Tíminn - 04.12.1991, Síða 13

Tíminn - 04.12.1991, Síða 13
Miðvikudagur 4. desember 1991 Tíminn13 Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Framsóknarvist verður I Félagsheimilinu, Hafnargötu 62, miðvikudaga kl. 20.30. Allir velkomnir. Keflvíkingar Ákveðið hefur veríð að hafa bæjarmálafundi kl. 18.00 alla mánudaga til jóla. Allir velkomnir. Framsóknarfélögln. Keflvíkingar Skrifstofa ffamsóknarfélaganna að Hafnargötu 62, slmi 11070, veröur opin mánu- daga 17-19, miövikudaga 17-19 og laugardaga 14-16. Muniö bæjarmálafundina. Hafnfirðingar Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, slmi 51819, verður opin á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Allir velkomnir. , Framsóknarfélogln I Hafnarflrðl. Reykjanes Skrífstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi, er opin mánud.-fimmtud. kl. 17.00-19.00. Slmi 43222. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðuriandi að Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á fimmtudögum kl. 16-18. Slmi 22547. Fax 22852. Borgarnes - Opið hús [ vetur verður að venju opið hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.301 Framsóknar- húsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins verða þar til viðtals ásamt ýmsum fulltrúum I nefndum á vegum bæjarfélagsins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir til aö ræða bæjarmálin. Slmi 71633. Framsóknarfélag Borgamess. Happdrætti Framsóknar- flokksins Dregið veröur I Jólahappdrættinu 24. desember n.k. Munið að greiða heimsenda glróseðla. Framsóknarflokkurlnn Aðalfundur FFR Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavlkur verður haldinn mánudaginn 9. desem- ber n.k. i Hótel Lind kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. Kópavogur — Bæjarmál Aimennur bæjarmálafundur verður haldinn fimmtudaginn 5. desember kl. 20.30 að Digranesvegi 12. Gestir fundarins verða: Bjöm Þorsteinsson framkvæmdastjóri Menningar- og fræðslusviðs Kópavogs, Sigurður Benjamfnsson skólafulltrúi Kópavogs, og Sess- elja Hauksdóttir leikskólafulltrúi Kópavogs. Stjóm fulltrúariðs. Jólaalmanak SUF Eftlrtalln númer hlutu vinning I jólaalmanaki SUF: 1. vinninguralmanak nr. 1397 2. vinningur almanak nr. 5731 3. vinningur almanak nr. 2569 4. vinninguralmanak nr. 5681 5. vinningur almanak nr. 5469 6. vinninguralmanak nr. 5652 Þökkum stuöninginn. Samband ungra framsóknarmanna MUNIÐ að skila tilkynningum i flokksstarfið tímanlega - þ.e. fyrir kl. 4 daginn fýrir útkomudag. Kevin Costner hefur engar áhyggjur af því að vera sá „heitasti í Hollywood": Elska konu mína og fjölskyldu Þrátt fyrir að Kevin Costner sé álitinn einn kynþokkafyllsti maður jarðarinnar og njóti velgengni í kvikmyndum læt- ur hann það ekki hafa mikil áhrif á sig. Ekki heldur að hann sé á leiðinni til fslands. „Fyrir mér er hjónabandið það yndislegasta sem þú getur upplifað,“ segir Kevin Costn- er. Hann býr með eiginkonu sinni og bömum í Santa Bar- bara og er orðinn 36 ára gam- all. Kevin hefúr verið giftur Cin- dy Silva, æskuástinni sinni, í 13 ár og þau eiga saman 3 böm. Tvær dætur sem heita Annie og er sjö ára, Lily sem er fimm ára og soninn Joe sem er þriggja ára. „Ég elska konuna mína afar heitt,“ segir Kevin. „Eftir öll þessi ár hefur ást mín ekki kulnað. Hún styður mig í blíðu og stríðu og ég á henni allt að þakka. Án hennar væri ég ekki leikari. Ég væri ömgg- lega niðri í Wall Street að selja og kaupa hlutabréf," segir hann. Þegar hann var lítill, vonað- ist faðir hans til þess að Kevin myndi leggja viðskiptafræði fyrir sig. Að leika var ekki eitt- hvað sem venjulegur Kali- forníubúi hefur mikið upp úr. Það væri auðvitað miklu snið- ugra að stunda viðskipti. „Mig langaði ekki til að vera leikari í þá daga. Ég var af- skaplega feiminn og sennilega sá eini sem aldrei fór á stefnu- mót á menntaskólaámnum,“ segir Kevin. í dag hefur hann sennilega meiri áhyggjur af því hvaða áhrif frægð hans hefur á fjöl- skylduna heldur en það að hann er heitasti náunginn í Hollywood. „Það er erfitt að halda jafnvægi á milli frama og fjölskyldu, en ég reyni mitt besta,“ segir hann. Það er greinlegt að fjölskyld- an á hug hans allan. Þegar hann er ekki við kvikmynda- upptökur eyðir hann öllum sínum tíma með fjölskyld- unni. „Ég er frekar mikill fjöl- skyldumaður. Ég hef ekki áhuga á að fara í partí í Holly- wood og slæpast með strák- unum á börum,“ segir Kevin. Annars Iýsir hann skjálfum sér sem einfara. „Ég hef ekki mikla þörf fyrir að láta bera á mér. Mér líður best í hópi góðra vina, sem hafa ekki nokkurn áhuga á að tala um nýjustu kvikmyndir mínar,“ segir Kevin Costner. Kevin Costner er mikill fjöl- skyldumaður. Frægasta mynd hans er án efa Dansar við úlfa, en hún var tll- nefnd til 12 Oskarsverðlauna og hlaut 7 eða eitthvað svoleiðis.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.