Tíminn - 10.09.1991, Blaðsíða 1
VMSI býður upp
á nýja þjóðarsátt
Á framkvæmdastjórnarfundi Verkamannasam-
bands íslands (VMSI) í Borgarnesi um helgina var
ákveðið að leggja upp í samningaviðræður í haust
með það að markmiði að ná fram kaupmáttaraukn-
ingu með svipuðum hætti og þjóðarsáttarsamning-
ar hafa gert, þ.e. með stöðugu verðlagi og lágum
vöxtum. Framkvæmdastjórnin sló þó varnagla með
sérstakri ályktun þar sem varað var við að verulega
auknar álögur ríkisvaldsins á almenning vegna fjár-
lagagerðar gætu torveldað alla samningsgerð á nót-
um þjóðarsáttar. Það vekur athygli að Karl Steinar
Guðnason, starfandi formaður VMSÍ og formaður
fjárhagsnefndar Alþingis, lenti í minnihluta við af-
greiðslu þessarar tillögu og þótti að sér vegið með
þessum varnagla. Karl Steinar telur að flokkspólitík
hafi ráðið þegar varað var við auknum álögum, en
félagar hans í framkvæmdastjórninni telja að hags-
munaárekstrar ráði afstöðu starfandi formanns
Verkamannasambandsins.
• Blaðsíða 3
Banaslys varð á
Sæbraut í Reykjavík
laust eftir kl. hálf fimm (
gærdag þegar tvær bif-
reiðar, jeppi og fólksbíll,
skuilu saman. Ökumað-
ur fólksbílsins, 73 ára
gamall maður, var einn í
bílnum og lést hann á
slysadeild. Þrennt var (
jeppanum og stúlka í
aftursæti jeppans hand-
leggsbrotnaði, en aðrir
sluppu betur. Tildrög
slyssins voru þau að
fólksbíllinn ók inn á Sæ-
brautina frá Súðarvogi
og í veg fyrir jeppann,
sem náði ekki að
stöðva. Kalla þurfti til
tækjabíl slökkviliðs til
að ná ökumanninum út
úr fólksbifreiðinni.
Tímamynd: Árni Bjama
|a. J
r..! j H ifeíi
J fím Æ