Tíminn - 02.11.1991, Page 15

Tíminn - 02.11.1991, Page 15
Laugardagur 2. nóvember 1991 Víkingartaka íþróttahús og félagsheimili í notkun: Vígsluhátíö í Fossvoginum — nýr Víkingssöngur frumfluttur og íþróttamiðstöðinni gefið nafn Það er óhætt að segja að stór dag- ur renni upp í sögu Knattspyrnu- félagsins Víkings í dag, 2. nóvem- ber, er félagið tekur í notkun íþróttahús og nýtt félagsheimiii á svæði sínu við Stjöraugróf í Fossvogi. Það var 2. mars sl. sem tekin var fyrsta skóflustungan að nýja íþróttahúsinu, og því er húsið tek- ið í notkun réttum 8 mánuðum síðar. íþróttahúsið tekur um 1.250 áhorfendur, þar af um 1.000 í sæti. Húsið er 1894 fermetrar, þar af er íþróttasalurinn sjálfur 1500 fer- metrar. Auk þess er tekið í notkun í dag vallarhús sem er 1500 fer- metrar að flatarmáli á tveimur hæðum. f því eru búningsklefar fyrir knattspyrnuvöllinn og félags- aðstaða fyrir Víking, skrifstofur og fundarherbergi. Það var verktakafyrirtækið Hag- virki sem reisti húsið, en alverks- samningur Víkings við fyrirtækið var að upphæð 155 milljónir kr. Gerður var samningur við Reykja- víkurborg um framkvæmdimar, sem var forsenda fyrir því að hægt var að ráðast í þetta stórvirki. Eig- ið framlag Víkings vegna þessara glæsilegu mannvirkja er um 50 milljónir kr. Þar vó þyngst salan á gamla félagsheimilinu við Hæðar- garð. í dag eru heildarskuldir aðal- stjórnar Víkings vegna fram- kvæmdanna um 20 milljónir kr. Unnið er að fjáröflun til að grynnka á þeim skuldum. Dagskráin í dag Hátíðin hefst kl. 13.30 í dag. Ávörp flytja Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra, Markús Öm Antonsson borgarstjóri, Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis, Júlíus Hafstein formaður íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Ellert B. Schram forseti ISÍ, Ari Guðmundsson formaður ÍBR, Hallur Hallsson formaður Víkings, Jón Kr. Valdimarsson formaður byggingarnefndar félagsins, og Bjami Guðnason prófessor, sem gerir grein fyrir nafni á íþrótta- miðstöðina. Séra Pálmi Matthías- son, prestur í Bústaðasókn, blessar Pressu í dag verður körfuboltahátíð í Kaplakríka, þegar landsliðið mætir pressuliðinu. Þá verður að auki troðkeppni og 3ja stiga keppni, sem hefst kl. 13.30, en sjálfur pressuleikurinn hefst kL 14.15. Vahir leikur fyrti leik sinn við ísnelska liðið Hapoei Sishon Lezi- on»16 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í Laugardalshöíl á sunnudaginn kL 17.00. Síðari leik- urinn verður í ísrael 9. nóvember. Körfubolti Síðasö ieikuiinn í Japísdeildinni í köríuknattlcik fyrir Bandaríkjaferð landsliðsins fórfram í gærkvöld, er Njarðvðdngar tóku i móti Þórsur- um. Úrslit og umsögn um leikinn íþróttir heigarinnar: bera hæst um helgina verður í þríðjudagsblaðinu. í dag Seika Höttur og Víkverji í 1. deild karia á Egilsstöðum kl. 14.00. í 1. deild kvenna íeika UMFG og KR»Grindavík kL 15.30 og ÍR og Haukar í Seljaskóla kl. 17.00. Handboiti Einn leikur er ó dagskrá í dag í 2. deild karla, ögri og Volsungur leika í Seljaskóla kL 14.00. Á morgun leika Völsungar síðan gegn HKN í Keflavík kl. 14.00. Mótaskrá Blaksambands íslands hefur enn ekid litlð dagsins |jós og því er þvf mlður ekki Ijóst hvaða leðdr fara fram um helgina. BL Valdlmar Grfmsson mætir ísraelsku liði I Evrópukeppnl á laugardag. Timsmynd Ami mannvirkið og þá starfsemi sem þar fer fram. Þá verður nýr Víkingssöngur eft- ir Valgeir Guðjónsson frumfluttur. Valgeiri til aðstoðar í bakröddum verða íslandsmeistarar Víkings í knattspymu 1991. Þá bregða ung- ir knattspyrnumenn á leik, marg- faldir íslandsmeistarar í hand- knattleik frá árunum í kringum 1980 leika gegn landsliði sama tíma og hinn bráðefnilegi Guð- mundur Stephensen sýnir borð- tennis. Hátíðin hefst kl. 13.30 og eru all- ir Víkingar og aðrir velunnarar fé- lagsins velkomnir. Gestum er bent á að nýta bflastæði sunnan Bú- staðavegar og vestan Reykjanes- brautar, við Fossvogsskóla, Lækj- ar- og Bjarkarás og við Bústaða- kirkju. Íþróttahátíð á sunnudag Á morgun, sunnudag, verður íþróttahátíð í Víkingshúsinu frá kl. 10 til um kl. 16.30 og koma þar fram flokkar frá öllum deildum fé- lagsins. f félagsheimilinu kynna stjómarmenn vetrarstarfið sem framundan er. Kaffi og kökur verða til sölu í heimilinu, til styrktar unglingastarfinu. Til hamingju Víkingar! BL SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Fjölbreytt úrval notaðra dráttarvéla og tækja til rúllubindingar og -pökkunar LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA Mjög góö gretöslukjör í takmarkaÖan tíma KAUPIÐ STRAX - ÞAÐ B0RGAR SIG HÖFÐABAKKA 9 • 112 REYKJAVÍK ■ SÍMI 91-670000

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.