Tíminn - 27.06.1991, Side 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 27. júní 1991
UTLOND
Herinn sendurtil landamæra Slóveníu:
Þrír skotnir til
bana í Króatíu
Júgóslavneska ríkisstjómin hélt í gær sérstakan neyðarfund í
Belgrað og á honum voru sjálfstæðisyfirlýsingar lýðveldanna Króa-
tíu og Slóveníu lýstar ólöglegar og ákveðið að láta herinn taka yfír
landamæri Slóveníu.
Mikil umferð herþotna og þyrlna
var yfir Slóveníu í gær og fluttu
þyrlurnar herforingja til herja
sinna. Herinn er í bardagastöðu og
mikil spenna ríkir í lýðveldinu.
Spennan hefur einnig aukist í
Króatíu í kjölfar sjálfstæðisyfirlýs-
ingarinnar. í gær gerðu nokkrir
Serbar í bænum Glina skotárás á
lögreglustöð bæjarins, drápu þrjá
menn og særðu sex, þar af þrjá lífs-
hættulega. Stjórnarerindrekar í
Júgóslavíu telja líkur á því að ríkis-
stjórnin setji á neyðarlög í landinu
og menn óttast að borgarastyrjöld
geti brotist út á hverri stundu, en
bæði lýðveldin hafa á að skipa eigin
her.
Stjórnvöld í Sióveníu gengu mun
lengra í sjálfstæðisyfirlýsingu sinni
en stjórnvöld í Króatíu. Leiðtogar í
Slóveníu segjast hafa sagt sig úr
júgóslavneska ríkjasambandinu
fyrir fullt og allt, en króatískir emb-
ættismenn segjast enn líta á Króa-
tíu sem hluta af ríkjasambandinu.
Ekkert ríki hefur viðurkennt sjálf-
stæðisyfirlýsingar lýðveldanna.
Stjórnir Bandaríkjanna og ýmissa
Evrópuþjóða hafa lýst sig fýlgjandi
sameinaðri Júgóslavíu og óttast
greinilega að viðurkenning á sjálf-
stæði lýðveldanna geti kynt undir
Óttast er að borgarastyrjöld geti hafist í Júgóslavíu á hverrí
stundu. Júgóslavíuher og herir lýðveidanna Króatíu og Slóveníu
eru í viðbragðsstöðu.
frekari þjóðernisátökum í Austur-
Evrópu sem og annarsstaðar.
Slóvenar tóku í gær júgóslavneska
fánann niður á a.m.k. einni landa-
mærastöð og sögðu að hersveitir
lýðveldisins væru tilbúnar til átaka,
en í þeim eru samtals um 68.000
manns. Sjálfstæðisyfirlýsingar lýð-
veldanna fólu m.a. í sér að lýðveld-
in tækju að sér alla landamæra-
vörslu.
Reuter-SÞJ
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNID ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar
Frumvarp pólska þingsins um ný kosningalög:
WALESA BEITIR NEITUN-
ARVALDI í ANNAÐ SINN
þér þakið?
Hafðu þá samband
við mig og ég
stöðva lekann!
Upplýsingar í
síma 91-670269
Lech VValesa, forseti Póllands,
sem átt hefur í miklum deilum við
neðri deild pólska þingsins, sagð-
ist í gær ætla að beita neitunar-
valdinu sem forsetinn hefur, til að
hindra að frumvarp pólska þings-
ins um ný kosningalög nái fram
að ganga. Hann hafði áður hótað
að ganga lengra og fara út fyrir
valdsvið sitt með því að Ieysa upp
þingið, en virðist nú vera hættur
við þau áform.
Þingkosningar fóru fram í Pól-
landi árið 1989 samkvæmt ákveðn-
um samningi milli kommúnista-
flokksins, sem þá réði ríkjum í
landinu, og Samstöðu, óháðu
verkalýðssamtakanna. Þær voru
ekki að fullu lýðræðislegar, en nú
stendur til að halda fullkomlega
lýðræðislegar kosningar í október
næstkomandi, en ósætti Walesa og
þingsins, sérstaklega neðri deildar-
innar þar sem kommúnistar ráða
Sumar-
hjólbaröar
Hágæða hjólbarðar
HANKOOK FRÁ KÓREU
Á lágu verði.
Mjög mjúkir
og sterkir.
Hraöar
hjólbarða-
skiptingar.
BARÐINN hf.
Skútuvogi 2, Reykjavík
Símar: 91-30501 og 84844
ríkjum, um kosningalagafrum-
varpið getur komið í veg fyrir það.
Waiesa kom í veg fyrir að frum-
varp þingsins um ný kosningalög
næðu fram að ganga þegar hann
beitti neitunarvaldi sínu þann 10.
júní síðastliðnum. Honum fannst
lögin of flókin og líkleg til að leiða
af sér sundurleitt þing. Hann lagði
fram tillögur um úrbætur og tók
neðri deildin tillit til sumra þeirra í
breyttu frumvarpi. Efri deildin, þar
sem fulltrúar úr Samstöðu eru
ríkjandi, breytti frumvarpinu hins
vegar frekar og gekk enn lengra í
að aðlaga frumvarpið að kröfum
Walesa. Neðri deildin ógilti síðan,
með tilskildum tveimur þriðju
meirihluta atkvæða, viðbótarbreyt-
ingar efri deildarinnar á frumvarp-
inu og þannig er staðan í dag.
Walesa sagðist í gær vilja gefa
neðri deildinni annað tækifæri á að
samþykkja tillögur sínar.
Tvo þriðju meirihluta þarf á
pólska þinginu til að hægt sé að
sniðganga neitunarvald forsetans
og telja margir stjórnmálaskýrend-
ur að andstöðumenn forsetans séu
nógu margir til að ná þeim meiri-
hluta.
Reuter-SÞJ
Svíþjóð:
VOPNAIÐNAÐURINN
f ERFIÐLEIKUM
Á stjómarfundi vopnaframleiðslu-
fyrirtækisins Swedish Ordnance í
gærmorgun var ákveðið að fækka
starfsmönnum fyrirtækisins um
1.700 manns, en um 6.600 manns
hafa undanfarið starfað hjá fyrirtæk-
inu. Samdrátturinn kemur aðallega
ta vegna minnkandi fjárútgjalda
sænska ríkisins til vamarmála.
Swedish Ordnance var stofnað 1.
janúar á þessu ári með samruna
tveggja vopnasölufyrirtækja, annars í
ríkiseigu en hins í eigu einkaaðila.
Sameining lyrirtækjanna var gerð til
þess að auðvelda fyrirtækjunum að
mæta yfirvofandi samdrætti í vopna-
sölu, bæði heima og erlendis. í upp-
hafi árs var áætlað að hagnaður yrði
af fyrirtækinu sem næmi á milli 150
til 200 milljóna sænskra króna (1,5-2
milljarða ísl. kr.), en nú þykir ljóst að
sú spá mun ekki rætast og er jafnvel
búist við frekari samdrætti síðar á
þessu ári eða snemma á því næsta.
Fyrirtækið framleiðir m.a. byssur,
flug- og tundurskeyti, sprengiefni og
skotfæri. Reuter-SÞJ
ií
Móðir okkar og tengdamóðir
Þorgerður Jónsdóttir
andaðist að Hrafnistu laugardaginn 22. júní.
Kveðjuathöfn fer fram i Áskirkju föstudaginn 28. júni kl. 15.00.
Útförin verður gerð frá Víkurkirkju laugardaginn 29. júní kl. 14.00.
Erlendur Einarsson
Steinunn Einarsdóttir Fink
Erla Einarsdóttir
og fíölskyldur
Margrét Helgadóttir
Albert Fink
Gísli Felixson
Fréttayfirlit
MOSKVA - Svarthúfur sovéska
hersins t Litháen hertóku í gser
míðstöð fjarskipta í höfuðborg-
inni Vilnius og ruftj þar með sam-
bandlð viö Moskvu. Ekki var vit-
að hvort eitthvert manntjón hafi
orðiö þegar síðast fróttíst. Að
minnsta kosti 13 manns lótust og
rúmlega 100 slösuðust þegar
sovéskir hermenn hertóku sjón-
varpstuminn í borginni í janúar
fyrr á þessu ári.
LONDON - Herlögum var aflétt
I Kúveit I gær og viö það fengu
borgaralegir dómstólar í hendur
þau dómsmál, sem háð hafa
verið gegn meintum samstarfs-
mönnum íraska hertiðsins sem
hertók Kúveit, en málin höfðu
áður verið í höndum herdóm-
stóla. Herdómstólamír hafa
dæmt 29 menn til dauða, en
krónprins og forsætisráðherra
Kúveits, Sheikh Saad al-Abdulla
al-Sabah, sagði í London i gær
að dómamir yrðu mildaðir.
ALGEIRSBORG • Hersveitir
stjómarinnar í Alsír hafa aftur
tekið sér stöðu f höfuðvlgjum is-
lamskra öfgatrúarmanna í Al-
geirsborg, í kjöifar átaka milli
öfgatrúarmannanna og óeirða-
lögreglu I fyrradag þar sem
a.m.k. einn maöur lét lífið og tótf
særðust.
NIKÓSÍA - Eftirlitsnefnd á veg-
um Alþjóðlegu kjamorkumála-
stofnunarínnar (IAEA) - - stofnun
sem heyrir undir Sameinuðu
þjóðimar — fékk loks að skoða
verksmiöjuna sem þeim var
meinað aö skoða á helginní.
bað, að írösk yfirvöld hafa mein-
að nefndinni aðgang að verk-
smiðjunni, hefur vakið grun sér-
fræðinga um að þau hafi eitthvað
að fela. Fulltrúar þeirra rikja,
sem eiga fast sæti i Öryggisráði
S.Þ., hittust á þriðjudagskvöld til
að ræða þetta mál.
SUBIC-FLÓI - Bandarísk
stjómvöld eru ákveðin I að starf-
rækja áfram herstöðvar sínar á
Filippseyjum, þrátt tyrir atburði
síðustu vikna, að sögn banda-
rísks yftrmanns á eyjunum i gær.
TOKYO - Jarðhræringar færð-
ust í aukana I Unzen-eldfjallinu í
Japan I gær og óttuöust menn
að mikið gos gæti hafist á hverri
stundu.
NÝJA DELHÍ - Forsætisráð-
herra Indiands, Narasimha Rao,
gerði í gær fyrmm kepplnaut
sinn um fbrmennsku I Kongness-
flokknum, Sharad Pawar, að
vamarmálaráðherra í ríklsstjóm
sinni.
PARÍS - Vinsæídír Francois
Mitterrands Frakkiandsforseta
hafa sjaldan verið minni en ein-
mitt nú, ef matka má nýlega vin-
sældakönnun sem birt var I „Pa-
ris Match“ f gær. Forsetinn, sem
fékk 65% f svipaðri könnun rétt
eftir Persaflóastrlðið, fékk aðeins
48% í gær og hefur hann ekki
fengið eins lítið fylgi i slíkum
könnunum í fimm ár. Vinsældir
Edith Cresson, nýja forsætisráð-
herrans, hafa aukist um 16 pró-
sentustig frá því að hún varskip-
uð i embættið, ng fékk hún 27%.
( sömu könnun kom fram að
fyigi sósfaiista hefúr minnkað um
4,5 prósentustig i 24%, á meðan
öfgasinrtaðir hægri menn hafa
auktð fylgi sitt um 4 st'tg i 14%.
Vaxandi óeirðír meðal innflytj-
enda í Frakktandi eru taldar
skýra fylgisbreytingarnar.