Tíminn - 04.12.1991, Side 5

Tíminn - 04.12.1991, Side 5
Miðvikudagur 4. desember 1991 Tíminn 5 Kratar sitja á frumvarpi landbúnaðarráðherra um breytingar á búvörulögum: Verður að fresta gildis- töku búvörusamningsins? Landbúnaðarráðherra á í erfíðleikum með að fá heimild ríkisstjóm- arinnar tii að leggja fram frumvarp um breytingar á búvörulögum. Hann lýsti því yfír á Alþingi í gær að hann stefndi að því að leggja frumvarpið fram fyrir jól. Haukur Halldórsson, formaður Stéttar- sambands bænda, sagði að upphaflega hefði verið talað um að frum- varpið yrði lagt fram í október og afgreitt fyrir jól. Hann sagði hugs- anlegt að þetta valdi töfum á framkvæmd búvörusamnings. Þær breytingar, sem fyrirhugað er að gera á búvörulögunum, eru um að leyfa stjórnvöldum að taka upp beinar greiðslur til bænda og greiðslumark í sauðíjárframleiðslu. Samkvæmt búvörusamningnum á að hætta niðurgreiðslum á búvör- um og taka upp beinar greiðslur til bænda 1. mars á næsta ári. Til að það sé hægt þarf að semja mikið af nokkuð flóknum reglugerðum. Jón Helgason (Frfl.) spurði land- búnaðarráðherra hvenær von væri á að frumvarp um breytingar á bú- vörulögum yrði Iagt fyrir Alþingi. Landbúnaðarráðherra sagðist von- ast til að hægt yrði að leggja frum- varpið fyrir þingið fyrir jólaleyfi. Hann fullyrti hins vegar ekki að það yrði gert. Ráðherra sagði að þetta mál hafí reynst flóknara en búist hafi verið við, og því hafi samning frumvarps tekið lengri tíma en reiknað var með. Hann sagði að þetta ætti samt ekki að tefja fyrir framkvæmd búvörusamningsins. Samkvæmt heimildum Tímans er ástæðan fyrir því að frumvarpið kemur ekki inn í þingið fyrr en um jól eða í byrjun janúar ekki sú að embættismenn í landbúnaðarráðu- neytinu séu svo lengi að vinna. Ástæðan er sú að Alþýðuflokkurinn er á móti því að landbúnaðarráð- herra leggi frumvarpið fram í því formi sem það er í núna. Hugmynd- ir munu vera uppi innan flokksins um að tengja breytingar á búvöru- lögunum við breytingar á GATT- samkomulaginu. Verði það gert er ólíklegt að frumvarpið komi fram fyrr en eftir að þing kemur saman að nýju í lok janúar. Jón Helgason undraðist það á þingi í gær að ríkisstjórnin væri svo íengi að afgreiða málið. Hann sagði að ef marka mætti orð forsætisráð- herra ríkti eindrægni og samhugur í ríkisstjórninni og því hlyti frum- varpið að koma fram á allra næstu dögum. Landbúnaðarráðherra sagði ekki óeðlilegt að ríkisstjórnin tæki sér nokkurn tíma til að íhuga málið og skoða það frá öllum hlið- um. Nokkuð er umliðið frá þvf frumvarpið var lagt fyrir ríkis- stjórnina og það var síðast rætt þar á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku. Hún hefur hins vegar ekki gefið landbúnaðarráðherra grænt Ijós á að flytja frumvarpið. „Það er mjög bagalegt að fá ekki botn í þetta mál fyrir áramót," sagði Haukur Halldórsson þegar þetta mál var borið undir hann. Hann sagði að menn myndu lenda í mik- illi tímaþröng ef það dregst fram í febrúar að frumvarpið verði af- greitt, eins og flest bendir til að ger- ist. Eftir væri að semja mikið af reglugerðum, en tæpast væri hægt að hefja þá vinnu fyrr en frumvarp- ið væri orðið að lögum. \ ' / \\á M Æ 'j' ^ j ■ gm"" Höfundar útgáfubóka Æskunnar, þeir Karl Helgason, Vilhjálmur Hjálmarsson, Hrafnhildur Valgarðs- dóttir, Guðjón Sveinsson og Einar Árnason. Tímamynd: Áml Bjama Bækur Æskunnar 1991 komnar út Útgáfubækur Æskunnar 1991 eru nú allar komnar út Þær eru: „Hann er sagður bóndi", æviferils- skýrsla Vilhjálms Hjálmarssonar rit- uð af honum sjálftim. í æviferils- skýrslunni segir hann frá sér og sín- um og fjölmörgum samferðamönn- um með þeim alþýðlega og glettna hætti sem honum er lagið og ótal- margir þekkja. „Leitin að Morukollú' er eftir Guð- jón Sveinsson og Einar Ámason. Þetta er rammíslenskt, skemmtilegt og fræðandi ævintýri um Jón bónda á Hóli, dýrin hans og dverginn í Svarta- steini. Ákjósanleg bók til að lesa fyrir bömin. „Gegnum bemskumúrinn" er eftir Eðvarð Ingólfsson. Sagan fjallar um aðalpersónuna Birgi, 15 ára. Margt, sem kemur fyrir unglinga og er hluti af daglegu lífi þeirra, fléttast inn í sög- una, svo sem ástamál, samskipti við skólafélaga — gleði þeirra og von- brigði með tilveruna. „Dýrið gengur laust“ er eftir Hrafn- hildi Valgarðsdóttur. Verið er að taka kvikmynd í þorpinu. Þar sem áður ríkti friðsæld er nú allt í uppnámi. Alla langar til að taka þátt í ævintýr- inu, en eitthvað dularfúllt er á seyði. Ýmsurri spumingum er svarað í spennandi og skemmtilegri unglinga- bók. „Svalur og svellkaldur" er eftir Karl Helgason. Þetta er fjörlega rituð spennusaga, þótt hvergi sé horfið frá þeim veruleika sem nútímaböm alast upp í og mótast af. Karl Helgason hlaut íslensku bamabókaverðlaunin 1990 fyrir sögu sína „í pokahominu". -js Sjópróf vegna strands Eldhamars: Mikil vinna eftir Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, full- tvær vikur. Ásgeir að mikið verk sé trúa bæjarfógeta í Keflavík, lýkur óunnið. Þessa dagana væru haldnir sjóprófum vegna strands Eldhamars margir fundir og mikilla bréfaskrifta við Grindavík á dögunum, þar sem sé þörf vegna málsins. Þá eru yfir- einn maður komst lífs af og fimm heyrslur enn í gangi. Sjóprófin hafa fórust, í fyrsta lagi ekki fyrr em eftir nú þegar staðið í rúma viku. -PS Þorsteinn lagði til við ríkisstjórnina að ís- w land segði sig úr hvalveiðiráðinu: Akvörðun tekin um miðjan mánuðinn Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að ríkisstjórnin muni ákveða um miðjan þennan mánuð hvort ísland.segi sig úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu eða ekki. Málið var rætt frá ýmsum hliðum á ríkisstjórnarfundi í gær og var ákveðið að fjalla um málið áfram Samúðarverkfall 11. til 13. des. Verkalýðsfélagið Þór á Selfossi hef- um. Það er gert til stuðnings við ur boðað samúðarverkfall 11. til 13. verkfall Dagsbrúnar hjá olíufélög- desember, að þeim báðum meðtöld- unum þessa sömu daga. -aá. síðar. Þorsteinn lagði til við ríkis- stjórnina að ísland segði sig úr hvalveiðiráðinu. Þorsteinn sagði að um væri að ræða veigamikla ákvörðun og því rétt og eðlilegt að skoða málið vandlega áður en hún yrði tekin. -EÓ Bandornnurinn hefur verið lagður fram á Alþingi: Ekki verður fækkað í bekkjum Rikisstjórain hyggst spara 1.870 miljjónir á næsta ári með því að breyta lögum og fresta gildistöku einstakra lagaákvæða. Stjómin hyggst ná inn tæplega 1,1 milljarði með því að skerða lögbundin framlög tð ýmissa verkefna. Meðal verkefna, sem á að fresta, eru ýmis ákvæði nýsettra grunnskólalaga. Breyting á ahnanna- tryggingalögum á að spara 1.270 milljónir og breyting á ábyrgðum launa vegna gjaldþrots á að spara rík- issjóði 450 miljjónir. Þessi spamaður kemur fram í frumvarpi um ráðstaf- anir í ríkisfjármálum á árinu 1992 (bandorminum) sem ríkisstjómin hefur lagt fram á Alþingi. Á síðasta þingi voru samþykkt ný grunnskólalög. I þeim eru ýmis ný- mæli, sem áttu að koma til fram- kvæmda um næstu áramót Með frumvarpinu er gert ráð fyrir að nokkrum þeirra verði frestað. Frestað er ákvæði um að nemendur skuli eiga kost á málsverði á skólatíma. Frestað er að hluta til ákvæði um að lengja kennslutíma nemenda í grunnskóla. Frestað er að fækka nemendum í bekkjum. Nemendafjöldi verður 22 í 1. og 2. bekk og 29 í 3.-10. bekk. Fellt er niður ákvæði grunnskólalaga um að ákvæði um að einsetinn skóli komi að fúllu til framkvæmda á næstu tíu ár- um. Þessi breyting á að spara 40 millj- ónir. í bandorminum er lagt til að lögum um kosningar til Alþingis verði breytt Breytingin felur í sér að auglýsinga- kostnaður vegna þingkosninga minnkar. Þetta sparar 10 milljónir við næstu kosningar. Dregið verður úr greiðslum launa vegna gjaldþrota í frumvarpinu er lögð til stór breyting á greiðslu launa hjá fyrirtækjum sem verða gjaldþrota. Gjaldþrotum hefúr fjölgað mikið í seinni tíð, sem hefur leitt til þess að útgjöld ríkisins vegna þessa hafo hækkað mikið. Frumvarpið gerir ráð fyrir að koma þessum kostn- aði yfir á fyrirtækin. Stofria á sérstakan sjóð sem á að standa undir ábyrgðum á vinnulaunakröfum, sem launþegi á hjá vinnuveitenda sem verður gjald- þrota. Gert er ráð fyrir að á næsta ári greiði ríkið 73 milljónir til sjóðsins, sveitarfélög 23 milljónir og aðrir at- vinnurekendur 278 milljónir. Að auki verða réttindi launþega við gjaldþrot þrengd verulega. Felld verður niður ábyrgð á kröfum lífeyrissjóða, ábyrgð- in miðast við almenna vexti í stað dráttarvaxta nú, þak verður sett á greiðslur til lögmanna og sömuleiðis á heildargreiðslur til hvers launþega og tíminn, sem ábyrgðin nær til, verður sfyttur. Áætlað er að þessi breyting spari ríkissjóði 450 milljónir. í bandorminum em lagðar til um- fongsmiklar breytingar á húsnæðis- kerfinu. Lánveitingum úr Bygginga- sjóði ríkisins (‘86-kerfinu) verður hætL Sveitarfélög verða að leggja fram sérstakt óafturkræft framlag, sem nemur 3,5% af kostnaðarverði eða kaupverði hverrar félagslegrar íbúðar í sveitarfélagi. Lán til félagslegra íbúða má aldrei nema hærri upphæð en 90% af þeim kostnaðargrundvelli að lán- veitingu sem húsnæðismálastjóm hef- ur samþykkt, að frádregnu 3,5% fram- lagi sveitarfélags. 1.270 milljónir sparast með breytingum á al- mannatryggingalögum Frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkið hætti þátttöku í kostnaði við almennar tannréttingar og það taki aðeins þátt í kostnaði, ef um er að ræða alvarlega sjúkdóma, slys eða meðfædda alvar- lega galla. Sömuleiðis gerir frumvarp- ið ráð fyrir breyttri greiðsluþátttöku almannatrygginga í tannlækningum, en þar ætlar ríkið að taka aukinn þátt í kostnaði. Almannatryggingar munu hér eftir borga 90% af tannlækna- kostnaði bama yngri en 15 ára, í stað 75%. Fyrir 16 ára unglinga verður kostnaðarþátttaka almannatrygginga 50%. Ríkið tekur aðeins þátt í kostnaði við tannlækningar, séu þær á vegum skólatannlækninga. Þeir, sem kjósa að leita til tannlækna utan skipulagðrar skólatannlæknaþjónustu, verða að borga kostnaðinn að fúllu. Þessar breytingar og fleiri á almannabygg- ingalögunum eiga að spara hjá ríkis- sjóði 1.270 milljónir á næsta ári. í bandorminum er opnað fyrir heim- ild til að bjóða út rekstur heilbrigðis- þjónustunnar. í greinargerð er sér- staklega talað um að til greina komi að bjóða út ýmsar rekstrarvörur og lyf. Fasteignamat ríkisins á að fá heimild til að Ieggja á aukin þjónustugjöld. Markmiðið er að stofnunin verði að 80% fjármögnuð með þjónustugjöld- um, en þessi gjöld greiða í dag um 55% af rekstri stofnunarinnar.Ætlun- in er að Fasteignamatið nái inn 35 milljónum í auknum tekjum með þessu móti.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.