Tíminn - 09.01.1992, Qupperneq 8

Tíminn - 09.01.1992, Qupperneq 8
8 Tíminn Miðvikudagur 9. janúar 1992 Norskar bækur frá Gyldendal Herbjörg Wassmo: Llte grönt bllde I stor bli ramme. Ósló 1991, IJóð. Það þarf varla að kynna Her- björgu Wassmo fyrir íslenskum lesendum, en nú sendir hún frá sér ljóðabók og er þetta þriðja ljóðabókin hennar. Að vísu er undirfyrirsögn bókarinnar „Lý- rískir textar". Stundum reyndi hún að muna hvemig allt var allra fyrst áður en fólk sagði nafnið hennar áður enhún vissi hver hún var áður en það var hlýtt eða kalt áður en hún varð að borða og drekka Hún hélt að það vceri tónn til að fljóta í Tónninn var allt sem hún þurfti var höfuðið og kroppurirm Hún gat gefist upp án þess nokkur hrópaði eða spurði Hún hélt hún vissi meira þá kannski gleymdi hún hver hún var daginn sem einhversagði nafhið hennar Þetta er aðeins lítið dæmi um enduryrkingu, sem er harla auð- veld, því að Herbjörg skrifar mál sem er svo líkt íslenskunni. Því segi ég hér, enduryrkingu, því Norðmenn nota orðið gjendiktning um ljóðaþýðingar. Þarna er um að ræða texta sem fyrst voru skrif- aðir fyrir náttúruprógram Hans Christians Alsvik í norska sjón- varpinu. Síðan þróuðust þeir í upplestur með undirleik Tori Stödle fyrir menningarhátíðina í Norður- Noregi og loks gerði Jo- hanne Marie Hansen-Krone myndir sem fylgja textanum í bókarforminu. Sýnishornið hér að ofan bendir á að barnið er að tala við okkur. Sjálf segist hún vera að leita eftir hugsunum og skynjunum barnsins, gegnum tóna, myndir og orð til þess að meðtaka og játa eitthvað sem ekki má glatast. Reldar Hirstl: Partipisken, kampen om det fríe ord I Arbeiderbladet. Ósló 1991. Reidar Hirsti var sparkað úr rit- stjórastóli Arbeiderblaðsins 1974. Ekki aðeins brugðust les- endur harkalega við, heldur allt samstarfsfólk, öll önnur dagblöð landsins og flokksþing Verka- mannablaðsins. En hann várð að yfirgefa blaðið eftir 11 ára rit- stjóraferil. Það varð ekki aftur snúið. f bók sinni lýsir Reidar mjög vel átökunum á bak við tjöldin og við sjáum nærmyndir af þeim stóru í stjórnmálunum. Aðalleikurunum í sjónarspilinu um hvernig þjóðum skal stjórn- að. Sjálfur hefði ég kosið að sjá ekki þessa mynd af Tryggva Bratteli, en svona er víst lífið í litla hópnum sem ræður. Þakk- látastur er höfundurinn fyrir þá bylgju af velvilja sem skall á þeim hjónum eftir brottvikning- una. Þessi góðvild hjálpaði þeim að sigrast á biturleikanum sem ófrávíkjanlega fylgir meðferð eins og þeirri er hann sætti. Olav Angell: Oslo I skumríngen. Ósló 1991. Það eru margar bækur skrifaðar um Ósló og út frá mörgum sjón- arhornum, eins og verða vill um hverja höfúðborg. Hér er saga borgarinnar sögð með augum drengs sem var 5 ára 1937. Sagan er sögð sem skáldsaga, eins konar ævi- saga þessa manns og alls þess sem hann upplifði. Þar er ef til vill upplifun bamsins af heims- styrjöldinni síðari einna sterk- ust. Flóttinn sem brast á 10. apr- íl 1940. Nágrannarnir sem urðu nasistar. Stúlkan sem átti barnið með þýska hermanninum. Hvernig Þjóðverjarnir hertóku skólann. Draumur drengjanna um að flýja til Svíþjóðar og verða hetjur í stríðslok. Á þennan hátt segir höfundur okkur þessa al- mennu sögu út frá sjónarhóli drengsins og öll eigum við eitt- hvað sameiginlegt með honutn, það er að segja við sem upplifð- um þessi ár eða þekkjum fólk sem hefur sagt okkur frá þeim. Þetta er einstaklega lifandi og fjörleg frásögn. Eins konar sögulegur róman án samtíma. ARNAÐ HEILLA 75 ára: Hj örtur Hj artar f.v. framkvœmdastjóri Hjörtur Hjartar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- bandsins, er 75 ára í dag. Hjörtur fæddist 9. janúar 1917 á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru Ólafur R. Hjartar jám- smiður, og Sigríður Egilsdóttir. Hjörtur stundaði nám í Samvinnu- skólanum árin 1935-37, en strax að námi loknu réðst hann sem kaupfé- Iagsstjóri hjá Kaupfélagi Önfirðinga á Flateyri og starfaði þar til ársins 1945. Hann var þá yngsti kaupfélagsstjóri landsins og skorti reyndar aldur til að fara með formlegt prókúruumboð fyrir félagið, þegar hann tók við starf- inu. Árið 1945 varð Hjörtur kaupfélags- stjóri á Siglufirði og gegndi því starfi til ársins 1952. Árið 1952 gerðist Hjörtur fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- bandsins, að beiðni Vilhjálms Þórs, þáverandi forstjóra Sambandsins. Því starfi gegndi Hjörtur, sem öðrum, af einstökum dugnaði og atorku þar til hann lét af störfúm að eigin ósk árið 1976. Hjörtur var þá enn á besta aldri, en nokkur þreytumerki farin að gera vart við sig, bæði af löngum og ströngum vinnudegi og vegna sjúk- dóms, sem þá þegar var farinn að segja til sín og átti síðar eftir að áger- ast mjög. Hjörtur gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sambandið og samvinnuhreyf- inguna og leysti þau öll af hendi af stökum dugnaði og samviskusemi. Auk setu í framkvæmdastjóm Sam- bandsins, var hann í stjóm Sam- vinnusparisjóðsins, síðar bankaráði Samvinnubankans, í stjóm Áburðar- verksmiðju ríkisins, Olíufélagsins h.f., Vinnumálasambands samvinnu- félaganna, Dráttarvéla h.f., Regins h.f. og fleiri félaga. Þá tók Hjörtur virkan þátt í félagsmálum. Eiginkona Hjartar er Guðrún Jóns- dóttir kennari, hin mesta myndar- og sómakona, og eiga þau fjögur böm: Jónu Björgu kennara, maki Paul van Buren, háskólakennari í Utrecht, Hollandi; Sigríði Kristínu lyfjafræð- ing, maki Stefán Guðbergsson, bygg- ingaverkfræðingur í Reykjavík; Elínu hjúkrunarfræðing, maki Davíð Á. Gunnarsson verkfræðingur, forstjóri Ríkisspítalanna; og Egil raftækni- fræðing, maki María Gunnarsdóttir tæknifræðingur. Fjölmargir samvinnumenn og vinir Hjartar hugsa með hlýhug og þakk- læti til hans og fjölskyldu hans á þessum tímamótum. Guðjón B. Ólafsson Endahnútur EE S - samninganna Smiðshögg var rekið á EES- samn- inginn í Lúxemborg aðfaranótt 22. október 1991. Samningurinn, 1000 bls. langur, hefur að viðauka acquis communaire, sagði Financial Times svo 23. október 1991: „Umyrðalaust var út frá því gengið, að ísland ætti sérlegt tilkall til mestallra fiskveiði- réttinda sinna, sem leggja því til mestallt viðurværi þess. Nor- egur varð hins vegar að gefa eft- ir (fiskveiðiréttindi), þó ekki mikil. í fiskikvótanum innan norska fiskveiðimarka, nú 215.000 tonn- um, hækkar hlutur EBE úr 2,14% í 2,9%. Mestan hluta viðbótarinnar, tvo þriðju, fær Bretland, en Þýska- land og Frakkland afganginn. — Skýrir David Curre, breskur aðstoð- arráðherra landbúnaðar og sjávar- útvegs, svo frá, að 1993, þegar Evr- ópska efnahagssvæðið kemst á, fái fyrra samkomulagi. Er sá afli úr væntanlegum 310.000 tonna kvóta, en búist er við að kvótinn hækki upp í 700.000 tonn, þegar fiskstofn- ar hafa náð sér. Spánn og Portúgal fá viðbótarkvóta „þorskígilda", 6000 tonn 1993, sem verður í 1000 tonn 1997 og upp frá því. Spánn fór upp- Úi viðskiptalífinu haflega fram á aukaleg 90.000 tonn. — Á móti fá EFTA-lönd frjálsan að- gang að EBE- mörkuðum fyrir flest- ar fiskafurðir og lækkun tolla í áföngum, allt að 70%, fyrir aðrar tegundir (species). En engin lækk- un tolla verður á síld, lax, makríl, kokkillum og Noregs- humar." „EFTA-lönd samþykktu að veita lán til Uppbyggingarsjóðs EBE upp niðurgreiðslu (subsidies) og 2 árum án afborgunar) og 425 milljóna ecu framlag, til aðstoðar hinum snauð- ari EBE-löndum, svo sem Grikk- landi og Portúgal, til að þau megi komast (upp á atvinnustig annarra EBE- landa).“ ,Með tilliti til (markaðsfríðind- anna fernu) fór Spánn fram á, að EBE-lönd fengju rétt til að fresta fé í fiskiðnaði (EFTA- landa). ísland og Noregur stóðu eindregið gegn því. Örþreyttir féll- ust báðir aðilar merkilega skjótt á málsgrein, sem kvað á um endur- skoðun 1997, sem fræðilega varð- veitir réttinn til (þeirrar) fjárfest- ingar í framtíðinni (theoretically preserving the right to invest in the future). Margir aðrir lausir endar eru á samkomulagsgerðinni, en í gær vildi enginn beina að þeim at- Það kvað við hár hvellur þegar Sigurður H. Þorsteinsson Bretland 6.017 tonn í stað 4.439 að á 2 milljarða ecu (með 3% vaxta hygli." 1 MINNING 'n'-'N'Í Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Fædd 20. október 1897 Dáin 26. desember 1991 Laugardaginn 26. desember síðast- liðinn andaðist í Hombrekku í Ólafs- firði hún amma í Syðstabæ, eða hún amma Pála eins og við krakkamir kölluðum hana alltaf. Guðrún Pálína fæddist í litlum torfbæ á Dalvík sem nefndur var Sandgerði, og var hún í hópi fyrstu barna sem fæddust í Dalvíkurþorpi. Hún var dóttir hjónanna Jóhanns Bjömssonar frá Hóli í Svarfaðarda! og Svanfríðar Jónsdóttur frá Hrafns- staðakoti. Hún fluttist með foreldr- um sínum til Ólafsfjarðar 1912. Árið 1918 giftist hún Helga Jó- hannessyni, sem fæddur var 1893 að Hólum í Fljótum, og settu þau fyrst saman bú í Ólafsfjarðarhorni. Árin 1921-1924 bjuggu þau að Lóni, en fluttu þá aftur í Homið og hóf afi þá að byggja Syðstabæ, sem þau voru alla tíð kennd við, og fluttu í árið 1926. Afi og amma eignuðust 12 böm: Guðrún Hulda f. 02.10.’17, maki Halldór Kristinsson og eignuðust þau 5 börn. Sigurbjörg f. 09.03.T9, maki Brynjólfur Sveinsson (látinn) og eignuðust þau 4 börn. María Sigríður f. 22.05.’20, maki Sverrir Jónsson (látinn) og eignuð- ust þau 4 börn. Jófríður f. 07.09.’22, maki Eiríkur Friðriksson og eignuðust þau 3 börn. Sigríður f. 06.07.’24, maki Gísli Magnússon (látinn) og eignuðust þau 2 syni. Sumarrós Jóhanna f. 20.03.’26, maki Klemens Jónsson og eignuðust þau 2 syni. Helga, f. 15.11.’27, d.21.10.’41. Sesselja Jóna, f. 03.04.’31, maki Hörður Jóhannesson og eignuðust þau 5 böm. Guðlaug f. 19.03.’33, maki Snorri Halldórsson og eignuðust þau 5 böm. Ásta f. 28.03.’37, maki Kristján Jónsson og eignuðust þau 5 böm. Viðar f. 29.08/38, d. 17.10.79, maki Birna Eiríksdóttir og eignuð- ust þau 5 börn. Jóhann f. 01.10/40, maki Hildur Magnúsdóttir og eignuðust þau 2 börn. Árið 1978 andaðist Helgi afi og hafði amma þá hjúkrað honum af mikiili alúð og nærgætni um árabil. Eftir lát Helga afa fluttist amma fyrst til Ástu dóttur sinnar og Kristjáns manns hennar í Ólafsfirði, en síðar að dvalarheimilinu Hornbrekku. Þegar litið er til baka koma marg- ar skemmtilegar minningar um ömmu upp í hugann. Við krakkamir í Hymingi fórum varla í bæinn nema koma við hjá ömmu og afa í Syðsta- bæ. Við stönsuðum oft í forstofunni eða í eldhúskróknum hjá þeim og alltaf fórum við hress og kát heim eftir góðgerðimar sem aldrei brugð- ust hjá ömmu. Allar minningar okk- ar um ömmu Pálu eru um létta og káta, sístarfandi konu sem geislaði af lífskrafti og starfsgleði. Við munum hvemig hún gat, komin á háan ald- ur, skroppið vestur að brú, snúið þar heyflekk og gefið púddunum sínum og komið síðan við á Helgatúninu of- an við tjömina og snúið þar líka. Við hlupum oft í flekkinn til hennar og eltum hana með hrífumar. Amma var sérstaklega bamgóð, enda hænd- umst við að henni. Amma Pála var líka mjög hjálp- söm og var boðin og búin þegar eitt- hvað stóð til. Hún amma hreinlega geislaði öll þegar hún var í laufa- brauðs- eða sláturgerð, en það var hennar líf og yndi. Amma Pála dvaldi í Hornbrekku síðustu æviár sín og leið þar mjög vel. Við, sem ekki emm búsett heima, þökkum starfsfólkinu fyrir sérstaklega góða aðhlynningu og einnig öllum þeim ættingjum sem litið hafa til ömmu þessi ár og stytt henni stundir. Um leið og við þökkum ömmu Pálu fyrir allt sem hún gaf okkur, en um það eigum við góðar minningar sem við geymum, þá biðjum við Guð að blessa hana og gæta hennar vel. Við systkinin frá Hymingi send- um öllum aðstandendum og ætt- ingjum ömmu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna, Bragi, Gunnar, Svanfríður og Jón

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.