Tíminn - 11.02.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.02.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 1SD ■ Mosfellsbœ Símar 668138 & 667387 m m L'CsMabriel HÖGG- DEYFAR Versiió hjá fagmönnum Gl i varahlutir Hamarsböfóa 1 - s. 67-67-44 j ÞJONUSTA MÁLARAR geta bætt við sig málningarvinnu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími 670269 ÞÉTTING OG KLÆÐNING TVÖFALDUR1. vinningur Verðbólgan aðeins 1% síðustu þrjá mánuði: Heilsuvernd hækkaði um11%um áramótin Verðhækkanir hins opinbera ollu nær 0,4% hækkun fram- færsluvísitölunnar milli janúar og febrúar, sem umreiknað til árs samsvarar nær 5% verðbólgu. Þyngst vóg þar nær 11% verðhækkun á kostnaði heimila við heilsuvemd, en einnig hækkaði verð á áfengi, tóbaki og símagjöldum. Þar á móti varð hins vegar verðlækkun á bensíni (4%), lækkun á fjármagns- kostnaði heimilanna og nokkmm öðmm liðum. Eftir stóð því aðeins 0,1% hækk- un á framfærsluvísitölunni milli mánaða. Þetta þýðir að fram- færsluvísitalan (verðbólgan) hefði nú getað lækkað í annað sinn á að- eins 3ja mánaða tímabili, hefði hið opinbera ekki gengið eins langt í verðhækkunum og raun er á. Þrátt fýrir miklar verðhækkanir opinberrar þjónustu hefur verðlag í landinu (framfærsluvísitalan) aðeins hækkað um 0,25% á síð- ustu þrem mánuðum (nóvVfebr.). En það svarar til aðeins 1% verð- bólgu á heilu ári. Þegar litið er á verðbreytingar síðasta ársfjórð- unginn (nóvember/febrúar) kem- ur í ljós að einu verðhækkanirnar sem eitthvað kveður að hafa verið ákveðnar af hinu opinbera, eins og glöggt má sjá á eftirfarandi tölum: Verðlagsbreytingar nóv. /febrúar Matvæli - 0,1 % A.innlend.vör. 0,4 % Aánnfluttar vör. 0,2 % Innfl.bíll, bens. - 1,9 % Húsnæðiskostn. - 1,3 % Almenn þjónusta 0,7 % Áfengi og tóbak 2,7 % Opinber þjónusta 4,2 % Framfærsluvísitala 0,25 % Einkasöluvörur og þjónusta hins opinbera eru þannig einu kostnaðarliðirnir sem hafa hækk- að meira en eitt prósent. Mat- vælaverð er nánast óbreytt þessa þrjá mánuði og verðlækkun á bensíni tvo mánuði í röð lækkar erlenda kostnaðarþáttinn í rekstri einkabílsins um nærri því 2%. Húnsæðiskostnaður hefur einnig lækkað vegna lítillar verð- bólgu. Sé litið lengra aftur hefur verð- bólgan sl. sex mánuði verið rúm- lega 4%, sem er nánast sami verðbólgúhraði og mældist í febrúar fyrir ári. En eftir það skall hins vegar á nokkur bylgja verð- hækkana (hæst í maí og júní) sem þá kom verðbólgunni aftur á skrið fram á haustið. - HEI Slökkviliðið í Reykjavík kvatt að húsi í Kópavogi: Eldur í fataskáp Slökkviliðið í Reykjavík var klukk- an 7.32 í gærmorgun kvatt að Lundi 1 við Nýbýlaveg í Kópavogi, þar sem var tilkynnt um eld í þvottahúsi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn kom í Ijós að eldurinn var í klæðaskáp í herbergi við hlið þvottahússins og í millivegg. Kona var sofandi í herberginu og var hún til öryggis flutt á slysadeild. Skemmdir urðu á milliveggnum sem brann í gegn, klæðaskápnum og fötum sem í honum voru. Þá voru einhverjar skemmdir af völd- um sóts og vatns. Ekki er vitað um upptök eldsins en RLR vinnur að rannsókn málsins. -PS Nýja Markarfljótsbrúin. Mynd: Jón Ben. MARKARFLJOTSBRUIN TILBÚIN í JÚNÍBYRJUN Nýja brúin yfir Markarfljót verður tekin í notkun í júníbyrjun nk. Smíði hennar hefur gengið eftir áætlun og nú er verið að leggja veg að henni. Úrskurdur umhverfisráöuneytisins um sambýli fýrir fatiaða: Gefur grænt Ijós á Þverárselssambýlið Umhverfisráðuneytið hefur úr- skuröaö í ágreiningsmáli, sem risið hefur um það hvort stofnun sambýlis fatlaöra í einbýlishúsi við Þverársel 28, teljist slík breyting á notkun hússins, að sérstakt leyfi þurfl frá Bygglng- arnefnd Reykjavíkur. Ráðuneytið gefur grænt ljós á sambýlið og segir í áíyktunarorð- um: „Stofnun sambýlis fatlaðra í Þverárseli 28 telst ekld slfk breyting að sérstakt leyfi Bygg- ingarnefndar Reykjavíkur þurfi að koma til, skv. l.mgr. 9. gr. hyggingarlaga nr. 54/1978. Alyktun byggingarnefndar frá 31. október 1991 og ályktun borgarstjórnar 7. nóvember 1991 um þetta mál eru felldar úr gildi.“ Til grundvallar ákvörðun um- hverfisráðuneytisins liggur álit stjórnarnefndar um málefni fatl- aðra, álit Lagastofnunar Háskóla íslands og stefnuyfirlýsing borg- aryfirvalda í staðfestu aðalskipu- lagi, þar sem segin „Stefnt er að fjölgun lítilla sambýla fyrir fatlað fólk í borginni. Æskilegt er að sltk sambýli verði í íbúðarhverf- um og IQcist sem mest venjuleg- um heimllum." Það er því ljóst að ekki verður nein breyting á starfsemi sambýlis við Þversárs- ei og þá má gera ráð fyrir að sama gildi um sambýli við Ss- braut á Seltjarnamesi. -PS Kostnaður við framkvæmdir verður 220-230 milljónir króna. Nýja Markarfljótsbrúin er stálbitabrú með steyptu gólfi, 7,8 m breið og 250 m löng. Hún er talsvert sunnar en gamla brúin, eða við Seljaland, og opnast vegfarendum þannig nýtt sjónarhom að Seljalandsfossi. Það var Jón Valmundsson, brúar- smiður í Vík í Mýrdal, og vinnuflokk- ur hans sem smíðaði nýju brúna og luku þeir verki sínu sl. haust. Þá var hafist handa um að leggja 10 km langan veg yfir Markarfljótsaura og hefur verktakafyrirtækið Suðurverk á Hvolsvelli annast það verk. Verður því skilað um miðjan maí og verður þá farið að leggja slitlag á veginn. Það verk mun taka um tvær vikur þannig að reikna má með að brúin verði til- búin til umferðar í júníbyrjun. Samkvæmt upplýsingum Vegagerð- ar ríkisins á Selfossi er áætlaður kostnaður við þessa framkvæmd 220- 230 milljónir kr. Það er nokkru hærra en reiknað var með í fyrstu, því að sums staðar hefur það sýnt sig að gera hefur þurft hlutina veglegri en reikn- að var með í byrjun. V Tíminii ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBR. 1992 Stúlka gripin með falsað ökuskírteini: Greiddi 5.000 kr. fyrir skírteinið AÓ sögn lögreglunnar í Reykjavík er talsvert magn af fölsuðum ökuskír- teinum í umferð. Um helgina lagði lögreglan hald á falsað ökuskírteini, sem stúlka ein hafði undir höndum. Stúlkan sagði að hún hefði keypt það af manni, sem hún gat tiigreint, á krónur 5.000.-. Hafði maðurinn boð- ist til að útvega henni skírteinið fyr- ir það verð. -PS Lögreglan í Reykjavík: 70 bílar skemmdir eftir helgi Samkvæmt upplýsingum Iögregl- unar var mikið um árekstra um helgina, þó aðeins hafi verið um slys að ræða í einum þeirra. Um 35 um- ferðaróhöpp urðu og má gera ráð fyrir að meðaltali eigi tveir bflar að- ild að hverju óhappi og því eru það um 70 bflar sem eru meira eða minna skemmdir eftir helgina. Ekki var svo í óhöppunum að grunur Iéki á að um ölvun væri að ræða, en þó voru 11 ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akstur. -PS Akureyri: Fjölmargir árekstrar Talsvert annrfld var hjá lögregl- unni á Akureyri í gær, en alls urðu um 12 árekstrar þar. Um tíu stiga frost var norðan heiða og hefur það komið ökumönnum úr jafn- vægi, en snjór er töiuverður iýrir norðan. Ekki urðu nein siys á mönnum í árekstrunum, en eigna- tjón talsvert. -PS upplvs'ngar simsvari91 -681511 _ukkuuna991002 SBS—Selfossi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.