Tíminn - 04.01.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.01.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 4. janúar 1991 Tímiim MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tfminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð i lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sannleikurinn gjörir menn óða Meirihluti sjálfstæðismanna hefur löngum farið með stjórn Reykjavíkurborgar og talið sér til gildis að hafa stjórnað vel. Svo vel á að hafa til tekist að til fyrirmyndar sé fyrir landsstjórnina. Allir kannast við þetta. Nú skal því ekki haldið fram hér að allt hafí verið illa gert í stjórn Reykjavíkurborgar. Hitt er víst að mönnum eru mislagðar hendur þar eins og annars staðar, jafnvel þó að hagkvæmni stærðarinnar og miklir tekjumöguleikar létti undir. Hitaveita Reykjavíkur hefur í gegnum tíðina orð- ið fjársterkt fyrirtæki. Menn héldu það í einfeldni sinni að hlutverk hennar væri að selja heitt vatn, enda var það gert lengst af og afkoman var góð. Hins vegar fór það svo að Hitaveitan var rekin út í það af æðstu stjórnendum borgarinnar að byggja veitinga- hús. Það var þáttur í því mikla æði sem greip meiri- hlutann undir forustu núverandi forsætisráðherra að festa kaup á og koma upp veitingahúsum í borg- inni, þótt ærið nóg væri af þeim fyrir. Það kom svo í ljós að auðvitað var Hitaveitan ekki undir svona stórræði búin, og stjórnkerfi hennar ekki miðað við slíkar æfingar heldur að selja neyt- endum í Reykjavík heitt vatn. Allt fór úr böndunum og þegar nýr borgarstjóri tók við síðastliðið sumar stöðvaði hann framkvæmdir við Perluna og bað um skýrslu. Næsti þáttur þessa máls er hálf grátbroslegur, þótt málið sé í raun alvarlegt. Skýrsla Borgarendur- skoðunar hefur séð dagsins ljós og var til umræðu á borgarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag að frumkvæði Sigrúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Þá kemur í ljós að þeir hjá Borgarendurskoðun hafa aldeilis hlaupið á sig, að dómi fyrrverandi borg- arstjóra og núverandi borgarfulltrúa og forsætisráð- herra. Þeir fara að tala um óþægilega hluti, að stjórnkerfið sé í molum, og í raun viti enginn hver á að stjórna hverjum. Þessi ummæli eru baneitruð og urðu til þess að fyrrverandi borgarstjóri og núver- andi forsætisráðherra trylltist og sagði að þessir menn hefðu ekkert vit á því sem þeir væru að tala um, og ættu að halda sig við beinharðar tölur um efnahag Hitaveitunnar. Skýrslan frá Borgarendurskoðun átti sem sagt að segja að enn væri Hitaveitan sterk fjárhagslega, þrátt fyrir ævintýrið á Öskjuhlíðinni. Það vissu menn fyrir. Svo sterk var Hitaveitan orðin fjárhags- lega að þetta setur hana ekki á hausinn, þótt hún hafi orðið fyrir áföllum vegna þessara vendinga. Þetta er nú sannleikurinn um stjórnkerfi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Skýrslur sem segja sannleikann gera forustumenn meirihlutans æfa. Þeir hjá Borgarendurskoðun hafa greinilega haldið að perestrojkan hafi haldið innreið sína með nýjum borgarstjóra. Hún lætur á sér standa. Væri ekki ráð að skipa fortíðarvandanefnd í málið? Atli Magnússon: Allt hef ég frá öfum rmínum Myrkasti ártíminn er að líða hjá, blessunarlega upptendraður af birtu jólahátíðarinnar og ljósa- gangi áramótanna. Hverfulleika- tilfinning sú sem gripið hefur hjörtun að undanförnu dvínar ögn er landsfeður koma á sjón- varpsskjáinn og í útvarpið á ná- kvæmlega forskrifuðum tímum og flytja sína forskrifuðu ræðu, sem flestir telja sér ljúft og skylt að hlýða á. Að vanda voru ræð- urnar til sóma, vel samdar og fluttar. Ekki er ætlunin að kasta rýrð á aðra hátfðaræðumenn, þótt hér sé lýst þeirri skoðun að ræða útvarpsstjórans nýja hafi verið eftirminnilegust. Hann ræddi um hvernig það fáa sem ei- líft og varanlegt er verður mannssálinni mikilvægast þegar ærustan er mest. Það er sannar- lega satt og nú í réttan tíma áréttað. Útvarpsstjórinn vitnaði í fagran áramótasálm séra Sigur- jóns Guðjónssonar: „Sem stormur hreki skörðótt ský svo skunda burt vor ár. Og árin koma, ný og ný með nýja gleði og tár. Því stopult, hverfult er það allt, sem oss er léð, svo tæpt og valt jafnt hraust og veikt og fé og fjör, það flýgur burt sem ör. “ Þetta er ekki nýstárlegur boð- skapur og kannske hljómar hann gamaldags, en samt er hann sí- fellt í sínu góða gildi og ein meg- invarðan á leiðinni í leit að því sem varanlegt er. Það er hin merkilega þversögn. Hér vendum við voru kvæði í kross og minnumst á áramóta- ræður í öðru samhengi. Ára- mótaræður eru oft samdar eftir óskráðri formúlu sem menn ósjálfrátt fara að kunna. Útgangs- punkturinn er þá venjulega for- feðurnir. Þegar vel árar er það þrautseigja feðranna, áræði og gáfur sem hefur skilað þjóðinni fram til betra og fegurra mann- lífs og áheyrendur eru hvattir til að hugsa til þeirra í aðdáun og þakklæti og kappkosta að reynast verðir slíks fyrirmyndar upp- runa. Þegar síður árar breytist myndin heldur en ekki tii hins verra. Þá er skyndilega rætt um hve feðurnir voru hoknir, beygð- ir og sligaðir af aldalangri áþján og hver furða það sé að þeir hafi ekki lagst fyrir og dáið út í eld- gosum og bólusóttum. Á grund- velli þessa verður auðvelt að sýna mönnum fram á að ekki sé þeim vandara að þola erfitt árferði og að þeir eigi satt að segja að skammast sín fyrir barlóminn. Um þessar mundir er auðvitað einkum dvalið við síðari uppmál- unina og hún er víðar á ferðinni en í áramótaræðum. Menn sáu ágæta þætti um síldveiðarnar og sögu þeirra í sjónvarpinu um há- tíðarnar. Þar varð umsjónar- manni og höfundi mjög hugsað til þess í upphafi hve volað mannlífið var áður en það tók að veiðast síld og dró hann upp af því ámátlega mynd. Og víðar mætti bera niður eftir slíkum dæmum. Mönnum verður gjarnt að sjá forfeður sína og formæður sem álúta, kvefaða og síhrækj- andi aumingja, berandi hvolp- ana, sífellt jammandi og jæjandi eins og hálfbjána og löðrandi í skít og munntóbakslegi. Út yfir tekur þegar reynt er að sveipa þetta ófélega lið rómantískum ljóma með að leggja því í munn ljóðmæli, vísur og spakmælabrot hverskyns. Það á víst að sanna andlega spekt undir tötrunum. En það er erfitt að fá rómantíkina til að tolla við þetta. Fyrst verður það frekar hlægilegt og síðan þreytandi og púkalegt. Þótt vit- anlega hafi verið til ýmiss konar aumingjadómur hér á landi sem hvarvetna annars staðar í Evrópu á fyrri öldum er ótrúlegt að hann hafi verið hið almenna meðal landslýðsins. Hér í helgarblaði Tímans höfum við að undan- förnu birt ferðaþætti útlendinga sem til íslands komu á umliðn- um öldum. Þeir lýsa íslendingum ekki svona, ekki einu sinni Blefk- en. Þeir lýsa venjulega lágu og breiðvöxnu fólki, forvitnu og glaðværu, matgírugu og heilsu- góðu og frekar merkilegu með sig. Þetta fólk hefur hvorki verið aumingjar né spekingar og ekki ástæða til að aumka það fremur en að draga upp hetjumynd af því. Ég ætla að löngu sé tíma- bært orðið að koma upp nýrri mynd af gamla íslendingnum og kasta út þeirri gömlu, þessu keitukeri með volæðisbulli því og vitleysisrembingi sem út af börmum þess flýtur. Annars er aumingjarómantík þessi einkum liður í því að menn vilja treysta sjálfsímyndina. Því herfilegri sem útgangurinn er á gamla íslendingnum, því betur geta menn unað við eigin spegil- mynd. Það verður eins og auka- konfektmoli að smjatta á vesal- dómnum. Mönnum finnst að heimurinn fari nú batnandi og að hann sé nær fullkomnun en áður og að ekki hafi mannkynið gengið til einskis götuna fram eftir veg. En líkt og fyrr tekst hverfulleikanum, sem útvarps- stjórinn ræddi um, að koma á óvart. Það var einmitt kvíðinn og óvissan sem var undirtónn há- tíðaávarpanna um áramótin, þótt svo ætti að heita að verið væri að telja kjark í fólk. Margt virðist á hverfanda hveli um þessar mundir og hið eftirtektar- verða er að það er hið blessaða orð „frelsi", sem vandanum veld- ur — orðið sem á að verða heim- inum leiðarstjarnan til full- komnunar. Það er í sjálfu sér ekki nýtt að umrót fylgi frelsis- heimt, en varla hefur þess séð stað í jafnstórfelldum mæli og nú. Þegar dreki kommúnista- stjórnarinnar er allur fæst ekki betur séð en að annar dreki sé kominn í bæli hans og það er einmitt sú staðreynd að hann er „frjáls“ sem gerir hann hálfu við- sjárverðari. Frjáls markaðsvið- skipti koma auknu róti á við- skiptalíf um heim allan. Frjálst Kuwait hefur valdið nýjum við- sjám í Arabaheiminum og leitt til hryllilegra þjáninga Kúrda. Á íslandi förum við heldur ekki varhluta af nýju og nýju frelsi. En líkt og annars staðar má deila um hve langt fram það skilar okkur á fullkomnunarbrautinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.