Tíminn - 13.03.1992, Side 2
2 Tíminn
Föstudagur 13. mars 1992
Náttúruverndarráð svarar Ríkisendurskoðun:
Bara 41 % umfram fjárlagaheimildir
Náttúruverndarráð unir því illa að komast í skýrslur Ríkisendur-
skoðunar sem sú stofnun sem hlutfallslega Íengst fór fram úr
fjárlagaheimildum. Frá 29 milljóna umframeyðslu beri með réttu
að draga 14 milljónir, upphæð sem fjármálaráðuneytið hafí fært
inn vegna uppgjörs við ábúanda á (ríkis)jörðinni Asi í Keldu-
hverfí.
f raun sé umframeyðsla Náttúru-
vemdarráðs því ekki nema 15
milljónir. En þótt tekið sé tillit til
þessa, og umframeyðsla Náttúru-
verandarráðs lækki úr 79% niður í
41% umfram fjárlagaheimildir,
verður ráðið eftir sem áður sú
stofnun sem hlutfallslega lengst
fór umfram heimildir fjárlaga árið
1991.
Framkvæmdastjóri Náttúru-
verndarráðs, Þóroddur F. Þórodds-
son, hefur sent fjölmiðlum athuga-
semd vegna frétta af þessu máli
ásamt með afriti af skýringum
ráðsins á eyðslu umfram greiðslu-
heimildir, sem Ríkisendurskoðun
hafði óskað eftir. Framangreindur
14 milljóna frádráttur er studdur
þeim rökum, að þótt jörðin Ás sé í
umsjá ráðsins hafi ætíð verið gert
ráð fyrir því að fjármálaráðuneytið
útvegaði sérstaka fjárveitingu
vegna þessa uppgjörs við ábúanda.
I hvað 15 milljóna króna önnur
umframeyðsla (alls 52,1 m.kr. í
stað 37 m.kr. fjárlagaheimilda) fór
hjá Náttúruverndarráði rekur Þór-
oddur nokkuð ítarlega. Verður ekki
betur séð en að kostnaður hafi far-
ið meira eða minna framúr fjár-
lagaheimildum á hverjum einasta
lið.
Stærsta umframupphæðin, nær 7
milljónir, er hjá skrifstofu (yfir-
stjóm), sem fór í kringum 40%
fram úr. Þar af var yfirvinna um 2
milljónir umfram, flutningar í nýtt
húsnæði 1,7 milljónir, stofnun
nýrrar rekstrardeildar 910 þús.kr.,
kostnaður við fundi ráðsins og
fleira var 2 milljónir umfram heim-
ildir og nýr liður, efnahagur, kost-
aði rúmlega 310 þús.kr.
Kostnaður við friðlýst svæði fór
um 1,8 milljónir, eða kringum
þriðjung umfram heimildir. Um
2/3 upphæðarinnar hafi verið
vegna prentunar Náttúruminja-
skrár. Rekstrarkostnaður, m.a.
vegna bifreiðar, hafi einnig verið
meiri en ráð var fyrir gert.
Eftirlit við Mývatn og Laxá kostaði
1,5 milljónum meira en heimilt
var. Eftirliti og fræðslu hafi m.a.
verið mun betur sinnt en áður,
Iaunakostnaður verið 300 þús. um-
fram áætlanir og akstur óhjá-
kvæmilega orðið mjög mikill, eða
25.000 kílómetrar.
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli fór
langt umfram heimildir á öllum
sviðum; rekstri, viðhaldi og stofn-
kostnaði, samtals í kringum 3,5
milljónir kr. Þar af var um helm-
ingurinn vegna ýmissa lagfæringa
á tjaldsvæði, göngustígum og
snyrtiaðstöðum enda „virðist erfitt
að sjá fyrir ailt sem upp kemur á
einu sumri og óhjákvæmilegt virð-
ist að bæta úr“, eins og segir m.a. í
greinargerðinni til Ríkisendur-
skoðunar. Jafnframt segir að við-
hald húseigna vilji ætíð verða dýr-
ara en áætlað er „og stundum erfitt
að láta staðar numið þegar af stað
er farið". Var m.a. unnið að endur-
bótum á íbúðarhúsi þjóðgarðsvarð-
ar í Skaftafelli „og er það nú loks
orðið múshelt". Viðhaldsliðurinn
fór 1,7 milljónir umfram heimildir,
eða meira en helming. Stofnkostn-
aður fór sömuleiðis um 400 þús.
umfram áætlun í Skaftafelli, eink-
um vegna nýrrar vatnsveitu.
Við Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfr-
um fór eyðslan hlutfallslega hvað
minnst umfram heimildir, aðeins
um 700 þús.kr.
Ljóst virðist af þessu yfirliti að
ekkert sérstakt hefur valdið yfir
40% eyðslu umfram heimildir,
heldur skiptist hún í stærra og
minna mæli á flesta útgjaldaliði og
verkefni.
-HEI
Gjöld Orkustofnunar umfram tekjur aðeins 3,6 millj-
ónir, eða 0,95%, segir orkumálastjóri:
Aðeins 3,6 Mkr
umfram því hin-
ar 43 fékk ríkið
Orkumálastjóri hefur sent athugasemd til fjölmiðla vegna frétta
þeirra um skýrslu Ríkisendurskoðunar um rekstur ríkisstofnana.
En þar kom m.a. fram að Orkustofnun hafí faríð 47,5 Mkr, eða
20%, umfram fjárlagaheimildir árið 1991.
í athugasemd segir orkumálastjóri
hins vegar að gjöld stofnunarinnar
umfram tekjur hafi orðið 3,6 Mkr
eða 0,95% af heildargjöldum stofn-
unarinnar. Síðan segir: „Þeim 47,2
Mkr sem Orkustofhun fékk úr ríkis-
sjóði á árinu 1991 umfram fjárveit-
ingar, var ráðstafað þannig: Til að
greiða eldri skuld við ríkissjóð 19
Mkr. Til að fjármagna rekstrartap
19913,6 Mkr. Til að bæta sjóðsstöðu
Orkustofnunar 24,6 Mkr.“.
í þessu sambandi er jafnframt bent
á að sjóður/bankareikningar Orku-
stofnunar séu auðvitað eign ríkis-
sjóðs. ,Af þessum 47,2 Mkr fóru því
43,5 Mkr. ýmist beint í ríkissjóð aft-
ur eða eru geymdar í sjóði sem að
öllu leyti er eign ríkissjóðs.“
Orkumálastjóri, Jakob Björnsson,
segir rekstur orkustofnunar um
mörg undanfarin ár hafa verið eins
nærri jafnvægi milli útgjalda og
tekna og með nokkurri sanngirni sé
hægt að ætlast til. Á árinu 1991 hafi
heildargjöld stofnunarinnar orðið
386,6 Mkr en heildartekjur 383,0
Mkr (fjárveitingar 237,5 Mkr og sér-
tekjur 145,5 Mkr). Gjöld umfram
tekjur hafi því aðeins verið 3,6 Mkr,
eins og fyrr greinir.
Þá segir að rekstur stofnunarinnar
undanfarin ár hafi skapað þá eigin-
fjárstöðu að í árslok 1991 hafi pen-
ingalegar eignir (bankareikningar
og viðskiptamenn) verið 6,9 Mkr
nettó, þ.e. umfram skuldir.
- HEI
Verkalýðsfélagi Borgarness ofbýður auglýsing
Lífeyrissjóðs Vesturlands:
Fólk ekki van-
hæft í starf
eftir 45 ára
„Stjóm Verkalýðsfélags Borgar- fomu orðlð vart að reynt væri að
ness lýsír fullri andstöðu vlð þær víkja tll hlíðar úr störfum fólki
skoðanlr, að fólk sem orðið er 45 sem nálgast 50 ára aldur eða
ára sé ekki fullkomlega hæft til meira. Ekki hvað síst hafi konur
að gegna þessu starfi svo og öðr- fengið að kenna á þessari kaid-
um ábyrgðarstörfum," segir rifjuðu stefnu. Þótt þama sé um
m.a. í samþykkt sem stjóm fé- alvarlegt mái að ræða virðist það
iagsins hefur gert vegna auglýs- þó ekki í aðra röndína svolítið
ingar um starf framkvæmda- skondið að sfjórnarmenn lífeyr-
stjóra Lífeyrissjóðs Vesturiands issjóðsins, sem ákveðíð hafa
nýlega. En þar sagði ma.: „Við auglýsinguna, munu nær undan-
icitum aö starfsmanni á aldrin- tekningarlaust vera yfir þeim
um 25-45 ára með viðskiptalega aldurstakmörkunum sem þeir
menntun og/eða reynslu." tilgreina í téðri augiýsingu?
Stjóm Verkaiýðsfélagsins skor- Þá má benda á, að við 45 ára
ar á stjórn Lífeyrissjóðs Vestur- aldur vantar fólk enn 25 ár í
iands að breyta auglýsingunni á starfí til þess að öðlast full rétt-
þann veg að aldurstakmörk verði indi tU ellilffeyris úr Lífeyris-
ekki tilgreind. sjóði Vesturiands, eins og fíest-
í samþykkt Verkaiýðsfélagsins um almennum lífeyrissjóðum.
segir m.a. að þess hafi að undan- - HEI
Tímámót í búningamálum Knattspyrnusambandsins: Samningur undirritaður milli
Austurbakka og KSÍ um búninga og skómál sambandsins:
Á myndinni má sjá búninga þá sem landslið fslands leika í næstu tvö árin.
Tímamyndir Ámi Bjama
15 milljóna króna
tímamótasamningur
Frá undirritun samningsins milli Austurbakka og KSÍ. Til vinstri
Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Árni Þór Árnason frá Austur-
bakka innsigla 15 milijóna króna samninginn.
Knattspyrnusamband Islands
og Austurbakki hafa undirritað
samning til tveggja ára, sem fel-
ur í sér að öll landslið KSÍ leiki
í vörum frá Austurbakka,
þ.e.a.s. frá ABM á Ítalíu og
Nike. Heildarverðmæti samn-
ingsins er um 15 milljónir og
fær KSÍ vörur fýrir þá upphæð.
Samningurinn er tvíþættur,
annars vegar auglýsingasamn-
ingur og hins vegar samningur
um kaup á íþróttafatnaði og
búnaði. KSÍ hefur um árabil
notað vörur frá Adidas, en fyrir
aftan það samstarfs hefur verið
settur punktur.
Um mikið magn af íþróttayörum er
að ræða, enda heldur KSÍ úti sex
landsliðum, fjórum karlalandsliðum
og tveimur kvennalandsliðum. Sem
dæmi má nefna að Austurbakki læt-
ur sambandinu í té um 500 leik-
mannatreyjur, 600 æfinga- og upp-
hitunargalla, um 200 regngalla, 50
markmannssett, 50 úlpur, 250
knattspyrnuskó og um 100 æfinga-
skó. Auk þess sem öll landsliðin sex
leika í vörum frá Austurbakka, eru
allir þeir sem komast í 16 manna
hóp hjá landsliðum U-18, U-16, A-
landsliði kvenna og U-16 ára lands-
liði kvenna, skuldbundnir til að
leika í knattspyrnuskóm frá NIKE.
Hins vegar eru engar skuldbinding-
ar settar á herðar leikmanna í A-
landsliði og U-21 árs landsliði karla,
enda eru margir leikmenn sem hafa
gert sína eigin samninga við skó-
framleiðendur, atvinnumenn og
aðrir hér heima.
Á blaðamannafundi sem haldinn
var í tilefni af undirritun samnings-
ins, kom fram hjá Eggerti Magnús-
syni, formanni Knattspyrnusam-
bands íslands, að KSÍ hefði leitað
beint til um sex framleiðenda í
haust. Hins vegar hefði Austurbakki
komið inn í dæmið frekar seint og
samningsgerðin hefði aöeins tekið
um 10 daga.
Árni Þór Árnason frá Austurbakka
sagði á fundinum að fyrirtækið væri
á fullri ferð inn í íslenska knatt-
spyrnu og væri ekki komið til að
tjalda til einnar nætur. Hann sagði
ennfremur að áhugi þeirra beindist
sérstaklega að því að efla kvenna- og
unglingaknattspyrnu. Austurbakki í
samstarfi við NIKE og ABM hefur
gert samning við tvö 1. deildar lið
UBK og Fram og Fylki sem leikur í
2.deild. —PS