Tíminn - 27.06.1991, Page 9
8 Tíminn
Fimmtudagur 27. júní 1991
Fimmtudagur 27. júní 1991
Tíminn 9
FOLK
Nágrannaerjur fína fólksins í Chelsea:
Langþreyttur peningamaður
hefur kært vitlausa aðals-
manninn í næsta húsi!
Nýlega var kveikt í Rolls Royce bfl auglýsingamannsins og marg-
milljónarans Charies Saatchi þar sem hann stóð fyrir utan hús eig-
andans í Chelsea. Það var dropinn sem fyllti mælinn og Saatchi
kærði nágranna sinn, aðalsmanninn James Tennant, og voru
ákæruatriðin mörg, óendanleg runa af móðgunum og óskýranleg
framkoma. Kæran varð til að draga athygli sauðsvarts almúgans að
einkennilegum nágrannaerjum og biturri baráttu peningamannsins
og aðalsmannsins.
Það var mikið um að vera í hverfi ríka
fólksins, St. Leonard’s Terrace í Chelsea,
í fyrstu vikunni í júní. Þar mátti sjá hin
ættgöfugu hjón James og Elizabeth
Tennant þar sem þau stilltu sér upp fyr-
ir fréttaljósmyndara fyrir utan húsið nr.
25, en Charles Saatchi, sem hafði læst
sig inni fyrir byrgðum gluggum í nr. 26,
sendi ungan mann með sólgleraugu út
á götu til að lesa upp yfirlýsingu.
Á sama tíma voru Linda og Derek Roy
f sömu götu að handlanga vatnsfötur til
nágranna síns, sem átti von á 10 manns
í kvöldverð. Þar hafði verið skrúfað fyrir
vatnið. „Við höldum að Saatchi- hjónin
hafi gert það,“ sögðu þau og flissuðu.
„Tennant er svolítið óþægilegur mað-
ur,“ sagði annar efnaður nágranni og lét
sig engu skipta mótmæli konu sinnar
sem skyrpti út úr sér: „Þegiðu, þegiðu,
okkur líkar vel við Tennant"
Ótal ákærur og eið-
svamir vitnisburðir
En áreiðanlegt er að Charles Saatchi
líkar ekki vel við Tennant. Óþægilegir
atburðir, sem hafa átt sér stað nýlega og
grunsamlegur eldsvoði sem skaddaði
Rolls Royce bílinn hans kl. 1.20 eftir
miðnætti sunnudaginn 26. maí, varð til
þess að út úr flóði loks hjá honum og
hann lagði fram ákæru gegn aðalsboma
nágrannanum sínum. Þar er ekki
minnst á Rollsinn, en hins vegar vísað
til stöðugrar áreitni Tennant-hjónanna
sem gerir Saatchi- hjónunum ómögu-
legt að „njóta í næði“ nýja hússins síns.
Með sjálfri ákærunni hafa lögfræðing-
ar Saatchi-hjónanna lagt fram ekki
færri en sex eiðsvama vitnisburði þar
sem talin eru upp fjölmörg dæmi um
„móðgandi tal og skemmdarhvöt, þ.á m.
efni sem úðað hafi verið í augu bygg-
ingamanna Saatchis, bíll Saatchis verið
úðaður með sýruefni ... eggjum kastað
... og fjölmörg tilfelli um kynþátta-
móðganir." Lögfræðingar Tennants aft-
ur á móti hafa farið fram á að Saatchi
verði áminntur og „látinn hætta að of-
sækja okkur“.
Frestað var að taka ákæmna fyrir, svo
að framhaldssagan heldur áfram. Og við
þessa götu þar sem húsin kosta eina
milljón sterlingspunda og þar yfir og
garðamir skarta framandi plöntum,
heldur illviljinn áfram að síast í gegnum
vegginn sem aðskilur þau. Hvað er að
baki þessa gagnkvæma viðbjóðs milli
tveggja aðila sem hafa m.a.s. aldrei
ræðstvið?
Takast þama á fulltrúar
gamals ríkidæmis og
nýs?
Við fyrstu sýn dettur manni í hug að
þama komi við sögu gamalt ríkidæmi
andspænis nýju, og ekki mjög dulbúin
kynþáttaandúð af hendi Tennant-hjón-
anna. „Sannleikurinn er sá að við búum
við hliðina á íraka," segir Tennant og
það, hvemig hann segir það, segir sína
sögu.
Saatchi keypti sex hæða hús sitt frá Ge-
orgs-tímanum fyrir tveim árum með
það í huga að breyta því. Það er geysileg-
ur áhugi í götunni á því að taka húsin í
gegn. Richard Rogers býr aðeins fjær í
götunni. Hann reif allt innan úr tveim
húsum og gerði innangengt milli
þeirra. James Tennant reif allt innan úr
sínu húsi og endurbyggði á ámnum
1968-72. Það tók Saatchi 10 mánuði og
rífa allt innan úr sínu og endurbyggja
það með glæsibrag.
Áður en Saatchi hófst handa var samn-
ingur um „sameiginlegan vegg“ gerður
og Tennant greiddi 5,000 sterlingspund
Aðalsmaöurinn James Tennant og Elizabeth kona hans eru hin
hugmyndaríkustu þegar þau eru að hrella nágranna sína.
Charles Saatchi og kona hans Kay fengu sig fullsödd af nábýlinu þegar kveikt var í Rolls Roycinum
þeirra.
fyrir öll óþægindi sem hann kynni að
hafa af framkvæmdunum. En þá 10
mánuði, sem framkvæmdimar stóðu yf-
ir, sat Tennant sig aldrei úr færi að bera
fram kvartanir vegna hávaða, bæði við
byggingaverkamennina og lögfræðinga
Saatchis, þó að nágranninn hinum
megin hefði ekki undan neinu að
kvarta.
Tennant bar fyrir sig að skemmdir
hefðu orðið á undirstöðum húss síns,
þó að Saatchi haldi því fram að engum
hefði enn verið leyft að kanna málið, og
í október í fyrra lagði Tennant fram
stefnu þar sem hann fer fram á nálægt
100,000 sterlingspunda skaðabætur.
Þar er m.a. innifalið hreinsun á ryki,
gluggatjöldum og gólfteppum og við-
gerð á sprungum í múrhúðun.
Þegar byggingavinnunni var lokið, fyr-
ir 15 mánuðum, fluttu Saatchi- hjónin
inn og sendu grönnum sínum beggja
vegna blóm. Tennant segir að hann hafi
sent aftur kort sem á stóð: „Þakka ykkur
fyrir blómin, við þurfum að hittast til að
ræða um skemmdimar." Saatchi-hjón-
in aftur á móti minnast áskriftarinnar á
þessa leið: „Um: blóm. Látið ykkur ekki
detta í hug að þau verði til að auðvelda
ykkur leiðina að fólki eins og okkur."
Tryllt og furðuleg at-
burðarás
Nú hófst tryllt og furðuleg atburðarás.
í póstkassa Saatchis voru settir haka-
krossar og dularfullar athugasemdir, s.s.
„Farðu heim, gyðingastrákur". í fyrra-
sumar flæktist köttur frú Saatchi upp f
kirsuberjatré sem hengdi greinamar yf-
ir vegginn úr garði Tennants. Þegar
brunaliðsmenn voru að ná kettinum
niður skemmdu þeir óvart tréð og varð
að saga eina greinina af. Daginn eftir var
grein söguð af kirsuberjatré í garði Sa-
atchis á einhvem dularfullan hátt.
Síðdegis dag einn í fyrrasumar var
landslagsgarðyrkjukona Saatchis að
reisa grindverk sem vitað var að Tenn-
ant var á móti. Þá úðaði vikapiltur Tenn-
ant-hjónanna skordýraeitri í andlit
hennar. Og hún bætir því við að garðs-
löngunni hafi líka verið beint að henni.
En daginn eftir skordýraeitursárásina
kom Saatchi að Roils-bílnum sínum
skemmdum eftir sýru. Þegar svo bíllinn
varð eldi að bráð var honum nóg boðið.
Tennant-hjónin segjast alveg skelfingu
lostin yfir stefnunni. Frúin segir þaú
hafa orðið steinhissa og dóttur þeirra
þótt þetta móðursjúkt athæfi. „En þetta
er ákaflega óþægilegt, ég hef ekkert get-
að sofið í tvær nætur," segir hún.
Þau hjón segja að það sé fáránleg hug-
mynd að láta sér detta í hug að þau færu
að kveikja í bfi. En hver hefði getað gert
svona skelfilegan hlut? Gæti verið að
fólki í nágrenninu fyndist Rollsinn of of-
látungslegur? „Ég hef sjálfur átt Rolls
Royce," segir aðalsmaðurinn. „En ég
kom honum alltaf í geymslu. Þeir ættu
reyndar að vera geymdir í bflskúr. Þeir
geta nefnilega kveikt öfund.“
Það er greinilegt að einhver er að vinna
gegn Saatchi. Það er líka augljóst að
þessir tveir nágrannar eru fulltrúar
mjög ólíkra sjónarmiða meðal auð-
manna Bretlands. Það liggur í augum
uppi að þeir hlaupa ekki hvor til annars
til að fá lánaðan sykur í bolla. En er
nokkur ástæða til að halda að Tennant-
hjónin séu skemmdarvargar?
Gamlir nágrannar gefa
sig fram og vitna
um uppátæki aðals-
mannsins
Allt uppistandið vegna stefnu Saatchis
hefur orðið til þess að alls kyns fólk hef-
ur gefið sig fram og sagt líkar hryllings-
sögur Charles Saatchi segir að þau
hjónin hafi haldið að athygli Tennant-
hjónanna hefði bara beinst að þeim. Nú
séu þau búin að heyra í nágrönnum,
sem sumir hverjir hafi flutt úr götunni
fyrir 17 árum, sem vilji gjalda Tennant-
hjónunum í sömu mynt fyrir ógnanir,
hótanir og andstyggilega framkomu.
Hann segir tíma vera kominn til að
þeim verði settur stóllinn fyrir dymar.
Peter Stevens, sem áður var stjómar-
formaður stórfyrirtækis en er nú sestur
í helgan stein í Austurríki, bjó á nr. 26 á
árunum 1968-74. íhaidsþingmaður-
inn, sem bjó þar á undan honum, varaði
hann við nágrönnunum, sem hefðu
reynt að auðmýkja hann og gert honum
lífið leitt.
Þau ár, sem Stevens bjó þama, stóðu
Tennant-hjónin í byggingaframkvæmd-
unum og hann segir að þau hafi verið að
bora og brjóta niður langt fram á nótt.
Þó að allir hafi kvartað undan hávaðan-
um héldu þau sínu striki. En þegar
hann sjálfur fór að laga sitt hús kvartaði
Tennant stanslaust og var hreint og
beint árásargjam.
Stevens rifjar upp þegar hann hélt
grillveislu f garðinum sínum. ,AHt í
einu vom um 20 brunaliðsmenn komn-
ir í garðinn hjá Tennant og beindu
slöngunum sínum inn í minn garð,“
segir hann. í annað skipti hringdi Tenn-
ant dyrabjöllunni hjá honum og ásakaði
hann um að skvetta naglalakki um allt
húsið hans. Hann hefði líka verið
skömmóttur við son Stevens og undar-
legustu hlutir skutu upp kollinum í
garðinum.
Annar fyrrverandi íbúi í húsi Saatchis,
Kay Brooker, segir: „Dömubindum og
töppum var hent inn í bakgarðinn
minn. Þjónustustúlkan mín tíndi það
upp og var vön að segja: „Hamingjan
sannasta, ég hélt að þetta væri virðulegt
hverfi." Brooker, sem lýsir húðlit sínum
sem „café au lait“, áleit þennan rudda-
skap byggjast á kynþáttaáreitni. Núna,
þegar fleiri nágrannar hafa sagt sína
sögu, gefur hún þá yfirlýsingu að Tenn-
ant- hjónin séu svolítið galin.
„Einhvem tíma verður
fólk að verða fullorðið“
Tennant er ofsareiður yfir því að hann
skuli vera ásakaður um að koma slíkum
hlutum fyrir á annarra manna lóðum.
Hann segir konu sína ekki hafa notað
tappa í fimm ár. „Hún er orðin afi,“ seg-
Það er fínt hverfi sem auðkýf-
ingarnir búa í. En friðurinn er
ekki í samræmi við það. Hér er
Tennant fyrir framan hús sitt.
ir hann og enginn skilur hvað hann er
að fara. Stevens greip til sömu ráða og
Saatchi nú: hann kærði Tennant, en
segir að ekki hafi komið annað út úr því
en að dómarinn hafi sagt að einhvem
tíma yrði fólk að verða fullorðið.
Þó að Peter Stevens sé gyðingur að
hálfu og forveri hans í húsinu gyðingur,
hafði hann ekki litið á framkomu Tenn-
ants sem gyðingahatur. „Ég held bara
að hann sé geðbilaður," segir Stevens.
En gestir Saatchi-hjónanna segja frá því
að þegar þeir sitja úti á veröndinni hjá
þeim heyri þeir greinilega athugasemd-
ir eins og ,Ja héma, maður finnur
greinilega gyðingalykt í þessum hita,“
frá verönd Tennant-hjónanna.
Núverandi nágrannakona, sem ekki
vill láta nafns sfns getið, segir að um-
ræddur aðalsmaður sé þekktur undir
viðumefhinu „vitlausi James". Þessi ná-
grannakona, sem er gift gyðingi, varð
fyrir barðinu á gyðingahatursherferð
götunnar fyrir nokkrum árum. Hún
segir að miðar hafi verið festir á bfiinn
hennar þar sem svo dónalegar athuga-
semdir hafi verið skrifaðar að hún geti
ekki endurtekið þær. Einu sinni þegar
hún kom heim úr fríi segist hún hafa
komið að forstofunni fullri af manna-
skít.
Það er því ekki furða þó að ótti og óbeit
ríki í Chelsea., Auðvitað er ég hrædd við
þau, sérstaklega frú TennanL" segir
eldri kona í nágrenninu. Hún segist
hafa orðið svo hrædd þegar frú Tennant
elti hana fram og aftur í stórverslun
Marks & Spencer, að hún hafi orðið að
biðja verslunarstjórann að fýlgja sér
heim. Annar nágranni segir að Tennant
sé sá eini í hverfinu sem henni sé kunn-
ugt um aö sé kolvitlaus.
Úrkynjun aðalsættar?
Hvemig stendur á því að Tennant- fjöl-
skyldan er orðin svona klikkuð? Það
hefúr löngum verið vitað að kynblönd-
un aðalsætta hefur í för með sér alls
kyns stökkbreytingar, en sjaldan í þess-
um mæli. Jafnvel innan kunningja-
hópsins er litið á Tennant með vissri
tortryggni. .Jarnes er álitinn svarti
sauðurinn, og í hans fjölskyldu er það
allnokkuð," segir einn vinur hans.
Þessar deilandi fjölskyldur gætu ekki
verið ólíkari. Ef segja má að Saatchi sé
fulltrúi nútímafjármálaheimsins er
Tennant fulltrúi gamalgróinna aðals-
ætta.
Charles Saatchi er maður sem hefur
unnið sig upp, íraskur gyðingur sem
kvaddi heimaland sitt 1947. Hann gekk
í ríkisskóla í Finchley í norðurhluta
London. Hann og Maurice bróðir hans
græddu óhemjufé á auglýsingaskrif-
stofu.
James TennanL afsprengi Eton og
Cambridge, bróðir Colins Tennant sem
erfði titilinn Glenconner lávarður, er af
gamalgróinni og göfugri ætt sem á eyj-
ar í Vestur-lndíum og umgengst kon-
ungborið fólk. Glenconner lávarður er
náinn vinur Margrétar prinsessu og
hann byggði 400,000 sterlingspunda
villu handa henni á eynni Mustique. Það
er langt því frá að auður Tennant- ætt-
arinnar hafi safhast saman með vinnu á
áttunda og níunda áratugnum, hún er
erfð mann fram af manni frá 19. öld.
En Tennant-ættin er ekki bara fræg
fyrir tengsl sfn við kóngafólkið, hún er
ekki síður fræg fyrir spillingu og sið-
leysi. Að því er kjaftablöðin segja frá sí
og æ af mestu ánægju mætti halda að á
ættinni hafi lengi hvflt bölvun. Elsti
sonur Glenconners lávarðar, Charles,
sem nú er sjúkur af eyðni var gerður
arflaus vegna herófnfíknar. Næstelsti
sonur lávarðarins, Henry, dó í fyrra af
völdum eyðni, 29 ára gamall. Föður-
bróðir hans var hinn hneykslanlegi
hommi Stephen Tennant, sem hélt
sjálfviljugur kyrru fyrir í rúminu 30 síð-
ustu ár ævinnar. Reyndar er saga ættar-
innar svo hörmuleg að einn af sonum
hennar hefur ritað sögu hennar.
Þó að James hafi ekki haft sig eins mik-
ið í frammi og hinn veisluglaði bróðir
hans, hafa viðskipti hans engu að síður
komið honum á framfæri svo um mun-
ar. Fjárfestingarfyrirtæki hans varð fyrir
mikilli gagnrýni á fjármálasíðum blað-
anna á níunda áratugnum fyrir að neita
að endurgreiða viðskiptavinum.
Höfundur Drakúla bjó
við sömu götu!
Charles Saatchi vill hins vegar ekki
láta á sér bera. Að vísu hefur auglýs-
ingafyrirtæki hans óhjákvæmilega
beint athyglinni að nafninu, en sjálfur
hefur hann ekki kært sig um að vera í
sviðsljósinu. Hann er enginn nautna-
maður, þrátt fyrir geysileg auðæfi. Að
sögn vinar hans er hugmynd hans um
góða skemmtun að horfa á myndbönd
á risastórum sjónvarpsskjám sem
hann hefur látið setja upp á hverri
hæð í húsi sínu. Ásamt fyrri konu
sinni, Doris, kom hann sér upp dýr-
indis safni af nýtísku smámyndasafni.
Núna hefur hann, ásamt síðari konu
sinni Kay Hartenstein, fyrrum list-
munasala, fyllt húsið með myndum
eftir Warhol og fígúratífri list.
Ó, hve vel hann gæti notið lífsins á
kyrrlátan hátt heima, ef ekki væri
vegna nágrannanna og undarlegu
uppákomanna. Reyndar var gatan St.
Leonard’s Terrace í eina tíð gata
Brams Stoker, höfundar Drakúla.
Núna hefur gatan getið af sér aðra
martröð. Augljósasta lausnin er að
flytja burt. En hver myndi vilja búa f
nágrenni við Tennant- fjölskylduna?
Þegar reynt er að selja húsin í götunni
verður að taka með í reikninginn að
það er líkast því að hafa ærsladraug að
nágranna!
Viðar Þorkelsson Framari stekkur hærra en einn FH-inga í ieiknum í gær og skallar frá marki sínu.
Knattspyrna — Samskipadeild:
ÞRIÐJISIGUR FRAM
— í röð og markatalan enn sú sama, 2-1
Framarar unnu sinn þriðja 2-1 sig-
ur í 1. deildinni í knattspymu í röð
í gærkvöld, er þeir tóku á móti FH-
ingum á Laugardalsvelli. Þar með
eru Framarar komnir í þriðja til
fíórða sæti deildarinnar, ásamt
IBV, með 10 stig.
Fyrri hálfleikur var eign Fram frá
upphafi til enda. Ríkharður Daða-
son fékk tvívegis færi á að gera
mark og sömuleiðis Þorvaldur Ör-
lygsson, en það var ekki fyrr en á 40.
mín. að sóknir Fram báru árangur.
Kristinn R. Jónsson skoraði þá eftir
aukaspyrnu Péturs Ormslev.
FH-ingar vöknuðu til lífsins í síð-
ari hálfleik og á 64. mín. jafnaði
Hörður Magnússon með sérlega
glæsilegu marki. Hann fékk boltann
rétt innan vítateigs frá Andra Mar-
teinssyni, engin hætta virtist á ferð-
um, en Hörður snéri sér snögglega
við og þrumaði boltanum í netið úti
við stöng. Framarar jöfnuðu á 81.
mín. Steinar Guðgeirsson lék upp
hægri kant, gaf fyrir á Kristin, sem
skallaði til Ríkharðar og nú var Rík-
harður ekki í vandræðum, heldur
þrumaði boltanum í netið. Framar-
ar fengu tvö önnur ákjósanleg færi í
hálfleiknum, en fleiri urðu mörkin
ekki.
Menn leiksins, Fram: Kristinn R.
Jónsson, Baldur Bjarnason og Pétur
Ormslev. FH: Hörður Magnússon
og Andri Marteinsson.
Valur á toppinn
Valsstúlkur skutu sér á toppinn í 1.
deild kvenna með 1-4 sigri á Þrótti
Nes. eystra og ÍA tapaði óvænt fyrir
UBK í Kópavogi 1-0.
BL
Aganefnd KSÍ: w
22 LEIKMENN I BANN
Á fundi KSÍ á þriðjudag voru alls
22 leikmenn dæmdir í Ieikbönn
vegna brottvísana og fjögurra gulra
spjalda.
Þeir, sem fengið hafa fjögur gul
spjöl og fara í leikbann í næsta leik,
eru þeir Zorin Coguria Stjörnunni
og Nökkvi Sveinsson ÍBV úr 1. deild,
Brynjar Jóhannesson Haukum úr 2.
deild, Sverrir Björgvinsson Dalvík
úr 3. deild og Sigurður Pétursson
Stokkseyri úr 4. deild.
Rautt spjald í leik þýðir sjálfkrafa
leikbann í næsta leik, þannig að
sumir eftirtaldra leikmanna hafa
þegar tekið út bann sitt. Þar á meðal
eru þeir Dragan Manojlovic Þrótti,
Jakob Jónharðsson ÍBK og Gunnar
íslenska landsliðið í handknattleik
heldur til Danmerkur á morgun og
leikur tvo opinbera landsleiki við Dani
1. og 3. júlí. Leikimir verða liðir í dag-
skrá danska handknattleiksskólans.
íslenska liðið leikur einnig tvo æf-
ingaleiki gegn Dönum í ferðinni.
Liðið hefur æft vel að undanförnu
undir stjórn þeirra Þorbergs Aðal-
steinssonar og Einars Þorvarðarson-
ar. Eftirtaldir leikmenn voru valdir
til fararinnar:
Markverðir
Sigmar Þröstur Óskarsson .....ÍBV
Guðmundur Hrafnkelsson .......Val
-höfumréttvið!
Bergsveinn Bergsveinsson.....FH
Aðrir leikmenn
Birgir Sigurðsson........Víkingi
Jakob Sigurðsson.............Val
Valdimar Grímsson............Val
Júlíus Gunnarsson............Val
Jón Kristjánsson ............Val
Sigurður Sveinsson ...........KR
Konráð Olavson ...............KR
Sigurður Bjarnason....Stjörnunni
Patrekur Jóhannesson ...Stjörnunni
Óskar Ármannsson .............FH
Einar Sigurðsson........Selfossi
Júlíus Jónasson............Paris
BL
Már Másson Val. Aðrir leikmenn,
sem fengið hafa rautt spjald, eru:
Logi Einarsson Reyni Á, Ingólfur
Árnason KSH, Einar Runólfsson
Einherja, Björn Sveinsson KS, Helgi
Jóhannesson Leiftri, Jón Otti Jóns-
son Stjörnunni og Nökkvi Sveinsson
2. fl. ÍBV. Þrír aðrir leikmenn úr
yngri fiokkunum hafa og fengið
rautt spjald og fara eða eru búnir að
fara í leikbann.
Tveir leikmenn fengu tveggja leikja
bann fyrir aðra brottvísun, þeir
Birgir Sigfússon Stjörnunni og Jós-
ef Hreinsson Leikni.
Þá var formaður Leifturs í 3. deild
dæmdur í eins leiks bann og 25 þús-
und króna sekt. BL
EM landsliöa í körfuknatt-
Létt hjá Júggum
Júgóslavar hafa tiyggt sér sigur í
A-riðli Evrópumóts landsliða, eftir
að hafa sigrað í öllum leikjum sín-
um í riðlinum.
Varalið Júgóslava lék lengst af
gegn Póhwijum í fyrrakvöld, en
það kom ekki að sök. Aðalspennu-
leikur dagsins var leikur Grikkja og
Tékka, en Grilddr sigruðu að lok-
um með 10 stiga mun í fnunlengd-
umleik.
ÚrsUtin á mótinu í gær, þegar
riðlakeppninni lauk, urðu þessi:
A-riðili: PóUand-Spánn 67-73
B-riðiU: Grikkland-Frakkland 93-81
A-riðiU: Búlgaría-Júgóslavía 68-89
B-riðilh Ítalía-Tékkóslóvakía 102-80
í undanúrslitum mótsins á morg-
un leika Júgóslavar gegn Frökk-
um, en ítulir, sem sigruðu í B-
riðli, mæta Spánverjum í hlnum
undanúrsUtaleiknum.
Handknattleikur — Landslióió:
Tveir landsleikir
verða í Danmörku
- liðið heldur utan á morgun