Tíminn - 03.01.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.01.1992, Blaðsíða 1
Föstudagur 3. janúar 1992 1. tbl. 76. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Sigrún Magnúsdóttir leggur fram bókun í borgarstjórn um stjórnskipulag í Reykjavík í kjölfar áfellisdóms Borgarendurskoðunar yfir Hitaveitunni: Stjórnkem klíkunnar molnar undan Perlunni Borgarendurskoðun telur að stiómun, áætlanir og eftirlit við byggingu Perlunnar á Öskjuhlið hafi verið mjög ábótavant. Jamframt telur stofnunin að þörf sé á að endurskoða stjóm- sýslu Hitaveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í skýrslu sem Borgarendurskoðun hefur sent frá sér um Hitaveituna. Skömmu eftir að Markús Öm Antonsson borgarstjórí tók við embætti, óskaði hann eftir að þessi skýrsla yrði gerð. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, sem á sæti í stjom veitustofnana borgarínnar, sagði að skýrslan staðfesti að sú gagnrýni, sem hún hafi haldið uppi á stjórnkerfi borgarínnar, um að það sé í molum, sé rétt. Á borgarstjómarfundi i gær sagði Davíð Odds- son að athugasemdir Borgarendurskoðunar væru einskis virði, þar sem starfsmenn hennar væru ófærir um að gera marktækar athugasemdir af þessu tagi. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir stjómendum Hitaveitu Reykjavíkur og stjóm veitustofnana borgarinnar. Borgarendurskoðun telur að sam- kvæmt núverandi skipulagi sé ekki nægilega skýrt hver fari með fjárhags- lega og stjómsýslulega ábyrgð á rekstri Hitaveitunnar. Nokkuð vanti á að stjóm veitustofnana sinni þessu hlutverki, sem henni ber þó að gera. Orðrétt segir í skýrslunni um fram- kvæmdir við Perluna: „Það er eins og þegar kemur að þessari sérstæðu framkvæmd, að yfirstjóm hafi gjör- samlega farið úrskeiðis og ekki liggi ljóst fyrir á hvers hendi hún átti að vera. Upplýsingar um kostnað við bygginguna komast ekki til skila, áætlanir em byggðar á veikum gmnni, fjárhags- og verkefnaábyrgð er óskilgreind og stjómendum Hita- veitunnar og borgarsjóðs virðist ekki ljóst hver fer með yfirstjóm fram- kvæmdanna, þannig að á byggingar- tíma er sem heildarábyrgð á fjármál- um og framkvæmdum sé hvergi á ein- um stað.“ í gær lagði Sigrún Magnúsdóttir fram bókun í borgarstjóm þar sem segir: „Ég fagna því að skýrsla Borgar- endurskoðunar um stjómsýslu og fjárhag Hitaveitu Reykjavíkur var gerð, en átel harðlega að hún skuli Höfn í Homafiröi: Pörupiltar máluðu lög- reglubílana Pörupiltar á Höfn gerðu sér lít- ið fyrir um áramótin og máiuðu lögreglubflana tvo með hvítri málningu. Bflamir tveir, sem eru af SAAB- og Eeonolinegerð, vora heilmálaðir og meira að segja var málað yfir rúður bflanna, sem reyndar eru hvítir fyrir. Lög- regluþjónar á Höfn tóku sér tjöruhreinsí og bursta í hönd og skrúbbuðu málninguna af bílun- um. Bifreiðarnar stóðu fyrir utan lögreglustöðina. Ekki er vitað um ástæðu fyrir verimaðinum, en máiið er enn óupplýst. -PS hafa komist í fjölmiðla áður en hún var rædd í borgarráði og stjóm veitu- stofnana. Skýrslan rökstyður kröftug- lega gagnrýni mína um að stjómkerfi (stjómskipulag) borgarinnar sé í mol- um og kröfu mína um að skipurit séu sett fyrir borgarstofnanir „þannig að boðleiðir við ákvarðanatöku séu skýr- ar“. Þetta gildir um allt borgarkerfið en ekki einungis Hitaveitu Reykjavík- ur,“ segir í bókuninni. Þar segir enn- fremur: „FVrir aðeins ári síðan var samþykkt nýtt skipurit fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þá benti ég á að ósam- ræmi væri í skipuritinu varðandi yfir- stjómina miðað við 26. grein sam- þykkta um fundarsköp Reykjavíkur og samþykkta stjómar veitustofnana. Fyrrverandi borgarstjóra var það í mun að viðhalda hinum bratta, miðstýrða stjómkerfispýramída. Þannig gat hann einn ráðið í gegnum auðsveipa þénara sína og vildi því engu breyta, þó svo að það bryti í bága við samþykktir og reglugerðir borgarinnar. Gagnrýni Borgarendurskoðunar beinist mjög að þessu atriði. Skýrslan staðfestir ræki- lega þá gagnrýni sem ég hef haldið uppi á Hitaveitu Reykjavfkur í stjóm veitu- stofnana og borgarráði og borgarstjóm vegna stjómleysis og framkvæmda við Perluna og einnig að þörf sé á að miklu betur sé vandað til allra kostnaðar- og framkvæmdaáætlana." Sigrún sagðist fagna því að þessi skýrsla væri komin fram. „Ég vona að þetta verði tii þess að allt borgarkerfið verði tekið til endurskoðunar og verði gert skilvirkara, þannig að það sæmi stærsta sveitarfélagi landsins, en sé ekki byggt undir valdaklíku eins flokks, eins og það er í dag,“ sagði Sig- rún. Allharkalegar umræður spunnust á borgarstjómarfúndinum um skýrsl- una og DaVíð Oddsson borgarfulltrúi sagði enga ástæðu til að taka mark á niðurstöðum hennar, þar sem starfs- menn Borgarendurskoðunar hefðu enga burði til að meta hugsanlega vankanta í stjómkerfi borgarinnar. í því efni væru þeir engir sérfræðingar. Þá iagði núverandi borgarstjóri fram bókun, sem efnislega segir að Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi gerði úlf- alda úr mýflugu í málefnum er vörð- uðu byggingu Perlunnar. -EÓ Á NÝÁRSDAGSMORGUN var rússneski fáninn dreginn í fyrsta sinn að húni á sendiráðinu við Garðastræti. Hvíti, blái og rauði fáninn blakti einnig við byggingu verslunarfulltrúans við Tún- götu. Ekki var fiaggað við bústað sendiherrans. Á aðalbyggingu sendiráðsins er búið að taka niður skiltið sem vísaði á sendiráð Sovétrikjanna og var skreytt hamri og sigð. Annað skilti er ekki komið upp. Rússland hefur tekið að sér öll sendiráð, sem áður þjónuðu Sovétríkjunum, þar til annað verður ákveðið. Á myndinni eru tveir starfsmenn sendiráðsins, kari og kona, að taka myndir af þeim sögulega atburði að fáni Rússlands blakti yfir Reykjavík í fyrsta SÍnn. TlmamyndOÓ Áhöfn Öskju sagt upp störfum: Stórskertar samgöngur við NA-land • Blaðsíða 3 Lögreglan í Reykjavík af- vopnar mann, sem var meö tvær byssur í fórum sínum: Ógnvænlegar heimiliserjur Lögreglan handtók á nýársdags- kvöld mann í húsi í Fossvogi, en hann var vopnaður haglabyssu og riffli og hafði í hótunum við fólk innandyra. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna heimilisófriðar, en þrennt var í húsinu: maðurinn umræddi ásamt sambýliskonu og þriðja manni. Ekki náðist að kalla út Víkingasveit lög- reglunnar, þar sem ekki var vitað fyrr en óbreyttir lögreglumenn voru í þann veginn að berja dyra að mað- urinn var vopnaður. Það voru því óvopnaðir lögreglumenn sem gengu til móts við ölvaðan mann, gráan fyrir járnum. Greiðlega gekk þó að afvopna manninn, sem var töluvert við skál, en þegar inn kom hafði hann riffílinn undir annarri hend- inni. Vopnin voru gerð upptæk og maðurinn fékk að gista fanga- geymslur lögreglunnar. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.