Tíminn - 24.09.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Þriðjudagur 24. september 1991
MINNING
Gestur Olafur Þórólfsson
Hjaltastöðum, Skagafirði
Fæddur 24. september 1964
Dáinn20.júlí 1991
Laugardagurinn 20. júlí síðastliðinn
var bjartur og fagur eins og sumarið
hefur allt verið, en skyndilega dró
ský fyrir sólu, harmafregnir berast,
erm eitt umferðarslys hefur orðið og
nú er hrifinn brott kær vinur, Gest-
ur Ólafur Þórólfsson frá Hjaltastöð-
um í Skagafirði hafði látist í umferð-
arslysi snemma morguns.
Enn einu sinni erum við minnt á
hversu stutt er milli lífs og dauða.
Við skiljum ekki tilganginn er ung-
ur maður, sem rétt er að byrja lífið,
er kallaður svo fljótt, en við trúum
að það sé vilji guðs.
Gestur Ólafur var fæddur á Akra-
nesi 24. september 1964, sonur
hjónanna Þórólfs Péturssonar og
Sæunnar Kolbrúnar Jónsdóttur, var
hann næstelstur fimm bama þeirra.
Móðir Gests lést er hann var tíu ára
og má nærri geta hve þungbært það
hefúr verið svo ungum dreng.
Seinni kona Þórólfs er Anna Jó-
hannesdóttir og eiga þau tvær litlar
dætur.
Gestur kom fyrst á mitt heimili
með Eddu dóttur minni. Ég fann
fljótt að hér var á ferðinni drengur
góður sem öllum vildi vel. Gestur og
Edda eiga eina dóttur, Ester Ósk,
sem er rúmlega árs gömul er fáðir
hennar deyr, og þekkir hún nú bara
pabba á mynd.
Gestur var Ijóðvinur og söngelskur,
hann var alltaf syngjandi og síðast
þegar hann kom í heimsókn til okk-
ar skildi hann eftir á blaði uppskrif-
aðan texta sem honum var kær og
læt ég hann fylgja þessum kveðju-
orðum.
Ætti ég hörpu hljómaþýða,
hreina mjúka gígjustrengi,
til þín mundu lög mín líða,
leita þín er einn ég gengi.
Viltu þegar vorið blíða
veíja rósir kvölddögginni
koma til mín, kvæði blíða,
kveðja mig í hinsta sinni.
Lífíð allt má léttar falla,
Ijósið vaka í hugsun minni,
efég má þig aðeins kalla
yndið mitt í tjarlægðinni.
Innsta þrá í óskahöllum
á svo margt í skauti sínu.
Ég vildi geta vafíð öllum
vorylnum að hjarta þínu.
(Fr.H.)
Gestur hafði mikið dálæti á hest-
um og var hestamaður góður,
hann átti fallega hesta og flutti þá
jafnan með sér þar sem hann var
hverju sinni. Ferðalög um óbyggð-
ir landsins í góðra vina hópi voru
hans uppáhaldsferðir, hann kunni
frá mörgu að segja er hann fór
með sunnlenskum vinum sínum
yfir hálendið sumarið 1990.
Gestur fluttist til ömmu sinnar
og afa, Ragnheiðar og Péturs á
Hjaltastöðum, eftir að móðir hans
lést. Seinna flutti svo Þórólfur
með hin börnin og hefur búið þar
síðan.
Þeir eru margir sem syrgja látinn
vin, Gestur eignaðist alls staðar
vini hvar sem hann kom.
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá að þú grætur vegna þess
sem var gleði þín.“
Öllum ástvinum Gests sendi ég
innilegar samúðarkveðjur og bið
þeim blessunar guðs.
Ég kveð góðan dreng með þakk-
læti fyrir góð kynni sem voru allt
of stutt. Vona ég að þú, Gestur
minn, hafir sæst við ný heim-
kynni.
Hann einn má hjálpa þér,
þá hjástoð mannleg þverr,
heim þig á höndum sér
í himna sælu ber.
(H.P.)
Blessuð sé minning hans.
Ester Steindórsdóttir
Jón Guðmundsson
Kvöld-, nætur- og holgldagavarsla apöteka I
Roykjavlk 20. tll 26. september er I Vest-
urbæjarapóteki og Háaleltlsapótekl. Það
apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsl-
una frð kl. 22.00 aö kvöldl tll kl. 9.00 aö
morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög-
um. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjón-
ustu eru gefnar I sima 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafálags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátlöum. Slm-
svari 681041.
Hafnarfjörðun Hafnarfjaröar apótek og Norð-
urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartima buöa. Apó-
tekin skiptast á sina vikuna hvort aö sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja-
fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I
síma 22445.
Apótek Keflavfkur: Opiö virka daga frá k.
9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al-
mennafridaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Oplð vlrka daga frá
kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu mllll kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 16.30.
Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opiö virka daga
til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garöabær: Apóteklö er opið mmhelga daga
kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Alnæmlsvandlnn. Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann vilja styöja smitaöa og sjúka
og aöstandendur þeima, simi 28586.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og
Kópavog er I Heilsuvemdarstöö Reykjavlkur
alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar-
dögum og helgidögum allan sólarhringinn.
A Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl.
20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá
sunnudögum. Vitjanabeiönir, slmaráðlegglngar
og timapantanir I sfma 21230. Borgarspftalinn
vakt frá Id. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem
ekki hefur heimilislæknl eða nær ekki til hans
(síml 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa-
deild) sinnirslösuðum og skyndiveikum allan sól-
arhringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um
lyfjabúðir og læknaþjónustu erugefnar I slm-
svara 18888.
Neskaupstað
Ónæmisaðgeröirfyrirfutloröna gegn mænusótt
fara fram á Hoilsuvemdarstöð Reykjavfkur á
þriöjudögum kf. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
Fæddur 13. janúar 1905
Dáinn 14. júní 1991
Og dauðinn þig leiddi í höll sína
heim
þar sem hvelfíngin víð og blá
reis úr húmi hnígandi nætur
með hækkandi dag yfír brá.
Þarstigu draumarþíns liðna lífs
í loftinu mjúkan dans.
Og drottinn brosti, hver bæn þín
var orðin
að blómum við fótskör hans.
Hann tók þig í fang sér og himn-
amir hófu
í hjarta þér fagnandi söng.
Og sólkerfíð daganna svifu þar
um sál þína í tónanna þröng.
En þú varst sem bamið, er beygir
kné
til bænar í fyrsta sinn.
Það á engin orð nógu auðmjúk til
en andvarpar. Faðir minn.
(T.G.)
Hinn 14. júní síðastliðinn lést að
heimili sínu kær vinur okkar, Jón
Guðmundsson, ættaður frá Þrasa-
stöðum í Stíflu, Skagafirði.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
mundur Bergsson bóndi þar og
kona hans Guðný Jóhannsdóttir. Var
Jón fimmti í röðinni af þrettán
systkinum, en átta þeirra komust
upp til fullorðinsára. Allir, sem urðu
samferða þeim ágætu hjónum,
fundu samheldni þeirra og var um-
hyggjan fyrir börnunum í fyrirrúmi.
Var það því mikill harmur kveðinn
að Þrasastaðaheimilinu 1917 er
móðir Jóns, Guðný, féll frá, þá 40
ára gömul. Þessu mikla mótlæti tók
Guðmundur með þreki og stillingu.
Hélt hann bömum sínum hjá sér og
ól þau upp í miklu ástríki ásamt
ráðskonu sinni, Kristínu Bjama-
dóttur, er reyndist þeim eins og
besta móðir. Þrasastaðaheimilið var
mannmargt og vöndust börnin því
snemma mikilli vinnu, enda vinnu-
dagur þar oft langur og strangur.
Þann 28. maí 1928 giftist Jón heit-
konu sinni, Guðrúnu Sigurhönnu
Pétursdóttur frá Hrólfsstöðum,
Skagafirði. Stofnuðu þau heimili
sitt að Kleifum, Ólafsfirði, og gerðist
-----------------------------------------------------^
Sambýlismaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
Sigurður Sigurðsson
fyrrverandi yfiriögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, Álm-
holti 16, Mosfellsbæ
lést á heimili sínu að kvöldi föstudags 20. september.
Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27.
september kl. 15. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á
Hjartavernd.
Brynja Óskarsdóttir
Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Margrét Zophoniasdóttir
María Skagfjörð Sigurðardóttir
Kolbrún Skagfjörð Siguröardóttir
Jóhannes Skagfjörö Sigurðsson
Guðríður Skagfjörð Sigurðardóttir
Guðrún Skagfjöró Sigurðardóttir
og barnabörn
Stefán Jónsson
Kári Gunnlaugsson
Birgitta Bjömsdóttir
Bjarni Sigurðsson
Jón bóndi þar. Eignuðust þau hjón
fjórar dætur, en þær em:
Hólmfríður, fædd 31. maí 1930,
leikskólastjóri að Sólvöllum í Nes-
kaupstað, gift Sigurði Jónssyni,
starfsmanni við loðnuverksmiðju
Síldarvinnslunnar hf. í Neskaup-
stað, eiga þau fjóra syni.
Katrín, sjúkraliði, fædd 6. júlí
1932, gift Magnúsi Ásmundssyni, yf-
irlækni við Fjórðungssjúkrahúsið í
Neskaupstað, eiga þau fimm börn.
Jóhanna Sigríður, fædd 8. aprfl
1934, sjúkraþjálfari, gift Stefáni An-
tonssyni vélstjóra, búsett í Banda-
ríkjunum, eiga þau fjögur börn.
Yngst er Hulda, fædd 3. aprfl 1937,
dagmóðir, gift Hilmi Jóhannessyni,
bæjarfulltrúa á Sauðárkróki, eiga
þau þrjú börn.
Um 1937 flutti fjölskyldan frá Kleif-
um til Húsavíkur. Gerðist Jón þá
sjómaður en var jafnframt með
sauðfé. Þar bjuggu þau í nokkur ár
þar til Guðrún og Jón slitu samvist-
ir. Um tíma var Jón verkstjóri á Suð-
ureyri við Súgandafjörð og víðar.
Einn son eignaðist Jón; heitir hann
Hreinn, fæddur 16. desember 1946,
verkstjóri og fiskmatsmaður á Húsa-
vík, á hann tvo syni.
1956 giftist Jón Helgu Biskipstö frá
Klakksvík í Færeyjum, fæddri 12.
júlí 1916. Bjuggu þau allan sinn bú-
skap í Neskaupstað, en hún lést 5.
nóvember 1980. Jón og Helga eign-
uðust eina kjördóttur, er það Sólrún
Hervör, fædd 2. ágúst 1944, hús-
freyja að Eyrarlandi í Deildardal, gift
Páli Þorgilssyni, bónda þar, þau eiga
fimm böm. 1949- 1962, að einu ári
undanskildu, var Jón yfirverkstjóri
hjá Fiskvinnslustöð F.Ú.N. í Nes-
kaupstað. Hann var einn af þeim er
sátu stofnfund Sfldarvinnslunnar
hf. í Neskaupstað þann 11. desember
1957. Hann var varamaður bæði í
stjórn Sfldarvinnslunnar hf. og 01-
íusamlagi útvegsmanna í Neskaup-
stað.
Einnig starfaði hann á bæjarskrif-
stofunni í Neskaupstað í tíð Bjarna
heitins Þórðarsonar bæjarstjóra.
Seinna vann Jón á skrifstofu og við
verslunarstörf hjá S.Ú.N. eða til
1981 er hann lét af störfum. Alla tíð
reyndist hann traustur og sam-
viskusamur starfskraftur. Hann var
mikill félagshyggjumaður og hafði
ákveðnar skoðanir, en var ávallt fé-
lagi sem öllum þótti vænt um er
honum kynntust. Alla tíð átti Jón
sauðfé og eignaðist hann fjölda vina
í kringum það. Það var ekki ósjaldan
að foreldrar hér í bæ komu með
börn sín til að fylgjast með á vorin er
lömbin voru að fæðast og átti hann
þá stundum til að gefa börnum ná-
granna sinna lömb. Þannig var Jón
ávallt gefandi fremur en þiggjandi.
Mikill kunningsskapur var á milli
foreldra minna og Jóns Guðmunds-
sonar, því að í mörg ár rak hann
sauðfé sitt ásamt öðrum fjáreigend-
um hér frá Neskaupstað til beitar í
Mjóafjörð og var jafnan komið við á
Reykjum og var þá oft glatt á hjalla.
Þegar ég fluttist til Neskaupstaðar
var heimili þeirra Helgu sem mitt
annað heimili og reyndust þau mér
og mínum ákaflega vel.
Ræktarsemi Jóns var einstök og
skipti þá ekki máli hvort í hlut áttu
nánir ættingjar hans eða vinir og
kunningjar. Vinahópur Jóns var
mjög stór, hann var skemmtilegur í
vinahópi, höfðingi í lund og veitti
jafnan stórmannlega.
Með þessum línum viljum við
þakka honum samfylgdina og alla þá
ástúð og hlýju sem hann sýndi okk-
ur.
Ættingjum hans og vinum sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Jóns Guð-
mundssonar.
Sigurður Wíum og fjölskylda
ónæmisskirteini.
Garðabær: Heilsugæsiustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er i
slma 51100.
Hafnarijörðun Heilsugæsla Hafnarfjaröar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, sími 53722. Læknavakt slmi 51100.
Kópavogur. Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Slmi 40400.
Keflavfk: Neyðarpjónusta er allan sólarfiringinn
á Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I
sálfræðilegum efnum. Slmi 687075.
Landspltallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19
til kl. 20.00. Kvennadelldin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl.
15-16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-
20.30. Barnaspitall Hrlngsins: Kl. 13-19 alla
daga. Öldrunariækningadeild Landspftal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu-
lagi. - Landakotsspftali: Alla virka kl. 15 til kl.
16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17.
Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. - Borgarspftallnn I Fossvogl: Mánu-
daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir
samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum
kl. 15-18.
Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvlta-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlmi frjáls
alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga
kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðln: Kl. 14 til
kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: AJIa
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspltali:
Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl.
19.30. - Flókadoild: Alla daga kl. 15.30 til kl.
17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. - Vffilsstaðaspltali: Heim-
sóknartlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. -
SL Jósepsspítall Hafnarflrði: Alla daga kl.
15-16 00 19-19 30.
Sunnuhlfð hjúkrunarheimili i Kópavogi: Heim-
sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavfkuriæknishéraðs og
heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar-
hringinn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið:
Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30.
Um helgar og á hátiöum: Kl. 15.00-16.00 og
19.00-19.30. Akureyrl - sjúkrahúslð: Heim-
sóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-
20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra
Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofuslmi frá
kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akra-
ness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er
alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30.
Reykjavík: Neyðarsími lögreglunnar er 11166
og 000.
Seltjamames: Lögreglan slmi 611166,
slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100.
Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkviliö
og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörðun Lögreglan sími 51166, slökkvl-
lið og sjúkrab'ifreið sími 51100.
Keflavik: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og
sjúkrabíll simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjan Lögreglan, simi 11666,
slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsið simi
11955.
Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og
23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö slmi 22222.
Isafjörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi
3300, brunasími og sjúkrabifreið slmi 3333.