Tíminn - 01.08.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.08.1991, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 1. ágúst 1991 Tíminn 7 mSi LANDBÚNAÐUR Alapaka-lamaullin er gædd ýmsum eiginleikum sem henta fýrír hágæða tískufatnað. Erfiðir tímar kalla á nýjar hugmyndir: hugvitsamlega fjölbreytni hefur hvatt ríkisstjórnina til þátttöku í uppbyggingunni. Frá árinu 1986 hefur borgarstjórnin í Canberra, höfuðborg Ástralíu, greitt um 900 milljónir króna til rannsókna og markaðssetningar. Viktoríuríki í suðurhluta Ástralíu hefur verð- launað bestu hugmyndina. í ár hlaut bóndakona verðlaunin, en hún selur hágæðaull til 340 sölu- staða víðs vegar um heim. Það rík- ir því bjartsýni á meðal Ástralíu- búa um að uppsveiflan í atvinnulíf- inu sé komin til að vera. -js Astralskir bændur spreyta sig á framandi verkefnum í grein í Time frá 22. júlí sl. kemur fram að Ástralir eiga í efnahagserf- iðleikum. Verð á hefðbundnum landbúnaðarvörum í Ástralíu hef- ur hríðfallið, þannig að menn muna ekki annað eins. Þess vegna hafa ástralskir bændur ákveðið að leitað nýrra, óhefðbundinna leiða til að rétta við fjárhaginn. Ein nýbreytnin er sú að flytja inn strúta frá Suður-Afríku, en strút- urinn er stærsti núlifandi fugl jarðar. Gerald og Pam Wilson rækta strúta á 826 hektara land- svæði. „Þetta var sá kostur sem við áttum völ á,“ segir Pam. „Fjár- hagslega er þetta stórkostleg hjálp á erfiðleikatímum." Hátt verð fæst fyrir haminn, sem notaður er í skó og töskur. Fjaðrir fuglsins eru not- aðar til að skreyta kvenhatta. Auk þess er lítið kólesteról að finna í strútakjöti. Roger Haldane ræktar hins vegar 600 alapaka, sem fluttir eru inn frá Chíle. Alapaka er tamið dýr af lamaætt. Roger stefnir að því að koma á fót ullariðnaði, sem tengj- ast á síðan fatabúðum um víða ver- öld. En ull alapakans er eftirsótt í tískuföt. Þá er farið að veiða villta úlfalda sem ráfa um álfuna, en þeir voru fluttir inn til Ástralíu á 19. öld. Úlf- aldarnir, sem hraðast hlaupa, eru síðan seldir eigendum veðhlaupa- brauta í Mið-Austurlöndum. Um leið hefúr markaður opnast fyrir sölu á grasi til veðhlaupabrauta í Asíu. Bændur, sem ræktuðu hveitikorn og annað kom, hafa nú hallað sér að ræktun myntuplantna, sinneps- grass, lúpína og vatnalilja. Þessi Strúta- og alapakabú eru að- eins dæmi á meðal fjölda nýrra, dirfskufullra hugmynda bænda í Ástralíu. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU Færri ferðamenn í Evrópu 1991 en 1990 LÆKKANDI ÁLVERÐ flBiV mm I ■ í fyrra, 1990, komu til Evrópu 8 milljónir ferðamanna frá öðrum heimsálfum, sem létu 104 millj- arða $ af hendi rakna á ferð sinni. í ár eru þeir miklu færri, jafnvel 3 milljónum færri, en 1990. — Til London komu 10 milljónir ferða- manna 1990, frá meginlandi Evr- ópu sem öðmm heimsálfum, en að mati London Tourist Board verða þeir 1991 um 8,5 milljónir. Til marks um fækkun ferðamanna í París er m.a. höfð aðsókn að Eiffel- tuminum, sem í sumar hefur verið 11% minni en í fyrra. American Express TVavel Service telur bandaríska ferðamenn á Grikk- landi verða 30% færri 1991 en 1990. Vaxandi gullnám í Ghana Horfur em á, að 1991 nemi nám gulls í Ghana um 700.000 únsum, en það nam 541,408 únsum 1990 og 283.000 únsum 1983, er gull- nám jókst að nýju. Langstærsta námafélag landsins er Ashanti Goldfields Corporation, sem í ár mun nema um 530.000 únsur. í því er eignahlutur Ghana-ríkis 55%, en Lonrho 45%. Á síðustu 8 ámm hefur það varið 250 milljón- um $ til endumýjunar námabún- aðar. Frá öndverðu ári 1990 hefur það svo mjög aukið nám í yfirborð- slögum, að úr þeim kemur nú 40% vinnslu þess. Þá hyggst það vinna með nýjum tækjum gull úr göml- um úrgangi. Á meðal nýrra námafélaga em Te- berle Goldfields, sem að meiri- hluta er í eigu Pioneer Incorporat- ed í Boston, og Canadian Bogusu Resources. Mun hið fyrrnefnda vinna 1991 kringum 65.000 únsur gulls, en væntanlega um 100.000 únsur 1992. Hið síðarnefnda mun nema um 120.000 únsur gulls 1991. Vinnur hið fyrrnefnda eink- um úr „rýmm“ jarðlögum, með um 1,9 gr gulls í tonni. Til búnað- ar til þess hefur það varið 45 millj- ónum $, fengnum að láni í Overse- as Private Investment Corporati- on, bandarískri lánastofnun í eigu ríkisins. — Þriðja nýja námafélag- ið, Ghana Australia Goldfields, sem ástralska félagið Golden Shamrock á að meirihluta, hyggst hefja nám 1992, sem árlega nemi um 100.000 únsum gulls. Cluff Resources vinnur nú að athugun á nokkmm litlum námum. Þá mun ríkisstjórn Ghana hafa selt 80% eignarhlut í Prestea-nám- unni til ástralsks félags, Arimco, en úr námunni vom unnar 20.550 únsur gulls 1990. í upphafi 1991 var vænst allstöð- ugs verðs á áli á árinu, um 80-90 cent á Ibs. Horfur þykja nú á, að síðari hluta 1991 verði það nær fjórðungi lægra, um 63 cent á lbs. Það er mat sérfræðinga Westpac-bankahóps- ins og einnig Metals & Minerals Research Services, en Billiton- Enthoven Metals (dótturfélag Shell) hyggur það verða rétt aðeins hærra, 64 cent á Ibs. Á árinu hafa 5 álver dregið úr vinnslu. Aftur á móti mun hafa verið sam- ið um smíði nokkurra nýrra álvera frá miðju ári 1990: Eins í Nígeríu, sem taka mun til starfa 1994 og vinna 180.000 tonn á ári; tveggja í Venezúela, sem samtals munu vinna 454.000 tonn á ári; og „stór“-vers í Suður-Afríku, sem vinna mun 430.000 tonn á ári, en Alusaf á nú í samningum við þar- lend stjórnvöld um smíði þess. í vikuritinu Intemational Mining Review hefur Jon Bergtheill, einn sérfræðinga fjársýslufyrirtækisins James Capel, haldið því fram, að á tíunda áratugnum verði þörf fyrir árlega aukningu álvinnslu, sem nemi 450.000 tonnum. Avtrokon-Mercedes-Benz-rútur Þýska bílasmiðjan Mercedes-Benz gerði í nóvember 1990 samning við Avtrokon-rútubflasmiðjuna í Ráðstjómarríkjunum, en samkomulag um flármögnun varð ekki milli aðilanna fyrr en í júní 1991. Mun Avtrokon framleiða rútur hannaðar af Mercedes-Benz og kaupa til smíði þeirra tæki að andvirði 200 milljónir DM. Smíði rútubflanna verður ekki í fullum gangi fyrr en 1993, þótt smíði þeirra sé hafin. Samdráttur vinnslu í fimm álverum (tonn) Fólag Alver Vinnslugota Samdráttur 1991 Aheiluári Alumix Marghera 30.000 16.000 30.000 Reynolds Troutdale 121.000 28.000 72.600 Austria Metall Ranshofen 83.000 15.000 83.000 Alusuisse Rheinfelden 40.000 10.000 40.000 Malco Mettur 25.000 12.000 25.000 Alls 81.000 250.600 Heimild: BillitorvEnthoven Metals (£) og Financial Tlmes

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.