Tíminn - 27.06.1991, Side 7
Fimmtudagur 27. júní 1991
Tíminn 7
VETTVANGUR
Gunnar Dal:
Heimspeki nýrrar aldar
í öllu sem gerist, og í öllu sem er, felst eitthvað sem er óháð tíma
og rúmi. Þetta er ný hugsun í efnavísindum. Ný hugsun sem er
andstæð hinni gömlu efnishyggju. Og þessi hugsun leynir á sér.
Hún skapar raunar alveg nýjan grundvöll og um leið nýja heims-
sýn. Það eru einkum efnafræðingar á 9. tug þessarar aldar, sem
hafa lagt þennan nýja grundvöll með mælanlegum staðreyndum.
Okkar kynslóð var kennt, að það
væri sjálfgefið að líta á alheiminn
sem efnisheim, heim hlutveru-
leika, heim rúms og tíma. Hin
gamla heimsmynd efnishyggjunn-
ar talaði um tilveruna sem vélræna
óhjákvæmilega orsakakeðju. Mað-
urinn var af mörgum talinn vera án
tilgangs. Hann var sagður hjálpar-
vana hjól í slíkri heimsvél. í heimi
fjarstæðnanna var maðurinn einn
án vonar og án guðs. En það hefur
aldrei verið sjálfgefið að alheimur-
inn sé í grundvallareðli sínu efnis-
heimur. Það er líka vel hugsanlegt
að alheimurinn sé lífsheild. Það er
líka hægt að hugsa sér að alheim-
urinn sé einhvers konar vitund í
sínu innsta eðli. TVúmenn og
heimspekingar hafa í árþúsundir
viðrað slíkar skoðanir, en þær hafa
á okkar tíð þótt andstæðar vísinda-
legri þekkingu. En nú er komin
önnur öld. Tilraunir efnafræðinga
hafa eytt hinni gömlu heimsmynd
okkar og trú okkar á efnisheim, þar
sem allt var útskýrt sem efnisein-
ingar eða orkueiningar háðar tíma
og rúmi.
Tvær kenningar hafa verið fyrir-
ferðarmestar á tuttugustu öld: Af-
stæðiskenning Einsteins, sem
margir líta á sem hina sígildu
heimsmynd, og skammtakenning-
in. En þessum almennt viður-
kenndu kenningum ber ekki sam-
an í grundvallaratriðum. Og milli
talsmanna þessara kenninga upp-
hófust deilur, sem náðu þó ekki að
marki út fyrir fámennan hóp vís-
indamanna. En þeir gerðu sér
grein fyrir að deilt var um sjálft
grundvallareðli efnisins og þeim
var mikið niðri fyrir. Til að leiða
þessar deilur til lykta komu nokkr-
Fyrri grein
ir helstu efhafræðingar heims
saman í Brússel 1927 til að ræða
vísindi sín. Síðar hafa menn sett
fram þá skoðun, að á þessu þingi
hafi farið fram fyrstu átökin milli
hinna gömlu, „klassísku" viðhorfa
og hinnar nýju heimsmyndar. Og
hér var sjálfur Einstein í forsvari
hins gamla skilnings á veruleikan-
um sem efnisheimi þar sem allt er
háð tíma og rúmi. En Niels Bohr
og Wemer Heisenberg vom tals-
menn skammtakenningarinnar og
þeirra nýju viðhorfa sem í henni
leyndust. Einstein sætti sig ekki
við þá staðhæfingu í fræðum
skammtakenningarinnar, að að-
skildir hlutir kerfis væru tengdir
þannig, að tenging þeirra væri
hvorki háð tíma né rúmi. Hann
sætti sig ekki við þá skoðun, að
eitthvað gæti gerst án staðbund-
innar orsakar. Og afstaða hans var
auðvitað hin almenna skoðun.
Mönnum þótti nánast óhugsandi
annað en veröldin væri einstakar
einingar. Fyrir allri breytingu
hlutu að vera ákveðnar orsakir og
mönnum þótti sjálfgefið að þeim
orsökum fylgdu ákveðnar afleið-
ingar.
Tálsmenn skammtakenningarinn-
ar sýndu hins vegar fram á, að
sumar breytingar gerðust án stað-
bundinnar orsakar. Einstein hristi
höfuðið. „Guð kastar ekki tening-
um,“ sagði hann. Niels Bohr þótti
þetta undarleg efnafræði og bað
menn fara varlega í fullyrðingar
um eiginleika forsjónarinnar.
{ lok Solvay-ráðstefnunnar í
Brússel hafnaði Niels Bohr hinni
gömlu efnafræðilegu heimsmynd
þar sem öll starfsemi alheimsins
var álitin gerast í tíma og rúmi.
Rök Niels Bohr urðu Einstein
áhyggjuefni. Hann var í átta ár að
hugsa upp tilraunir sem gætu afs-
annað þau. Að þessu vann hann
með efnafræðingunum Podolski og
Rosen. Niðurstaðan hlaut nafnið
EPR, eða Einstein-Podolski-Rosen.
Albert Einstein og Niels Bohr.
Þetta var forskrift að ákveðnum til-
raunum sem sanna áttu, að
skammtakenningin gæfi ekki fylli-
lega rétta mynd af hegðan Ijóss og
efnis. Þessir þrír menn höfðu kom-
ið sér saman um „hina réttu eigin-
leika veruleikans" og þessi tilraun,
EPR, átti að sanna þá og gera þá að
mælanlegum staðreyndum. En
vandinn var sá, að þessar tilraunir
var ekki hægt að gera á þessum
tíma. Vísindamenn urðu að bíða í
fimmtíu og fimm ár eftir því, að
tæknin kæmist á það stig, að hægt
væri með tilraunum að skera úr
þessari deilu.
En það gerðist loks árið 1982.
Hópur efnafræðinga undir forustu
franska vísindamannsins Alain
Aspect gat gert tilraunir sem sýndu
hverjir höfðu rétt fyrir sér. Þessi
hópur, sem kallaður er Aspect-hóp-
urinn, margendurtók tilraunirnar
og niðurstaðan varð alltaf hin
sama. Og niðurstaðan var óvænt.
Hún varð þveröfug við það sem
höfundar tilraunarinnar Einstein-
Podolski- Rosen höfðu haldið.
BÓKMENNTIR
Trúarreynsla á atómöld
SÁLMAR á atómöld
Höf.: Matthías Johannessen
Útg.: Almenna bókafélagiö hf.
Reykjavfk 1991
í nýlegu hefti tímaritsins TIME
lýsir Lance nokkur Morrow því
yfir að rithöfundar skapi veraldir.
Og hann bætir því reyndar við, að
þegar lesandi stígur fæti inn fyrir
þröskuld slíkrar sköpunar, sé
honum gefið tækifæri til að
göfga meðvitund sína og um leið
opnist fyrir honum nýir mögu-
leikar og ferskar víddir í tilver-
unni, er hann sá ekki fyrr. Verald-
ir rithöfundanna kunna að vera
settlegar og í takt við ríkjandi
skoðanir og skilið lesandann eftir
með notalega reynslu, illbæra
eða æsandi.
Sálmar á atómöld er þess háttar
ljóða- og sálmabók að hún ýtir
notalega við nútímamanninum
og skilur hann eftir á eilítið
hærra stigi tilverunnar. Fær
hann með öðrum orðum til þess
að hugsa um tilvist sína og um-
fram allt, samband sitt við Drott-
in, á nýjan hátt. í sálmunum
leggur höfundur sjálfan sig og
eigin trúarreynslu til grundvall-
ar, fremur en að leita út á svið
guðfræðinnar. Guð er sjaldan
nefndur á nafn eða skilgreindur í
ljósi trúfræðinnar eða biblíurýni.
Hann er einfaldlega „þú“, og
skýtur þessi „þú“ eða „þinn“ oft
upp kollinum í ljóðunum, sbr.
sálm 29:
Gæítimar fást ekki
í Veiðimanninum
- ekki frekar en kærleikur þinn.
Samjöfnun við Skaparann, sem
kristin kirkja játar trú sína á, er
þó með þeim hætti að varla þarf
að efast um að höfundur er að
yrkja um samband sitt við Guð
Abrahams og föður Messíasar,
frelsara kristinna manna. Dæmi
um þetta er sálmur 21:
Til komi þitt ríki,
guð minn og drottinn minn.
Hættan við þessa framsetningu
er auðvitað sú að túlkun trúar-
reynslunnar verði of opin. Sá sem
aðeins les sálmana gæti því ekki,
án þekkingar á ýmsu myndmáli
kristinnar kirkju, sagt fyrir með
vissu hverrar guðstrúar höfund-
urinn er. Til dæmis er heitið guð
víða til í trúarbrögðum um æðsta
guðdóminn. Þótt hann tali um
kirkjur og kirkjugarða, eins og í
sálmi 47 (í þínu nafni / eru
byggðar kirkjur / með fjallháum
turnum) og sáimi 50 (Kirkju-
garðurinn / grænkar aftur / fyrir
upprisu trjánna), er ekki þar með
sagt að af því einu sé hægt að
draga þá ályktun að höfundur sé
kristinnar trúar. Til að mynda er
það ekki til að einfalda málið fyr-
ir lesandanum þegar hann í sálmi
36 bregður sér í persónu hjálp-
ræðishermannsins. En nokkuð
augljóst er að hann starfar ekki
sem lautinant í þeirri fylkingu, í
samanburði við alla hina sálm-
ana.
Þetta form hefur þó áður verið
notað til að tjá trúarreynsluna og
samband manns og guðs og er
þekkt m.a. í riti Martins Buber,
Ich und Du. Gallinn felst í þeirri
einstaklingshyggju, sem í því get-
ur birst, en kosturinn er fólginn í
möguleikum höfundar til að vera
innilegri en ella í tjáningu sinni
og trúarjátningu.
Aðfaraorð
dr. Gunnars
Sálmar á atómöld eru hér gefn-
ir út í annað sinn, til að minnast
þess að fyrir aldarfjórðungi birt-
ust margir þeirra í Ijóðabókinni
Fagur er dalur. Þá voru þeir 49,
en teljast núna 65. Til hátíðar-
brigða ritar dr. Gunnar Krist-
jánsson, prestur á Reynivöllum,
fróðlegan og lipran formála á
þrettán blaðsíðum undir fyrir-
sögninni Samt var návist hans
lögmál.
Bendir Gunnar réttilega á að
áhrif myndmáls úr náttúru
Matthías Johannessen
landsins hafi fengið að njóta sín
meira í þessari útgáfu, en fyrri
birtingu. Gildir það einkum um
nýju sálmana. í inngangi þessum
fetar Gunnar sig stöðugt dýpra
niður í merkingu og boðskap
ljóðanna og leitar eftir trúar-
skilningi skáldsins. í sálminum
um afann telur Gunnar trúar-
skilning skáldsins kristallast
einna best:
Ég átti afa
sem minnti á þig -
með hvítt hár
og hátt enni,
og hann líktist þér mest í því,
fmnst mér nú þegar hann er farinn
að hann sagði aldrei neitt -
Samt var návist hans lögmál.
Ég óttaðist hann ekki
en leit hann sömu augum
og ég nú horfi
til þín.
Dr. Gunnar kemst að því að Matt-
hías er ekki skáld trúfræðinnar,
heldur skáld trúarreynslunnar.
Hann fari því ekki ósvipaðar slóð-
ir og nafni hans Jochumsson, er
skrifaði trúfræðina ekki ýkja hátt.
„Ljóðin eru hugleiðingar um ná-
vist Guðs, föðurins (afans), skap-
arans, í hversdagslegu lífi," segir
Gunnar. í þessu hversdagslega lífi
er því ein spurning öðrum ofar í
huga skáldsins: Er Guð, sem hinn
trúaði þarf ekki að óttast, nálægur
í þessum heimi, þar sem ríkir ótti
og ógn í jarðneskum hverfulleika.
Heiti bókarinnar er því sterkasta
Ijóðið í bókinni. Þar er sálmum,
einlægu bænatali til Guðs, teflt
fram án nokkurra vafninga, gegn
ógn þeirri og skelfingu er býr í at-
ómöldinni. Veröldin, sem Matthí-
as hefur skapað í Sálmum á atóm-
öld, birtir okkur tæra og fallega
trúarreynslu. í allri einlægni
sinni og með hversdagslegu orða-
vali, er hún meira að segja opin
öðrum, sem stíga vilja inn fyrir
þröskuldinn og ganga um nýjar
víddir tilverunnar um stund. Slík
ganga hefur þegar göfgað meðvit-
und mína og skilað mér notalegri
reynslu.
Kristján Björnsson