Tíminn - 04.12.1991, Page 15

Tíminn - 04.12.1991, Page 15
Miðvikudagur 4. desember 1991 Handbolti — 1. deild: Fyrsta tap FH Kveðja fráHSÍ Sigurður Haraldsson, framleiðslu- maður og stjómarmaður Handknatt- leikssambands íslands, er látinn. Sig- urður var fæddur á Akureyri 10. febrúar 1944, sonur Sigríðar Matthí- asdóttur og Haraldar M. Sigurðsson- ar íþróttakennara. Sigurður fékk þegar á unga aldri áhuga á íþróttum og var mikill KA- maður eins og faðir hans. Sigurður var ávallt mikill áhugamaður um íþróttir og þá sérstaklega handknatt- leik. Þegar samtök 1. deildarfélaga í handknattleik voru stofnuð, þá var hann valinn fulltrúi KA í þessi sam- tök og síðan kosinn í stjóm Hand- knattleikssambands íslands, þar sem hann starfaði af miklum áhuga fram á síðasta dag. Sigurður var formaður þeirrar nefhdar HSÍ sem sér um mót- töku erlendra landsliða, þegar þau koma hingað til lands. Segja má að þar hafi HSÍ notið góðs af mikilli reynslu og kunnáttu Sigurðar frá námi hans og störfum sem fram- reiðslumaður. Á stjómarfundum HSÍ var Sigurður maður málamiðlunar með .því að opna augu manna fyrir farsælum lausnum, yrði ágreiningur manna á meðal. Sigurður var mikill áhugamaður um að tengja betur saman hagsmuni og áhugasvið ferða- þjónustunnar og íþróttahreyfingar- innar á íslandi. Sigurður starfaði ávallt í þeim anda íþróttahreyfingarinnar að gera drengi að mönnum og menn að góð- um drengjum. Stjóm Handknattleikssambandsins og handknattleiksfólk um land allt vottar eftirlifandi eiginkonu hans, Hönnu B. Jónsdóttur, og öllum hans ástvinum samúð og virðingu sönn- um drengskaparmanni. Leeds er enn á toppnum í ensku knattspyrnunni efdr leiki síðustu helgar, en Manchester United fylgir fast á eftír sem fyrr. Bæði liðin unnu leiki sína um helgina. Li- verpool og Arsenal unnu einnig sína leiki. Fram komu 31 röð með 13 réttum í getraunum, en þær vom allar frá sænskum tippurum. Vinningsupp- hæðin á hverja röð er 1.308.270. Með 12 réttavoru 738 og vinningur- inn er 34.600. Með 11 rétta vom 8.780 og þeirra vinningur er 3.070 kr. Þá komu 64.222 raðir fram með 10 réttum og vinningsupphæðin er 880 kr. Úrslitaröðin var þessi: 112, 11X, 21X, 212,2. Úrslitín í 1. deild urðu þessi: Chelsea-Nottingham Forest....1-0 „Við þurftum á þessum sigri að halda eftír 5 tapleiki í röð. Ég er mjög ánægður með að sigra FH; við höfum ekki Iátíð mótlætíð spilla fyrir okkur og mórallinn hefur ver- ið góður þrátt fyrir töpin. Nú erum við komnir á skrið og vonandi geng- ur jafn vel gegn Gróttu á laugardag- inn,“ sagði Patrekur Jóhannesson Stjöraumaður, eftír að lið hans hafði orðið fyrst til þess að leggja FH-inga að velli í 1. deildinni í handknattleik. Lokatölur í Garða- bænum í gærkvöld voru 27-24. Stjaman hafði betur alveg frá byrj- un og eina skiptið, sem FH komst yf- ir, var rétt fyrir hlé 9-10. í leikhléi hafði heimaliðið yfir 11- 10. Undir lokin náði FH að laga stöðuna úr 24- 17 í 27-24. Mörkin: Stjaman: Patrekur 9, Magnús 6/1, Skúli 5, Einar 3/3 og Axel 2. Varin Um síðustu helgi tóku fimm íslenskir júdómenn þátt í opna skandinavíska júdómótínu, sem haldið var í Vantaa í Finnlandi. Keppendur voru 139 frá 13 löndum. Bestum árangri íslendinganna náði Freyr Gautí Sigmundsson KA, en hann tapaði þó i úrslitaviðureign um bronsverðlaun í -78 kg flokki, en í þeim Crystal Palace-Man. United .... .1-3 Leeds-Everton .1-0 Liverpool-Norwich .2-1 Manchester City-Wimbledon.. .0-0 Notts County-QPR .0-1 Oldham-Aston Villa .3-2 Sheffield United-Luton .1-1 West Ham-Sheffield Wed .1-2 Arsenal-Tottenham .. 2-0 Úrslitín í 2. deild: Bamsley-Newcastle .. 3-0 Blackbum-Middlesbrough .2-1 Brighton-Plymouth . 1-0 Bristol City-Charlton .0-2 Cambridge-Oxford .1-1 Derby-Leicester .1-2 Ipswich-TYanmere .4-0 Millwall-Bristol Rovers ..0-1 Portsmouth-Wolves .. 1-0 Port Vale-Watford .. 2-1 Sunderland-Southend . 1-2 Swindon-Grimsby .. 1-1 skot: Ingvar 11/1. FH: Hans 7/5, Kristján 6, Gunnar 6, Þorgils 2, Sigurður 2 og Hálfdán 1. Varin skot: Bergsveinn 11/1. BL Körfubolti: Haukasigur í Grindavík Haukar unnu Grindvíkinga í Japís- deildinni í körfubolta í Grindavík f gærkvöld 92-96. Marel Guðlaugsson gerði 30 stiga UMFG, Guðmundur Bragason 19 og Rúnar Árnason 17. Fyrir Hauka gerði Henning Henningsson 32 stig, Jón Amar Ingvarsson 17 og John Rhodes 17. Grindvíkingar léku án útlendings í leiknum. flokki keppu 19 júdómenn. Fararstjóri á mótinu var Hákon öm Halldórsson, formaður JSÍ. Hann segir svo frá mótinu: Freyr Gauti Sigmundsson sat hjá í fyrstu umferð, en maetti sfðan Lekebjer frá Svíþjóð í annarri umferð. Stóð viður- eignin í fullan keppnistíma, 5 mín. Freyr Gauti hafði yfirburði allan tímann með ágætum kastbrögðum, sem gáfu tvisvar 5 stig og 7 stig. í þriðju umferð mætti hann Finnanum Haanpaá, sem reyndist sterkari og sigraði á „ippon" á 3 mín. Finninn sigraði síðan f flokknum. Vegna hagstæðs dráttar komst Freyr Gauti í þriðju umferð uppreisnarviðureigna og mætti þá Salajörvi frá Finnlandi. Stóð viðureignin í fulla lotu, hvorugum tókst að skora, en Freyr Gauti var yfir í sókn og sigraði á dómararúrskurði. í viður- eigninni um bronsið keppti hann við Tomiyoka frá Japan. Frey Gauti byrjaði af mikilli grimmd og ætlaði sér að sigra. í baráttunni um tökin hafði Japaninn þó betur og skoraði með fallegu fótabragði, sem gaf „ippon" og bronsið var Japan- ans. Eiríkur I. Kristinsson og TVyggvi Gunn- arsson kepptu í -71 kg flokki. TVyggvi komst ekki í aðra umferð, en Eiríkur sat hjá í fyrstu umferð. Hann tapaði síðan fyrir Japana í annarri umferð, en í upp- reisnarviðureign sigraði hann Finna. Þvf næst tapaði hann fyrir Japana. Halldór Hafsteinsson keppti í -86 kg flokki, en hann tapaði fyrir Svía f fyrstu umferð. Sigurður Bergmann keppti í +95 kg flokki. Hann tapaði í annarri umferð fyr- ir Finna og í annarri umferð f uppreisn- arviðureignum fyrir Eistlendingi. í þess- um flokki kepptu meðal annars Miguel Ólympíumeistari 1988 og Salonen Evr- ópumeistari 1989. Mót þetta var mjög sterkt, álíka sterkt og A-mót, en þó ekki viðurkennt sem slíkt. BL Coventry-Southampton.......2-0 BL Körfubolti: Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ Enska knattspyrnan — Getraunir: Leeds áfram á toppnum — enginn íslendingur með 13 rétta Opna skandinavíska júdómótið: Freyr Gauti keppti um bronsverðlaunin — en beið lægri hlut fyrir Japana Verður Grissom löglegur meö KR eftir áramótin? — og þá jafnframt með íslenska landsliðinu? sættir takast Sættir milli okkar og þess eða þeirra sem tóku við honum, einhvem tímann. Orð eru vissulega máttug, en við búum öll yfir því sem er þúsund sinnum betræ minningu um besta pabba í heimi, besta afa í heimi og besta eiginmann í heimi. Minningin lifir. Denni, Linda Sif, Steinunn Edda, Nonni, Sjöfn og Sigyn Kynni okkar Sigurðar Haraldssonar voru ekki löng, en þeim mun betri. Þau hófust fyrir tæpu ári, er ég réðst til starfa hjá HSÍ, þar sem Sigurður var í stjóm. Við áttum margt saman að sælda. Siggi var í móttökunefnd erlendra landsliða og hafði umsjón með leik- skrám fyrir landsleiki í handknatt- leik. Allt stóð sem stafúr á bók sem Siggi tók að sér. Hann var vinnusam- ur, áreiðanlegur og einstaklega áhugasamur um vöxt og viðgang handknattleiksíþróttarinnar. Hann var norðanmaður að uppruna og fylgdi KA að málum, en ailur félaga- rígur var honum fjarri skapi. Hagur hreyfingarinnar í heild var honum fyrir öllu. Ávallt var gott að leita til Sigga og raunar ómetanlegt að eiga hann að, þegar góðra ráða var þörf við lausn hinna ýmsu daglegu vandamála. Hann gaf sér alltaf góðan tíma til að velta hlutunum fyrir sér, var raunsær og ráðsnjall, en alltaf jafn hógvær. Oft var hann með spaugsyrði á vör, og hann hafði þessa ljúfu, fínu og lúmsku kímni, sem er alltof sjaldgæf á meðal okkar. Allan þennan tíma var Siggi þó sár- þjáður af krabbameini. Hann æðrað- ist aldrei, en barðist eins og hetja við hinn banvæna sjúkdóm, með dygg- um stuðningi Hönnu og fjölskyld- unnar allrar. Sigurður Haraldsson er einn vænsti maður sem ég hef kynnst Hann var heill og sannur maður og návist hans var mannbætandi. Góður drengur er fallinn í valinn. Blessuð sé minning hans. Hönnu og öðrum ástvinum Sigga flyt ég inni- legar samúðaróskir. Einar Öra Stefánsson Ég á erfitt með að trúa því að vinur minn og samherji, Sigurður Har- aldsson, eigi ekki eftir að kíkja til mín oftar eða slá á þráðinn. Samskipti okkar Sigga voru meiri nú síðastliðið ár en áður. Hann kom oft til mín á skrifstofuna þegar hann var að vinna í sínum málum vegna veikindanna og við áttum náið sam- starf í kosningunum í vor, þar sem hann sá um utankjörstaðaatkvæðin og vann mikið og gott starf. Það duldist engum, sem þekkti Sigga, að veikindin höfðu leikið þennan myndarlega mann illa. Hann lét það ekki á sig fá og sinnti áhuga- málum sínum af ótrúlegri eljusemi og krafti. Hann var svo bjartsýnn og sigurviss þegar krabbameinið bar á góma, að ég trúði því að hann myndi sigrast á þessum vágesti. Siggi var mikill framsóknarmaður og hafði unnið lengi að flokksmál- um, og þó að starfsorkan væri ekki eins mikil og áður, var hann sístarf- andi. Nú síðast voru það EES-málin sem áttu hug hans allan og verkefni Samstöðu um óháð ísland. Þessi Ijúfi og elskulegi drengur er nú horfinn af sjónarsviðinu langt um aldur fram. Þegar ég kvaddi hann síðast var hann að fara til Ameríku síðdegis sama dag og hlakkaði mikið til að eiga þar frí með Hönnu. Ég óskaði honum góðrar ferðar og bað hann njóta dvalarinnar. Sú ferð fór öðruvísi en ætlað var og nú er Siggi farinn í ferðina sem enginn kemst hjá að fara. Ég votta ástvinum hans samúð mína, sérstaklega eiginkonu hans, Hönnu, sem reyndist honum ein- stakur félagi, og sonum hennar, þeim Jóni og Steingrími, sem Siggi hafði miklar mætur á og voru hon- um sem bestu synir. Ásta R. Jóhannesdóttir KR-ingar róa nú að því öllum áram að Bandaríkjamaðurinn Dave Grissom fái íslenskan ríkisborgara- rétt á þessu ári. Fari svo, gæti Grissom leikið með liðinu í síðari hluta íslandsmótsins, sem og ís- lenska landsliðinu. Frumvarp um nýja ríkisborgara er nú til meðferðar á Alþingi og vonast er til að málið verði afgreitt fyrir jólaleyfi. Grissom hefur æft með KR-ingum að undanfömu og leikið með 1. flokksliði félagsins. Fái hann ríkis- borgararétt má hann leika með lið- inu við hlið núverandi landa síns, Johns Bear. Ekki þarf að fara um það mörgum orðum hve Grissom mundi styrkja lið KR mikið. Hann hefur tvö und- anfarin ár leikið hér á landi í úrvals- deild, fyrst með Reyni og síðan með Val. 1 sumar kvæntist hann íslenskri konu. Landsliðið myndi einnig styrkjast mjög með tilkomu Griss- oms, sem er mikil skytta og sterkur alhliða leikmaður. BL Tíminn 15 Körfubolti Höttur vann Akranes Hilmar Gunnarsson 14, Bjöm Leósson 12, Jóhannes Svcins- sob 10 og Arthur Bahcock 10 aði hvorid fleirí né færri en 57 austan á meanera 103-51 Staðan 11. deild karia ÍR 6 8 0 757+56116 Höttur 8 5 3 540+515 10 Aknutes 6 5 3 614+604 10 Brciðablik 8 4 4 702-579 8 Víkverji 7 3 4 438-521 6 Reynir 8 3 5 664-663 6 ÍS 7 2 5 447-473 4 Keilufél. R. 8 1 7 377-623 2 Körfubolti: ívar Webster ið stefnir nú að Jn heimta sæti sitt f innL að hætta aö leika með Uölnu. Að minnsta kosti tvö önnur félög en fR voru inní ntyndinnl hjá ívari, svm veröur orðinn lögleg- ur með ÍR fyrir lellt gegn Breiðabliki ll.janúar. BL Krebs úr leik veröur lfldega »6 gangast undir aö- gerö hv sem UðbSnd í bné era skíidduft. Hann leikur þv£ varia meira meó Griudvíkioííum i vetur. Grindvikingar eru farnir að leite fyr- NBA-körfuboltinn: New York efst — f Atlantshafsriöllnum it Pistons 94-87 sigur á Hou- ston Rockets og Portland TVail Blazers unnu "* ** " ” ets 91-87. i riðlinum «r San Antonio meö 3 tapieiki, en Los Ani Lakers er efst í Kyrrahafsri

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.