavatni í Reykja- vík. í svari frá Jóhannesi Zoega, fyrr- um hitaveitustjóra, kemur fram að í skýrslu dr. Ásbjöms Einarssonar og dr. Einars Gunnlaugssonar, um til- raunir sem gerðar voru um blönd- unina, hafi komið fram að við virkj- un fyrsta áfanga á Nesjavöllum væri æskilegt að reynt yrði að takmarka þau svæði í kerfinu sem fengju blöndu af jarðhitavatni og Nesja- vallavatni. Þannig væri hægt að fylgjast betur með því sem gerist og jafnframt minnka líkur á að hlutföll jarðhitavatns og Nesjavallavatns verði þau óhagstæðustu. Jóhannes segir síðan í svari sínu: „Ekki var tal- ið ólíklegt að fullnægja mætti þess- um óskum, þar sem sennilega yrði komin ný aðalæð, „Suðuræð", frá Nesjavallaæð í Hafnarfjarðaræð um leið og Nesjavallavirkjun tæki til starfa. Tvær veigamiklar ástæður, óskyldar vatnsblöndun, vom fyrir þessari lögn. 1. Auka þurfti flutn- ingsgetu til Suðurbæjanna og 2. Að- alæðar frá Grafarholti að Elliðaám gátu ekki tekið við mikilli viðbót vatns til borgarinnar." í bókun sem Sigrún Magnúsdóttir lagði fram á fundi borgarstjómar í gær segir að Jóhannes Zoéga taki svo sannarlega undir þau orð henn- ar að lagningu Suðuræðar hefði þurft að vera lokið um leið og Nesja- vallavirkjun tók til starfa og fyrir því séu að minnsta kosti tvær veiga- miklar ástæður, ef ekki þrjár. Sigrún sagði á fundi borgarstjómar að fyrir því lægju skýrslur og fyrrum hitaveitustjóri tæki undir það sjón- armið að það hefði þyrft að leggja Suðuræðina samfára framkvæmd- um við Nesjavallavirkjun. Nú þurfi hins vegar að tengja framhjá hita- veitugeymum svo að ekki yrðu út- fellingar og það þýddi að forðabúr okkar, hitaveitugeymamir, yrðu óvirkir. Sigrún sagði að núverandi hitaveitustjóri hefði upplýst stjóm- armenn í stjóm veitustofnana um það að ef langvarandi kuldakast kæmi þyrfti að fara notast við olíu- kyndingu, en eftir að Nesjavalla- virkjun var tekin í gagnið var talið að það heyrði sögunni til. Hvergi er getiö um olíukaup í reikningum Hitaveitunnar fyrir þetta ár. Sigrún sagðist ekki skilja hvers vegna í ósköpunum nú væri hætt við að hefjast handa við Suðuræð- / ina. Hún hefði verið mjög ánægð með að heyra það á fundi stjómar veitustofnana 18. janúar sl. að ákveðið hefði verið að setja 500 milljónir í æðina. Síðan hefði hún fengið fyrir nokkrum dögum endur- skoðaða framkvæmdaáætlun Hita- veitunnar, dagsetta 30. janúar, og þá virðist einhver vera búinn að kippa í spotta, því þar er áætlað að verja 32 milljónum í Suðuræðina. Sigrún sagði í samtali við Tímann að hún hefði séð það strax í haust að til þess að koma í veg fyrir vandræði þyrfti að fara strax í Suðuræðina. Aðspurð hvemig stæði á því að enn væri frestað framkvæmdum við Suðu- ræðina, sagðist Sigrún ekki vita það. Hún sagði að ekki væri búið að sam- þykkja þessa breytingu en veitu- stjómarmenn væru búnir að fá drög um breytingu á framkvæmda- og fjárhagsáætluninni. Eins og kom fram í svari Jóhannesar Zoéga var ein af ástæðunum fyrir því að Suðu- ræð þurfti að vera tilbúin þegar Nesjavallavirkjun tók til starfa sú að auka þurfti flutningsgetu til Suður- bæjanna, þ.e. Hafnarfjarðar, Kópa- vogs og Garðabæjar. Sigrún Magn- úsdóttir sagði að Hitaveitan bæri ábyrgð gagnvart Suðurbæjunum þar sem hún væri að selja þeim heitt vatn. „Við getum ekki veitt okkur þann munað að byggja veitingahús, meðan við sinnum ekki notendum okkar,“ sagði Sigrún. Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, tók undir orð Sigrúnar og sama gerði Elín G. Ól- afsdóttir, borgarfulltrúi Samtaka um kvennalista. —SE Forseti fslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, Svavar Gestsson menntamáiaráðherra og Guðrún Ágústsdóttir, aðstoðarmaður hans, virtust skemmta sér hið besta á hátíðarsýningunni í Set- bergsskóla. Tímamynd: Ami Bjama 30 þúsund hafa séð Næturgalann: Hátíðarsýning í Setbergs- skóla Fimmtudaginn 7. febrúar var sér- stök hátíðarsýning á skólaleikriti Þjóðleikhússins, Næturgalanum. Sýningin var í Setbergsskóla í Hafn- arfirði og var 150. sýningin frá því að leikritið var frumsýnt í október sl. Áhorfendur eru orðnir 30 þúsund og stefnir Þjóðleikhúsið á að ná til allra grunnskóla landsins með sýn- inguna. f Næturgalahópnum eru Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Jón S. Gunnarsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Þórhallur Sigurðsson, Arna Einarsdóttir og Jón Páll Björnsson. Nýlega hafa bæst í hópinn Sigurður Skúlason og Þórunn Magnea Magn- úsdóttir. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, og forystumenn mennta- og kennslumála voru við- stödd sýninguna í Setbergsskóla og virtust skemmta sér hið besta. —SE Lögreglan og slökkviliðið í Reykjavik: Ný neyðarnúmer ef hin klikka Þar sem ekki virðist hægt að tryggja að neyðamúmer lögreglu 11166 og slökkviliðs 11100, verði ekki fyrir truflunum vegna bilana í snnkerfinu, hafa lögreglan í Reykjavík og Slökkviliðið í Reykja- vík ákveðið að kynna ný símanúm- er sem nota má ef ekki er svarað í hinum venjulegu neyðamúmerum viókomandi aðila. Ef ekki næst samband við lögreglu í 11166 á að hringja í 671166 og ef ekki næst samband við slökkviHð/sjúkrabif- reið í 11100 á að hringja í 27287. Á það er bent að þessi símanúmer eru neyðarsímanúmer og notist einungis sem slík. Aðspurður hvemig á því stæði að ekki sé hægt að tryggja að neyðar- númerin verði ekld fyrir truflun- um vegna bitana í kerfinu, sagði Bergþór Halldórsson, yflrverk- fræðingur hjá Pósti og síma, að ef einhver bilun yrði í símakerflnu, hvort sem það biiuöu strengir eða sfmstöðvar dyttu út, þá væri í sjálfu sér ómögulegt að verja þessi venjulegu númer, því lögreglan og slökkviliðið væm ekki með öðm- vísi tengingu við símakerfið en venjulegur notandi. „Þó að útföii í símakerflnu séu mjög sjaidgæf og vari yfirieitt stutt þá er ekki hægt að tryggja að þetta bili aldrei,“ sagði Bergþór. Hann sagði að það stæði til aö koma upp neyðamúm- eri, 000, og það númer væri tengt öðmvísi inn í símakerfið. Þá eigi þelr möguleika á að verja þetta miklu betur en þeir geti með þess- um venjulegu númemm. Aðspurður hvenær von væri á þessu neyðarkerfl, sagði Bergþór að það væri í raun ekki í þeirra höndum hvenær þetta kerfi kæm- ist í gagnið. Hann sagði að til þess að koma þessu upp þyrfti fyrst og fremst að tryggja svömn og að þjónustan gæti tekið vlð öllum gerðum neyðarkaila. Stjómstöðin verður staðsett í Siökkvistöðinni í Reykjavík og Reykjavíkurborg mun sjá um þann hluta af búnað- inum sem snýr að henni. „Það kemur ekki til með að standa á því sem við þurfum að gera, við þurf- um að gera heilmikið, en það em hlutir sem við emm búnir að vera að undirbúa sjálflr það Iengi að við getum gert þaö á tiltölulega skömmum tíma,“ sagði Berþór. Hann sagðist eiga von á því að gangsetning kerfisins gæti tekið allt upp undir ár í viðbót. Bergþór sagði að þeir héldu að þeir hefðu verið komnir mikiu lengra með máHð í fyrra en þá hefði komið eitthvað bakslag í málið. „Við vorom komnir svo langt í fyrra að við vomm búnir að flnna aUan búnaö og fá tilboð í alit sem til þurftí. Það mátu þeir hjá Reykjavíkurborg að væri of mUdll kostnaður en þeir ætía væntaniega að fara aftur af stað og ieita að ein- hverju öðm,“ sagði Bergþór. Hann sagði að það væri ekkert ólíkiegt að þeir fengju ódýrari búnað en þann sem þeir hefðu fundið í fyrra. „Það var búnaður sem kannski var of fullkominn og hafði of mikia möguleika, sem þeir sáu kannski ekki not fyrir aiveg strax,“ sagði Bergþór. Fyrst um sinn verður aðeins höf- uðborgarsvæðið tengt inn í neyð- arkerflð. Bergþór sagðist ekkert sjá því til fyrirstöðu að með tíð og tíma gætí allt landið tengst kerf- inu. Hann sagði að til þess að landsbyggðin gætí komið inn í kerflð þyrftu þeir að tryggja marg- ar aðskildar leiðir til að ná sam- bandí við viðkomandi svæði. Hann sagöi að þegar búið væri að leggja Ijósleiðara hringínn í kringum landið væm þeir nokkuð tryggir með þrjár leiðir á hvert svæðL „Það er mjög ótmlegt að það fari aUt í einu þótt menn hafl horft upp á það um síðustu helgi að þrjár að- skUdar rafmagnslínur, sem nánast aldrel eiga að geta farið samtímis, fóm samt. Það er einmitt þetta sem gerir það að menn fara að hugsa um að það er ekkert alveg öruggt þótt menn haldi að það sé ansi vel tryggt,“ sagði Bergþór. —SE

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.