Tíminn - 20.03.1991, Blaðsíða 1
113. löggjafarþingi íslendinga að Ijúka:
NAÐISTIÆSIAKSTRI
við þingslitin
Alþingi samþykkti í gær ný stjórnskipunar-
lög þar sem gert er ráð fyrir að löggjafar-
þingið starfi framvegis í einni málstofu.
Verði þessi breyting samþykkt í næstu kosn-
ingum og af því þingi sem þá verður kosið,
mun Alþingi frá og með því 114. starfa í
einni málstofu. Þótt í fyrradag hefði tekist
samkomulag við stjórnarandstæðinga um
afgreiðslu mála og þinglok, þá var átökum á
þingi þó ekki lokið í gær. Átökin sem áður
voru um álmálið færðust m.a. yfir í umræður
um heimild til Landsvirkjunar til að taka 800
milljóna kr. lán til að hefja undirbúning að
Fljótsdalsvirkjun, stækka Búrfellsvirkjun og
byrja á fimmta áfanga Kvíslárveitu. Þá var
deilt um umboð til ríkisstjórnarinnar til að
veita Vatnsleysustrandarhreppi ríkisábyrgð
til að kaupa land undir álver á Keilisnesi.
Hjörleifur Guttormsson tók til máls um land-
kaupamálið. Hann taldi land á Keilisnesi
ekki mikils virði og vitnaði m.a. í jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns til full-
tingis þeirri skoðun sinni. Iðnaðarráðherra
minnti Hjörleif á í svari sínu að mat manna á
verðmæti lands hefði talsvert breyst síðan
árið 1703. • Blaðsíða 5
Lech Walesa, forseti Póllands, millilenti á Keflavíkurflugvelli ásamt
föruneyti í gær á leið sinni til Bandarfkjanna þar sem hann mun hitta að máli
áhrifamenn, meðal annarra George Bush, forseta Bandaríkjanna. Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráðherra, sem hér býður Walesa velkominn á fs-
lenska jörð, og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra áttu stuttan fund
með forsetanum í Leifsstöð. Walesa lét á fundinum í Ijós ósk um