Tíminn - 13.03.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. mars 1992
Tíminn 7
■SSS
Skarphéðinn Agnarsson.
Sellier & Bellot-æfingaskotin eru ennþá til sölu í a.m.k. tveimur verslunum í Reykjavík. Myndin er tek-
in í versluninni Vesturröst. Timamyndir: Áml Bjama
Ungur maður, sem varð fyrir því nýlega að Sellier og Bellot-skot sprakk í skotgeyminum á byssunni hans:
Var ekki varaður við
skotunum af seijanda
Fyrir einum og hálfum mánuði síð-
an varð tuttugu og tveggja ára gam-
all Reykvíkingur, Skarphéðinn Agn-
arsson, fyrir því að Sellier og Bel-
lot-æfíngaskot sprakk í skotgeym-
inum á byssu hans. Hann var þá að
æfa leirdúfuskotfími á æfíngasvæði
skotmanna í Hafnarfirði með Rem-
ington Express-pumpu.
Verslunin Kringlusport, sem seldi
honum skotin, viðurkenndi bóta-
skyldu sína og borgaði viðgerð á
byssunni og bauð að auki í skaða-
bætur fjóra pakka af haglaskotum
og 10% afslátt í versluninni fram-
vegis. Sá, sem afgreiddi skotin til
Skarphéðins á sínum tíma, varaði
hann ekki við þeim, né heldur tók
fram að þau væru ekki ætluð fyrir
pumpur og marghleypur.
„Ég hlóð byssuna, setti þrjú skot í
skotgeyminn og ætlaði að pumpa
einu þeirra upp í hlaupið," segir
Skarphéðinn. „Um leið og ég pumpa
skotinu aftur úr skotgeyminum og
aftur í láshúsið, springur skotið í
miðjunni, ekki það sem ég var að
pumpa heldur næsta skot sem var
fyrir framan það í skotgeyminum.
Þar sem skotið var ekki aðþrengt og
opið aftur í láshúsið, var frekar um
hraðan bruna að ræða heldur en
sprengingu. Engu að síður
skemmdist byssan talsvert. Hún sló
dálítið, en þó ekki eins mikið og
þegar skotið springur á venjulegan
hátt.“
Skarphéðinn segist ekki ætla að
nota þessa tegund æfingaskota
framvegis og hann ræður mönnum
frá því að kaupa þau. Hann slapp al-
veg ómeiddur frá þ^ssu óhappi og
Tímanum er ekki kunnugt um að
neinn hér á landi hafi slasast af völd-
um þessara æfingaskota. Það getur
hins vegar hæglega gerst, því þegar
skot sprakk í byssu á æfingasvæði
Skotfélags Reykjavfkur þeyttist út-
dragari úr henni í bringuna á félaga
þess sem hélt á byssunni. -AG
Sellier og Bellot-æfingaskot bönnuð af Skotfélagi Reykjavíkur eftir óhapp á æfingavelli
félagsins, en yfirvöld hafa hins vegar ekki bannað sölu á þeim:
Skotin seld enn og hafa
þó sprengt tíu byssur
Agnar Guöjónsson byssusmiður hefur fengiö tíu byssur, skemmdar eftir Sellier og Bellot-skotin.
Timamynd: Pjetur
Á tæplega tveimur árum hefur
eitt helsta byssuverkstæði lands-
ins, Byssusmiðja Agnars, fengið
til viðgerðar tíu haglabyssur,
sem hafa skemmst af völdum
gallaðra skota. Umrædd skot eru
tékknesk af gerðinni Sellier &
Bellot, en þau hafa verið bönnuð
í Bretlandi vegna hávaða og slysa
er hafa orðið þegar skotin
springa áður en hleypt er af byss-
unni. Lögreglan sá ástæðu til
þess að banna sölu á umræddum
skotum í einni versluninni Vest-
urröst á síðasta ári, en þrátt fyr-
ir það voru sams konar skot
komin þar í hillurnar aftur eftir
skamman tíma og þar eru þau
enn.
Eftir því sem best er vitað, hafa
yfirvöld ekki skipt sér af sölu
skotanna síðan, en skotmenn
sjálfir eru hins vegar búnir að
banna þau á æfingavöllum á höf-
uðborgarsvæðinu. Þetta var
ákveðið eftir að skot sprakk í
byssu við æfingar á skotsvæði
Skotfélags Reykjavíkur fyrir um
það bil hálfum mánuði. Ekki náð-
ist í neinn innán lögreglunnar
eða dómsmálaráðuneytisins í gær,
sem gat svarað því hvort til stend-
ur að banna þessi skot hérlendis.
Ekki merkt
sérstaklega
Þau skot, sem um ræðir, eru svo-
nefnd „skeet“-skot, eða leirdúfu-
skot með léttri hleðslu og eru
notuð eingöngu við æfingar. Hjá
versluninni Vesturröst fengust
þær upplýsingar að þeir hefðu
ekki fengið kvartanir vegna Selli-
er og Bellot-skotanna, þrátt fyrir
að þeir hefðu selt um eina milljón
af þeim á rúmlega einu ári. Af-
greiðslumaður, sem Tíminn
ræddi við, sagði að þessi skot
væru ekki ætluð nema tvíhleyp-
um og einhleypum. Þau eru hins
vegar ekki merkt sem slík. Þegar
spurt var hvort munnleg skilaboð
afgreiðslumanns um að ekki
mætti nota skotin í pumpur og
hálfsjálfvirkar byssur væru full-
nægjandi, var vísað á innflytjand-
ann, Marínó hf. á Klapparstíg. Þar
varð hins vegar fyrir svörum sím-
svari og hafðist ekki upp á Hall-
grími Marínóssyni, framkvæmda-
stjóra Marínó hf. Að sögn Agnars
Guðjónssonar byssusmiðs, hjá
Byssusmiðju Agnars, hefur hann
gert við sjö hálfsjálfvirkar hagla-
byssur og þrjár pumpur, eftir að
þær höfðu skemmst af völdum
Sellier og Bellot-skotanna. Ekki
er Ijóst hversu margar byssurnar
eru í heildina, en þó má gera ráð
fyrir að meirihluti þeirra hafi
komið til viðgerða í Byssusmiðju
Agnars. En hvers vegna springa
skotin of snemma?
„Það er vegna þess að hvellhett-
an er of viðkvæm og nær að
kveikja í púðrinu án þess að fá
beint högg á sig,“ segir Agnar.
„Hreyfingin á skotinu í pumpum
og hálfsjálfvirkum byssum er nóg
til þess að koma kveikingu af stað.
Menn hafa haldið því fram að
þetta gerist vegna hita, en svo er
ekki. Það eru til dæmi um að tvö
til þrjú skot hafi verið í skotgeymi
á byssu og eitt þeirra sprungið en
hin ekki. Það kviknaði ekki í
þessu eina skoti vegna hita, því þá
hefði hitinn frá því átt að koma af
stað keðjusprengingu.
Skotin springa þegar þau hend-
ast úr skotgeyminum og upp í lás-
húsið og þaðan inn í hlaup byss-
unnar. Það skal tekið fram að
sprengingin er ekki næstum því
eins öflug og þegar skotinu er
hleypt af inni í hlaupinu, vegna
þess að ekki þrengir eins að því í
láshúsinu. Engu að síður hafa
sumar byssurnár skemmst illa af
völdum þessa,“ segir Agnar Guð-
jónsson byssusmiður. ÁG.