Tíminn - 11.12.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.12.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 11. desember 1991 Um í 73 miíljónir fóru á 46 staöi árið 1990 Framkvæmdasjóður aldraðra veittl samtals 172,8 milljónum króna í framlög til bygginga á síðasta ári, sem var 9% hækkun frá árinu á undan. Framlög síðasta árs skiptust niður á 46 staði. Hjúkrunarheimilið Skjól í Reykjavík fékk langhæsta framlag ársins eða 28 millj. kr. DvalarheimiUn í Seljahlíð í Reykjavík, á fsafirði og Höfði á Akranesi fengu mUIi 10 og 11 m.kr. hvert, en önnur fram- lög ársins voru öU undir 7,5 milljónum og allt niður í 625 þús. kr. í árslok námu framlög sjóðsins orðið samtals 918 milljónum króna, sem farið höfðu til 70 aðila, auk smávegis styrkveitinga. Tveir aðilar skera sig úr varðandi heildarframlög úr Framkvæmda- sjóði aldraðra. B-álma Borgarspítal- ans í Reykjavík með alls 104 millj- óna kr. framlög og Hjúkrunarheim- ilið Skjól í Reykjavík með 96 millj- ónir kr. Þriðja hæsta framlagið var til Seljahlíðar í Reykjavík. Alls hefur sjóðurinn veitt byggingarframlög til 8 aðila í Reykjavík, samtals 315,5 milljónir króna, eða rúmlega 34% af heildarframlögum sjóðsins. Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri er það heimili utan Reykjavíkur sem fengið hefur hæst heildarframlög, 54,5 milljónir króna. Næst koma dvalarheimili á Siglufirði með tæp- lega 35 milljónir og Höfði á Akra- nesi. Fimm dvalarheimili til viðbótar hafa hlotið yfir tuttugu milljóna kr. heildarframlög, þ.e. á Sauðárkróki, Hlíf á ísafirði, Grundavík, Egilsstöð- um og Sólvangur í Hafnarfirði. Samkvæmt sérstökum samningi, sem gerður var milli Heilbrigðis- ráðuneytisins annars vegar og Bæj- arstjómar ísafjarðar hins vegar, verður ekki betur séð en að ísfirð- ingar hafi innan tíðar hlotið hæstu byggingarframlögin úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra, þ.e. ef tekið er mið af íbúafjölda. Samningur þessi er um uppgjör og lok fram- kvæmda við vemdaðar þjónustu- íbúðir Dvalarheimilisins Hlífar á ísafirði, sem þá var ætlað að ljúka á næstu þrem ámm. Þar er m.a. kveð- ið á um að ráðuneytið muni beita sér fyrir því að eftirstöðvar framlags sjóðsins, sem áætlað er rösklega 43 milljónir kr., verði greitt með jöfn- um greiðslum á næstu fjórum ár- um. Sautján staðir hafa hlotið framlög á bilinu 10 til 20 milljónir. Alls 47 af fyrmefhdum 70 aðilum hafa því fengið byggingarframlög undir tíu milljónum króna enn sem komið er, þar af hafa nokkur aðeins fengið fá- ein hundmð þúsunda. - HEI 80 ára afmæli 80 ára er í dag, 11. desember, Njóla Dagsdóttir, fyrrum húsfreyja að Ás- mundamesi í Kaldrananeshreppi á Ströndum, nú til heimilis að Suð- urgötu 52 í Keflavík. Hún tekur á móti gestum laugar- daginn 14. desember kl 16-19 í sal Iðnsveinafélagsins, Tjamargötu 7, Keflavík. Samband dýravemdunarfélaga á íslandi: Gefinn út listi yfir dýravænar snyrtivörur Starfshópur, sem er á vegum Sam- bands dýraveradunarfélaga á ís- landi gegn dýratilraunum, hefur látið prenta bækling með lista yfir þær snyrti- og hreinlætisvörur sem ekki eru prófaðar á dýrum. í fréttatilkynningu frá starfshópn- um segir að árlega þurfi mörg dýr að þola óbærilegar þjáningar og loks dauða vegna prófana á vömm þess- um. Hins vegar fer þeim fyrirtækj- um fjölgandi sem ekki reyna vömr sínar á dýmm og njóta þau vaxandi vinsælda. Það em vinsamleg tilmæli frá starfshópnum að fólk kynni sér innihald bæklingsins, sem liggur víða frammi. Bæklingurinn verður endurprentaður og endumýjaður á næsta ári. Því geta ffamleiðendur og innflytjendur, sem telja að merki þeirra eigi heima í listanum, haft samband við SDÍ. -PS Hvalfjörður vill úr Alþj. hvalveiðiráðinu Hreppsnefnd Hvalfjaröarstrandar- hrepps styður eindregið tillögu sjávarútvegsráðherra og álit nefnd- ar hans um að ísland segi sig nú þegar úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Nauðsynlegu jafnvægi í lífríki sjáv- ar verði ekki náð, nema hvalveiðar hcfjist að nýju. Hreppsnefndin minnir á að lengi vel vom hvalaafurðir 1.3% af út- flutningstekjum þjóðarinnar. Hún hafi ekki efni á að missa þær. Eins megi kalla Ijóst að tekjur af nytja- fiskum og auðlindum sjávar minnki ef hvalurinn verður friðaður til lengdar. Hreppsnefnd Hvalfjarðar- strandarhrepps væntir þess að hval- veiðar hefjist strax á næsta ári. -aá. Eigendur E.T. Einar Gíslason (t.v.) og Tryggvi Aðalsteinsson. Þjónustumiðstöð fyrir stórbíla Flutningafyrirtækið E.T. — Einar og TVyggvi, opnaði á hjólbarðaverkstæði, smurstöð, ljósaskoðun, hemlaprófun, dögunum nýja þjónustumiðstöð að Klettagörðum 11 fyrir viðgerðaverkstæði og verslun. Góð aðstaða og aðkeyrsla er eigendur stórra ökutækja. í miðstöðinni er þvottastöð, fyrir stærstu flutningabfla, jafnvel með tengivögnum. Nýtt útgerðar- og fiskvinnslu- fýrirtæki hefur ráðið sér fram- kvæmdastjóra: Pétur Reim- arsson ráð- inn til Árness Dr. Pétur Reimarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Áraess hf. Hann tekur við starfinu þann 15. janúar næstkomandi. Pétur hefur verið framkvæmdastjóri Sæ- plasts á Dalvík undanfarin ár. Árnes hf. er nýtt útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki, sem var stofnað upp úr sameiningu Glettings hf. f Þorlákshöfn, sem á um 66% í nýja félaginu, og Hraðfrystihúss Stokks- eyrar hf., sem á 34%. Veiðikvóti hins nýja útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækis nemur 5600 þorskígildum, en fyrirtækið mun gera út sjö báta frá Þorlákshöfn. -PS Borgarverkfræðingur: Umferð um miibæinn takmörkuð iyrir jól Dagana 14. til 24. desember mun lögreglan takmarka umferð inn á Laugaveg og Austurstræti, ef þörf krefur. Undanþága verður þá aðeins gerð fyrir strætó, leigubfla og bifreiðar fatlaðra. Ökumenn eru hvattir til að aka ekki um Laugaveg og Austur- stræti að óþörfu. Laugardagana fyrir jól verður ókeypis í stöðumæla, bflastæði og bflastæðahús á vegum borgarinnar, að Kolaportinu undanskildu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.