Tíminn - 04.12.1991, Page 4

Tíminn - 04.12.1991, Page 4
4 Tíminn Miðvikudagur 4. desember 1991 Sovétforseti segir upplausn ríkjasambandsins geta skapað alþjóðavanda — Telur hættu á að valdarán sé í undirbúningi: NEYÐARAKALL GORBATSJOVS „Stríð getur brotist út innan Sovétríkjanna, ijúfí ríkin sambands- heildina,“ sagði Mikhafl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, í gær, en pólitísk framtíð hans er á huldu eftir að Úkraínumenn hafa nær ein- róma lýst fylgi við sjálfstæði í nýafstöðnum kosningum. í ákalli, sem firést hefur að hann hyggist senda til þingmanna lýð- veldanna 12 og von er á að hann flytji í sjónvarpi, segir að upplausn ríkjasambandsins muni valda ára- tuga efnahagslegri ringulreið. „Ekk- ert nema samstaðan getur forðað okkur frá skelfilegri hættu sem að steðjar — þeirri hættu að aldagöm- ul tengsl, sem myndast hafa milli fólks af sama uppruna, sem tengt er fjölskylduböndum og er sömu þjóð- ar, rofni... Aðskilnaði fylgir að árekstrar kunna að verða milli þjóð- flokka og lýðvelda og ef til vill stríð. Þetta yrði skefilegt áfall fyrir þjóðir alls heimsins." Nýtt valdarán? í viðtali við vikuritið Literatumaya Gazeta og birtast mun í dag (Táss hefur þegar birt kafla úr því) ræðir Gorbatsjov líka möguleikann á nýju valdaráni, svipuðu því þegar hann sjálfur var settur í stofufangelsi í þrjá daga í ágústmánuði. „Þeir eru ýmsir, sem búast við nýju valdaráni, og ef til vill eru einhverjir að skipu- leggja það,“ segir hann. „Það gætu verið einhverjir úr valdakerfi (kommúnista)flokksins. En hafi slíkir menn einhverja ögn af heil- brigðri skynsemi í höfðinu, ættu þeir að reyna að hugsa lengra en til næsta dags... þeir yrðu vanvirtir og molaðir mélinu smærra." Þá segir Gorbatsjov að sjálfur ,Jesús Kristur gæti ekki rofið þau bönd er tengja Sovétþjóðimar". Tilfinningatónninn í máli Gorbat- sjovs þykir benda til að hann telji að úrslitin um líf eða dauða Sovétsam- bandins muni senn ráðast. Leiðtog- ar Úkraínu, Rússlands og Hvíta- Rússlands munu hittast í Minsk, höfúðborg Hvíta-Rússlands, á laug- ardag. Það þykir ekki góðs viti fyrir Gorbatsjov að fundurinn er haldinn utan höfuðstöðvanna, Moskvu. For- setinn hvetur leiðtogana til að gera uppkast að sambandssáttmála full- valda lýðvelda, sem yrði gmnnur að nýju ríkjasambandi. Leiðtogar sjö lýðvelda, þar á meðal Boris Jeltsín, skyldu undirrita drög að slíkum sáttmála þann 25. nóvember. Þess í stað ákváðu þeir að senda plaggið til umfjöllunar á þingum hvers lýð- veldanna fyrir sig og gerðu þar með að engu vonir Gorbatsjovs um að skjótt yrði frá málinu gengið. Ukrainskir leiðtogar munu vera lítt hrifnir af sambandshugmyndinni og taka svo til orða að „sjálfstæði merki sjálfstæði". Boutros Boutros Ghali tekur við af Javier Perez de Cuellar um áramótin: GHALISOR EMBÆTTISEIÐ Boutros Boutros Ghali, aðstoðarforsætisráðherra Egypta- lands, sór í gær embættiseið sem næsti aðalritari Sameinuðu þjóðanna, eftir að allsherjarþingið var búið að veh'a hann í þetta háa embætti. Ghali tekur við af Javier Perez de Cuellar þann 1. janúar á næsta ári. öryggisráð Sameinuðu þjóðanna valdi Ghali sem næsta aðalritara þann 21. nóvember, úr fríðum hópi þeirra sem komu helst til greina. Hann verður fyrsti maðurinn frá Afríku sem gegnir þessu embætti. Forverar hans í starfi eru: TVygve Lie frá Noregi (1946-1953), Dag Hammarskjöld frá Svíþjóð (1953- 1961), U Thant frá Búrma (1961- 1971), Kurt Waldheim frá Austur- ríki (1972-1982), og Javier Perez de CuellarfráPerú (1982-1991). Ghali sór embættiseiðinn á arab- ísku, sem er eitt af sex opinberum tungumálum Sameinuðu þjóðanna. Hann sór þess eið að gegna starfi sínu af hollustu, heiðarleika og sam- viskusemi, að gæta aðeins hags- muna Sameinuðu þjóðanna og taka ekki við skipunum frá neinni ríkis- stjóm eða yfirvaldi. Eitt af fyrstu verkum hans verður að koma innanhúsmálefnum Sam- einuðu þjóðanna í lag og velja sér eigin aðstoðarmenn til að stjóma vinnu þeirra 14.000 manns sem starfa á vegum stofnunarinnar um heim allan. Þar af em 5.000 í New York. Meðlimir í Sameinuðu þjóð- unum em 166 talsins. Útistandandi skuldir em upp á 6 milljarða, sem em ógreidd félagsgjöld og kostnað- ur vegna friðargæslu. Ghali kemur til starfa nú þegar Sameinuðu þjóðirnar bíða mikil verkefríi. M.a. er um að ræða friðar- gæslustarf í Vestur-Sahara, Kamb- ódíu og jafrível í Júgóslavíu. Þegar er friðargæsla starfrækt á Kýpur, í Líb- anon og í Mið-Ameríku. Ghali er 69 ára gamall. Hann kem- ur frá vel efnaðri fjölskyldu í Kaíró. Hann er kristinn, en eiginkona hans er Gyðingur. Afi hans var forsætisráðherra Eg- yptalands í kringum aldamótin, en hann var myrtur árið 1910. Frændi hans var utanríkisráðherra á þriðja áratug þessarar aldar. Ghali talar arabísku, ensku og frönsku reiprennandi. Hann stund- aði nám í Kaíró, París og Bandaríkj- unum. Þar á meðal stundaði hann rannsóknir við Columbiaháskólann í New York árin 1954-1955. Hann var prófessor í alþjóðarétti og alþjóðatengslum við Kaíróhá- skóla í mörg ár og á einnig að baki merkan feril sem rithöfundur og blaðamaður. Reuter-SIS FRETTAYFIRLIT TÖKÍÖ - Norður-Kóreumenn j ætla að leyfa alþjóðlegri vopnaeftirlitsnefnd að kanna kjamorkubúnað sinn, ef þeir fá staðfestingu á þvf að Banda- rikjamenn séu byrjaðir að fiytja kjamorkuvopn sfn frá Suður- Kóreu. KIEV - Ekki Iftur illa út fyrir aö Úkrafna hljóti sjálfstæðisviöur- kenningu umheimsins. Hins vegar eru engin merki um að almenningur sé í sæluvímu eftir úrslit kosninganna um helgina, en þá var bæði kosið um sjálfetæði landsíns og for- seta. LOME - Joseph Kokou Koff- igoh, forsætísráðherra Togo, var handtekinn í gær effir að hermenn réðust á skrifstofu hans. Nokkrir létust, en ekki er vitað hversu margir. JERÚSALEM - Yitzhak Shamir, forsætisráðherra fsra- els, segir að Íraeíar ætli ekki að láta sjá sig á friðarfundi um málefni Mlðausturlanda f Washington fyrr en í næstu viku, en fundurinn byrjar f dag. BONN - Aðstoðarmaður Helmuts Kohl, kanslara Þýska- lands, hefur látið af störfum, en hann er grunaður um að vera flæktur I misjöfn málefni, td. hjálpaö tíl við leynilega vopna- sölu til Israeis. Ekki var gefin upp nein ástæða fynr þv( að hann hætti störfum. PATTAYA, Thaiiandi - Khi- eu Samphan, leiötogi Rauðu khmeranna f Kambódíu, sem varð fyrir árás fjölda manns þegar hann sneri heim úr út- legð i sfðustu viku, segist hafa í hyggju að fara aftur tii Kamb* ódíu. Hann varð að flýja ásamt aöstoðarmönnum sfnum eftir stutta viðdvöl í landinu. NAIROBI - Stjómarflokkurinn f Kenfa hefúr ákveöiö að leyfa aðra stjómmálaflokka í land- inu. Þar með er efnræðí eins flokks lokið þar í landi. LONDON - Kevin Maxwell, I sonur fjölmiðlakóngsins Ro- berts Maxweli, segist hafa sagt af sér sem stjómarformaður Maxwell Communication Corp. Plc. Albanir flýja enn Tuttugu og þrír Albanir hafa flúið til Ítalíu á fiskibáti, en hefur verið synjað um að fá að fara í land. Albanimir, en á meðal þeirra er ein kona og fimm hermenn, fóru yfir Adríahaf frá Sarandehöfn, áður en ítalskir strandgæsluverðir náðu að stöðva þá. Þeim hefur verið haldið í bátnum eftir að þau komu í höfn í Gallipoli. Þau hafa fengið matvæli og vatn, að sögn embættismanna. Reuter-SIS Gíslamálið tekur líklega enda fyrir jól Bandaríski gíslinn Alann Steen var látinn laus úr haldi mannræningja í Beirút í gær. Bandarískir diplómat- ar tóku á móti honum í bandaríska sendiráðinu í Damaskus um hádeg- isbilið í gær. Steen hefur verið í haldi mannræn- ingja síðan 24. janúar árið 1987. Hann er annar gíslinn sem er látinn laus í þessari viku, en á mánudaginn var Bandaríkjamaðurinn Joseph Cicippio látinn laus. Átta vestrænir gíslar hafa fengið frelsi síðan Sam- einuðu þjóðimar tóku gísladeiluna í sínar hendur. Þrír vestrænir gíslar em enn í höndum líbansk-músl- ímskra strangtrúarsamtaka: banda- ríski blaðamaðurinn Terry Anderson og tveir þýskir hjálparstarfsmenn, Heinrich Stmebig og Thomas Kemptner. Fréttamenn segja að Steen hafi lit- ið þreytulega út þegar hann hitti Christopher Ross, sendiherra Bandaríkjanna í Sýrlandi. Hann var rispaður í framan og sagði blaða- mönnum að hann hafi verið að raka sig í fyrsta skipti í þrjú ár. „Þeir (mannræningjamir) sögðu mér að Anderson fengi frelsi innan einnar viku. Ég er frelsinu feginn. Ég vil þakka öllum fyrir, sem stuðl- uðu að því að ég var látinn laus,“ sagði Alann Steen á blaðamanna- fundi f gær. „Það er frábært að vera orðinn frjáls aftur. Það er dásam- Iegt.“ Steen er prófessor í fjölmiðlafræði. Byssumenn rændu honum og þrem- ur samstarfsmönnum hans, þar sem þeir voru við störf í Beirútháskóla. Hinir þrír vom látnir lausir síðar. Þegar þeir voru látnir lausir, sögðu þeir að Steen hafi reynt að flýja en ekki tekist. Þess í stað þurfti hann að ' þola barsmíðar fyrir flóttatilraunina. Alann Steen var látinn laus í Beirút í gærmorgun. Sýrlenskir öryggis- verðir komu með hann til Damas- kus. Líkt og aðrir bandarískir gíslar, sem hafa losnað úr haldi, er búist við að flogið verði með hann til bandarísku herstöðvarinnar í Wi- esbaden í Þýskalandi áður en hann fer heim til sín. Steen er síðasti gíslinn sem var í haldi samtaka, sem kalla sig Bar- áttusamtök fyrir frelsi Palestínu. Terry Anderson er í haldi annarra samtaka, Islamska Jíhad, sem hófu gíslalausnina með því að láta breska blaðamanninn John McCarty lausan í ágúst. Með honum fylgdu þau skilaboð að Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, tæki að sér að leysa gísla- deiluna. Youssef Shakkour, aðstoðarutan- ríkisráðherra Sýrlands, sagði, þegar Steen var kominn í bandaríska sendiráðið: „Við erum afar fegnir að Steen skuli vera orðinn frjáls. Sýr- lendingar munu halda áfram stuðn- ingi sínum til lausnar gísladeilunn- ar. En við verðum ekki fullkomlega ánægðir fyrr en við sjáum alla gísla frjálsa, þar með talda arabíska og ísraelska." ísraelar og stuðningsmenn þeirra í suðurhluta Líbanon hafa 250 arab- íska fanga í haldi. Ross sagði að Steen færi fljótt heim til að hitta fjölskyldu sína. Hann hef- ur eignast tvö barnabörn á meðan hann var f gíslingu. Reuter-SIS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.