Tíminn - 10.09.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.09.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. september 1991 Tíminn 5 Fjárhagsstaða Byggðastofnunar og Framkvæmdasjóðs: Ríkisendurskoðun telur að afskrifa þurfi meira Ríkisendurskoðun hefur áætlað að Framkvæmdasjóður og Byggða- stofnun, ásamt Atvinnutryggingadeild og Hlutafjárdeild stofnunar- innar, þurfi að leggja samtals 5.500 milljónir kr. framlög í afskrifta- sjóði útiána. Vantar samkvæmt því 3.150 milljónir kr. á að núverandi framlög séu fullnægjandi. Þetta kemur fram í skýrslu sem Ríkisend- urskoðun vann, að beiðni forsætisráðherra, en forsætisráðherra hafði áður upplýst um hluta þeirra niðurstaðna sem fram komu í þessari úttekt. Ríkisendurskoðun telur vafasamt gildi þeirrar heimildar sem stjórn Byggðastofnunar hefur til að fella niður og breyta í víkjandi lán kröf- um Atvinnutryggingadeildar, með samþykki forsætisráðherra og fjár- málaráðherra. Bæði væri notkun slíkrar heimildar ætíð ákaflega við- kvæm og vandasöm vegna hættu á mismunun milli lánþega. Og einnig sé hætt við að ákvæðið girði að nokkru fyrir möguleika til virkrar innheimtu. Framlög í afskriftasjóði Hlutafjár- deildar Byggðastofnunar telur Riki- sendurskoðun að þurfi að hækka úr 120 upp í 220 m.kr. láp ríkissjóðs vegna ábyrgða á A- hlutdeildarskírteinum ætlar Ríkis- endurskoðun að geti numið 200 milljónum kr. þegar upp er staðið. Og þar við geti bæst 60 milljónir vegna B-hlutdeildarskírteina. Samtals 260 m.kr. af þessum ábyrgðum geti því að lokum fallið á ríkissjóð. - HEI Að mati Ríkisendurskoðunar blas- ir við hrikalegur vandi hjá Fram- kvæmdasjóði Islands. Eigið fé sjóðs- ins sé raunverulega neikvætt um 1.200 milljónir kr., þar af eftir nauð- synlegt 1.600 m.kr. viðbótarframlag í afskriftasjóð (í alls 1.800 m.kr.). At- hugun á þróun greiðslustöðu á næstu árum benti til þess að út- greiðslur vegna tekinna lána geti orðið um 4.000 milljónum meiri en inngreiðslur vegna veittra lána á næstu 10 árum. Ríkisendurskoðun bendir á að auka þurfi eigið fé Framkvæmda- sjóðs verulega eigi hann að geta sinnt lögboðnu hlutverki sínu. Sé íhugunarvert hvort ekki sé tíma- bært að leggja sjóðinn niður. Enda geti t.d. Lánasýsla ríkisins og Byggðastofnun annast núverandi hlutverk Framkvæmdasjóðs íslands. Af 25 milljarða kr. útlánum Fram- kvæmdasjóðs eru 21,2 milljarðar til opinberra aðila og sjóða og talin ör- ugg. Vandamálin eru öll vegna 3,8 milljarða lána til annarra aðila, hvar af tæplega helmingur fór til fiskeld- islyrirtækja, sem að meginhluta er talið tapað fé. Af þessum 3,8 millj- arða lánum er aðeins fimmtungur- inn í skilum. Gjaldfallnar afborganir og vextir í vanskilum nema nú rúm- lega 700 milljónum króna. Hjá Byggðastofnun þarf 1.750 m.kr. í af- skriftasjóð, að mati Ríkisendurskoð- unar, þ.e. 75 millj.kr. til viðbótar því l. 200 m.kr. viðbótarframlagi sem ákveðið var nú í byrjun ágústmán- aðar s.l. Greiðslustaða Byggðastofn- unar muni versna verulega 1994 og verða í járnum næstu tvö árin þar á eftir. Kolsvört mynd blasir við hjá At- vinnutryggingadeild Byggðastofn- unar. Eigið fé deildarinnar var nei- kvætt um 30 m.kr. í maí s.l., en yrði neikvætt um 1.400 m.kr., ef af- skriftareikningur deildarinnar yrði færður samkvæmt mati Ríkisendur- skoðunar, sem telur að deildin muni neyðast til að afskrifa allt að 1.760 m. kr. Sömuleiðis þurfi deildin fyrirsjáan- lega á viðbótarfjármagni að halda til að mæta greiðsluvanda á næstu ár- um. Jafnvel þótt allir lánþegar At- vinnutryggingasjóðs stæðu í skilum mundi deildin þurfa 1.250 m.kr. við- bótarfjármagn á árunum 1992-94. Matthías Bjarnason segir það ekki ný tíðindi að hluti útlána _ Byggðastofnunar sé tapaður: Utlánatap svipað og annars staðar Hækkun framfærsluvísitölunnar um sl. mán- aðamót jafngildir 8,5% ársverðbólgu: Framfærslan 0,6% dýrari Kauplagsnefnd hefur reiknaö út vísitölu framfærslukostnaöar mið- að við verðlag í byijun þessa mán- aðar. Miðað er við vísitölu 100 í maí 1988 og út frá þeim mælikvarða er vísitalan nú 158.1 stig Frá því í síðasta mánuði hefur framfærsluvísitalan því hækkað um 0,6%. Af þeirri hækkun stafa tæp- lega 0,1% af tveggja prósenta verð- • hækkun á bensíni við upphaf mán- aðarins. Þá olli 3,8% hækkun á áfengi og 3,9% hækkun á tóbaki þann 4. sept. sl. rúmlega 0,1% hækkun vísitölunnar. Verðhækkanir á ýmissi vöru og þjónustu olli 0,6% hækkun vísitöl- unnar, en á móti kom lækkun á verði matvöru sem olli 0,2% lækkun á vísitölunni. Vísitala framfærslukostnaðar hefur Vilja ekki skólagjöld Blaðinu hefur borist eftirfarandi ályktun frá kennurum við Fjölbraut við Ármúla: .Almennur kennarafundur Fjöl- brautaskólans við Ármúla, haldinn 2. september 1991, mótmælir hvers konar hugmyndum stjómvalda um upptöku skólagjalda." síðastliðna tólf mánuði hækkað um 7,7%. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur hún hækkað um 2,1%, en það jafngildir 8,5% verðbólgu á heilu ári. —sá Matthías Bjamason, formaður stjómar Byggðastofnunar, kvaðst vera undrandi á mörgum þeim upp- götvunum sem Ríkisendurskoðun virðist hafa verið að gera að undan- fömu. Hann benti á að Byggða- stofnun væri sjálfstæð stofnun með sjálfstæða stjóm og hún hefði mjög ákveðnu hlutverki að gegna lögum samkvæmt. Stofnunin hafl rækt sitt hlutverk eftir bestu getu. „Það var sjáanlegt og er búið að vera í mörg, mörg ár, að hluti af lán- um Byggðastofnunar var tapaður. Það er hins vegar ekkert stærri hluti en gengur og gerist í lánastofnun- um,“ sagði Matthías í samtali við Tímann í gær. Varðandi Hlutafjár- sjóð og Atvinnutryggingasjóð, eða Hlutafjárdeild og Atvinnutrygginga- deild Byggðastofnunar sem nú heita, benti Matthías á að þeir sjóðir hafi lotið sérstakri pólitískri stjórn í tíð fyrri ríkisstjórnar, sem kom þess- um sjóðum á. Þó þessir sjóðir hafi verið fluttir til Byggðastofnunar þá hafi stofnunin ekkert haft með lán- veitingar eða aðra starfsemi þeirra að gera fyrr en í ár. Matthías bendir á að Atvinnutryggingasjóður sé nán- ast ekki orðinn annað en inn- heimtustofnun og þar séu engin ný lán veitt. „Hins vegar sé ég að Ríkis- endurskoðun bindur þessa sjóði meira eða minna saman, en ég fæ nú ekki séð að sú stofnun eða nokk- Matthías Bjarnason. ur önnur geti sagt fyrir um það hvað sé tapað og hvað ekki. Ég veit ekki til að þeir hafi neitt patent fram yfir aðra menn til að lýsa einhverju slíku yfir. Ég vil þó lflá benda á það, að það eru ekki margir mánuðir síðan Ríkisendurskoðun skrifaði upp á reikninga Byggðastofnunar sem rétta og tók undir lokaorð löggiltra endurskoðenda um að mat eigna og skulda væri eðlilegt," sagði Matthí- as. Hann bætti því við að e.t.v. væri ástæða til að skoða útlánatap ann- arra lánasjóða og bankanna, það væri umtalsvert líka. „Kannski Rík- isendurskoðun verði falið að finna það tap út líka?“ sagði Matthías. Matthías vill ekki kannast við að for- sendur hafi breyst mikið frá því að Ríkisendurskoðun skrifaði upp á reikninga Byggðastofnunar og segir að vandi fiskeldis hafi verið ljós í nokkur ár eftir að seiðaeldið hrundi og verðfall varð á eldislaxi. „Ég held að þetta hafi allt legið fyrir þegar reikningar Byggðastofnunar voru afgreiddir. Ég get ekki séð að neitt hafi gerst síðan þá,“ sagði Matthías, sem jafnframt fullyrðir að bæði fyrr- verandi ríkisstjóm og núverandi ríkisstjórn hafi ekkert gert til hjálp- ar fiskeldinu og hafi þess vegna ekki úr háum söðli að detta í þeim efn- um, því miður. Þórður Friðjónsson, stjórnarfor- maður Framkvæmdasjóðs, segir ljóst að vandi Framkvæmdasjóðs vegna fiskeldislána sé mikill og ljóst að auka þurfi eigið fé sjóðsins, ef gengið er út frá því að mat Ríkisend- urskoðunar nú í ágústmánuði um afskriftarreglur sé eðlileg viðmiðun. Þórður kvaðst í sjálfu sér hvorki treysta sér til að gagnrýna mat Rík- isendurskoðunar á fiskeldisfyrir- tækjunum né taka undir það, því verðmæti þeirra eigna, sem um væri að ræða, ylti á því hvort greinin sem slík ætti sér einhverja möguleika í framtíðinni. - BG Valur Valsson, stjórnarformaður Menningarsjóðs íslandsbanka, afhendir Bergljótu Jónsdóttur, framkv.stjóra ísl. tónverkamiðstöðvar, og Emi Magnússyni styrk til að gefa út geisladisk með leik Arnar. Islandsbanki í tónmenninguna: Styrkir unga einleikara Stjóm Menningarsjóðs íslands- banka hefur veitt íslenskri tón- verkamiðstöð styrk að upphæð 600 þúsund kr. til að gefa út geisladisk með píanóleik Araar Magnússonar. Útgáfa þessi er liður í áformum fs- lenskrar tónverkamiðstöðvar að gefa út hljóðritanir með flutningi ungra íslenskra einleikara til að auðvelda þeim að koma sér á fram- færi erlendis, en það hefur staðið þeim fyrir þrifum hve upptökur eru fáar með leik þeirra. örn Magnússon er á leið til Japan þar sem hann verður fulltrúi íslands á norrænni píanóhátíð í nóvember. Það mun verða honum styrkur að hafa með sér upptökuna sem ís- landsbanki hefur nú styrkt. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.