Tíminn - 27.06.1991, Blaðsíða 1
Ríkisbankar til sölu. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins:
Öflugur ríkisbanki nauðsynlegur þegar Qármagnsmarkaðurínn opnast að fullu:
Verða ríkisbankarnir
settir á haustútsölu?
Ríkisstjórnin áformar að stofna
hlutafélög um rekstur ríkisbank-
anna tveggja, Ðúnaðarbankans og
Landsbankans. Samkvæmt niður-
stöðum eriends ráögjafafyrirtækis,
sem fengið var til að kanna þessi
mál, er bankasala vænlegur kostur
og einkanlega er Búnaðarbankinn
talinn ágætis söluvara. Ráðherra-
nefnd, skipuð forsætis-, fjármála-
og viðskiptaráðherra, mun taka
endanlega ákvörðun um málið.
Steingrímur Hermannsson segir
einkavæðingu ríkisbankanna var-
hugaverða, með tilliti til þess að
eftir 1993 fá eríendar fjármála-
stofnanir fullt frelsi til athafna á ís-
landi. Því sé mikilvægt að einn öfl-
ugur ríkisbanki að minnsta kosti
verði þá til staðar til mótvægis.
Hann vísar jafnframt til reynslunn-
ar af sölu Útvegsbankans, sem
hefði síður en svo veríð hagkvæm
fýrir ríkissjóð. * Blaðsíða 5
Grafið
íViðey
Undanfarin ár hefur
verið unnið aðfom-
leifauppgreftri í Við-
ey, eneftirfáárgera
menn sér vonir um
að fýrir iiggi talsvert
skýrmyndafhúsa-
kynnum Viðeyjar-
klausturs. Hluti
grunns þess sést
hér. Að undanfömu
hefur talsvert fundist
af ýmsu dóti frá þeim
tíma þegar Viðeyjar-
stofa var byggð, svo
sem reykjarpípur og
jafnvel heilar áfengis-
flöskur.
• Blaðsíða 5
Tímamynd: Pjetur