Tíminn - 14.11.1991, Page 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 14. nóvember 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin (Reykjavik
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm.
Ingvar Gislason
Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrímsson
Auglýsingastjóri: Steingrímur Gfslason
Skrifstofur: Lyngháls 9,110 Reykjavfk. Sími: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð f lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um
helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Álklúður
Iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, stendur nú frammi
fyrir gerðum sínum í undirbúningi álmálsins.
Á Alþingi í fyrradag rakti hver þingmaðurinn á fætur
öðrum þann þráð mistaka sem einkennir álmálið í
höndum iðnaðarráðherra og þeirra sem honum eru
helst til ráðgjafar.
Enginn virtist frýja Jóni Sigurðssyni áhuga um fram-
gang álmálsins, en því meira var hann grunaður um
óhyggilega málsmeðferð.
Umræðurnar á Alþingi leiddu í ljós sem lengi hefur
verið kunnugt, að Jóni Sigurðssyni hafí ekki verið lag-
ið að hlusta á annarra ráð en jábræðra sinna um heild-
arhorfur í álmálinu og mat einstakra þátta þess. Alvar-
legust er þó sú ádeila á hann að honum hafi fremur
gengið til að láta ásannast að álsamningarnir yrðu pól-
itískt einsmannsverk en að þeir verði til fyrir bestu
manna yfirsýn.
Upplýsingar sem fram koma í ræðum tveggja ráðherra
úr fyrri ríkisstjórn, Steingríms Hermannssonar og ÓI-
afs Ragnars Grímssonar, staðfesta að í því stjórnarsam-
starfi hafí iðnaðarráðherra sótt málið meira af kappi en
forsjá.
Steingrímur Hermannsson lýsir samstarfinu við Jón
Sigurðsson um álmálið þannig að iðnaðarráðherra
hefði „engu skeytt um viðvörunarorð samráðherra
sinna í fyrri ríkisstjórn eða ráðgjafa sem hefðu bent á
að áætlanir um álverð og framboð á áli væru óraunsæj-
ar“. Ólafur Ragnar Grímsson kallaði afstöðu iðnaðar-
ráðherra „dómgreindarleysi".
Þótt iðnaðarráðherra geti að vísu skákað í því skjóli,
að orð hafa ekki ætíð það innihald sem hljóðan þeirra
vísar til, kemst hann ekki hjá því að svara skilmerkilega
fyrir ýmsar gerðir sínar hingað til og ekki síður yfirlýs-
ingar um stöðu máls á ákveðnum stundum og spár um
málalok. Forspár er iðnaðarráðherra altjent ekki nema
í meðallagi.
í þeim umræðum sem fram fóru á Alþingi í fyrradag
vekur langmesta athygli sú ásökun, sem þar kom fram
frá fyrrverandi forsætisráðherra og einum af stjórnar-
mönnum Landsvirkjunar, Páli Péturssyni, að iðnaðar-
ráðherra hefði með persónulegri íhlutun haft óheppi-
leg áhrif á ákvörðun raforkuverðs. Páll orðaði það svo,
að ráðherrann hefði spillt samningsstöðu íslendinga
með ótímabærri og óheimilli undirritun og „handsöl-
um“.
Um þetta atriði getur Davíð Oddsson ekki síður vott-
að, því að hann átti ekki lítinn þátt í því í fyrra að benda
á mistök Jóns Sigurðssonar í ákvörðunum á sviði raf-
orkusamnings við væntanlegt álver. Um það þarf varla
að efast að Davíð Oddsson er sammála fráfarandi for-
sætisráðherra og samnefndarmanni sínum í undir-
nefnd Landsvirkjunar um raforkusamninga við Atl-
antsál, Páli Péturssyni, að nauðsynlegt sé að endur-
skoða ákvæði samningsdraga um orkuverðið.
En ávirðingar iðnaðarráðherra um einstök atriði, þótt
veigamikil séu, hverfa að lokum í skuggann af þjóðfé-
lagslegum og efnahagslegum afleiðingum ógætilegrar
ráðsmennsku í stóriðjumálum um langt skeið.
Kannske er það rétt sem skáldhneigðar kvennalistak-
onur segja, að ævintýrið sé á enda. Hitt er víst að ál-
málið er klúður.
OKKAR LAND“
Vinimir miklu og samherjamir í
baráttunni fyrir hinum dreifðu
byggðum þessa lands, Matthías og
Sverrir, ræddu saman í gær, milli-
liðalaust að því að best er vitað. En
um sinn hafa þeir ræðst við í gegn-
um fjölmiðla — nokkrar útvarps-
stöðvar, tvær sjónvarpsstöðvar og
fimm dagblöð. Umræðuefnið á
milliliðalausa fundinum átti að vera
við hvaða banka tiltekið fyrirtæki
fyrir vestan ætti að eiga viðskipti.
Báðir em þeir Matthías og Sverrir
ákafir formælendur einstaklings-
framtaks, frjálsrar samkeppni og
valddreifingar, eins og sönnum
sjálfstæðismönnum sæmir. Þeir
hafa sýnt hug sinn til einstaklings-
hyggjunnar með óeigingjömu starfi
við úthlutanir almannafjár.
Sverrir var um langt árabil komm-
issar Byggðastofnunnar og Matthías
jafnvel enn lengur í stjóm hennar
og er nú formaður, og berst með
oddi og egg gegn því að stofnunin
verði flutt út í dreifbýlið. Kommiss-
arinn fyrrverandi stjómar nú þjóð-
bankanum og eru samherjamir ein-
huga í baráttunni miklu við mið-
stjómarvaldið fyrir sunnan, sem er
að kæfa allan heiðarlegan atvinnu-
rekstur í landinu.
Bæjarútgerð í
burðarlið
Þegar þetta er hripað vom vinimir
miklu ekki búnir að tala saman
milliliðalaust um hvemig þeir ætl-
uðu að skikka fyrirtæki til að skipa
bankamálum sínum, en um það
hafa þeir fjallað með aðstoð fjöl-
miðlaeflisins síðustu dagana.
„Vestfirðir em okkar land,“ sagði
kommissarinn við Tímann og er
formaður Byggðastofnunar áreið-
anlega á sama máli, enda ráðskast
þeir samherjar með kjálkann að
vild. •
Athafnaskáld einkaframtaksins fyr-
ir vestan yrkja af krafti og em mikl-
ar hræringar í athafhalífinu. Bolvík-
ingar em að koma sér upp bæjarút-
gerð og er það ekki seinna vænna,
því annars staðar á landinu er það
fyrirtækjaform að leggjast af.
Einnig hafa orðið eigendaskipti á
fiskvinnslunni Freyju og höfðu hin-
ir einlægu vinir og samherjar fyrir
sunnan hönd í bagga með þeim til-
færingum. Svo vildu baðir ráða
hvaða banka einkaframtakið á að
skipta við.
Ráðin að sunnan
Þær fréttir em nú heyrinkunnar að
Vestfirðir em geröir út af Lands-
bankanum og em innlegg þeirra
fyrir vestan heldur rýr, miðað við
lánin til fjórðungsins. Þess vegna
ákveður þrautþjálfaður kommissar
aö Freyja á Suðureyri skuli skipta
við íslandsbanka, þótt fyrirtækið sé
nú í eigu annars fyrirtækis sem á öll
sín bankaviðskipti við Landsbanka.
Foringi dreifbýlissjóðanna, vinur
og samherji kommissars, ákveður
hins vegar að Freyja leggi inn í ís-
landsbanka.
Um þetta þjarka þeir svo undir tek-
ur í gjörvöllum fjölmiðlaheiminum,
og ekkert heyrist í hjáróma röddum
þeirra sem eiga fyrirtækin fyrir vest-
an og reka þau. íslandsbanki er
heldur ekki spurður hvemig hann
stýrir sínum viðskiptum og spari-
sjóðimir em stikkfrí.
Eins og sönnum kommissar sæm-
ir víkst þjóðbankastjóri hvergi und-
an að taka á sig ábyrgð og er farinn
að gefa Hafrannsóknarstofnun og
sjávarútvegsráðuneytinu skipanir,
eins og þegnamir hafa fengið að
fylgjast með, og svo stendur hann
fyrir stofnun bæjarútgerðar og
hvaða viðskiptavini íslandsbanki á
að velja sér fyrir vestan.
Formaður Byggðastofnunar, sem
berst hatrammlega gegn miðstýr-
ingarvaldinu fyrir sunnan og hefur
Iagt höfúðvígi þess undir sig, rífst
upp á hvem dag við sína nánustu
samherja um hvemig þeir eiga að
skipa málum einkaframtaksins fyrir
vestan, og em allir sammála um að
það verði ekki betur gert en með til-
skipunum að sunnan. Ágreining-
urnn stendur aðeins um hverjum á
að hlýða.
Eitt em þeir þó sammála um, sem
þeir þurfa ekki að bera undir einn
eða neinn. „Vestfirðir em okkar
land.“