Tíminn - 02.11.1991, Page 2

Tíminn - 02.11.1991, Page 2
2 Tíminn Laugardagur 2. nóvember 1991 Vonir um vaxtalækkanir daprast. Sverrir Hermanns- son lýsir hrunadansi peningakapphlaupsins: Banhungrað ríkið býður í spariféð „Það er vitanlega mikil nauðsyn að lækka vextina, ef þess er kostur. En það er bara ekki hægt meðan ríkið sjálft gengur á undan, banhungrað, og býður í peningana. Við verðum að taka þátt í þeim hrunadansi og þá er ekki mikil von til þess að menn ráði við lækkun vaxta. Þar á ofan eru bankar, sem eiga í erfiðleikum með að gegna lausafjárskyldunni, vegna þess hve spamaður- inn er takmarkaður og fast keppt um hann, sektaðir háum sektum, 30%, þegar okkur vantar upp á lausafjárskylduna." BÆN STÓRKAUP- MANNSINS Ég etska þig frelsi En þó er það svona svo afspymu heitt, að eitthvað er að, aö ekkert er kœrara mér. og afleit er síðasta ffétt. Og ákaft ég krefst þess Því helftin afþjóðinni að alls ekki neitt erþotin af stað, sé afnumiö, frelsi, afþér. hún þeysir um himnanna Með freisinu tryggjum við far rétt, sœld hversmanns og kaupir í útlöndum fœði og og framtíðarhagsmuni þjóðar föt og lands œ, frelsi þvi ertu með svoíeið- því skilvirkt og öruggt það er. is göt, hví er ekki upp í þau sett? / firelsisins nafhi Ó, komdu nú ríki, svo flytjum við inn, með klœmar sem fyrst, og fyllum hvem markað og oy krœktu í dálítinn skatt. búð. Og vertu nú ákveðið, Og frelsið ég lofsyng bráðlátt og byrst í sérhvertþað sinn og beittu þér svolítið hratt, er sé ég að gömul og lúð og leggðu nú vaskinn á ferðir og úrelt og gagnslaus og og flug. aflóga stétt Æ, flýttu þér ríki og sýndu nú fœr ekkert að gera, þá veitist dug mér létt að fá eitthvað fgrir minn þvf annars getég farið flatt! snúð. Vámuður VINATTAN LOFSUNGIN í HÖLLINNI Vináttuhátíð ‘91, sem boðað hefur verið til í Laugardalshöll klukkan 15-19 í dag, hlýtur að eiga sér marga vini og velunnara til þess að geta orðið að veruleika. Þar hefur verið skipulögð fjölbreytt skemmt- un fyrir fólk á öllum aldri, sem þar á ofan er boöinn ókeypis aðgangur. Heill her hljómsveita, söngvara og annarra skemmtikrafta ætlar að skemmta veislugestum í Laugar- dalshöllinni: Bubbi Mortens, Júpít- ers, Kuran Swing, Ole Christiansens Band frá Grænlandi, Sororicide, Fjörkarlar, Strandamannakórinn, Neistar, Götuleikhúsið Auðhumla, dansarar frá Kramhúsinu, Lúðra- sveit verkalýðsins, Jón Rúnar Ara- son, Edda Björgvinsdóttir og fleiri. Utan við Höllina ætla Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík að sýna tæki sín og búnað. Frá Landhelgisgæslunni Þeir vaxtalækkunardraumar, sem svo margir hafa viðrað að undan- förnu, hljóta að daprast eftir slíkt svar Sverris Hermannssonar bankastjóra, sem spurður var hvort vaxtalækkana væri að vænta frá Landsbankanum. „Við höfum viljað reyna að lækka vexti, vegna lækkandi verðbólgu, sem ætti að skapa skilyrði til þess. En menn lækka ekki vextina meðan svona stendur. Og þarna er þunga- miðjan hjá ríkisvaldinu, sem tekur ákvarðanir um þetta. Þá verða menn vitanlega að bjarga sér sem best gerist," sagði Sverrir. Og hann telur litla von um að þessu kapphlaupi linni, haldi ríkis- valdið áfram að beita sömu brögð- um: „í fyrsta lagi þessum tilboðum í sparifé landsmanna, sem við þurf- um að ná í til að þjóna okkar við- skiptavinum. Og í öðru lagi þessum gífurlegu viðurlögum við því ef við getum ekki staðið við settar kröfur um lausafjárskyldu. Landsbankinn þarf að eiga laust fé, sem svarar 7,2 milljörðum króna dag hvern, til þess að komast hjá sektum.“ Sverrir varar stjórnvöld sömuleið- is við því að treysta á að Landsbank- inn geti upp á sitt eindæmi haldið höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar á floti gegnum fyrirsjáanlegar þreng- ingar. Áætluð 8 milljarða verð- mætarýrnun á afla upp úr sjó þýði gróft áætlað fimm til sex milljarða rýrnun í veltu Landsbankans, sem er með rúmlega 70% útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja landsins í við- skiptum. „Það er alveg ljóst að ætli menn að halda fast við þessa örbirgðar- stefnu, sem tekin hefur verið í afla- feng þjóðarinnar, þá heldur Lands- bankinn sjávarútveginum ekkert á floti. Við erum ekki færir um að standa undir slíku. Fyrirtækin hljóta því að leggja upp íaupana í stórum stíl — þau minni fyrst. En það getur verið að sægreifarnir fljóti, ég á von á því,“ sagði Sverrir Hermannsson, og kvað fast að orði. —HEI Heimspeki einnig í holtsskóla Vegna fréttar í Túnanum á dög- tmum um að Vesturbæjarskól- inn sé elni grunnskóBnn sem haíi heimspeki á sámsskránni, hafði Þorsteinn Hjartarson, skóiastjðri Brautarholtsskóla I Skeiðahreppi, samband viö Tún- ann. Þorstcinn segir að heimspeki hafi verið teldn úm í námsskrá 5.-7. bekkjar Brautarholtsskóla í fyrra. „Það er nú fyrst og fremst mlnn persónukgi áhugi á heim- speki, sem varð til þess að grein- in var tekin inn í námsskrá, en ég kynntist heimspekhnú á nám- skeiði hjá Hreini Pálssyni, skóia- stjóra Heimspekiskólans. Þá sá ég hvað þetta var stóricostlegt,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn tekur fram að bðm- unum sé m.a. kennt að skiptast á skoðunum, færa rök fyrir smu máli og hlusta á aðra. Það er ekki bara kennarinn sem stjóm- ar öllu, börnin hafa einnig sitt fil málanna að leggja. Þorsteinn álítur að heimspek- in eigi mikið erindi úm í grann- skóhma og telur að kennarar eigi tvúnælalaust að sýna þessu áhuga. Hann telur að heimspekl- kennsla í Kennaraháskólamtm sé af skomum skammti. „Ég held að hemtspeki sé grundvall- amárnsgrein fyrir fólk sem ætlar að starfa við kennslu,“ segúr Þorsteinn. -js koma menn á þyrlu og sýna hvernig þeir síga úr henni. Lögreglan lætur sig heldur ekki vanta. Og Sniglarnir verða á staðnum. íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur og Unglingadeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur hafa unnið að þessu verkefni frá því s.I. haust. Til- gangurinn er sagður sá, að auka tengsl, samskipti og samvinnu fé- laga, samtaka, stofnana og einstak- linga með sameiginlegum verkefn- um og uppákomum. Og að koma á umræðum um vináttu og aðra já- kvæða hiuti í samskiptum manna, í stað þess að dvelja stöðugt við skuggahliðar eins og ofbeldi og vímuefnanotkun. Verkefnið hefur m.a. verið kynnt í skólum, dagvistarstofnunum og fé- lagsmiðstöðvum og alls staðar feng- ið vinsamlegar viðtökur, að sögn skipuleggjenda. Jf Starfsmenn Blómavals undirbúa rósasýninguna um helgina. Timamynd Ami Bjama Mikil rósasýning í Blómavali um helgina: RÓSIR í BLOMABUÐUM ERU ALLAR INNLENDAR Laugardaginn 2. nóvember opnar Blómaval íslenska rósasýningu, sem mun standa um helgina. Rósa- bændur munu sýna blómann úr framleiðslu sinni, vera til viðtals og veita upplýsingar um blóm blóm- anna. Flestar koma rósimar frá Hveragerði, Mosfellsbæ og upp- sveitum Ámessýslu. Þessir staðir hafa um árabil verið í fararbroddi íslenskrar rósaræktar og verða full- trúar þeirra að sjálfsögðu á sýning- unni. íslenskir rósabændur hafa unnið mikið ræktunarstarf undanfama áratugi og skipta þau afbrigði, sem ræktuð eru nú, mörgum tugum. Ekki dregur úr gróskunni að ný Ijósatækni, gjörlýsing, gerir kleift að rækta rósir alian ársins hring. Gest- ir munu kjósa fegursta rósa-afbrigð- ið og hlýtur það sæmdarheitið „Rós ársins 1991“. Sýningin verður í Blómavali, Sigtúni 40, og verður op- ir\ frá klukkan 9.00 til 22.00. Sigurður Moritzson, framkvæmda- stjóri Blómamiðstöðvarinnar, segir í samtali við Tímann að það sé búið að rækta rósir á íslandi í um það bil 50 ár. Það halda margir að rósir komi frá útlöndum, en þær hafa ekki verið fluttar inn í áratugi. Um það bil 10 eða 12 bændur rækta all- ar þær rósir sem íslendingar þurfa á að haida. Hér áður fyrr voru rósir ekki á boðstólum á tímabilinu októ- ber til mars. Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting með tilkomu gróðurlýsingar. Rósir er núna rækt- aðar allt árið um kring og tegundar- afbrigðin eru á milli 25 til 30, segir Sigurður. Hann telur að íslenskir garðyrkju- menn hafi náð sérstaklega góðum tökum á rósaræktinni. -js

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.