Tíminn - 11.02.1992, Síða 9

Tíminn - 11.02.1992, Síða 9
Þriðjudagur 11. febrúar 1992 Tíminn 9 Mary og John voru ekki nema 10 ára, þegarþau léku brúökaup meö aöstoö yngri systkina sinna. 60 árum síðar var brúðkaups- athöfnin endur- tekin — og nú íalvöru! Það tók Mary Swithenbank 60 ár að fá John Talbot með sér upp að altarinu. Þau voru ekki nema 10 ára þegar þau héldu „aðalæf- ingu“, en 60 ár liðu áður en at- höfnin fór fram í alvöru. 1929 fluttu fjölskyldur Johns og Mary í nágrannahús í Harrow, út- hverfi London. Þau gerðust strax leikfélagar og eiga margar minn- ingar sameiginlega frá þeim árum. Þegar þau komust á gelgjuskeiðið, kviknaði ástin með þeim og kvöld- ið áður en John hélt á vígstöðv- arnar í síðari heimsstyrjöldinni bað hann Mary. Þrem dögum áður en brúðkaupið átti að fara fram 1943 fékk hún bréf frá honum þar sem hann sagðist vera hættur við allt saman. Mary varð miður sín. Stríðinu lauk. John giftist Ivy og þau bjuggu fyrst í Afríku, síðan í Kanada og fluttust loks til Harrow 1956. Mary giftist Albert Townsley 1946, en hún hélt alltaf sambandi við móður Johns sem hafði milli- göngu um að þau Mary og John hittust á ný. Kunningsskapur myndaðist með ungu hjónunum. Þau fóru í boð hvor hjá öðrum, skiptust á afmælis- og jólakortum og héldu saman upp á brúðkaup- safmæli. Margt bar á góma, en aldrei það sem gerðist 1943. Albert dó 1988 og þegar Ivy dó John og Mary trúlofuðu sig, en þrem dögum fyrir brúökaupiö hætti hann við. 1990, fór Mary í jarðarför hennar. Nokkrum mánuðum síðar bank- aði John upp á hjá henni og gamla ástin lifnaði við. Þau giftu sig 15. júní sl. og aftur voru það Peter, bróðir Johns, og Betty, systir Mary, sem voru þeim til aðstoðar, rétt eins og í leikna brúðkaupinu forðum. „Ég sá aldrei eftir að hafa hætt við giftinguna 1943,“ segir John. „Það hefði aldrei gengið. En nú er- um við bæði hamingjusöm og þessi gifting hefur yngt okkur upp.“ Nú eru Mary og John sjötug og létu loks veröa afþví að láta gefa sig saman. Góðhjörtuð og skilningsrík Madonna Eíniskonan Madonna Louise Veronica Ciccone hefur ekki alltaf vaðið í peningum. Um tíma vann hún fyrir húsaleig- unni með því að sitja nakin fyrir hjú listamönnum. Hún lék m.a.s. í neöanjarðarkvik- mynd — nakin og dn efnis! Hún skildi þess vegna ákaf- lega vel klípuna, sem þrjár vin- konur hennar voru komnar í þegar þeim var hent út úr íbúð sinni í Hollywood, vegna þess að þær gátu ekki borgað húsa- ieiguna eftir aö þær misstu vinnuna. Hún skaut yfir þær skjólshúsi í fjóra daga, meðan hún leitaði að húsnæöi handa þeim og borgaði síðan þriggja mánaða húsaleigu fyrir þær úr eigin vasa, 7.500 dollara. Madonna þarf ekki aó vera hrædd um þaö leng■ ur ad hún gangi um at- vinnulaus og geti ekki borgaö húsaleiguna. Ekkert kyn- slóðabil? Hún Martha Raye harðneitar að til sé neitt sem kallað er kynslóða- bil og að aldur skipti ekki máli. Að minnsta kosti ekki þegar maður er ástfanginn. Hún elskar mann- inn sinn út af lífinu, enda er hann reglulega sætur hárgeiðslumeist- ari sem er laginn við að umgang- ast konur. Eiginmaðurinn, Mark Harris, elskar nýju konuna sína sömuleið- is, en þau gengu í það heilaga 22. september s.l. Mark segir líka að kynslóðabil sé ekki til og að ástin sé sterkasta aflið, því að 33 ára ald- ursmunur megnar ekki að skilja að hjörtu sem unnast. Martha er 75 ára og Mark 42. í spegli Timans Ekki væri verið að segja frá hjóna- bandinu, ef ekki kæmu til söguleg málaferli, sem dóttir Mörthu stendur fýrir. Sú er 47 ára og heit- ir Melodye Condos og heldur því fram að mamma sín hafí ekkert leyfi til að afhenda Mark hár- greiðslumeistara fjölskylduauð- inn, en hann kvað vera álitlegur. Fjölskyldusetrið er til dæmis met- ið á 2.5 milljónir dollara, og þar situr Mark Harris eins og heima hjá sér og erfir það, ef svo fer að hann lifir sína heittelskuðu. Melo- dye Condos heldur því fram að mamma sín, sem er svona ung í anda, hafi ekki leyfi til að giftast hárgreiðslumeistara sínum og af- henda honum eignir og annan auð, sem pabbi Melodye nurlaði saman með súrum sveita. Martha segir að stelpunni dóttur sinni komi ástamál sín ekkert við, og talast þær mæðgur ekki við nema gegnum lögfræðinga. Mark er sigurviss, enda nýtur hann ástar og trausts eiginkonu sinnar, og sýnir hann mikla ósér- hlíffii að aka henni fram og til baka í hjólastólnum sem hún verður að nota, því fæturnir eru farnir að bila. Málið var tekið fyrir í bæjarþingi Los Angeles, en þar fara mörg hin merkustu réttarhöld fram, svo sem þau mál sem Perry Mason vinnur í gríð og erg, og uppalögfræðing- arnir í fínu fötunum í LA Law mæta til að taka sig út við mál- flutning. Réttarhöldin í málinu Melodye Condos gegn Martha Raye hófust 22. janúar s.l. og vonandi verða allir málspartar enn á lífi þegar dómur fellur. Martha P.aye og eiginmaöur hennar Mark Harris eru sigur- viss.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.