Tíminn - 01.08.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.08.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 1. ágúst 1991 — FERÐAMÁL mönnum frá Bandaríkjunum og Japan til Svartahafsins, þeir vöndu ekki komur sínar svo mikið þangað áður. En önnur áhrif þess stríðs vilja sumir heimamenn í Búlgaríu meina að nái til þeirra. Veðrátta í sumar hefur verið önnur en menn eiga að venjast, júlí sem jafnan hefur verið þurr og sólríkur hefur í ár reynst óvenju votviðrasamur. Þegar það berst í tal yppta Búlgaramir öxlum, líta til himins og segja í uppgjafar- tón: Saddam Hussein. Það má vel vera að rekja megi breytingar á veð- urfari til logandi olíulinda í Kúveit. Verðlag Verðlag hefur erlendum ferða- mönnum löngum þótt hagstætt í Búlgaríu, jafnvel svo að sumum hef- ur þótt nóg um og jaðra við að þeir væru að blóðsjúga þjóðina. Nú hafa þó orðið þar breytingar á, svarti- markaður á peningum því sem næst horfinn og líka gjaldeyrisbúðimar frægu. Nú vilja Búlgarar að ferða- menn skipti gjaldeyri sínum á rétt- um stöðum og greiði fyrir þjónustu og verslun í þeirra eigin gjaldmiðli, leva. Fyrir einn dollara fengust 14,50 leva í fyrstu viku júlímánaðar, en hafði skömmu áður verið 20 leva. Enn er þó verðlag afskaplega hag- stætt og þykir mörgum Vestur- landabúanum það ótrúlegt, en hann þarf þó ekki lengur að skammast sín eins mikið! Vara ber þó við því að nú hefur margur Búlgarinn heyrt um frjálsa verðlagningu og er því viss- ara að bera saman verð þar eins og annars staðar. Heilsurækt Einn er sá þáttur í ferðamanna- Margar skemmtilegar ferðir má fara frá strandstöðunum á forvitnilega fornlega og nýlega staði, m.a. til Nessebur þar sem sagan nær 2500 aftur í tímann og 40 kirkjur frá ýmsum tímum standa. Bærinn er á menningarminjalista UNESCO. Ferðamannaþjónusta í Búlgaríu á tímamótum Nú er mikið rætt um að ferðamannaþjónusta í Evrópu hafi orðið ilia úti á líðandi sumri og kenna sumir um Persaflóastríði og fækkandi ferðamönnum frá Japan og Bandaríkjunum í kjölfar þess. En fleira kemur auðvitað til, s.s. umrót í Evrópu sjálfrí og versnandi efnahag- ur almennings. Búlgaríu hafa menn ekki verið alteknir tæknivæðingaræði. Þar slá gamlir menn flatirnar við hótelin með orfi og Ijá. í Búlgaríu hefur verið byggð upp blómleg ferðamannaþjónusta á undanförnum þrem til fjórum ára- tugum og hefur athyglin þar eink- um beinst að Svartahafinu og strönd þess, enda aðstæður þar allar hinar ákjósanlegustu. Þar er veður- far gott og gróður mikill og líflegur. Sjórinn er hlýr og hreinn, þar gætir lítt sjávarfalla og má víðast hvar fara um 150 m frá landi án þess að vatn- ið fari yfir axlarhæð, og saltmagn er þar helmingi minna en í Miðjarðar- hafinu. Strendurnar eru hreinar, hreinsaðar á hverju kvöldi, og sand- urinn gullinn og fínn. Enda hafa margir ferðamenn, jafnt innlendir sem erlendir, lagt leið sína til Búlg- aríu á undanförnum áratugum. En í sumar, enn sem komið er, hefur ver- ið þar minna um að vera en oft áður og kemur þar margt til. Pólitísk áhrif í Búlg- aríu sjálfrí Umbyltingin í fyrrum kommún- istaríkjum Austur-Evrópu 1989 vakti mikinn fögnuð og tilhlökkun um breytta og betri tíma, og það strax. Lítið var þá hugsað um það að varla yrði breytt á einum degi ára- tuga óstjórn undir ósveigjanlegu keríi, og að hugsunarháttur fólksins bæri seint afmáanleg merki uppeld- isins. Praktísk mál voru látin liggja milli hluta, svo sem hver ætti hvað og hvað ætti að gera við hræið af ríkiseignunum. Hvað þá að hugsað væri til þess að halda von fólksins um betri daga lifandi. Búlgaría er dæmi um tómarúm sem myndaðist þegar æðstu mönn- um kommúnista var steypt af stóli, en ekkert afl var til sem gæti tekið við völdunum. Ferðamannaþjón- ustan geldur þess eins og aðrar at- vinnugreinar, þar sem ekki er enn fundin nein niðurstaða um hver eigi að fara með stjórn ýmissa anga þess risaveldis sem Balkantourist er. Á Gullnu ströndinni svokölluðu skipaðist þannig til að ýmis hótel sameinuðust í lyrirtækið Zlatni Plasaci (State Company) og segir Zhelio Dushev, aðstoðarforstjóri þess, að ætlunin sé að innan vé- banda þess verði fleiri lyrirtæki og þar með meiri fjölbreytni. Sam- vinna hefur verið tekin upp við er- lend fyrirtæki, s.s. Balkan Tours í London og franskt fyrirtæki sem veitir peningafyrirgreiðslu. Hug- myndin er að leita fjár í útlöndum og stofna hlutafélag, en fyrirtækið er sífellt að gera upp hótelin sín með erlendum útbúnaði. Þar á bæ ríkir bjartsýni. „Riviera Holiday Club" með sjö hótel innanborðs er ekki enn orðinn aðili að þessari hótelsamsteypu, hvað sem síðar verður. Flaggskipið er Hótel Imperial, fimm stjörnu hótel þar sem æðstu menn búlg- arska Kommúnistaflokksins áttu sér athvarf og tóku á móti erlendum fyrirmönnum. Á sjálfu hótelinu eru 53 herbergi með 133 rúmum á 5 hæðum og að sjálfsögðu öll þæg- indi. Þar er augljóst að rúmt er um gesti og úti fyrir er einkaströnd. Ungur hótelstjóri nú gerir sér vonir um að fá meira sjálfstæði til að hrinda nýjum hugmyndum í fram- kvæmd. Hrun landamæra og efnahags í Austur- Evrópulöndum hefur líka áhríf Fleira en ófrágengin eignaraðild kemur til skýringar á fækkun ferða- manna til Búlgaríu í sumar frá því sem áður var. Má þar til nefna að áð- ur lögðu fjölmargir íbúar austur- blakkarinnar leið sína til Svarta- hafsstrandarinnar í fríum sínum, enda áttu þeir ekki margra kosta völ í ferðum sínum. Einnig mæltu Vest- ur- og Austur-Þjóðverjar sér þar gjarnan mót. En nú eru landamæri hrunin í þessum löndum og fólk getur farið því sem næst hvert á land sem það vill, svo framarlega sem það hefur efni á því. En þar stendur hnífurinn í kúnni. Almenningur í fyrrverandi kommúnistaríkjum Austur-Evrópu á fúllt í fangi með að hafa í sig og á og ferðalög eru ekki efst á blaði hjá flestum. Og skiljanlega hyggja þeir, sem á annað borð geta leyft sér að leggja land undir fót, fyrst og fremst á ferðir vestur á bóginn. Áhrif Persaflóastríðs- ins? Varla hafa áhrif Persaflóastríðs- ins orðið til þess að fækka ferða- fslenskir ferðalangar í kaffistofu Hótel Imperial á Gullnu strönd- inni, sem gefur ekki eftir fínustu hótelum á Hawaii. þjónustu í Búlgaríu, sem vert er að vekja verulega athygli á. Það eru heilsustöðvarnar, sem finna má á hverjum ferðamannastað. Á Gullnu ströndinni er t.d. fullkomin heilsu- stöð á Hótel Ambassador og skulu hér nefnd nokkur dæmi um þá þjónustu sem þar er á boðstólu.m, svo og verð. Þá má ekki gleyma að staðurinn sjálfúr býr yfir lækninga- mætti, að sögn heimamanna sem tilefna t.d. sjávarloftið, auðugt að súrefni og neikvæðum jónum; út- fjólubláa geisla; sjórinn er auðugur af saltefnum og snefilefnum; 30 gráðu heitu ölkelduvatni sem inni- heldur ýmis læknandi efríi; og lækn- ingaleir úr Varna-vatni, sem er auð- ugur af ýmsum lífrænum og örv- andi efnum. Á heilsustöðinni má framkvæma 1500 meðhöndlanir á dag og eru meira en 80 tegundir í boði. Baðmeðferð, sem ætluð er fólki með liðagigtar- og gigtarsjúkdóma, sjúkdóma í úttaugakerfi, starfræna sjúkdóma í taugakerfi. í meðhöndl- uninni felast þrjár einstaklingsmeð- ferðir, þ.e. nudd, læknandi bað, raf- magnsmeðferð, og tvær hópmeð- ferðir: læknandi leikfimi, innöndun, Ijósalampar og sund innanhúss. Meðferðin stendur yfir í fimm daga, daglega. Leirböð. Ætluð fólki með sjúk- dóma í útlimum og hrygg, úttauga- kerfi og þá sem falla undir kven- sjúkdóma. í meðferðinni felast tvisvar sinnum leiráburður á dag,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.