Tíminn - 09.01.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.01.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 9. janúar 1992 Menningarsamstarf íslands og Finnlands: Úthlutun úr Menningarsjóði íslands og Finnlands: 3,5 millj. kr. til 33 menningaraðila Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands hefur ákveðið árlega út- hlutun styrkja úr sjóðnum. Umsóknarfrestur var til 30. sept. sl. og bár- ust alls 97 umsóknir, þar af 73 frá Finnlandi og 24 frá íslandi. Úthlut- að var alls 259.000 finnskum mörkum eða 3,5 millj. ísl. kr. Stofnfé sjóðsins var 450.000 fínnsk mörk, sem fínnska þjóðþingið veitti í tilefni af 1100 ára afmæli íslandsbyggðar árið 1974. Hann nem- ur nú um 2 milljónum marka. Stjórn sjóðsins skipa Matti Gustafsson, deildarstjóri í fínnska menntamálaráðuneytinu, formaður; Juha Peura fíl. mag., Kristín Þórarinsdóttir Mantylá, Þórunn Bragadóttir. Vara- menn eru Ann Sandelin og Þórdís Þorvaldsdóttir. Eftirtaldir hlutu styrki sem hér segin Anna Einarsdóttir verslunarstjóri 5000 marka ferðastyrk til að vinna að samskiptum á sviði bókmennta milli landanna í tilefni af 75 ára afmæli sjálfstæðis Finnlands. Ari Matthíasson leikari 5000 marka ferðastyrk til að aðstoða við gerð handrits að sjónvarpskvikmynd og kynna sér finnskt leikhús. Arkitektafélag íslands 5000 mörk til að bjóða finnskum arkitekt til íslands til fyrirlestrahalds. Bókavarðafélag íslands 8000 mörk, sem er ferðastyrkur fyrir fimm til átta bókaverði til að kynna sér finnsk bókasöfn. Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlist- armaður 3000 marka styrk til að greiða kostnað við vinnu á glerverk- stæði í tengslum við dvöl á listamið- stöðinni Sveaborg. Guðríður St Sigurðardóttir píanó- leikari 5000 marka ferðastyrk til tón- leikahalds í Finnlandi. Hannes Lárusson myndlistarmaður 5000 marka styrk til að greiða kostn- að við myndlistarsýningu Nfnu Roos í Reykjavík. Lárus Már Björnsson þýðandi 5000 marka ferðastyrk til að vinna að þýð- ingum á úrvali ljóða eftir finnsku skáldin Lars Huldén, Sirkka Turkka og Martin Enckell. Listasafn fslands 30.000 marka styrk til finnskrar listsýningar í safninu í tilefni af 75 ára sjálfstæði Finnlands. Njörður P. Njarðvík rithöfundur 5000 marka styrk til að gefa út úrval af þýðingum ljóða eftir Edith Söder- gran. Norræna húsið í Reykjavík 5000 marka styrk til að gefa út ferða- og upplýsingabækling á finnsku um ís- land. Sr. Sigurjón Guðjónsson 5000 marka styrk til að gefa út eigin þýð- ingar úr finnskum bókmenntum. Þrymur Sveinsson námsmaður 3000 marka styrk til náms við Viit- takivi lýðháskólann. Vinnuhópur Kari J. Kettula og Kari Vaijárvi 8000 marka ferðastyrk til að kynna sér íslensk tímarit um menn- ingarmál. Vinnuhópur J. Halonen, J. Tommila, T. Reimaluoto og H. Ahonius 6000 marka styrk til að taka þátt í kvik- myndahátíð í Reykjavík í haust með kvikmyndinni Back to the USSR. Sigurbjörg Ámadóttir og Jouko Parviainen 6000 marka ferðastyrk til íslands til að safna efni í ferðahand- bók um landið. Listasafnið í Bjömeborg 10000 marka styrk vegna tveggja listsýn- inga á íslandi. Timo Emamo bókaútgefandi 5000 marka ferðastyrk til að heimsækja Rithöfundasambandið og Norræna húsið í Reykjavík og unga íslenska rithöfúnda. Samband bókasafnara í Finnlandi 5000 mörk til að bjóða íslenskum fyrirlesara á bókavarðamót í Finn- landi í vor. Glerlistasafn Finnlands 25.000 marka styrk til að sýna finnska nú- tímaglerlist í Norræna húsinu í Reykjavík í lok ársins. Frú Ritva Hyvári 5000 mörk til ís- landsfarar. Eva Jansson stud. fil. 4000 marka styrk til að þýða á finnsku íslenska málfræði fyrir útlendinga eftir Jón Hilmar Jónsson. Eila Juuma Ijósmyndari 4000 mörk til að sækja sumamámskeið í ís- lensku. Timo Keinánen 4000 mörk til að sækja sumarnámskeið í íslensku. Jukka Káyhkö fil. kand. 8000 mörk til að fara í rannsóknaleiðangur til ís- lands. André Landefort lektor 4000 mörk til að sækja sumamámskeið í ís- lensku. Anna Mákelá myndlistarmaður 5000 mörk til að taka þátt í sýningu myndlistarhópsins SIDS í menning- armiðstöðinni Hafnarborg næsta sumar. Þjóðháttafélagið í Helsinki 8000 mörk til kynnisferðar til íslands. Rovaniemibær 25.000 mörk til að halda íslenska menningarviku í Ro- vaniemi næsta sumar. Mervi Támmi blaðamaður 25.000 mörk til að sýna brúðuleikhús, m.a. í Norræna húsinu. Pekka Timonen blaðamaður 5000 mörk til að skrifa blaðagreinar um ís- land. Marjatta Tuhkenen lektor 4000 mörk til að sækja sumarnámskeið í íslensku. Vasa-leikhúsið 25.000 mörk til að þýða og sýna leikritið Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson á íslenskri menningarviku í Vasa í okt. nk. —sá Islandsmótið innanhúss í knattspvrnu: Boltinn rúllar á ný íslandsmótið í knattspyrnu innan- húss hefst næstkomandi föstudag klukkan 18.00 í íþróttahúsi Fjöl- brautaskólans í Breiðholti, með leik Neistans og Ungmennafélagsins Hauka í C-riðli 4. deildar. Dagana 10.-12. janúarverður leikið í3. og4. deild og verða allir leikir leiknir í íþróttahúsi Fjölbrautaskólans og lýkur keppni á sunnudag um klukk- an 19.00. Helgina 17.-19. janúar verður leikið í 1. og 2. deild karla og 1. deild kvenna og verður þá leikið í Laugardalshöll. Dregið hefur verið í riðla og eru þeir eftirfarandi: 1. deild karia A-riðill Fram, KA, Grindavík, Haukar B-riðiIl ÍBV, ÍA, Grótta, Valur C-riðill Fylkir, ÍBK, Selfoss, Víkingur D-riðill KR, Stjarnan, Þróttur, FH 1. deild kvenna A-riðill UBK, Stjarnan, Þróttur N, Sindri B-riðill KR, ÍBK, Ægir, Haukar C-riðill Akranes, Valur, KS 2. deild karla A-riðill UBK, Árvakur, Leiknir, Víkverji B-riðill Þór A, HSÞ-b, Einherji, Hvöt C-riðiIl ÍR, Víkingur Ól, Leiftur, Þróttur N D-riðill Víðir, Njarðvík, Reynir Á, Sindri 3. deild karla A-riðill KS, Kormákur, Magni, Fjölnir B-riðill Skallagrímur, TBR, Tindastóll, Reynir S C-riðill Ármann, Dalvík, Hafnir, Höttur D-riðill Bolungarvík, Snæfell, Valur R, SM 4. deild A-riðill Leiftur, Neisti, Leiknir R, Huginn Fell B-riðill Súlan, Ægir, Hvatberar, Eyfellingur C-riðill Neisti, Vísir, Ögri, UMF Haukar D-riðill Léttir, ÖSP, Afturelding, Þrymur E-riðill ÍME, Fálkinn, Geislinn, UBH F-riðiIl BÍ, Hrafnkell, Fram S, HK -PS Um áramótin tók nýr ráðuneytis- stjóri viö í forsætisráöuneytinu. Er hinn nýi ráöuneytíssfjóri, Ólafur Davíðsson, vel kynntur og fáir draga (efa aö almennt séð sé hann hinn hæfasti maður. ólafur er hins vegar góður og gegn sjálfstæðis- maður og skoðanabróöir núvenundi forsætisráðherra, enda einn af helstu spámðnnum síns flokks í Evrópumálum og á ýmsum sviðum efnahagsmála. Það kemur því ekki á óvart að enginn hafl sótt um þessa stöðu á móti Ólafi. Ráðning Ólafs viröist hafa verið liður í áformum Davíðs Oddssonar og þeirra sjálf- stæðismanna að breyta stjómarráð- inu og tryggja sér þar pólitísk ítök langt út fyrir þann ramma sem fiokknum er niarkaður af fallvöltu kjörfylgi. TUkynnt hefúr verið að nú muni ráðgjöf í efnahagsmálum verða í ríkari mæfi foerð inn í for- sætisráðuneytið og frá Þjóðhags- stofnun. í sjálfu sér er ekkert at- hugavert við það aö ráðgjafarþáttur- inn í starfsemi Þjóðhagsstofnunar skuli færður inn í forsætisráðu- neytið.Þaðvekurhinsvegarathygli hvemlg það er gert I stað tíma- bundinna ráðninga á pólitískum að- stoðarmönnum bm í ráðuneytíð, dns og tiðkast hafa, er nú ráðinn pótitískur ráðgjafi í stÖðu ráðuneyt- isstjóra. Samhliða er tækifærið notað til að breyta starfs- sviði og hlut- verid embættis ráðu neytis- stjónu það víkk- að út þannlg að það taki til þeirra verkefna, sem áður heyröu undir Ólafur Davlðsson ráöuneytisstjóri. Davtð Oddsson forsœtisráðherra. sérstaka aö- stoöarmenn og efnahagsráð- gjafa forsætis- ráöherra. Ekki tímabundin ráðning Ektó hefur hins vegar frést afþví að ráðning ráðuneytísstjórans hafi verið tímabundln eða að gert sé ráð fyrir að nýir forsætísráðherrar muni ráða sér sinn eigin ráðuneyt- isstjóra þegar þdr koma í stjómar- ráðið. Þvert á móti hefur fastri stöðu verið breytt þannig að hún er orðin mitóu flokkspólitískari en áð- ur og í hana hefur verið ævfráðlð, undir flokkspólitískum formerkj- um. Það, að forsæ tisráðuneytið hygglst taka (auknum mæti vlð ráðgefandi þjónustu Þjóðhags stofnunar, bend- ir til að eitthvað af þeim ungu hag- fræðingum og viðsldptafræðing- um, sem dyggi- kga hafa þjónað í ungliðasamtök- um Sjálfstæðis- fiokksins eða í útibúi flokksins í stúdentapólitík- inni í Háskólan- um, muni fá starf í ráðuneytinu. Niðurstaöan verður því sú að þeir forsætisráð- herrar, sem á eft- ir Davíð koma, munu annað hvort þurfa að sætta sig við að qjóta efnahagslegrar ráðgjafar frá einum af aðalhugmyndafræðingum Sjálf- stæðisflokksins og þeim hópi stutt- buxnapilta, sem þegar eru byjjaðír að tínast inn í þær fostu stoður sem fyrír hendi eru í (áðuneytinu, eða að þeir þurfa að koma sér upp nýjum ráðgjöfum til viðbótar þeim sem nú hafa verið fastráðnir sem embættis- menn í forsætísráðuneytinu. Sérsveitir og galdra- brennur Forsætísráðherra hefur etód farið dult með þá skoðun sína að hann treystir engum til að gegna opin- berum erindum eða stöðum, ef við- komandi eru ekki í sama flotód og hann. Dæmið um brottrekstur tveggja framsóknarmanna úr Vest- norden-nefndum og etód síst hvemig þann brottrekstur bar að, sýna hversu mitóa áhcrslu ráðherr- ann leggur á stik atriöi. Því hlýtur sú spuming að vakna bvemig til mun takast í nýjasta atvinnubóta- verkefnl ráðherrans, sem vill setja í lög að sérstakir kommissarar á hans vegum og annarra ráðherra verði ráðnir til að taka völdin af for- stöðumönnum ríkisstofnana um lengri eða skemmri tíma. Þó hug- myndin feti f sér—dnsogannaðí starfsstfl þessarar ríkisstjóraar — genæðistöhneigingar og mannfyr- irlitningu, skiptir það stjómar- flokkana etód máti. Einbvem veg- fnn myndi það etód koma Garra á óvart að þessar sérsvdtir ráðherr- anna muni fijótlega þróast upp f pólitískan rannsóknarrétt þar sem athyglinni verður fyrst og síðast beintað þeim ríkisstofnunum, sem ekki eru reknar með þefrn hug- myndaíræðilegu formerkjum sem valdhöfum em þóknanlegar um þessar mundir. Þá mun sfyttast í galdrabrennur. Garri TOKYO George Bush Bandaríkjaforseti kastaði upp og féll um koll í matarboði I Tokyo I gær. Lækn- ar forsetans sögðu í gær að hann væri veikur af flensu. TOKYO Áður en Bush veiktist I gær tókst þeim Miyazawa, forsætis- ráðherra Japans, að kynna áætlun sem þeir nefna her- bragð til heimshagvaxtar. Hag- fræðingar láta í Ijós efasemdir um aö áætlunin dugi langt til aö ná hinu háleita markmiði. ZAGREB Evrópubandalagið hætti eftirliti með vopnahléinu I Júgóslavíu tímabundið í gær, I kjölfar þess að orrustuþota frá sambands- hernum skaut niður þyrlu friðar- gæslumanna í fyrradag og allir þeir sem í henni voru, fimm manns, fórust. LISSABON Ráðstefna um frið í Júgóslavíu, sem Evrópubandalagið stendur fyrir, mun á ný koma saman í Brússel I dag, þrátt fyrir árásina I fyrradag á þyrlu friðargæslu- manna bandalagsins. Þetta kom fram hjá talsmönnum EB í Portúgal í gær. MOSKVA Samveldi sjálfstæðra ríkja fyrr- um Sovétríkjanna klofnaði I gær í afstöðunni til þess hverjir eigi að hafa með höndum yfirstjórn hins öfluga Svartahafsflota. Æðstu yfirmenn flotans neita að lúta yfirstjórn Úkraínumanna. TBILISI Um það bil þúsund manns hundsuðu viðvaranir nýrra vald- hafa í Georgíu við því að sýna stuðning við hinn burtflæmda forseta, Zviad Gamsakhurdia. Sjálfur lýsti hann því yfir I gær I útlegö sinni aö hann væri enn leiðtogi Georgíu. BEIRUT Sameinuðu þjóðirnar hafa talið að gísladeilan í Llbanon sé senn á enda. Hins vegar hafa ýmis öfl, sem hlynnt eru klerka- veldinu í íran, lýst því yfir að llk- ur fari minnkandi á því að tveir þýskir gislar losni úr prísund- inni. KÚBA Stjórnvöld I Havana greina frá þvi að sveit öryggislögreglu hefði gómað þrjá vopnaða hryðjuverkamenn, sem gengið hefðu á land I vík einni á strönd eyjunnar. Mennirnir hefðu kom- ið með báti frá Bandaríkjunum. AÞENA Grískur dómstóll hefur fundið palestínska skæruliðann Mo- hammad Rashid sekan um að hafa sprengt I loft upp banda- rlska farþegaflugvél árið 1982. Vélin var á leið til Hawaii. BAGDAD Hungur, skortur oa sjúkdómar eru enn algengir I Trak, þótt ár sé nú liðið frá Flóabardaga. Ástandið er svo slæmt að sú neyöarhjálp, sem S.Þ. hefur sagt nauðsynlega, ertalin duga rétt fyrir brýnustu þörf, að því er starfsmaður S.Þ. í (rak telur. BLOEMFONTEIN, S-Afríku Afríska þjóðarráðið, sem Nel- son Mandela er í forsvari fyrir, á 80 ára afmæli um þessar mund- ir. Ráðið telur að mannréttinda- áætlun stjórnvalda S-Afríku sé skuggalegt ráðabrugg í því skyni að viðhalda aðskilnaði kynþátta I landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.