Tíminn - 04.12.1991, Side 8

Tíminn - 04.12.1991, Side 8
8 Tíminn Miðvikudagur 4. desember 1991 Miðvikudagur 4. desember 1991 Tíminn 9 / VCV'/v s/".. ‘■■'X'i?, ' ' * Eftir Arnar Árnason „Markmið laga þessara er að draga úr neyslu áfengis og að koma í veg fyrir neyslu annarra vímuefna og þar með það tjón sem neyslan veldur á heilsu manna, fjölskyldu- lífi, samskiptum, eignum og atvinnu. Einnig að hafa áhrif á viðhorf almennings til neyslu áfengis og annarra vímuefna, ekki síst bama og unglinga.“ Þetta segir í frumvarpi til laga um áfengis- varnir og aðrar vímuefnavarnir, sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, Sighvat- ur Björgvinsson, kynnti á ráðstefnu um vímuefnavarnir, „Verum vakandi", um síð- ustu helgi. Hér verður gluggað í þetta frum- varp, athugasemdir nefndar sem vann frum- varpið, greinargerð með því og ýmislegt annað sem fram kom á fyrrgreindri ráð- stefnu. Þar er m.a. að finna tölur um neyslu áfengis annarra vímuefna og tjónið sem hún veldur. Greinargerð nefndarinnar með frumvarpinu Frumvarpið var unnið af nefnd sem þáver- andi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, skipaði 19. desem- ber 1989. Henni var þá falið að gera tillögur um sérstök áfengisvarnalög með svipuðum hætti og áður hefur verið gert um tóbaks- varnir. Henni var gert að taka sérstakt tillit til samþykkta Alþjóða heilbrigðismálastofn- unarinnar í þessum málum og vinna úr áliti Áfengismálanefndar ríkisstjórnarinnar frá í janúar 1987. í nefndina voru upphaflega skipaðir: Ingi- mar Sigurðsson lögfræðingur, Hrafn Páls- son félagsfræðingur, Níels Árni Lund kenn- ari, Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, Sig- mundur Sigfússon yfirlæknir, og Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnaráðunautur. Á meðan á starfinu stóð þótti sýnt að bæta þyrfti við manni með þekkingu á félagsmála- starfsemi sveitarfélaga og var Bragi Guð- brandsson, félagsmálastjóri í Kópavogi og nú aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, þá skipaður í nefndina. Leitað var umsagnar fjölmargra aðila. Of langt mál yrði að telja þá alla og athuga- semdir þeirra. Sú véigamesta, að mati nefndarinnar, er að hér sé ekki um heild- stæða áfengisvarnalöggjöf að ræða. í at- hugasemdum nefndarinnar með frumvarp- inu kemur fram að nefndin telur sig hafa komið til móts við flest þau sjónarmið sem fram komu í umsögnum sérfróðra. Gert er ráð fyrir að lögin gildi ekki eingöngu um áfengi, heldur líka um önnur vímuefni. Það er því skoðun nefndarinnar að tilgangurinn með lagasetningu sem þessari sé að draga úr neyslu áfengis og koma í veg fyrir neyslu annarra vímuefna og þar með allt það tjón sem neyslan veldur. Nefndin bendir á það álit Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar að áfengisvandamálið sé eitt mesta heilbrigðisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir. Stofnunin hafi sett það markmið að dregið verði úr neyslunni sem nemur fjórðungi fyrir alda- mót. ísland hefur gengist undir þessi ákvæði. Á undanfömum ámm hafa einstak- aði dauðaslysa. Árið 1980 voru 18 af hundr- aði alvarlegra slysa tengd áfengi og fjórð- ungur dauðaslysa. Um fjárhagslegt tjón þarf ekki að fjölyrða. Tölfræðilegar athuganir, ófullkomnar sem þær em, benda til að í um helmingi afbrota í iðnríkjum komi áfengi við sögu. Helstu nýmæli og greinar frumvarpsins Meðal helstu nýmæla, sem finna má í fmmvarpi heilbrigðisráðherra, er að í 1. grein er eins og sagði hér í upphafi lýst þeirri stefnu að draga skuli úr neyslu áfengis og koma í veg fyrir neyslu annarra vímuefna. Ennfremur að hafa áhrif á viðhorf almenn- ings til neyslunnar. Hér er í fyrsta skipti tek- ið sérstaklega á öðmm vímuefnum en áfengi í löggjöf af þessu tagi. í 4. grein er ótvírætt tekið fram að heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra fari með yfirstjórn þessara mála. Þannig er áfengisvandinn skilgreindur sem heilsuvandi fyrst og fremst. í 9. grein em félagsmálanefndum sveitarfé- laganna lagðar þær skyldur á herðar að sinna áfengis- og vímuefnavörnum með skipu- lögðum hætti. I 10. grein em lögfest reglugerðarákvæði um áfengisauglýsingar. Þar er og hert á fyrri ákvæðum með ýmsum hætti. Þar stendur til dæmis f grein 10.1: „Ennfremur er bannað að sýna neyslu eða hvers konar aðra meðferð áfengis í auglýsingum eða upplýsingum um annars konar vöm og þjónustu.“ Slíkar aug- lýsingar em algengar hér á landi. í 11. grein em ákvæði um viðvaranir á um- búðum áfengis um skaðsemi þess og áhrif líkt og þekkist um tóbak. í 3. kafla er fjallað um fræðslustarf innan gmnnskóla, fram- haldsskóla og sérskóla. Þá em í fmmvarpinu heimildir til að semja við meðferðarstofnan- ir um að hluti af hugsanlegri refsivist áfeng- is- og vímuefnasjúklinga verði afplánaður á slíkum stofnunum. Og að ökumanni, sem dæmdur hefur verið til að missa ökuleyfið ævilangt sakir neyslu áfengis eða annarra vímuefna, verði gert að fara í meðferð á stofnun fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, sé hann sjálfur sjúkur, eða að öðmm kosti að taka þátt í fræðslunámskeiði á meðferðar- stofnun. Lagt er til að það sé skilyrði fyrir endurveitingu ökuleyfis að ökumaður hafi hlotið meðferð samkvæmt þessari grein. Með þessu frumvarpi er ætlunin að íslend- ingum takist að ná því marki, sem þeir hafa eins og aðrar þjóðir sem aðild eiga að Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni sett sér: að draga úr neyslu áfengis um fjórðung fyrir aldamót. ar þjóðir reynt að taka á málinu. Má nefna að í Bandaríkjunum hafa mörg fylki takmarkað vemlega aðgang manna að áfengi og hækk- að aldurstakmark þeirra, sem versla mega slíkt, úr 18 ámm í 20. í Frakklandi af öllum löndum er verið að móta stefnu í þessu máli. Þar er nú bannað að selja áfengi við þjóðvegi og þykir nefndinni skjóta skökku við þegar slík sala hefur verið leyfð hér á landi að und- anförnu. Það er skoðun nefndarinnar að markmið laga þessara sé að skapa lífsstíl eins og átti sér stað með tóbaksvarnalögunum frá 1984. Meginverkefni allra, sem að málinu koma, hljóti því að vera að móta viðhorf almenn- ings til neyslu áfengis og annarra vímuefna. Nefndin bendir enn á að Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin telur það sitt besta ráð til að draga úr neyslu áfengis að takmarka aðgang manna að því. Stefnan, sem mótuð hefur verið hér á landi á undanförnum missemm, gengur þar þvert á og það þótt ísland sé aðili að stofnuninni og hafi samþykkt áðumefnd sjónarmið hennar. Það er skoðun nefndar- innar að með fmmvarpinu eigi að vera hægt að hafa áhrif á þessum vettvangi, sem hing- að til hafi ekki verið mótaður af heilbrigðis- yfirvöldum heldur fjármálayfirvöldum, fólks nokkuð. Framboð nýrra tegunda, fjölg- un útsölustaða og vínveitingahúsa virðist einnig auka neyslu. Rannsóknir á neyslu ólöglegra vímuefna em að sjálfsögðu þeim annmörkum háðar að neytendur viðurkenna ekki neysluna fyrr en í algert óefni er komið. Á áttunda ára- tugnum fékkst þó staðfest að vemleg aukn- ing hafði orðið í neyslu 15 til 17 ára skóla- bama á kannabisefnum. Aðeins lítill hluti þeirra, sem nota ólögleg vímuefni, kemur hins vegar til meðferðar. Á síðustu fimm ár- um hefur þeim fækkað, sem leita meðferðar vegna neyslu amfetamíns og kannabisefna. Óhægt er um vik með að draga af því miklar ályktanir, hvort neysla þessara efna hafi dregist saman og annarra þá kannski aukist, hvort neyslan hafi einfaldlega dregist sam- an, eða jafnvel staðið í stað. Nýlegar rannsóknir sýna að áfengi veldur tjóni á nánast öllum líffæmm. Það á hlut í krabbameini, öndunarfærasjúkdómum og hjarta- og æðasjúkdómum. Það truflar hormónastarfsemi. Það truflar geð. Allmörg böm fæðast vansköpuð vegna áfengisneyslu móður á meðgöngu. Árið 1976 vom 14 af hundraði alvarlegra umferðarslysa hér á landi tengd áfengisneyslu og ellefu af hundr- ára, en segja vitaskuld ekki alla söguna. Samkvæmt opinbemm tölum hefur sala áfengra drykkja í lítrum hreins vínanda talið verið þessi á hvem einstakling hér á landi: Árið 1966 2.31, 1970 2.49, 1975 2.85, 1980 3.14, 1985 3.26, 1989 4.13. Hefur aukist stöðugt. Þróunin hefur verið eins í Finn- landi. Hins vegar hefur neysla Norðmanna minnkað stöðugt frá árinu 1980, úr 4.59 í 4.03. Hún hefur dregist saman í Danmörku frá 1985 til 1989. Einnig dróst hún saman í Svíþjóð frá 1975 til 1985, en hefur síðan aukist aftur. Sala áfengis virðist fylgja kaupmætti launa- einkanlega ÁTVR, og af dómsmálaráðherr- um undanfarinn áratug, sem veitt hafi fleiri veitingahúsum vínveitingaleyfi en góðu hófi gegnir. Breytingar á neyslu áfengis og annarra vímuefna á síðustu árum. Tjón af völdum neyslunnar Helstu vísbendingar um heildarneyslu ís- lendinga á áfengi eru skýrslur ÁTVR um inn- flutning og sölu. Þær má bera saman milli „Verum vakandi“ — Frumvarp til laga um áfengisvarnir og aðrar vímuefnavarnir. Nefnd, sem samdi frumvarpið, telur að: NÚVERANDI VfMUEFNASTEFNA GENGUR ÞVERT A STEFNU WH0

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.