Tíminn - 11.02.1992, Page 1

Tíminn - 11.02.1992, Page 1
Þriðjudagur 11. febrúar 1992 29. tbl. 76. árg. VERÐ f LAUSASÖLU KR. 110.- Vi|ja verja velferðina Séð yfir hluta fundarmanna á Austurvelli en á innfelldu myndinni má sjá Sigurð Bjömsson flytja ávarp sitt. Tímamyndir: Áml Bjarna Samtökin Almannaheill héldu stofnfund sinn í flmbulkulda á Austurvelli í Reykjavík síðdegis í gær. Málshefjandi á fundinum var Gísli Helgason og í máli hans kom fram að megintilgangur sam- takanna væri að verja velferðarkerfið gegn handa- hófskenndum niðurskurði og grundvallarbreyt- ingum sem skertu afkomu þeirra sem þyrftu á þessu kerf! að halda. Hann sagði að samtökin væru ekki flokkspóiitísk og að jafnt lau- þegahreyfingin og ýmis félaga- samtök hafi sýnt samtökunum velvilja og samkennd. Samtökin ættu sérstaklega að verða samtök sjúkra, fatlaðra, aldraðra og að- standenda þeirra. Þrátt fyrir kuld- ann og það að almennum vinnu- tíma var ekki lokið voru mættir vel á annað þúsund manns á fund- inn, en auk Gísla fluttu ávarp þau Sigurður Björnsson, Bergsteinn Sigurðarson og Selma Dóra Þor- steinsdóttir. í lok fundarins var samþykkt ályktun sem Tryggvi Friðjónsson las upp. í henni seg- ir: „Útifundur Almannaheilla krefst þess að stjórnvöld láti af árásum á velferðarkerfið og lífs- kjör þeirra fjölmörgu sem eiga aílt sitt undir því. Útifundur skor- Vinnuveitendasambandið ber saman sorpgjöld fyrirtækja landa í milli: Sorpa 27-90% dýrari í Reykjavík en í Árósum VSÍ hefur, að gefnu tilefni frá framkvæmdastjóra Sorpu, gert samanburð á kostnaði fyrirtækja vegna sorphirðu í Reykjavík og Árósum í Danmörku, sem er sveitarfélag af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið okkar. í ljós kom að sorpgjöld á hvert tonn voru frá 27% og allt upp í 91% hærri í Reykjavík held- ur en í Árósum. Fyrirtæki í Árósum þarf t.d. að borga 3.140 kr. fyrir eyðingu á tonni af framleiðsluúrgangi en 4.500 í Reykajvík, þ.e. 43% hærra gjald. í Árósum sleppur smurstöð t.d. með 37.130 kr. gjald til að losna við tonn af olíusíum og öðru þess háttar, en íslensk smurstöð þarf að borga 71.000 kr., eða 91% hærra gjald. Frá könnun þessari er sagt í nýju var m.a. gagnrýni í sama blaði fréttabréfi VSI. Aðdragandi hennar vegna þess stóraukna kostnaðar sem fýrirtæki urðu fyrir með hinu nýja fýrirkomulagi við sorphirðu á Reykjavíkursvæðinu. Það sé ekkert sjálfgefið að leggja hér út í hundr- uð milljóna króna fjárfestingar, til þess að apa eftir öðrum þjóðum sem búa við gífurlega mengun frá stóriðnaðarsvæðum og skort á landrými. Kostirnir við að reka fyr- irtæki í Reykjavík fram yfir aðrar borgir í Evrópu séu ekki margir og því óþarfi að fækka þeim umfram það sem nauðsynlegt er og „jafn- gildir því að skjóta sig í fótinn". Samanburður á sorpgjöldum Árósar Reykjavík kr./tn. kr./tn. Framleiðslu- úrgangur 3.140 4.500 Eyðing trúnaðarskjala 3.140 4.000 Olíusíur o.fl. 37.130 71.000 VSÍ bendir á að verðskrá Sorpu hækkar um leið og byggingarvísi- talan. Greinilega sé því ekkert metnaðarmál að ná kostnaðinum niður til jafns við verð annars stað- ar, t.d. í Arósum. - HEI ar því á ríkisstjórn og Alþingi að snúa nú þegar við blaðinu og draga til baka allar ráðstafanir sem leiða til skertrar heilbrigðis- þjónustu, gloppóttara skóla- og menntakerfis og lakari afkomu þeirra sem höllum fæti standa." Ályktun þessi var afhent Davíð Oddssyni forsætisráðherra sem kvaðst ætla að kynna hana og ræða á ríkisstjórnarfundi í dag. Samningavið- ræður sigldu í strand í gær og var vísað til sáttasemj- ara: ASÍ hvetur félögin til að afla sér verkfalls- heimildar • Blaðsíða 2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.