Tíminn - 04.12.1991, Page 7

Tíminn - 04.12.1991, Page 7
Miðvikudagur 4. nóvember 1991 Tíminn 7 Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur: landhelgin og Það vakti strax ugg hjá mér, þegar farið var að tala um gagn- kvæmar veiðiheimildir við ísland og á veiðisvæðum EB. Við höf- um með æraum kostnaði og fyrirhöfn náð yfirráðum yfir svæð- inu út að 200 sjómflum. Meira að segja höfum við hætt lífi og limum þeirra sjómanna, sem unnu þessi réttindi okkur til handa. Ég tel því ekki koma til greina að gefa neitt eftir af þeim réttindum, sem við nú höfum, í hafinu í kringum ísland. Ef við lítum á þær „gagnkvæmu" veiðiheimildir, sem nú er talað um, hvað fáum við þá fyrir þær 3000 smálestir af karfa, sem EB- menn krefjast að fá? Þeir bjóða 30.000 smálestir af loðnu í græn- lenskri landhelgi, en ekki veit ég betur en fiskveiðisamningurinn á milli Grænlendinga og EB-manna renni út fyrir árið 1993. Þ.e.a.s. áður en EES-samningurinn á að taka gildi, ef svo illa fer að af hon- um verður. Hvað eru þá EB-menn að bjóða fyrir karfann? E.t.v. eitt- hvað, sem þeir hugsa sér að semja síðar um við Grænlendinga. í samningi okkar við Grænlend- inga um nýtingu loðnustofnsins norður í hafi, er þeim heimilað að veiða 11% af árskvótanum. Nýti þeir sér ekki þennan rétt, fellur hann í okkar hlut og hefir svo far- ið að þessu, þrátt fyrir það, að þeir hafi selt EB-mönnum veiðirétt- inn. Eins ber þess að geta, að samn- ingur okkar við Grænlendinga og Norðmenn um skiptingu loðnu- kvótans norður í hafi er um það bil að renna út, og enginn veit um hvað verður samið að því búnu. Ég get því ekki séð, að EB-menn hafi neina loðnu að bjóða fyrir karfann. Það virðist því augljóst, að veiði- heimildir, sem EB fengi, væru ekki neitt annað en tilslökun til að greiða fyrir tollalækkunum á fiski, sem seldur yrði til EB-landa, eða einhverju öðru í EES-samn- ingnum. Þetta væri því þvert ofan í allar fullyrðingar ráðamanna að slíkt komi ekki til greina. Hér er að framan hefi ég ein- göngu talað um heimild til karfa- veiða í fiskveiðilögsögu okkar vegna umræðunnar í fjölmiðlum síðustu dagana. Áður var talað um karfa og langhala. í báðum tilfellum er um veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu að ræða og því aðeins stigsmunur þar á. Hér við land eru tvær tegundir af langhala, sem veiðanlegar gætu verið. Finnst mér sjálfgefið að við reynum sjálfir að nýta þær, ef unnt er, ekki bjóða þær útlend- ingum, eins lélegt og ástand fiski- stofna er hér við land eins og stendur með tilsvarandi verk- efnaleysi fyrir fiskiskipaflotann. Slétti langhali eða slétthali er einkum við suður- og suðvestur- ströndina og hefi ég af eigin rannsóknum ekkert um hann að segja. Snarpi langhali eða snarphali finnst fyrst og fremst vestan-. norðvestan- og norðanlands. Á meðan ég stundaði grálúðurann- sóknir með línu fýrir Norðvestur- og Norðurlandi varð ég hans tals- vert var, þó lítið sem ekkert aust- an Húnaflóa. Mest fékk ég af hon- um í álnum á milli íslands og Grænlands, að mig minnir heldur norðan við Vestfirðina (staðsetn- ing er til á Hafrannsóknastofnun) og þegar mest var af honum, var hann á öðrum til þriðja hverjum öngli, þó smávegis væri líka með af grálúðu. Þar sem verkefnið var grálúðu- rannsóknir og fjármunir af skornum skammti eins og geng- ur, var þessu ekki frekar sinnt. Vafalaust má fá meiri upplýsing- ar um snarpa Ianghala hjá sjó- mönnum, sem stundað hafa grá- lúðuveiðar á þessum slóðum. íslendingar, okkur ber sjálfum að nýta okkar eigin landhelgi undanbragðalaust! TÓNLIST Spámaður í sínu föðurlandi Svo bar við 24. nóvember, á þriðju tónleikum Kammermúsíkklúbbs- ins í haust, að þrisvar sinnum fleiri áheyrendur komu en venjulega. Bústaðakirkja fylltist út úr dyrum, og varð að raða lausum stólum á auð svæði inni í kirkjunni og í anddyrinu. Þrjár skýringar á þess- um óvænta atburði koma í hug- ann: að kreppan sé komin; að Moz- art sé svona heitt elskaður, en tón- leikarnir voru honum helgaðir í tileíni af 200. ártíð hans 5. desem- ber næstkomandi; eða að Sigrún Eðvaldsdóttir hafi „trekkt" svona, og er sú skýring sennilegust. Að auki kann það að eiga sinn þátt, þótt leiðinlegt sé að viðurkenna það, að tónleikamir voru vel kynntir í sjónvarpi. Tónleikarnir snemst auðvitað um Mozart: Fyrst fluttu Sigrún Eð- valdsdóttir og Helga Þórarinsdótt- ir Dúó fyrir fiðlu og lágfiðlu í B- dúr K. 424; þá spilaði Sigrún ásamt Snorra Sigfúsi Birgissyni sónötu fyrir fiðlu og píanó í e-moll K. 304; síðan léku Oskar Ingólfs- son, Helga og Snorri Sigfús Kegel- statt-tríóið K. 498 í Es-dúr fyrir klarinettu, lágfiðlu og píanó; og loks kom kvintett í g-moll K. 516, sem Sigrún og Zbigniew Dubik (fiðlur) Helga og Guðmundur Kristmundsson (lágfiðlur) og Nora Kornblueh (knéfiðla) léku. Verkin spanna semsagt 9 ár af rúmlega 30 ára tónskáldaferli Mozarts, frá 1778 þegar hann var 22ja ára, til 1787 þegar hann var 31 árs — frá Idomeneo til Don Giovanni. Þótt menn segi stundum að Mozart hafi fæðst sem næst fullskapað tón- skáld, þá var hann auðvitað alltaf að iæra og þroskast allt til dauða- dags. Slíkt sést kannski ekki svo gjörla í kammerverkunum, sem iðulega vom samin í skyndi af sér- stöku tilefni - dúóin K. 423 og 424 samdi hann t.d. fyrir Mikael Haydn (bróður Jósefs) sem var lasinn og gat ekki samið þau sjálfur, en Keg- elstatt- tríóið er sagt samið eina nóttina yfir ballskák. Enda sýnir kammermúsíkin ekki nema lítinn hluta — þó mikilvægur sé frá sjón- arhóli stofutónlistar — hins fjöl- þætta Mozarts: þar skipa ópemr, sinfóníur og konsertar stóran sess. En tónleikarnir í Bústaðakirkju vom auðvitað mjög ánægjulegir. Fyrst ber að nefna innblásna og fjörlega spilamennsku Sigrúnar Eðvaldsdóttur. Hún á það sannar- lega skilið að vera spámaður í sínu föðurlandi, og Mozart sjálfur hefði áreiðanlega haft gaman að því að vera þarna meðal áheyrenda — kannski var hann það meira að segja, annað eins heyrist nú til dags. Helga Þórarinsdóttir og Snorri Sigfús em bæði fyrsta flokks kammerspilarar, og Oskar Ingólfsson spilaði eins og engill. Þetta vom „sólistarnir", en kvin- tettinn hefði ekki verið jafn ágæt- lega fluttur ef ekki hefði notið hinna þriggja, Dubiks, Guðmund- ar og Komblueh. Sig.St ' BÓKMENNTIR m Fallegar persónur og Ijótar Þorgrimur Þrálnsson: Mltt er þltt. koma í SÖgUJUli, eru OÍ ein- Fróðl hf 1991. f&Idar. Þær eru annað hvort „Mitt er þitt“ fjallar um þijá góðar eða vondar, fallegar eða 14 ára gamla stráka, þá Kidda, ómyndarlegar, vel klæddar eða Tryggva og Skapta, sem eru í asnaiegum fötum, stunda allir í 9. bekk í Langholts- íþróttir og hcilbrigt lífemi eða skóia. drekka bjór og reykja. Kiddi og Tryggvi æfa fótbolta Þá er söguþráðurinn á ýmsan í 3. flokki með Æskunni, en hátt óraunveruiegur, t.d. eru æðsti draumur þelrra beggja aðferðimar við að finna þjóf- er að komast í ungiingaiands- inn nokkuð ævintýralegar og Íiðið. Skapti fæst við fínlegri erfitt að ímynda sér að slfk viðfangsefni og dansar ballett klækjabrögð væri hægt að eins og engill auk þess sem nota í raunveruleikanum. hann semur ijóð. I bókinni er reynt að koma Eins og fiestir strákar á því á framfæri að útiitíð sé þeirra aidri spá þeir töiuvert t ekld aiit. Þaö tekst ekki, því að hltt kynið og em flestar auka- góðu persónumar eru fallegar persónumar stúlkur utan af en þær vondu ljótar. iandi. Þrátt fyrir að mér hafi ekki Þegar einn þeirra félaga er þótt bókin góö, efast ég ekki sakaður um þjófnað, ákveða um að hún nái góðri sölu, því þeir að finna sökudóiginn og þetta er einmitt dœmigerð bók þá fer ýmisiegt að gerast. sem afar og ömmur gefa „Mitt er þitt" fjailar um ung- baraabörnunum í jólagjöf, en Hnga og þeirra áhugamál, en unglingar myndu ekki kaupa mér fannst hún ekltí trúverð- sérsjálfír. ug. Slgríóur Inga Persónuraar, sem fram siguröardóttlr „Hann er sagður bóndi" „Hann er sagður bóndi." Æskan 1991. Á bókarkápu er sagt að þetta sé „æviferilsskýrsla Vilhjálms Hjálmarssonar rituð af honum sjálfum". Þá vitum við það. Hér er á ferð maður sem kann vel að segja frá, hefur lifað langa ævi og víða komið við sögu. Þess vegna tengist þessi skýrsla um æviferil hans víða þjóðarsög- unni, svo að þættir úr menning- arsögu tuttugustu aldarinnar verða bundnir í þeirri sögu. Vilhjálmur er léttur í máli, hóf- samur og ýkjulaus með gott kýmniskyn. Þess vegna verður frásögn hans öll þægileg aflestr- ar. Hann segist hafa haft gaman af viðfangsefnum sínum og því finnst lesandanum farsæl starfs- gleði stafa af þessari æviferils- skýrslu. Hér er maður sem hefur notið lífsins í daglegum störfum sínum. Því er þægilegt að verða honum samferða. Þegar Vilhjálmur á Brekku var um fermingu urðu þau þáttaskil í sögu þessarar þjóðar að ung- lingum landsins almennt opn- uðust leiðir til framhaldsnáms eftir fullnaðarpróf barna. Gagn- fræðaskólar kaupstaðanna og héraðsskólarnir opnuðu þá leið. í annan stað urðu þau þáttaskil 1927- 31 að með nýjum krafti var ráðist í samgöngubætur. Á þeim grundvelli hefur svo verið byggt síðan. Lítil og afskekkt byggð eins og Mjóifjörður hefur barist fyrir lífi sínu. Sú lífsbarátta er efni þess- arar bókar og nær yfir mestan hluta þessarar aldar. Og hvað sem á eftir kann að fara er hér komið heimildarrit um þessa sögu. Og baráttan í Mjóafirði á sér hliðstæðu í sögu annarra byggða víða um land. Því opnar þessi æviferilsskýrsla lesendum sínum sjálfa íslandssöguna, svo yfirlætislaus og takmörkuð sem hún þó virðist við fýrstu sýn. Þessi bók bætist nú við þær Mjófirðingasögur sem Vilhjálm- ur á Brekku hefur skrifað um sveit sína. Þar hefur hún sér- stöðu og er léttari og skemmti- legri en skýrslan um byggðina hefur verið með köflum. Annáll um fólk og byggð fjarðarins leyfði ekki gamansemi á sama hátt og þessi skýrsla. Hér gefur höfundur lesendum sínum kost á að njóta liðinna daga með sér. Og mér finnst ómaksins vert að þiggja það. H.Kr.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.