Tíminn - 28.09.1991, Qupperneq 13

Tíminn - 28.09.1991, Qupperneq 13
Laugardagur 28. september 1991 Tíminn 21 Janus Auöur Lífsstíll fjölskyldunnar Edda Salbjörg Selma Dóra Sr. Pálmi Aðalhelöur Kjartan Þórólfur A 5. landsþingi Landssambands framsóknar- kvenna, sem verður haldið I Borgartúni 6 þann 4. og 5. okt. n.k. og hefst kl. 9.15, verður leitast við að svara spumingum eins og þessum: Gerum við ofmlklar kröfur til lifsgæða? Er auðvelt að vera ungur uppalandi? Á að stofna sérstakan fjölskylduskóla? Eftirfarandi fyrírlesarar hafa tekið að sér að ræða Jffsstll fjölskyldunn- ar" út frá þessum og fleiri spumingum.: Edda Arndal og Salbjörg BJamadóttlr hjúkrunarfræðingar Þórarinn Tyrfingsson yflrlæknlr Selma Dóra Þorsteinsdóttir fóstra Séra Pálml Matthíasson sóknarprestur Aðalheiður Auðunsdóttlr heimilisfrœðlkennari og námsstjóri Janus Guðlaugsson Iþróttakennari og námsstjóri Auður Þórhallsdóttlr heimilismóðlr Kjartan Jónsson heimllisfaðlr Þórótfur Matthiasson hagfræðlngur Eftir stutta fyririestra verður spumingum svarað f pallborði. Þessi dag- skrárliður verður laugardaginn 5. október kl. 9-12.30. Framkvæmdastjóm LFK. Keflavík: Aðalfundur Framsóknarfélags Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 30. sept. kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Að loknum aðalfundi verður al- mennur fundur framsóknarfélaganna. Drífa Sigfusdóttir ræðir bæjarmálin. Önnur mál. Stjórnin. Reykjanes Fundur f fulltrúaráði K.F.R. f Reykjaneskjördæmi verður haldinn fimmtud. 3. október n.k. kl. 21.00 f Félagsheimili framsóknarmanna f Grindavlk að Vfkurbraut 8. Stjómln Fulltrúaráð framsóknar- félaganna í Reykjavík Drætti f skyndihappdrættinu hefur verið frestaö. Nánar auglýst síðar. Framsóknarvist í Kópavogi Spiluð verður Framsóknarvist að Digranesvegi 12, sunnudaginn 29. sept. n.k. og hefst kl. 15. Verölaunin verða eftir þátttöku. Spllanefndln Konur Suðurlandi Fundur vegna Landsþings LFK verður haldinn á Eyrarvegi 15, Selfossi, þriðjudags- kvöldið 1. okt. n.k. kl. 21. Hvetjum konur til að fjölmenna á Landsþingið 4. og 5. október. Félag framsóknarkvenna Ámessýslu. Mary Elizabeth Mastrantonio leikur lafði Maríönnu í Hróa Hetti. Bryan Adams slær 36 ára met: Lagið hans á toppnum í 12 vikur í Bretlandi Stjarna kanadíska söngvarans Bryans Adams skín skært þessa dagana. Á sunnudaginn sló Ad- ams 36 ára gamalt met en lag hans I Do It For You var þá búið að vera í 12 vikur í fyrsta sæti breska vinsældalistans. Fyrir þá, sem ekki vita, þá er Bryan Adams 31 árs. Hann geng- ur yfirleitt í gallabuxum, skyrtu og gömlum leðurjakka. Að minnsta kosti var hann í þessum klæðnaði þegar hann mætti til leiks í plötubúðunni í Vancouver til að árita plötuna sína. Bryan Adams hyggur á tónleika- för um Evrópu í næsta mánuði. Hann ætlar að byrja í Belfast á Norður- írlandi.. Þrátt fyrir frægð og frama býr Adams ennþá í þriggja herbergja íbúðinni sem hann bjó í þegar hann vann við uppvask. Hann segir sjálfur að hann hafi ekki lát- ið frægðina stíga sér til höfuðs, hann hafi stoppað hana þegar hún náði honum í axlir! Hann er mikill umhverfisvernd- arsinni og skilaboð hans til ung- dómsins eru: „Gerðu það sem þig langar til, og segðu það sem þér býr í brjósti." Aðspurður um hvort hann hyggi á brúðkaup og barneign í fram- tíðinni svaraði hann: „Ekki í þess- ari viku.“ Þegar hann var spurður um hverju hann væri stoltastur af í sambandi við nýju plötuna svaraði hann: „Að hafa lokið henni.“ Lagið I Do It For You er úr kvik- myndinni Hrói Höttur, sem sýnd er í Regnboganum um þessar mundir við gífúrlegar vinsældir. Ekki skrítið, enda er hér á ferð- inni frábær mynd. Lagið hefur verið í 12 vikur á breska vin- sældalistanum og sló þar með Kevin Costner leikur sjálfan Hróa Hött. Costner er með eftir- sóttustu leikurum heims. met Slims Whitman sem söng Rose Marie, en það lag trónaði á toppnum í 11 vikur og það met stóð í 36 ár. Á sínum yngri árum vann Ad- ams í eldhúsi á veitingastað ein- um. Kokkurinn þar, Bill Cham- berlain, sagði að hann myndi eft- ir Bryan Adams sem horuðum strákling sem sagði fólki að dag einn yrði hann stórstjarna. „Hann hafði ekki nógu gott lita- raft. Hann var lítill og virtist vera eins og vannærður. Hann var vanur að segja að hann yrði einn daginn mesta rokkstjarna heims. Hann var vanur að tromma með hnífapörunum í diskana. Við vor- um vanir að segja við hann: „í guðanna bænum, Adams, haltu þér saman!“,“ segir Bill Cham- berlain.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.