Tíminn - 04.01.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.01.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 4. janúar 1992 Æskilegt að eftirlaunaaldur verði mun sveigj- anlegri, segir landlæknir: Líkamleg og andleg örvun nauð- synleg Ólafur Ólafsson landlæknir skrifar grein í tímaritiö Heilbrigðismál þar sem hann fjallar um málefni eldri borgara. í greininni kemur fram að Alþingi samþykkti í vor að skipa nefnd til að kanna hvemig taka má upp svonefndan sveigjanlegan eftirlaunaaldur. Þá er miðað við að fólk geti valið um að fara á eftirlaun á aldrinum 65 ára til 75 ára. Ólafur telur þetta sjálfsagt réttindamál fyrir eldri borgara og breyting í þessa átt getur verið hagkvæm fyrir þjóðfélagið. Á íslandi vinnur fólk á eftirlauna- aldri lengur en á hinum Norður- löndunum. Árið 1981 voru í Dan- mörku aðeins 56% karla og 27% kvenna á aldrinum 60-64 ára við vinnu. Á Reykjavíkursvæðinu stund- uðu yfir 90% karla á aldrinum 60-69 ára og um 50% 70-79 ára líkamlega vinnu á árunum 1985-1986. Landlæknir rekur helstu orsakir starfsloka áður en eftirlaunaaldri er náð: • Atvinnuleysi. • Menntunarkröfur atvinnuveg- anna hafa aukist. • Hagræðing er orðin meiri, meðal annars vegna tölvuvæðingar. • Félagslegur þrýstingur: ,>!enn eiga að hætta þegar ellin færist yfir og hleypa þeim ungu að.“ • Verkalýðspólitík stéttarfélag- anna er oft neikvæð í garð „þeirra görnlu". • í stöku tilvikum getur verið fjárhagslega hagkvæmt að hætta vinnu. Þá bendir Ólafur á að til að fólk haldi líkamlegri og andlegri hæfni sem lengst er líkamleg og andleg örvun nauðsynleg, til þess að við- halda góðri sjón, heyrn og hreyfi- getu svo og félagslegri og sálrænni aðlögunarhæfni. „Það hefur oft komið í Ijós að fram að 70 ára aldri er andleg hæfni flestra lítt eða ekki skert og má jafna henni við getu þrí- tugra og fertugra. Þó verður að taka fram að snerpunni hrakar heldur." Það er því mat Ólafs að: „Eftirlauna- aldur á því að vera sveigjanlegur og byggjast á læknisfræðilegu og fé- lagsfræðilegu mati á starfsgetu og hæfni hvers og eins. Vitaskuld á ekki að skerða rétt manna til eftirlauna er þeir hafa áunnið sér. En það eru mannréttindi að halda óskertum starfsréttindum svo lengi sem hæfni og starfsorka leyfa. Æskilegt væri að eftirlaunaaldur verði mun sveigjanlegri en nú er, þannig að fólk geti valið um hvenær það hættir störfum á aldursbilinu 60-75,“ segir í niðurlagi greinar Ól- afs. -js Læknar leita raunhæfra leiða til að lækka lyfjakostnað: Læknum auðveldað að ávísa á ódýru lyfin Nefnd lækna og lyfjafræðinga, sem Læknafélag Reykjavíkur skip- aði og ætlað var að fínna raunhæfar leiðir til að lækka lyfjakostn- að, hefur skilað tillögum sínum. Þær eru um margt frábrugðnar þeim ráðum, sem yfirvöld hafa þegar gripið til. Leiðimar verða kynntar stjómvöldum nú á næstunni. Frá þessu er greint í Læknablaðinu. Nefndin hvetur til þess að læknum verði gert auðveldara að ávísa á ódýrasta lyfið með því t.d. að útbúa nýja lyfseðla. Bent er á að læknar gefi sér ekki tíma til að fletta upp og finna ódýrasta lyfið. Auðvelda mætti leitina með að skrifa lyfseðla í tölvu með innbyggðum samanburði á íþróttamaður Borgarfjarðar: íris Grönfeldt hlaut hnossiö íris Grönfeldt frjálsíþróttakona varð hlutskörpust í kjöri um íþrótta- mann ársins í Borgarfirði, en úrslit í þessari kosningu lágu fyrir á næst síðasta degi ársins 1991. íris hlaut 66 stig. í öðru sæti varð frjálsíþróttamað- urinn Bergþór Ólason með 51 stig, og í því þriðja Haraldur Már Stefáns- son kylfingur sem hlaut 45 stig. Alls 26 íþróttamenn hlutu stig í kjöri um íþróttamann Borgarfjarðar 1991. verði sambærilegra lyfja. í öðru lagi leggur nefndin til að fræðsla almennings um lyf, kosti þeirra og galla, verði efld. Hún bend- ir á að viðhorf almennings til lyfja virðist giska öfgakennt, ýmist fullt af oftrú eða vantrú. Þannig leiti sumir Iyfja við hverjum eina kvilla sem þá kunna að hrjá, meðan aðrir noti ekki þau lyf sem þeim eru gefin. í þriðja lagi þurfi svo að fræða lækna og læknanema um þessi mál. Nefndin ætlar að íslenskir læknar hneigist til að gefa of stóra skammta í of langan tíma. Mörg dæmi séu til þess að þeir hefji langvinna meðferð á því að gefa langtímaskammt af lyfi. í Ijós geti þá komið að lyfið hefur aukaverkanir sem sjúklingurinn þolir ekki og því nauðsynlegt að reyna annað lyf. Nær væri að hefja meðferðina með smáskömmtum og koma þannig í veg fyrir óþarfa sóun. Að síöustu Ieggur nefndin til að eftirlit með ávísunum einstakra lækna verði hert. -aá. Erlent fréttayfirlit TBILISI, Georgíu Grlmuklæddir menn vopnaöir byss- um skutu I gær á hóp fólks, sem safnast haföi saman til aö láta I Ijós stuöning viö Zviad Gamsakhurdia, forseta Georglu, sem enn er I herkvl I þinghúsi landsins I Tbilisi. Aö minnsta kosti einn maður lét llfiö I skotárás- inni. Þrlr byssumannanna náöust og var einn þeirra barinn til bana aftur I sendiferðabll. BELGRAD Hersveitum Króata og sveitum úr sambandsher Júgóslavíu laust sam- an I gær nokkrum klukkustundum fyr- ir umsamið vopnahlé, sem er skilyröi þess aö friðargæslusveitir S.Þ. fari inn I Króatlu. Carrington lávarður, sáttasemjari Evrópubandalagsins, fór I gær frá London til Lissabon I Portú- gal til viðræöna við Cyrus Vance, sendimann S.Þ. I Júgóslavlu. KAÍRÓ Heimildir innan utanríkisráöuneytis Egyptalands herma að Bandarlkin, Bretland og Frakkland hafi lagt á hill- una fyrirætlanir og tilraunir til þess aö fá S.Þ. til aö setja viðskipta- og efna- hagshömlur á Llbýu fyrir sprengjutil- ræöi við bandarískar og breskar far- þegaflugvélar sem kostað hafa 440 manns lífið. Frönsk stjórnvöld vlsa þessu á bug og Bretar neita aö gefa upp hvaða aðgeröir gegn Llbýu þeir hafi I hyggju. HANOI Bandaríski þingmaðurinn Stephen Solarz sagði i gær aö ekki væri frá- leitt að Bandaríkin hættu efnahags- legum refsiaögerðum gegn Vletnam, ef stjómin I Hanoi yröi hjálpleg við að grennslast fyrir um afdrif bandarlskra hermanna I landinu og styddu aö- geröir til aö koma á friöi I Kambódlu. MOSKVA Ráöherra nokkur I stjórn Boris Jelt- slns Rússlandsforseta býst við þvl að Rússland geti hafið viðskipti með er- lendan gjaldeyri I lok mánaðarins. Hann telur llklegt aö bandarlkjadalur- inn muni kosta eitthvað um 200 mbl- ur. CHAD Sveitir hersins I Chad hafa byrjað hemað til að freista þess að endur- heimta tvo bæi, sem féllu I hendur stuðningsmanna hins fallna forseta, Hissene Habre, á dögunum. SINGAPORE George Bush Bandarlkjaforseti von- ast til aö Singapore muni taka þátt I viöræðum um aukinn sjóherstyrk Bandaríkjanna á Kyrrahafi. Viðræð- urnar eiga að hefjast I dag og em hugsaðar sem fyrsta skrefið I endur- skipulagningu á herstyrk Bandaríkj- anna á svæöinu. DJAKARTA Indónesíustjórn hefur varað Ástrallu- stjórn við því að samskipti landanna séu I hættu eftir fjöldamótmæli I Ástr- allu gegn fjöldamorðum hers Ind- ónesíu á Austur-Timor. Fjöldamorðin vom framin I nóvembermánuði sl. og mótmæli Ástralíumanna hafa vakið reiði stjórnvalda I Indónesíu og hrellt sendimenn þeirra í CanberTa. MERKIÐ VIÐ 13 LEIKI 4. janúar 1992 Viltu gera uppkast að þinni spá? 1. Boumemouth — Newcastle DE00 2. Bristol City — Wimbledon y 3. Coventrv Citv — Cambridae II11 ii x im 4. Huddersfield — Millwall □ 000 5. Hull City — Chelsea BmHiXI 6. Leicester City — Crystal Palace y 000 1■ Middlesbrouqh — Manch. City H 000 8- Norwich City — Barnsley H11 n xim 9. Preston — Sheff. Wed. □ 11 ii x im 10- Sheff. United — Luton Town y 11 ii x ii 21 11- Southampton — Q.P.R. q 11 ii x im 12. Sunderland — Port Vale EE I 1 II x || 2 I 13. Swindon Town — Watford E 000 : J Q ■ B c Z z 3 i- »1 z z 3 > s 2 .1 tr 73 O 2 n\ e Q- cr < IC d u. d | FU 95,7 2 1 J 1 V- 1 Q < U e o < 3 A. 3 >l SA »] JTA r I a| LS | 1 xij 11 2 X 2 2 X 2 2 X 2 1 3 6 2 1 2 2 2 2 1 2 X 2 1 3 1 6 3 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 9 1 0 4 2 2 2 2 X 1 X X 2 2 1 3 6 5 1 2 2 2 2 2 2 2 2 2 1 0 9 6 X 2 X 2 X X 2 2 2 1 1 4 5 7 1 2 2 2 2 X 2 2 2 2 1 1 8 8 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 9 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10 10 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 11 X 1 1 1 X 1 1 X 1 1 7 3 0 12 1 1 X 1 X 1 1 1 1 1 8 2 0 13 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 9 1 0 STAÐAN í 1. DEILD Leeds ........24 13 10 1 42-19 49 Man.Utd........22 14 6 2 43-18 48 Sheff.Wed ....23 11 7 5 37-24 40 Man.City.......24 11 7 6 33-28 40 Liverpool......23 9 11 3 27-19 38 Aston Villa....23 11 3 9 34-29 36 Arsenal .......22 9 6 7 40-29 33 Tottenham......22 10 3 9 34-29 33 Everton........24 9 6 9 35-31 33 C. Palace......22 9 6 7 34-40 33 Nott.Forest...23 9 4 10 37-34 31 Norwich........23 7 9 7 29-31 30 QPR ..........24 7 9 8 25-30 30 Chelsea........24 7 8 9 31-37 29 Coventry.......23 8 3 12 25-26 27 Oldham.........23 7 6 10 37-42 27 Wimbledon.....23 6 8 9 27-30 26 Notts.C........23 7 4 12 26-32 25 Luton..........23 5 7 11 17-41 22 Sheff.Utd ....24 5 6 13 29-42 21 WestHam........23 4 8 11 22-37 20 Southampton... 23 4 7 12 21-37 19 STAÐAN í 2. DEILD Blackbum ....24 13 5 6 35-22 44 Ipswich ... 26 12 8 6 39-30 44 Southend ....26 12 7 7 39-30 43 Middlesbrough .25 12 6 7 33-25 42 Cambridge .... ....24 11 8 537-2741 Leicester ....25 12 5 8 32-29 41 Swindon ....24 10 9 5 44-29 39 Derby ....24 11 6 734-2639 Portsmouth .. ....24 11 6 7 31-24 39 Charlton ....24 10 6 8 28-26 36 Wolves ... 25 9 6 10 32-31 33 Millwall ....25 9 6 10 38-39 33 Bristol C ....25 8 9 8 30-34 33 Tranmere ....22 7 11 4 25-24 32 Sunderland.... ....26 9 5 12 35-37 32 Watford ....25 9 4 12 29-29 31 Port Vale ....27 7 10 10 27-34 31 Bamsley ....27 8 6 13 29-37 30 Plymouth .... ....24 8 4 12 25-36 28 Newcastle .... ....27 6 10 11 36-48 28 Bristol R ....26 6 9 11 33-43 27 Grimsby ....24 7 6 11 28-39 27 Brighton ....27 6 7 14 33-44 25 Oxford .. 24 6 3 15 32-41 21

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.