Tíminn - 02.11.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn
Laugardagur 2. nóvember 1991
ARNAÐ HEILLA
Sólveig Eyjólfsdóttir
áttræð
f dag er merkisafmæli að Miðleiti 7 í
Reykjavík. Það er Sólveig húsmóðir sem
nú fyllir áttunda tug æviára. Ég ætla að
litainn til hennarafþví tilefni. Það kem-
ur þó ekki með því tunglinu að ég drepi á
dyr hjá Sólveigu og eiginmanni hennar,
Eysteini Jónssyni. í hálfa öld hefur heim-
ili þeirra góðu hjóna staðið mér opið. Og
hlýjar minningar einar eru bundnar
komum mínum og lengri eða skemmri
viðdvöl í þeim ranni.
Sólveig Eyjólfsdóttir er fædd í Reykjavík
2. nóvember 1911. Foreldrar hennar
voru hjónin Eyjólfur Jónsson múrari og
Þorbjörg Mensaldursdóttir. Var hún ætt-
uð úr Austur-Skaftafellssýslu, hann er úr
vestursýslunni að móður, en faðir Eyjólfs
átti kyn hér syðra.
Æskuheimili Sólveigar var að Berg-
staðastræti 46. Hún átti sín uppvaxtarár í
Skólavörðuholtinu og gekk í Miðbæjar-
bamaskólann. Þar voru mætir skóla-
menn að störfum, Morten Hansen skóla-
stjóri, Helgi Hjörvar kennari og fleiri og
fleiri. Sólveig var tápmikill unglingur og
fór snemma að finna fyrir sér. Ýmis störf
komu til greina í bænum á vetrum og á
sumrin réðst hún kaupakona austur í
Rangárvallasýslu. Leiklistin heillaði Sól-
veigu. Hún fór í leiklistarskóla Haraldar
Bjömssonar og hóf að leika hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur. Þótt sá ferill yrði ekki
langur fór hún með allmörg hlutverk,
smá og stór, hið síðasta 1938. Mun henni
hafa farist það vel úr hendi. En örlögin
(get ekki orðað það öðruvísi) tóku í
taumana og fengu henni nýtt hlutverk
og nú á „stóra" sviðinu.
Sagt er að lífið fari stundum krókaleið-
ir. En það á einnig til að falla í fastmótað-
an farveg með miklum straumþunga.
Tvítug giftist Sólveig, Eysteini Jónssyni,
þann 20. febrúar 1932. Hann hafði þá
þegar haslað sér völl í eldlínu íslenskra
stjómmála og átti þaðan ekki aftur-
kvæmt um sinn. Hann var kosinn al-
þingismaður 1933 og skipaður fjármála-
ráðherra árið eftir. Og gafst ekki upp í
fjörutíu ár, „hart líf en aldrei Ieiðinlegt“,
eins og hann komst sjálfur að orði á eft-
irminnilegri kveðjustund á Alþingi 1974.
— Hin straumþunga og síkvika röst
landsmálanna hreif ekki aðeins með sér
einstaklinginn Eystein Jónsson heldur
og heimili hans, næstum eins og það
lagði sig til að byrja með.
Ungu hjónin hófu búskap í leiguhús-
næði að Ásvallagötu 5. En tveimur árum
seinna fluttu þau í eigið hús, nr. 67 við
sömu götu. Frá fyrsta degi voru sex
manns í heimili Sólveigar og Eysteins,
auk þeirra aldraðir foreldrar hans, séra
Jón Finnsson og frú Sigríður Hansína
Beck og tvær fósturdætur þeirra. En þau
voru þá nýlega flutt í bæinn austan af
Djúpavogi þar sem séra Jón hafði verið
þjónandi prestur í fjörutíu ár. Gömlu
hjónin dvöldust hjá syni sínum og
tengdadóttur síðustu æviárin, en ungu
stúlkumar fóru að eiga með sig sjálfar
þegar þar að kom. Nýtt fólk leit dagsins
Ijós, en böm Sólveigar og Eysteins eru
sex. Heimili þeirra var því allfjölmennt
fyrstu áratugina og alveg frá byrjun. Um
skeið hafði Sólveig hjálparstúlku og varð
vel til hjóna, eins og segir um vistráðn-
ingar til foma.
Hlutverk húsfreyjunnar að Ásvallagötu
67 var nokkuð sérstætt og í reynd marg-
slungið. Annars vegar voru hin hefð-
bundnu húsmóðurstörf, uppeldi bama í
víðustu merkingu, húshald, saumaskap-
ur og matseld, allt leyst af höndum af
fullri alúð, atorku og myndarskap. Við
bættist síðan allt það er leiddi af þrot-
lausu starfi húsbóndans á vettvangi þjóð-
málanna, beint og óbeint. — ,Allan okk-
ar búskap hefur hún orðið að sjá um
heimilið nálega að öllu leyti, vinna
venjuleg húsbóndastörf auk heimilis-
verkanna," sagði Eysteinn Jónsson um
hlutverk konu sinnar í samtali við Val-
geir Sigurðsson fyrir allmörgum ámm.
Og bætti við: „Þetta má skoða sem fram-
lag hennar til þjóðmálabaráttunnar."
Það var orð að sönnu, eins og kunnugir
vita mætavel. Án þessa „framlags“ hefði
Eysteinn ekki getað einbeitt sér í stjóm-
málunum eins og raun bar vitni. En það
var vissulega þýðingarmikið fyrir mál-
stað samherjanna og framvindu íslenskr-
ar sögu á örlagatímum.
Sólveig gerði gott betur en bæta á sig
húsbóndastörfunum hjá venjulegri ís-
lenskri fjölskyldu. Heimilið, sem hún
stóð fyrir, varð frá upphafi og um langt
árabil einskonar pólítískt hreiður þar
sem samherjar úr flokki og úr kjördæmi
Eysteins sérstaklega hittust og réðu ráð-
um sínum, þótt hinir formlegu fundir
væru haldnir í stærra húsnæði. Hversu
oft skyldi Sólveig líka hafa svarað í sí-
mann þegar við hringdum félagamir —
og allir hinir — að spyrja um mann
hennan alþingismanninn, ráðherrann
og flokksforingjann? Því getur enginn
svarað, en ég er þess fullviss að hressileg
andsvör hennar hvert eitt sinn sem hún
svaraði í síma vom síður en svo þýðing-
arlaus fyrir þann sameiginlega málstað
sem maður hennar var í forsvari fyrir. Og
MINNING *"T? ■!£ 'ý" \ ,1
Unnur Tryggvadóttir
Fædd 18.júní 1921
Dáln 26. október 1991
Þú andi lífsins, alheims mikla sál,
orku mér gef að flgtja hjartans mál,
leiðsögn mér veittu, helga sólar sýn,
sannleiks að fínni veginn upp til þín.
(Valdimar Jónsson frá Hemru)
Söngfélagi okkar og vinur, Unnur
Tryggvadóttir, er látin. Nú kemur hún
ekki lengur á æfingar eða í ferðalög
með okkur í þessum heimi. Við viss-
um sum hver að hún hafði fengið
„hjartaaðvörun", en að hún yrði svo
brátt kölluð frá okkur óraði okkur ekki
fyrir, hún sem var svo kát og hress fyr-
ir stuttu.
Nú er stórt skarð í altröddinni og það
skarð verður vandfyllt, því Unnur var
einn af þeim félögum sem mynduðu
þann sterka kjama er hefur haldið
Söngfélagi Skaftfellinga starfandi í
nærri 20 ár. Unnur var Önfirðingur, en
hún var gift öðlingnum Bimi Sigurðs-
syni frá Hvammi í Skaftártungu. Bjöm
lést fyrir rúmum 5 ámm. Björn söng
einnig með Söngfélaginu í mörg ár og
var meðal annars formaður þess á
þeim tíma er félagið gaf út plötuna
,J4ín sveitin kær“. Að vera formaður á
þeim tíma er plötuútgáfa stendur yfir
er tímafrekt starf. Það leysti Bjöm af
hendi með einstakri prýði og víst er að
heimili þeirra hjóna var langan tíma
undirlagt af því sem fylgir plötuút-
gáfú, og allt fram á síðasta ár geymdi
Unnur plötur fyrir kórinn.
Sá brennandi áhugi, sem þau Björn
og Unnur höfðu á starfi Söngfélagsins,
smitaði dætur þeirra og hafa þær sett
svip sinn á starf kórsins nú hin síðustu
ár, og starfað þar af sama krafti og
samviskusemi og foreldrar þeirra.
Unnur var ákveðin kona og hafði sína
meiningu á hlutunum. Afstaða hennar
var alltaf hrein og bein. Með slfku fólki
er gott að starfa. Þá var samviskusemi
hennar einstök, t.d. hélt hún alla tíð
mætingaskrá yfir altröddina.
Við félagar hennar í Söngfélaginu
þökkum henni fyrir samfylgdina og
samstarfið í gegnum árin. Hennar
verður sárt saknað.
Við vottum Möggu, Sigríði, Hönnu
og fjölskyldum þeirra, Önnu systur og
öðmm ættingjum okkar innilegustu
samúð.
Guð styrki ykkur í sorg ykkar.
Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mér
bjó
ef bömin mín smáu þú lætur í ró.
Þú manst að þau eiga sér móður.
Og ef að þau lifa þau sgngja þér söng
um sumarið blíða og vorkvöldin löng.
Þú gerir það, vinur minn góður.
(Þorsteinn Erlingsson)
Félagar í Söngfélagi Skaftfellinga
Magnús Steinar Ágústsson
Fæddur 5. ágúst 1967
Dáinn 14. september 1991
Ég veit eitt hljóð svo heljar þungt,
sem hugans orku lamar.
Með helstaf lýstur hjartað ungt,
og hrœddþað tungan stamar.
Það dauðaklukku geymir glym
og gnýr sem margra hafa brim,
þau dómsorð sár með sorgarym:
Þið sjáist aldrei framar.
(Stgr. Th.)
Það hefur löngum verið í frásögur fært
þegar þau náttúruundur gerast að blíð-
viðri breytist á andartaki í fárviðri, og
æði oft eiga einhverjir um sárt að binda
er því slotar.
Á nýliðnum haustdögum, þegar hæglát
golan svifaði föllnu laufi, brast á stórviðri
hér í byggðarlaginu. Þar misstu hjónin í
Brekku son sinn.
Og hver vill ekki hjálpa þegar vandræði
ber að höndum? Hvað er til ráða? Enginn
fær neinu um þokað og í úrræðaleysi
sínu reikar hugurinn víða. Auga hug-
skotsins nemur staðar við ungbörn aö
leik — dreng og stúlku sem una tilver-
unni vel, í hæglátu dundi sínu, og þá gat
maður verið að „spyrja og spá, hvar spor
þeirra lægi yfir heiminn". Þetta er löngu
liðin tíð, en bæði þessi böm hafa lotið
sínum örlögum. Eitt ofviðrið færði
drenginn til grafar og nú sneið það grein
af stúlkunni, húsmóðurinni í Brekku.
Áfram mun lífið halda, strítt og blítt að
vanda. Hve fegin vildum við, sem álengd-
ar stöndum, ekki geta linað kvöl foreldr-
anna og annarra sem um sárt eiga að
binda, en það nær skammt.
Ég og mín fjölskylda öll kveðjum Stein-
ar með orðum skáldsins:
Dæm svo mildan dauða
Drottinn þínu bami.
Eins og léttu laufi
lyfti blær frá hjami.
Eins og lítill lækur,
ijúki sínu hjali,
þarsem lygn í leyni
liggur marinn svali.
(M. Joch.)
Sigurbjartur Guöjónsson
ekki ætti ég að gleyma gistinóttum aust-
anmanna. Þær urðu stundum nokkuð
margar hjá sumum og fylgdi fæði og öll
aðhlynning. Auk alls þess lagði Sólveig
flokksstarfi framsóknarmanna allt það
lið er hún mátti.
Mér hefur á seinni árum sýnst að pólit-
íski þátturinn f ævistarfi húsfreyjunnar
að Ásvallagötu 67 hafi hlotið að reynast
henni þungur í skauti. En Sólveig sagði
sjálf í það eina skipti, sem ég vissi til að
hún svaraði spumingum blaðamanns
(Valgeirs Sigurðssonar): „Nei, mér
fannst það aldrei neitt sérstaklega erfitt.
Ég leit alltaf á það sem sjálfsagðan hlut
að þetta væri svona. Auk þess hef ég aldr-
ei þekkt neitt annað, ég var svo ung þeg-
ar við Eysteinn giftumst...“
Þetta er vafalaust satt og rétt. En ég
held nú samt að æði oft hafi reynt á kjark
Sólveigar, útsjónarsemi hennar og at-
orku, í því margslungna hlutverki sem
lífið sjálft færði henni í fang þegar á unga
aldri. Og eitt var að vinna verkin frá degi
til dags, ár frá ári, annað að taka þeim
grófu árásum sem eiginmaður hennar
sætti framan af árum. En þegar farið var
út í þá sálma, sagði Sólveig blátt áfram:
„Sú brynja, sem ég smíðaði mér þegar í
upphafi, hefur dugað mér ágætlega.
Þetta hefði verið margfalt erfiðara ef ég
hefði tamið mér að vera alltaf að hugsa
og tala um það sem misjafnt var sagt og
skrifað um Eystein. En auk þess hefði
það ekki verið hollt, því þá hefði vel get-
að farið svo að mér hefði orðið illa við
pólitíska andstæðinga hans, en það er
engri manneskju hollt að bera óvildar-
hug til annarra."
Þeir, sem lengi lifa, muna tímana
tvenna. Það fækkaði í heimili að Ásvalla-
götu 67, þegar bömin komust á legg og
fóru að búa. Hin pólitísku umsvif tóku á
sig nokkuð breytta mynd þegar árin liöu
og úr þeim dró fyrir alvöru þegar Ey-
steinn lét af þingmennsku, þá hálfsjö-
tugur. Hér myndaðist þó ekkert tóma-
rúm. Tengsl vð fjölskyldu og annað fólk,
áhugamá! mörg og stór, komu í veg fyrir
það. En nú gafst þeim rýmri tími að lesa
góða bók. Og Sólveig gat líka varið fleiri
stundum til hannyrða sem hún hefur
ætíð haft yndi af og líklega aldrei lagt al-
veg á hilluna, þrátt fyrir annríkið fyrr-
um. Það er nú alltaf einu sinni svona
með annríkið að skynsamt fólk finnur
alltaf einhverjar stundir fyrir sig og fjöl-
skyldur sínar og þannig var því háttað
hjá Sólveigu og Eysteini. Þau kunnu að
meta slíkar stundir og nýta þær inni á
heimilinu, við útiveru og í örfáum kynn-
isferðum til annarra landa. Það þekki ég
vel.
Sólveig og Eysteinn færðu sig um set í
minna og hægara húsnæði í Miðleiti 7
um áramótin 1984-85 og hafa búið þar
síðan. Og nú þegar Sólveig fyllir áttunda
tuginn er skammt til 85 ára afmælis
bónda hennar. Börn þeirra sex eru búsett
innan seilingar, Sigríður og Finnur í
Reykjavík, Ólöf og Þorbergur í Kópavogi
og Eyjólfur og Jón í Keflavík. Og það eru
komin til sögu bamaböm og barna-
bamaböm. Sjálfkrafa og að réttu lögmáli
náttúrunnar verður heimili hinna öldnu
hjóna áfram einskonar miðdepill ættar-
samfélagsins.
Það hugsa margir hlýtt til Sólveigar og
Eysteins á þessum tímamótum. Ég hlýt
að þakka þeim sameiginlega alla elsku-
semi í minn garð og minnar fjölskyldu,
því gestrisni þeirra og góðvildar hafa
sannarlega fleiri notið úr þeim hópi en
ég einn.
Kynni við Sólveigu Eyjólfsdóttur eru í
senn hlý og uppörvandi, því enga mann-
eskju veit ég ólíklegri til að draga kjark
úr viðmælendum sínum og slæva dáð
þeirra. Og það verður vart þakkað sem
ber að eiga þess kost að hitta þau fyrir,
Sólveigu og Eystein. sívökul sem fyrr og
brennandi í andanum.
Við gömlu hjónin á Brekku, Margrét
mín og ég, sendum Sólveigu hugheilar
ámaðaróskir á hennar áttugasta afmæl-
isdegi. Manni hennar og fjölskyldu allri
sendum við alúðar kveðjur.
Vilhjálmur Hjálmarsson
xKvöld-, nætur- og helgldagavarsla apó-
teka I Reykjavlk 1. til 7. nóvember or I
Laugames-apótekl og Árbæjarapótekl. Það
apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsl-
una frá kl. 22.00 aö kvöldi til kl. 9.00 að
morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög-
um. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjón-
ustu eru gefnar I sima 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafilags Islands
er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Slm-
svari 681041.
Hafnarljörður: Hafnarijarðar apótek og Norð-
urbaejar apólek eru opin á virkum dögum frá
kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laug-
ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-
12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600.
Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek
eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó-
tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna
kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er
opið I því apóteki sem sér um þessa vörslu, til
kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-
12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja-
fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i
síma 22445.
Apótek Keflavíkur: Opið virka daga frá k.
9.00-19.00. Laugardaga, helgidaga og al-
menna frídaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá
kl. 8.00-18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30-
14.00.
Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30.
Opið er á laugardögum og sunnudögum kl.
10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga
til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00-
13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00.
Garðabæn Apótekið er opið rúmhelga daga
kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
Alnæmisvandlnn. Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann vilja styðja smitaða og sjúka
og aöstandendur þeina, slmi 28586.
Læknavakt fyrir Reykjavfk, Seltjamames og
Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavikur
alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugar-
dögum og helgidögum allan sólarhringinn.
Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöidin kl.
20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá
sunnudögum. Vitjanabeiðnir, simaráðleggingar
og timapantanir i sima 21230. Borgarspítalinn
vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem
ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans
(simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sól-
arhringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um
lyflabúðir og læknaþjónustu enjgefnar í sím-
svara 18888.
Ónæmlsaögerðlr fyrir fullorðna gegn mænusótt
fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavikur á
þriðjudögum kt. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér
ónæmisskirteini.
Garðabær: Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18
er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I
síma 51100.
Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar,
Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00-
17.00, simi 53722. Læknavakt sími 51100.
Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00
virka daga. Sími 40400.
Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn
á Heilsugæslustöð Suðumesja. Simi: 14000.
Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I
sálftæðilegum efnum. Simi 687075.
Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19
til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl.
15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-
20.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla
daga. Öldrunariækningadeild Landspítal-
ans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomu-
lagi. - Landakotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl.
16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17.
Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. - Borgarspitalinn i Fossvogi: Mánu-
daga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir
samkomulagi. Á laugardögum og sunnudögum
kl. 15-18.
Hafnarbúöir: Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvita-
bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls
alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu-
daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnudaga
kl. 14-19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til
kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitali:
Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl.
19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl.
17. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl.
17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspítali: Heim-
sóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. -
SL Jósepsspitall Hafnarfirði: Alla daga kl.
15-16 00 19-19.30.
Sunnuhlíð hjúknjnarheimili i Kópavogi: Heim-
sóknartimi kl. 14-20 og eftir samkomulagi.
Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraðs og
heilsugæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólar-
hringinn. Simi 14000. Keflavik-sjúkrahúsið:
Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30.
Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og
19.00-19.30. Akureyrl - sjúkrahúsið: Heim-
sóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-
20.00. Á barnadeild og hjúkcunardeild aldraðra
Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá
kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akra-
ness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er
alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30.
Slökkvilið - Lögregla
Reykjavík: Neyðarsími lögreglunnar er 11166
og 000.
Seltjamames: Lögreglan simi 611166,
slökkviliö og sjúkrabifreið simi 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið
og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvi-
lið og sjúkrabifreiö simi 51100.
Keflavík: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og
sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401
og 11138.
Vestmanneyjar: Lögreglan, sími 11666,
slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö simi
11955.
Akureyrí: Lögreglan simar 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 22222.
Isafjörður: Lögreglan simi 4222, slökkvilið simi
3300, bnjnasimi og sjúkrabifreið simi 3333.