Tíminn - 04.12.1991, Qupperneq 6

Tíminn - 04.12.1991, Qupperneq 6
6 Tíminn Miðvikudagur 4. desember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OC FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavik Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóran Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsspn Auglýsingastjóri: Steingrtmur Gislason Skrifstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavik. Sími: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð (lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Óvinsæl stjórn Morgunblaðið og DV hafa hvort í sínu lagi gengist fyrir skoðanakönnunum um fylgi stjórnmálaflokk- anna í landinu. Hér verður enginn allsherjardómur lagður á fram- kvæmd, aðferðafræði eða öryggi þessara skoðana- kannana að öðru leyti en því sem við á um slíkar kannanir að jafnaði, að þær hafa sitt upplýsingagildi, þær geta komið að haldi við að skilja og skýra stjórn- málaástandið um þessar mundir. Hvað þessar tvær kannanir varðar vantar nokkuð á að niðurstöður séu í smáatriðum eins. Hins vegar kemur Ijóslega fram sú heildarniðurstaða, að ríkis- stjórnin og stjórnarflokkamir eiga ekki miklu gengi að fagna hjá almenningi, stjómarflokkarnir hafa misst fylgi miðað við úrslit alþingiskosninganna í apr- íl og ríkisstjórnin sem slík hefur sáralítinn stuðning. Samkvæmt skoðanakönnun þeirri sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið lýsa aðeins 35% aðspurðra stuðningi við ríkisstjórnina. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar nýtur því hvorki trausts né vinsælda. Þegar horft er til úrslita skoðanakannana þessara kemur í Ijós, sem af líkum má ráða, að fylgi stjórnar- flokkanna hvors um sig fer minnkandi eins og ríkis- stjórnarinnar í heild. I alþingiskosningunum í apríl hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 38,6% fylgi. í skoðana- könnun Morgunblaðsins mælist fylgi hans nú 35,2%. Alþýðuflokkurinn fékk í þingkosningunum 15,5%, en í skoðanakönnun Morgunblaðsins nú 11,3%. Úrslit skoðanakönnunar DV sýna þó enn verri útkomu stjórnarflokkanna. Samkvæmt henni hefur Sjálfstæð- isflokkurinn 32,0% fylgi, en Alþýðuflokkurinn 10,7%. Af stjórnarandstöðuflokkunum koma Alþýðubanda- lag og Framsóknarflokkur vel út, en Samtök um kvennalista virðast tapa fylgi samkvæmt könnun DV, en auka það samkvæmt könnun Félagsvísindastofn- unar (ef miðað er við úrslit kosninga). Munur á því fylgi, sem Alþýðubandalagið telst hafa, er ekki mikill milli kannananna. Félagsvísindastofn- un ætlar Alþýðubandalaginu 19,6%, en DV sýnir 20,9%. Meiri er munurinn að því er Framsóknarflokk- inn varðar. Könnun Félagsvísindastofnunar gefur flokknum 21,7%, en DV-könnunin 28,7%. í hvoru tveggja tilfellinu er þó um verulega aukningu að ræða miðað við kosningaúrslit. Þá fékk Framsóknarflokk- urinn 18,9% atkvæða, en Alþýðubandalagið 14,4%. Af því sem hér liggur fyrir er óhætt að fullyrða, að skoðanakannanirnar staðfesta það sem allir sjá, að stjórnarsamstarfið er misheppnað. Kjósendur, sem fyrr á árinu lyftu þessum flokkum upp í stjórnarstól- ana, gera sér nú grein fyrir að meginstefna ríkis- stjórnarinnar er andstæð lífshagsmunum almenn- ings. Þetta er stjórn peningavaldsins og tæknikrat- anna. Hitt blasir einnig við, að stjómarframkvæmdir í stórmálum einkennast af frumhlaupum á annan veg- inn og úrræðaleysi á hinn. Fágætt er að ríkisstjóm kalli yfír sig slíkan almanna- dóm á fyrstu mánuðum ferils síns. ......... " ;■:—... . ....... IvWvWvLH-"1 mánuöina. En fkiri, scm þarf að tala við innan hverja fleiri. sem teffa aðnúaft lok- inni þjóðarsátt sé ástæða til að hefla samninga að nýju. ttðris- stjórnin hefiir unað við það síðustu mánuði að telja þannig kjark úr þjóðinni, að miðaö við fortíðar- vandann, sem n& et í nefhd, tíu Guðmundur J, Guðmundsson, bjargarþjóðjnnL tímabundin verkfdU í fjórum id- væni fidlnir ffá því. Þannig eru ð ÖU rinnugreinum: ^ohufélögunum, þdr,^ Pag^únartou-to^.^HiUi En svo vifl tíl að það eru ekki þó haldaað þeir hjáDagsbrónhafi maður.Ogþóttþeirfarikurteisfega Dagsbrónarmenn sem eytt hafa dignað tiJ muna. Þeir munu hins af stað, skytói enginn ætla að þeir fláriögin eða viðskiptajöfhuðinn. verða, en láta sig eínu gflda þótt og svo oft áður. Vlnnuveitendur og Þeir ganga ekki til vionu sinnar tfl framhaldið verði vetrarstríð á rádssfjórnin getur baldið áfram að að valda enn meiri «k>um, eins og vinnumarkaði. tfunda fortfðarvandann og lýst því stór hluti þjóðarinnar virðist gera yflr að ekkert ráðist við íjáriagahaB- samkvæmt fyngremdum fölum. Mpnti Waföir «kíl» ann, írvorid nú eða á nœsta ári. Það Þegar Dagsbrúnarmaðurinn sem- U a v raskar ekki ró Dagsbrúnarmanna. ur, er hann aðeins að semja um Guðmundur J. Guðmundsscm i>ar á bae verða menn krafðhf um nauöþurftir, ekki stórar fjárfúlgur hefur leitt félag sitt Dagsbrún tíl skil að Iokum. Þá dugir ekkert að tfl að tapa þeim í ruglaðar fjárfest- margra stórverika á undaníömum bera við of mikhtm fjárfestingum á ingar. sem hér hafa verið stundaðar árum. Hann hefur haft forystu fyr- endalausum skattaflótta eða sfjóra- f áratugi, rn.au tfl að skppa undan ir féiaginu næstum þvi ehts lengi Íeysi í peningamálum. Þar verða sköttum. Hræðsluáróður rflds- og elstu tnenn muna. Upp á síð- menn að standa fyrir öðnnn svör- stjórnarinnar hefur komið því inn kastið hefur hann þurft að sæta um. bjá fóild að í rauninni sé ekfeert um mótframboðum, og er það alit eðli- Garri VÍTT OG BREITT Slasaðir í hrakningum Miklar slysa- og hrakningasögur eru tíundaðar dag hvem af ötulum fréttamönnum, sem ekki sleppa hendi af púlsi þjóðlífsins eitt augnablik. Ein síðasta frásögnin af þessu tagi, sem útvarpað var úr ótal fréttastofum og skrifað var um í blöðin, er af tveim ungmennum sem meiddu sig í umferðinni í Stykkishólmi á sunnudagskvöld. Samkvæmt frásögnum þurfti að koma þeim slösuðu undir læknis- hendur hið bráðasta og var þyrla Landhelgisgæslunnar pöntuð vestur. Upp úr miðnætti var veðu- rofsinn slíkur á norðanverðu Snæ- fellsnesi að ekki var hættandi á að fljúga þyrlunni yfir fjallgarðinn. Því voru slösuðu ungmennin sett í sjúkrabfl og þess freistað að koma þeim yfir Kerlingarskarð og átti þyrla að taka þau á Vegamótum. Þegar til kom var það ekki hægt, en loks var þyrlufært í Borgames þar sem loksins var hægt að koma við stefnumóti sjúkrabílsins og þyrlunnar; var hinum slösuðu flogið til Reykjavíkur og gert að meiðslum þeirra í Borgarspítalan- um. Snjóruðningsbíll fór fyrir sjúkra- bflnum um Kerlingarskarð og var leiðin torsótt, þar sem blindbylur var á og ófærð, eins og oft vill verða á þessum fjallvegi sem öðr- um í svartasta skammdeginu. Læknir var með í för og hlynnti hann að þeim slösuðu þegar brot- ist var með þá í ófærð og óveðri í biksvartamyrkri til móts við þyrl- una, sem beið alla leið suður í Borgamesi til að flytja beinbrotinn mann síðasta spölinn til Reykja- víkur. Ekki þyrlufært Slösuðu ungmennin hafa áreið- anlega fengið fullkomna meðferð í Borgarspítalanum og vonandi gróa þau meina sinna og ná fullri heilsu og má enda ekkert til spara til að svo megi verða. En það sem hvergi er tekið fram í fréttum um hrakningana með hina slösuðu, er hvers vegna svo mikið lá við að koma þeim suður eins og raun bar vitni. í Stykkishólmi er sjúkrahús með 42 rúmum og eftir því sem best er vitað þeirri aðstöðu og starfskrafti sem þarf til að sinna brýnustu þörfum íbúa læknishéraðsins og raunar fleiri umdæma heilbrigðis- þjónustunar. En svo virðist sem ekki sé hægt að gera að meiðslum slasaðra í Stykkishólmi og varla einu sinni að veita skyndihjálp, því svo mikið lá á að koma slösuðu ungmennunum suður á bóginn, að heldur var hætt á að hafa þau næturlangt í hrakningum í ofsa- veðri og ófærð á fjallvegi en að bíða birtingar og þess að veðrinu slot- aði, svo að lendingarfært yrði fyrir þyrlu norðan við fjallið. Spítalar eða elliheimili? Þessi hrakningasaga sýnist stað- festa þann orðróm að heilbrigðis- þjónustan út um landið felist helst í því að greina þá, sem þurfa á að- gerð að halda, og senda þá suður til meðferðar. Sjúkrahúsin séu fremur elliheimili eða langlegu- deildir en raunverulegar lækn- ingastöðvar, sem í sjálfu sér er engin ástæða til að vanmeta. Kannski væri athugandi að breyta skipulagi á heilbrigðisþjónustunni á þann veg að reka nokkrar öflugar þyrlur sem sinntu sjúkraflugi, björgunarstörfum og annarri neyðarþjónustu. Upp á móti kostn- aði af þyrlurekstrinum væri hægt að spara rekstur spítala og heilsu- stöðva, sem ekki eru í stakk búnar til að fást við aðgerðir og lækning- ar, og senda alla sjúklinga, sem þurfa á slíkri umönnun að halda, á stóru spítalana í Reykjavík. Að reka elliheimili undir því yfir- skini að þau séu spítalar og heilsu- gæslustöðvar þegar þau eru varla annað en skráningarskrifstofur, kemur tæpast að því gagni sem til er ætlast. Öflug þyrluþjónusta gæti sem best aukið öryggi þeirra, sem í strjálbýli búa, og er skipulagsatriði hvemig henni verði best við kom- ið. Ef aftur á móti er ætlunin að hafa spítala og læknastöðvar víða um land, verður að búa þannig að þeim að stofnanimar standi undir nafni og komi að því gagni sem til er stofnað. Hér er ekki aðeins um hag- kvæmnisatriði að ræða, heldur einnig og ekki síður að heilbrigðis- þjónustan sé virk og þeim fjár- munum, sem til hennar er varið, ekki kastað á glæ. OO

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.